Tíminn - 24.08.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.08.1961, Blaðsíða 8
Berlínarkvöld í Skátaheimilinu Þegar ég leit yfir Tímann á þriðjudaginn, sá ég sagt frá því, að flokkur ungmenna frá Berlín ætlaði að halda kvöldvöku í Skátaheimilinu þá um kvöldið, syngja berlínska söngva, sýna berlínskar myndir, dansa berl- íska þjóðdansa og segja frá hög- um sínum heima í Berlín. Mér datt I hug, að það gæti verið fróðlegt að fara þangað og vita, livað þau hefðu fram að færa, auk þess sem þetta var gullið tækifæri til þess að æfa sig í að skilja talaða þýzku. Þegar við 'komum inn í Skáta- heimili var ekki ýkja margt um manninn, varla nema þetta unga þýzka fólk. En innan skamms dreif að múg og margmenni, unz heita mátti að salurinn væri full- setinn. En rétt þegar vakan átti að hefjast, kom pósturinn frá Þýzkalandi og margir fengu bréf eða kort, þá varð handagangur í öskjunni, og hinn velkomni póstur kom raski á ,,die deutsce Punktlienkeit und Genauigheit", — eða var dvölin á íslandi eitt- hvað búín að raska við þessu? Svo mikið er víst, að kvöldvakan hófst ekki alveg á réttum tímá, Vakan hófst með því, að frú Thiimler, foringi Þjóðverjanna, hélt smá tölu. Koms-t hún svo að orði, að þau hefðu komið til landsins sem útlendingar og ó- kunnugt fólk, en færi á brott sem vinir lands og þjóðar. Því næst hófst kórsöngur, og söng kórinn eftir það alltaf á milli atriða. Dansflokkur sýndi okkur þjóðdansí hann var hægur og til- þrifalítill, og svo sem ekki neitt neitt. Þar á eftir var sett upp stórt hvítt tjald, og þar sýndu Berlínarbúar okkur litmyndir frá heimaborg sinni, og röktu sögu hennar í stórum dráttum. Hart- mut Barend hét sá, sem lýsti myndunum, og kom hann víða við og rakti sögu Berlínar og þróun, bæði afturábak og áfram, í stórum dráttum. Hann sýndi okkur myndir af ýmsum stöðum í Berlín, bæði fyrir og eftir stríð, og var sá samanburður harla ó- hagstæður fyrir styrjaldir. Einn- ig sýndi hann myndir frá þeim stöðum, sem mest eru í fréttum um þessar mundir, svo sem Brandenborgarhliðinu og Pots- damertorgi, og fór nokkrum orð- um um aðgerðirnar í Berlín og harmaði þær heldur að vonum. . Mér fannst það eftirtektarvert, hve mikill munur var á myndum úr A-Berlín og V-Berlín, hve miklu kuldalegri og mannfærri myndirnar frá A-Berlín voru. Þegar Hardtmut hætti að sýnt okkur myndir, tók systir hans, Irmhild, að fræða okkur um þátt æskulýðsstarfsins í Berlínarlíf- inu, og hvernig þessi flokkur þeirra eyddi tíma sínum. En svo kom að því, sem mér þótti einna athyglisverðast. Séra Ólafur Skúlason, æskulýðsleið- togi Þjóðkirkjunnar — en flokk- ur þessi kom hingað á vegum hennar — steig á pall og sagði, að nú myndu Þjóðverjarnir sýna látbragðsleik. Þá voru ljós öll slökkt. Síðan kom inn einn pilt- anna, hægt og settlega, og hélt logandi kerti fyrir framan sig. Hann nam staðar, þegar hann var kominn nokkuð inn á gólfið, og stóð þar síðan grafkyrr með kertið logandi fyrir framan sig. Bráðlega tók einn piltanna sig út úr hópi hinna, gekk hægt til kertispiltsins og þáði Ijós af hans kerti. Síðan annar, hinn þriðji og hjnn fjórði. Því næst flokk- aðist afganguiinn allur að kalla um þessa fjóra pilta, tók í kerti þeirra með þeim, hélt þar fast og myndaði hring. Aðeins þrír piltar urðu afgangs. Eftir stund- arkorn, þegar allir höfðu verið grafkyrrir um hríð, tóku afgangs piltarnir að ráfa um, líta í allar áttir, einn skoðaði ákaft í hend- ( Framhalri a lö siðu ' B@aagg iiwiiiwwmmwMiMMwiwB Efst til vinstri er mynd af söngflokki Berlinarbúanna. Þar fyrir neðan kem ur svo mynd af látbragðsleiknum. Lengst til vinstri á myndinni er einn utanveltumaðurinn, en annar r-r hægra megin næstyztur og skoð- ;.r í lófa sér. Fyrir framan vinstri ■ tanveltumannlnn má sjá hóp um itt kertj. Þriðja mynd að ofan "instra megin er af söngflokki, sem ::ng negrasálma, en neðsta myndin r tekin í lok kvöldvökunnar, þegar >jóðverjar og íslendingar sátu sam- ;n við borð og röbbuðu. Að lokum var svo dansað. — Hægra megin að ofan er séra Óalfur Skúlason, en að ncðan er e!n þýzka stúlkan, sem fékk bréf að heiman. Hún er niðursokkin í lesturinn. (Ljósm : Kári). i tnmn—sjirmwwH—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.