Tíminn - 24.08.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.08.1961, Blaðsíða 16
Brátt munu koma á markað erlendis „atómkartöflur", þ. e. kartöflur, sem vegna geisla- áhrifa spíra ekki, hversu lengi sem þær eru ge 'mdar. Kanada hefur þegar sent slíkar kartöflur á markaðinn, og er það fyrsta vesti'æna landið, sem það gerir, en Sovétríkin eru brautryðj- endur á þessu sviði. Geislunum, sem notaðir eru til þess að koma í veg íyrir spírun kartaflanna, er beint að vaxtarfrumum þeirra með þeim árangri, að þær hætta að vaxa, og þar af leiðandi spírar kartaflan ekki og heldur næring- arforða sínum óskertum. Verið er einnig að gera tilraunir með geislun annarra matvara, til þess að verjast skemmdum, og er þá geislunum beint að bakterium, sem valda skemmdum. Þær til- ; i'aunir eru vel á veg komnar og | einnig hafa verið gerðar tilraunir , með að vernda vítamínríkar fæðu- , tegundir með geislaáhrifum, en vítamín eyðast mjög í fleslum fæðutegundum við langa geymslu. Sennilega mun það ekki vera á færi smáþjóða, að nota slíkar aðferðir við fæðuverndun, því að geislarnir eru dýiu verði keyptir og munu dýrt seldir. Það verður þess vegna ef til vill langt þangað til, að „atómkartöflur“ koma á ís- lenzkan markað. „Ekki bein illmenni” Konur úr Ólafsfirði á skemmtiferð Fyrir skömmu bauö Kaupfélag Ólafsfjarðar konum í skemmtiferö austur í Þingeyjarsýslu. Var farið á flóabátnum Drangi til Akur. eyrar, en þaðan í bifreiðum austur yfir. Þátttakendur voru 48 í þessari för, auk fararstjóranna, Bjöns Stefánssonar og Ólafs Ólafs- sonar. Myndin var tekin af hópnum á götu á Akureyrf. Það var á sólskinsdegi og allar konurnar voru i sólskinsskapi. (Ljósmynd: G.P.K.). „Martin Bormann” reyndist vera danskur sveitamaður ATÓMKARTÖFLUR komnar á markaðinn segir Simpson yfirbókavörður í bardögum, en ekki illmenni." SAS tapar ofboðslega Itæða liins nýja aðalforstjóra Víkingarnir norrænu voru fenginn svona eitthvað mitt á milli beinlínis þess að vera kaupmenn og þjófar og ránsmenn. „Víking-, Þetta er álit W. D. Simpsons, „fca yfirbokavarðar við Kings-háskóla í urinn var g immur og °fsa*, Aberdeen. Dóm sinn um víkingana jkvað hann upp á hinum fjórða al- þjóðlega víkingafundi, sem hald- inn er í York á Englandi um þess- 1 ar mundir. Hann taldi, að hug- myndir manna um blóðþorsta vík- inganna væru talsvert ýktar. Víkingafund þennan sækja yfir fjörutíu menn frá íslandi, Færeyj- SAS flugfélagsinsins, Curt Nico m, Bretlandi, og eru þeir dr. Krist á blaðamannafundi a Bromma-flug j^n Eldjárr. þjóðminjavörður og velli a ínanudagnm, var reiðar- jón steffensen prófessor meðal slag. Hann skyrði fra þvi, að tap þátttakendanna ið á þessu ári mundi nema um _ , , . . , , 135 milljónum danskra króna. Megrnverkefm þessa funda er . 1 að fjalla um skaphofn og lifsvrð- Þetla er í fyrsta sinni, sem nýi ( horf norrænna víkinga. forstjórinn kemur fram opinber-i---------------------------------- lega. Hann lýsti hluta sparnaðar- aðgerðanna, sem eiga að koma flugfélaginu á réttan kjöl. Starfsj ma'nnalið félagsins á að minnka um tíu af hundraði, rúmlega 10001 manns. Verður þessu fólki sagtj upp næstu mánuði. Sum starfsemi félagsins verðurí aðskilin frá og munu ýmis ný dótt urfélög taka hana að sér. Eng.> áætlunarleiðir félagsins verða lagð ar niður, en ferðum vérður fækk) (Framhald á 2. síðu.) Hinn raunverulegi Martin Bormann, sem hvarf 1945. Um skeið hefur verið uppi um það orðrómur á Friðriks- bergi í Kaupmannahöfn, að hinn týndi nazistaforingi, Martin Bormann, leyndist þar. Fyrir fimm eða sex árurn sett- ist þar að ókunnur maður í snqtru húsi við þokkalega götu. Hann komst í fast starf og reyndist ákaf lega stundvís. Hann kom alltaf og fór á nákvæmlega sama tíma. Hann var líka mjög fáskiptinn og gaf sig aldrei á tal við nágrann- ana. Brátt varð fólk þarna í grennd- inni sammála um ,að það væri eitthvað dularfullt við þennan stundvísa og afskiptalausa mann. Sumir, sem höfð’u * heyrt hann segja fáern orð, fullyrtu að hann talaði með áberandi þýzkum mál- hreim. Og nú rann það upp fyrir fólki, hve líkur hann var myndum Það ríkir hungur i Bizerte, en um slíkt er ekki haft hátt, þegar fólk af hörundsblökkum stofni á í hlut, og er þó ástandið þar prýðilegt, samanborið við það, sem á sér stað vlð ógnarstjórn Portúgala í Angóla, þar sem vopnaðir hermenn Salazars hafa brytjað niður vopnlaust fóik, konur og börn, og hungursneyðin er átakanleg hjá tugþúsundum flóttamanna. — Myndin hér að ofan er af konum í Bizerta, sem hópast utan um vörubíi, er kom- ið hefur með brauð til útbýting- ar. af Bormann. Hann virtist líka vera á þeim aldri, að það gæti staðizt, að þetta væri Bormann sjálfur. Um alllangt skeið lét fólk sér nægja að gefa manninum nákvæm ar gætur. En svo gerðist það, að hann hætti að koma og fara á þeim tímum, sem hann var vanur. Hann hætti að sjást. Samt hafði hann ekki flutt brott úr íbúð sinni. Hann hafðist þar við kmi og hafði dregið tjöld fyrir alla glugga. Þessi umski.pti urðu eitthvað sömu dagana og málaferlin gegn Eichmann hófust. Nú magnaðist orðrómurinn fyrst fyrir alvöru. Þrællinn var auðvit- að hræddur um sig og hafði skrið ið í felur. Þetta endaði með því, að ein- hverjir sneru sér til lögreglunnar og sögðu henni af hinum dular- fulla manni. Lögreglan tók nú málið í sínar hendur. En þá kom á daginn, að almannarómurinn hafði hér ekki verið minna skáld en Shakespeare, eins og einu sinni var sagt af öðru tilefni. Manngarmurinn reyndist hádanskur, kominn til Kaupmanna hafnar utan af landi. Stundvísi hans var dönsk, en ekki þýzk, og j hann hafði setzt um kyrrt heima j vegna veikinda. Hákarladráp stundað vel Grafarnesi, 21. ágúst. — Hákarla- veiðar hafa verið stundaðar héðan af kappi undanfarið, og hefur margur hákarlinn látið líf sitt af þess völdum. Fengu hákarlamenn eitt sinn tólf hákarla á nokkrum dögum, og sem dæmi um það, hve hákarlinn var gráðugur, má geta þess, að eitt sinn fengust þrír hákarlar, þegar beitt var fimm krókum. Tveir dragnótabátar hafa nú byrjað veiði, og er frystihúsið tek ið að vinna afla þeirra, en það I hefur ekki verið starfrækt í sum- ar. p. P.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.