Tíminn - 24.08.1961, Blaðsíða 14
14
T f MI N N, fimmtudaginn 24, ágúst 1961.
útskurSinum urðu þeir að
sleppa, nema upphafsstöfun-
um á plötunni milli armanna.
Platan sú var ferköntuð þar
stóðu stáfir Óskars: „Ó G“.
Þau hjálpuðust síðpr öll að
því, elztu bræðurnir þrir og
Hallfríður, að reisa krossana
á leiðinu stóra og hlaða leiðið
upp.
Þegar Sigurður kom aftur
á prestssetrið, flutti séra Þórð
ur honum þá gleðifregn, að
Hallfríður væri hætt við vest
urförina og ráðin húskona hjá
prestshjónunum.
En ekki sagði séra Þórður
Sigurði það, sem þeim Ásrúnu
fór á milli. Hún ónotaðist við
prestinn fyrir það að greiða
fyrir Hallfríði. Hún átti skil
ið að reka sig á, stúlkan sú.
Einkennilegt, hvað allt snerist
um þá manneskju. Betur, að
sjálfur presturinn yrði ekki
vnr við það, er lyki.
En Sigurður var glaður. Ó-
ur.ncsðilega glaður. Það var
ákveðið, að hann sækti Hall-
fríði á vinnuhjúaskildaga
14. maí. Hún var ekki töpuð,
þrátt fyrir allt. Hann vonaði
og bað þess, að nýtt líf byrj-
aði hjá efnisbarninu. Hann
var sannfærður um mann-
kosti hennar og manndóm.
Og hann trúði því fastlega, |
að slíkur efniviður ætti fram
tíð fyrir sér. Framtíð, sem
vert væri að muna.
VIIIL.
Nú er að segja frá því, að,
daginn, sem Sigurður reikaði,
kvíðafullur frá Sjávarbakka,|
gerðust þar þau tíðindi, að (
um kvöldið kom Óskar í nýja^
bæinn. Hann bauð Hallfríði
að láta Sæunni sofa hjá
henni. En Hallfríður afþakk-
aði það. Kvaðst hún engan
geig finna, enda væri nótt-
in albjört. Hún sendi þeini|
lúðurtóninn, ef einhvers
þyrfti með.
Þá sagði Óskar henni,
hvernig komið væri um nýja
bæinn. Ásrún flytti í hann.
Ekki brá Hallfríði við þá
fregn. Kvað hún sér þykja
vænt um, að bærinn fengi að
standa. En gat þó ekki dulið
undrun sína, að Ásrún skyldi
kjósa nýja bæinn. Einmitt
nýja bæinn, sem hún hafði
jafnan litið illu auga.
Óskari létti, er hann heyrði
undirtektir Hallfriðar. Hann
hafði kviðið fyrir því, að
segja henni þessa fregn.
Kviðið fyrir viðbrögðum henn
ar, og búizt við nýjum hryggi
legum átökum. Nú fyrst vog-'
aði hann að spyrja Fallfríði.
hvað hún ætlaði sér fyrir
— Eg fer til Ameríku i vor,
sagði hún afdráttarlaust.
— Ein?
— Já, ein, svaraði hún. —
Foreldrar mínir vilja ekki
fara með mér. Og því fer ég
ein.
— Mér lýst ekkert á það,
sagði hann.
— Hér get ég ekki verið
lengur. Það vill mig enginn.
það samt. Það forðast allir að
minnast á framtíðina við mig
nema foreldrar mínir og
systkin. Eldri bróðir minn
sagði mér í gær, er við hitt-
umst, í fullri hreinskilni, eins
og hans var von, hvað að væri
með mig.
— Og hvað tindi hann til,
sagði Óskar, er Hallfríður
virtist ekki ætla að ségja
meira.
— Hann sagði, að húsfreyj-
urnar þyrð'u ekki að taka mig.
BJARNl ÚR FIRÐI:
ÁST I MEINUM
39
Og þá er bezt að hverfa úr
landi. Hverfa öllum, sem elta
mig og ofsækja. Mér leggst
eitthvað til.
— Ekki hefði pabbi viljað,
að við systkinin létum þig
hverfa í óvissu og útlegð,
sagði Óskar. — Það getur ekki
verið rétt, að það vilji þig eng
inn?
— Það er að sönnu ekki
alveg rétt, sagði Hallfríður.
— Eg get komizt inn á þau
heimili, sem alltaf eru í hjúa
hraki. Þar sem enginn vill
vera. Mig langar ekki í þær
vistir. Hinir, sem betri eru,
vilja mig ekki. Mér er sagt,
að systkini þín séu öll ráðin
á góð heimili. I
— Það er satt, sagði Óskar,
— og fengu færri en vildu.
— Þarna sérðu, Óskar. Þó
að þau hefðu verið fleiri,
hefði enginn skortur orðið á
góðum vistum. Og þó eru þau
flest unglingar. En það er
engin góð vist til fyrir mig,
og er ég þó fullorðin og sæmi-
lega verki farin.
— Þú ert meira en sæmi-
lega verki farin, Hallfríður.
Þú ert afburða verkmaður,
sagði Óskar.
— Segjum það ,og þó vill
mig enginn. Þetta hefur að
vísu enginn sagt, en ég veit
Þær héldu, að ég kæmist upp
á milli hjónanna, væri sem
sagt vergjörn léttúðardrós.
Húsbændurnir teldu allir, eða
flestir, víst, að ég væri ófrísk.
Og kærðu sig ekki um slíkan
feng á heimilið. Eg vil hverfa
þessu fólki. Eina ráðið og sjálf
sagðasta ráðið er Ameríku-
ferð. Enda er ég ákveðin.
Verst, hvað foreldrar mínir!
taka sér það nærri. Eg segi
þér þetta allt, Ósliluif'af; því |
að ég veit, að þú ert góðurj
drengur. Og ég treysti þér til;
þess að standa utan við þann (
ástvinahóp, sem gerir mér
erfitt fyrir nú. Einmitt nú,
þegar ég er að rifa mig lausa.
— Eg vil koma með þér,
Hallfríður. Mig var farið að
dreyma um Ameríkuo Hann
má gjarnan rætast sá -draum
ur. Við skulum samtaka
brjóta okkur braut þar vestra.
Við erum bæði ung og hraust.
Eg get ekki misst sjónar af
þér. Þú varst ástmey föður
míns. Eg veit, að hann ætlast
til af mér, að ég láti þig ekki
farast í mannhafi hins ó-
kunna lands. Ef við stöndum
saman, er brautin rudd.
Hann ætlaði að segja eitt-
hvað meira, en Hallfríður
greip fram í:
— Nei, Óskar. Þú mátt ekki
yfirgefa móður þína mín
vegna. Kún hatar mig. Hún
myndi elta okkur á heims-
enda og eitra líf okkar
beggja. Þú verður að halda
henni frá mér. Það er bezta
hjáipin. Eg vil ekki, að nokk-
ur geti mpð sanni sagt. að ég
hafi komið hér af stað meiri
vandræðum í fjölskyldunni
en orðið er. Eg þakka þitt
sróða boð. Eg met þig og virði
og elska sem bróður. Hlífðu
mér við frekari vandræðum.
Eg vil bera mínar byrðar
ein. Farðu, góði bróðir.
Mamma þín er á leiöinni hing
að. Farðu, áður en hún kem-
ur og hleypir öllu í bál.
—r Þú getur ekki séð hana
héðan, hvernig veiztu að hún
er að koma?
— Hún fór fyrst í húsin.
Nú kemur hún þaðan og stefn
ir hingað. Eg sé, hvað undir
býr.
— Eg tala við þig seinna, |
flýtti Óskar sér að ségja. Svo!
hvarf hann fram göngin. |
Hann mætti mömmu sinni i
rétt við bæjardyrnar.
_ Ásrún var svipþung. —j
Óskar, er ekki nóg komið?
Ætlar þú líka að fara að snú!
ast um þessa flennu? Eg trúi'
því ekki á þig, Óskar, að þú
látir hana hafa þig að leik-
soppi, þegar faðir þinn er fall
inn frá.
— Mamma, ertu brjáluð
eða hvað? sagði Óskar.
— Það hefði mörg konan
orðið brj áluð í mínum spor-
um. Faðir þinn var góður mað (
ur og elskulegur. Hún rændi
honum frá mér, eiginkon-
unni. Hún gekk um, vafin sak
leysishjúp, en spjó eitri í all-
ar áttir_ Þú þekkir hana ekki.
Gjörningar hennar náðu til
allra hér nema mín. Eg bekki
innræti hennar og skil það.
Eg hefi of lengi hlíft hennl.
Það skal ekki verða lengur.!
Nóg er að gert. Reyni hún að,
ánetja ykkur, börnin mín,;
skal það kosta hana lífið.j
Heyrirðu það? Hún skal deyjaj
ef hún lætur ekki mig og mín 1
börn í friði.
— Guð hjálpi þér, mamma.
Eg hefi ekkert illt aðhafzt.
Og ég tala ekki við þig meðan
þú ert í þessum ham.
Mæðginin gengu í bæinn,
þungbrýn bæði tvö og hugs-
uðu sitt.
VIIL.
Það var kominn háttatími.
Allir tóku á sig náðir. En að
minnsta kosti þrír sváfu lítið
þessa nótt á Sjávarbakka.
Ásrún gerði upp sínar sakir
á sína vísu. Hún sakaði Hall-
fríði um allan sinn ófarnað.
Fimtudagur 24 ágúst:
8,00 Morgunútvarp.
12,00 Hádegisútvarp.
12,55. „Á frívaktinni.*, sjómannaþátt.
ur (Kristín Anna Þórarinsd.).
15,00 , Miðdegisútvarp.
18.30 Tónletkar: Lög úr óperum.
18.55 Tilkynningar.
19,20 Veð'urfregnir.
19.30 Fréttir.
20,00 Tónleikar: Balletttónlist úr óp.
Faust eftir Gounod. — Fílhar-
moníuhljómsveitin í Múnchen
leikur. Fritz Lehmann stjórnar.
20.25 Erindi: Fundið ísland (Arnór
Sigurjónsson rithöfundur).
20.55 Tónleikar: Þættir úr óperunni
„Tannhauser" eftir Wagner.
Elisabeth Grúmmer og Gottlob
Frick syngja með kór og
hljómsveit ríkisóperunnair í
Berlín. Franz Konwitschny stj.
21.15 Erlend rödd: „Hléið fyrir
þriðja þátt“ eftir Gerard
I-Ieard (Guðmundur Steinsson
rithöfundur).
21,35 Ballettmúsik úr „Faust“ eftir
Gounod (Filharmoníuhljómsv.
Múnchenar leikur. Stjórnandi:
Fritz Lehmann).
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,10 Kvöldsagan: „Zimin“ eftir Jan-
ko Larvin, í þýðingu Brynjólfs
Sveinssonar; fyrri hluti (Flosi
Ólafsson).
22.30 Sinfóníutónleikar: „Hetjulíf"
— hljómsveitarverk eftir Ric-
hard Strauss. Hljómsveit leik-
ur undir stjórn Fritz Reiner.
23.15 Dagskrárlok.
Öldulengdir:
Miðbylgjur: 217 m (1440 Kr/
sec.).
FM-útvarp á metrabylgjum:
96 Mr. (Rás 30).
Fimmtudagur 24. ágúst.
20.00 Einkennislag afmælis-
útvarpsins.
Skipulagsmál Reykjavíkur.
Jónas Jónasson ræðir við
Aðaistein Richter skipulags-
stjóra.
20.15 Viðtal við Lárus Sigurbj,-
son, safnvörð (J.J.).
20.25 Rabbað við ritstjóra Reykja
víkurblaðanna (Thorolf
Smith).
Gluggað í gömul blöð.
21.00 Tónleikar í Neskirkju (útv.
frá kirkjunni).
21.30 Leiklistin í Reykjavík (Sv.
' Einarsson ræðir við for-
ystumenn leikhúsmála).
21.45 Íþróttalíf höfuðstaðarins —
Viðtöl við íþróttaleiðtoga
(Sigurður Sigurðsson).
22.00 Dagskrárauki: Karlakór
Reykjavíkur (útvarpað af
sviði).
lílRÍKUR
VÍÐFFÖRLI
Úlfurinn og
Fálkinn
27
— Hvað meinarðu? spurði her-
maðurinn grunsemdarfullur. —
Allir vita, að Eiríkur konungur og
sonur hans fóru úr landi og voru
drepnir í sama bardaganum og
Ragnar rauði. Það kom„t enginn
lífs af — maðurinn þagnaði rugl-
aður. — Og þó, Ervin er kominn
hingað.... Eiríkur kinkaði kolli.
— Það getur enginn ábyrgzt, að
kóngurinn hafi fallið. Enn þá einu
sinni hafði Eiríkur það á tilfinn-
ingunni, að hinn ímyndaði dauði
hans væri harmaður, og veik von
tendraðist í huga hans. Á meðan
sat Bryndís á makki við Bersa jarl
og tvo aðalsmenn. — Þjóðin mun
gleðjast yfir þvi, að þið styðjið
hinn nýja konung, sagði hún við
Gunndal og Haug, en ekkert
þeirra hafði minnsta grun um ver-
una, sem nálgaðist þau í skugga
kastalans, þótt ráðagerðir þeirra
myndu kollvarpast, er hún kæmi
fram í dagsljósið.