Tíminn - 24.08.1961, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.08.1961, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, fimmtudaginn 24. ágúst 1961. SEXTUGUR: Jósep H. Jónsson Snemma sumars, ár eitt, laust eftir aldamótin síðustu, var ferða- fólk statt í kauptúninu á Vopna- firði. Þetta voru hjónin í Skógum, Jón Jónsson, skaftfellskur að ætt og uppruna, og Sigríður Jóseps- dóttir, ásamt þremur ungum börn- um þeirra. Þau biðu nú skips, albúin að flytja til Vesturheims. Þau höfðu undanfarna daga kvatt frændfólk og vini í sveitinni, selt búfé sitt allt og búslóð, utan það, sem barnafjölskylda hlaut að taka með sér í langt og erfitt ferðalag yfir úthöfin,' með þeirra tíma farkostum og þeim farareyri, sem fátækt sveitafólk hafði yfir að ráða. En hvort sem biðin varð löng eða skömm, gerðist það, að yngsta barnið, Jósep Hjálmar, tók lasleika nokkurn. Og með því að móðirin má vel hafa vitað, hve ferðin vestur var erfið ungum börnum, þar sem margir sveitung ar og þeirra á meðal skyldfólk og venzlafólk hennar, höfðu flutzt til Vesturheims á undanförnum árum og vafalaust haft bréfaskipti við hana, mun lasleiki drengsins hafa! ráð'ið úrslitum. Víst er um það, að Vesturheimsferðin fðrst fyrir, og aftur var snúið heim í Skóga. En Skógar eru æskuheimili Sigríðar; og þar hafði hún hafið búskap með manni sínum fáum árum fyrr. Það er ekki ætlun mín að rekja J feril Jóseps H. Jónssonar í Skóg- um, sem varð sextugur 15. ágúst s.I., allt frá því er hann, óafvit- andi, sneri fólki sínu heim frá Vopnafjarðarkauptúni, og til þessa dags. Þar mun óhætt að byrja, að hann varð snemma liðtækur á búi foreidra sinna og sjáanlega rakið búmannsefni. Ekki naut Jósep skólagöngu umfram barna- fræðslu. Hins vegar lærði hann söðlasmíði hjá föðurfrændum sín- um í Skaftafellssýslu og hefur alla tíð stundað söðlasmíði í hjá- verkum. Einkennist sú smíði hans af traustleik og smekkvísi. Um hitt veit víst enginn, hvar eða hvernig hann hefur. öðlazt ótrú- lega leikni í járn- og trésmíði. Að sjálfsögðu er þó búrekstur- inn og umbæturnar í Skógum hið eiginlega ævistarf Jóseps. Það var rétt um sama leyti, að Jósép tók við búsforráðum í Skógum og ræktunaraldan, sem hófst með setningu jarðræktarlaganna, náði til Austurlands. Jósep var líka með þeim fyrstu hér í sveit, sem fengu sér hestaverkfæri til jarð- vinnslu og lét þau ekki ó-notuð. Nýjar sáðsléttur í túni eða utan töldust brátt til árlegra verka. Seinna, þegar dráttarvélar komu til sögunnar, var færzt meira í fang. Jarðvinnsla er þó fremur erfið í Skógum, þar sem túnið liggur í allmiklum halla, skorið giljum. En vegna þess er það líka svo óbrigðult til uppskeru, að næst um má segja, að misjafns árferð- is gæti ekki þar. Þá hefur Jósep húsað jörð sína myndarlega og verið þar bæði trésmiður og múr- ari. Umbætur Jóseps í Skógum eru svo miklar í sniðum og vel af hendi leystar, að hann má vel vita, nú þegar hann litur til baka, úr 'þessum áfangastað, að hann hefur reist sér varanlegan minnisvarða. Svipuð saga hefur, sem betur fer, gerzt á fjölmörgum íslenzk- um sveitabýlum á seinustu árum. En um eitt er þó uppbygging Jóseps í Skógum frábrugðin því, sem almennast er. Hann mun aldrei hafa tekið lán til nokkurra framkvæmda. Hér skal, að vísu, enginn dómur á það lagður, hvort telja beri dyggð eða ódyggð að taka lán til framkvæmda. Miklu nær er að segja, að skilvís lántak andi og sparifjáreigandi séu jafn- nauðsynlegir því, sem kallað er eðlileg þróun peningamála. Hitt er annað mál, að bóndamaður hlýtur að staldra við og undrast þá yfirgripsmiklu fyrirhyggju, sem til þess þarf, að framkvæma um- bætur á borð við Jóseps : Skóg- um án minnstu lántöku. Það, sem orðið hefur Jósep far sælast til búmennsku, eru áreiðan lega frábærir verkstjórnarhæfi- leikar hans. Ekki svo að skilja, að hann hafi haft hópi manna á að skipa og haldið sjálfum sér frá vinnu. Þvert á móti hefur hann, eins og flestir bændur, mátt við það una, að segja aðeins sjálfum sér fyrir verkum. Stundum einum eðá tveimur til viðbótar, en ævin- lega unnið lengst og afkastað mestu sjálfur. Ég hef löngum átt leið hjá garði Jóseps, með og án viðkomu, á öllum árstíðum. Þar af leiðandi hef ég ekki komizt hjá að taka eftir því, sem einkenndi staðinn öðru fremur og vitnaði um húsbóndann. Eitt er það, hve mér virðist vorverkum vera jafnan snemma lokið í Skógum, og þar með er; eins og sumarið komi þar fyrr en annars staðar. Þá minnist ég þess ekki, að hafa nokkum tíma séð hey hrekjast verulega á túni í Skógum. Jafnvel ekki sumarið 1950. Ég hef heldur aldrei séð þar rusl eða óreiðu, utanhúss eða inn- an. Þvert á móti eru þar allir hlut- ir á sínum stað. Allt í röð og reglu, sem auðsjáanlega stafar af góðri umgengni daglega, fremur en umbrotamiklum tiltektum öðru hvoru. Allt þetta, og raunar margt fleira, sem hér er ekki talið, tel ég hiklaust ávöxt frábærra verk- stjórnarhæfileika húsbóndans. Eins og að líkum lætur um jafn inikinn ræktunarmann, hefur Jósep jafnan átt velmeðfarið og afburðagott búfé, svo að í fremstu röð er. Svo sem aðrir bændur á þessu aldursskeiði hefur Jósep lifað þær gagngerustu breytingar, sem orð- ið hafa í sögu íslenzks landbúnað- ar Þeir hafa oft orðið að velja eða hafna, án verulegs stuðnings frá tilrauna- eða leiðbeiningastarf semi búnaðarsamtákanna. Mála sannast mun það, að Jósep hafi staðið sig vel á því prófi. Kannske hefur hann manna bezt kunnað að sameina gamlan og nýjan tíma. Oft verið fljótur að notfæra sér þær nýjungar, sem reyndust til; frambúðár. en hafnað öðrum, sem | minna varðaði. ' Áreiðanlega nær umbótaþrá þessa athafnasama manns út fyrir, hans eigin garð. Þannig hefur | han-n reynzt hin mesta hjálpar- hella. þeim, sem voru að koma af stað byggingum og hefur þá pft klipið af naumum tíma sínum til að leysa af hendi það vandasam- ] asta í byggingarframkvæmd grann ans. ef ekki var til þess lfunnátta eða geta heima fyrir. Mér er ekki grunlaust að meta megi þessa | hjálpsemi hans að hálfu til greiða, semi og að hálfu til skemmtunar honum sjálfum, sem er svo ríku- lega búinn þeim hæfileika að hafa nautn af uppbyggjandi starfi. Jósep hefur lengi átt sæti í stjórn búnaðarfélags og síðar rækt unarfélags sveitarinnar. Og for- maður fóðurbirgðafélagsins hefur hann verið lengur en nokkur ann ar, að ég hygg Enda mun flest- u.m finnast. að það komi í rétt an stað niður, því að aldrei mun honum hafa orðið fóðurs vant í sínum búskap, hvernig sem áraði. | Jósep er ókvæntur og hefur Sig ríður systir hans staðið fyrir búi1 hans alla hai\s búskapartíð og ’ stýrt því af miklum myndarskap. Hjá þeim hefur alizt upp systur-1 sonur þeirra, Jón Þorgeirsson, og, hefur hann nú fyrir nokkrum ár-1 REYKJAVÍKURKYNNING 1961 Kl. 14.00 — 20.00 — 20.30 — 21.00 — 22.00 Sýningarsvæðið opnað. Lúðrasveit leikur. Tónleikar í Neskirkju. 1. Orgelleikur: Páll Kr. Pálsson og Árni Arinbjarnarson 2. Einsöngur: Árni Jónsson. Kvikmyndasýning í Melaskóla. Reykjavíkurmyndir. Kórsöngur í Hagaskóla. Karlakór Reykjavíkur. Stjórnandi: Sigurður Þórðarson. Ver8 aðgöngumiða: Fullorðnir kl. 14—18 kr. 10,00 ... Fullorðnir kl. 18—22.30 kr. 20.00 -IfíÖK 'íírfþhqm;) Börn 10—14 ára greiða hálft gjald. Börn undir 10 ára þurfa ekki að greiða aðgangseyri. Kynnisferðir. Kl. 17.00 — 20.15 — 15.30 Ferð um Gamla bæinn. Lýst upphafi hans og þróun. Verð kr. 30.00. Ferð um Gamla bæinn, Nýja bæinn og Árbæjarsafn skoðað. Verð kr. 30 00. Ferðin um Gamla bæinn endurtekin. Ferðirnar, sem taka Yh—2 klukkustundir, eru farnar undir leíðsögn þaulkunnugra fararstjóra. Skoðaðar skrifstofúr bæjarins í Skúlatúni 2, Laugardalsvöllur- inn, Rafstöðin gamla við Elliðaár og Laxaklakið við Elliðaár. Verð kr. 10.00. Brottför frá bílastæði við Hagaskóla (Dunhagamegin). 'V.*W«V*VV*V«V*W»V*V*V'VV>V*V’V* um hafið búskap á hluta jarðar- iíinar. Það er alveg sérstök ástæða fyr- ir okkur sveitunga Jóseps, að sam gleðjast honum á þessum tíma- mótum, því að við þykjumst hafa heimt hann úr nokkurri hættu. Fyrir tæpum tveimur árum slgs-1 aðist hann alvarlega, er hann féll af hestbaki í fjallskilaferð og horfði lengi illa um bata hans. En nú er batinn kominn það áleiðis, að hann getur gengið til flestra starfa sinna. Varla þó án þess að beita sjálfan sig hörðu. | Það reynir ekkert verulega á ímyndunarafl þess, sem er kunn-, ugur Jósep í Skógum, að hugsa sér hann framarlega í hópi hinna dugmiklu, íslenzku landnema í Vesturheimi. En hér þarf ekki á ímyndunarafli að halda. Sú stað- reynd blasir við, að fyrir þá til- viljun, að aftur var snúið með hann heim í Skóga, er Austur- land í dag einu fögru og myndar legu býli ríkara. H.Þ. ORÐSENDING FRÁ HÓLASKÓLA Bændaskólinn á Hólum verður starfræktur á vetri komandi með eldri deild og bændadeild. Náms- tíminn verður frá 15. iktóber til 15. maí. Nem- endur, sem ekki hafa lokið landmælingum, mæti 10. október. Enn er hægt að bæta við 4—5 nemendum. Auk bóknáms verða vikulegar verkæfingar 1 vél- fræði, búfjárhirðingu, smíðum og tamning hesta eftir nýjár. Nemendur og umsækjendur, sem óska eftir frek- ari skýringum á námstilhögun hafi samband við skólastjóra eða kennara. Skólastjónnn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.