Tíminn - 25.08.1961, Qupperneq 3
TÍMINN, föstudaginn 25. ágúst 1961.
3
Veturliði
sótti
málverkið
BlaMð hafði spurnir af því í
gær, að Veturliði Gunnarsson, mál-
ari, hefði sótt málverk eftir sig á
Reykjavíkursýninguna í Melaskói-
anum, skorið það niður af vegg
og fjarlægt það af sýningunni.
Á Reykjavíkursýningunni eru
verk eftir flesta íslenzka málara,
eitt eða fleiri eftir hvern.
Blaðið náði tali af Veturliða,
sem kvaðst hafa sótt málverkið og
farið með það heim. Hann sagðist
hafa lánað málverkið til að sýna
það, en ekki til þess að nudda sér
utan í það, en málverkið hefði ver-
ið hengt upp í löngum um tveggja
metra br'eiðum og illa lýstum
gangi. — Þetta málverk, sagði Vet-
urliði, er tveir metrar á lengd, og
hékk þar ásamt nokkrum smærri
málverkum. Að hengja svo stórt
málverk á þennan stað er nokkuð
svipað og að láta hljómsveit spila
í kvistherbergi.
Það er rétt, bætti hann við, ég
skar myndina niður, og ég eftir-
læt öðrum þetta pláss.
NÝR LEIKUR RÚSSA I TAFLINU
NTB—London, Washington
og París 24. ágúst. — í gær-
jkvöldi voru samtímis afhent-
jar samhijóða orðsendingar
Ráðstjórnarinnar til hernáms
veldanna í Berlín, og er þetta
svar við orðsendingum þeirra
um málefni borgarinnar fyrir
skemmstu, er mótmælt var
einangrun V-Berlínar og ferða
hömlum milli borgarhluta.
í orðsendingum þessum
leika Sovétríkin nýjan leik í
stórveldataflinu um Berlín,
og gerbreyta taflstöSunni. j
Þau draga í efa rétt vestur-
veldanna til frjáls og óhindr-
1 aSs aSgangs aS borginni í
lofti og vilja takmarka þann
rétt. Þetta hafa þau aldrei
gert áSur.
I ,
I orðsendingunni segist Ráð-1
stjórnin oft hafa vakið athygli'
Bandaríkjanna á þeirri undirróð-j
ursstarfsemi og áreitni, sem rekin
hafi verið af hálfu V-Þýzkalands í.
Berlín. Eigi að síður hafi vestur-
veldin ekkert gert til að stöðval
þetta. Með þegjandi samþykki her
námsveldanna þriggja hafi þetta
hins vegar færzt enn í vöxt, sér-
staklega í sambandi við tiliögurn-
ar um friðarsamninga við Þýzka-
land þegar í stað og lausn V-Berlín
armálsins á þeim grundvelli. Ernst
Lemmer, ráðherra sambandsstjórn
arinnar í alþýzkum málum, hafi
lengi haft bækistöð í Bei'lín.
Alls konar menn, heiftræknis-1
seggir, öfgamenn, hryðjuverka-
menn og njósnarar hafi verið flutt-
ir frá V-Þýzkalandi til V-BerlínarJ
Einnig komi opinberir stjórnar-j
fulltrúar vesturveldanna eftir þess
um loftleiðum og fari beint frá1
flugvellinum til áróðurs gegn |
A-Þjóðverjum. Orðsendingarnar |
enda á því, að Ráðstjórnin krefst
þess, að setuliðsveldin geri ráðstaf
anir til að binda endi á hina ólög-j
legu og ögrandi starfsemi þýzka
sambandslýðveldisins í Berlín.
s r
Taugastríðið í Berlín
verður langvinnt
Frá iðnstefnu samvinnumanna
(Framhald aí I siðu.i
manna í garn, dúka, húsgagna-
áklæði og teppi fyrir innanlands-
markað og nú síðari árin til út-
flutnings. Með sömu þróun mun
ekki langt að bíða þar til öll ull-
arframleiðslan fer til vimnslu í
Gefjuni og verður flutt út, sem
unnin vara.
Iðunn vinnur svo að segja allar
nautgripa- og hrosshúðir, sem til
falla í landinu í ýmiss konar leður
í skófatnað, fata- og hanzkaskinn,
tösku- og beltaskinn, söðlasmíða-
leður og fleira. Samtals vann verk
smiðjan 415 þúsund ferfet af ýmis
Heklu er nú verið að reisa nýtt
verksmiðjuhús, sem væntanlega
verður fullbúið næsta vor. Með
hinni bættu aðstöðu, sem verk-
smiðjan fær þar, verður hægt að
stórauka framleiðsluna.
Saumastofurnar á Akureyri og
í Reykjavík framleiða yfir 6 þús-
und alklæðnaði karlmanna og
nokkur þúsund karlmannabuxur
og frakka.
Fataverksmiðjan Fíía í Húsa-
vík saumar vinnuskyrtur og vinnu-
vettlinga og fleira. Skyrtufram-
leiðslan nemur 12—14 þúsundum
á ári.
NTB—Berlín og Bonn, 24.
ágúst. — í Berlínarborg varð
fátt til tíðinda í dag. Austur-
Berlínarbúar halda enn áfram
að treysta gaddavírsgirðingar
og annað, sem verða má til
að hefta mannaferðir milli
borgarhluta, og sífellt er verið
að neita mönnum urn ferða-
leyfi. Aðeins tveir menn fengu
í morgun atvinnu sinnar
vegna, að fara inn í Austur-
Berlín.
Þrír þéttskipaðir, stórir fólks-
flutningabílar, sem í voru banda-
Erlendur Elnarsson, forstjórl S.I.S.,
ávarpar gesti á iðnstefnunni. j
konar skinnum og leðri ug 9.000 (
kg af sóla- og söðlasmíðaleðri s. 1.
ár. Enn fremur loðsútar verk-
smiðjan 30—40 þús. gærur árlega.
Langmestur hlutinn fer í leður í
skófatnað, en skóverksmiðjan Ið-
unn vinnur nú árlega um 90.000
pör af skóm á karla, konur og
börn.
Fataverksmiðjan Hekla er ein
af stærri verksmiðjum samvinnu-
félaganna. Hún vinnur mikið úr
garni frá Gefjuni í ýmis konar
prjónfatnað fyrir innlenda mark-
aðinn og nú einnig til útflutnings.
Verksmiðjan framleiðir, 50—60
þús. pör af sokkum árlega og 40—
50 þús. stk. af alls konar vinnu-
fatnaði og kuldaúlpuin. Fyrir ■
Harry Frederiksen, framkvæmda-
stjóri iðnaðardeildar S.Í.S., setur iðn-
stefnuna.
Sjöfn framleiðir hátt í 400 lestir
af þvottadufti og sápum og um 200
lestir af málningu og málningar-
vörum árlega, og Kaffibrennsla
Akureyrar selur yfir 300 lestir af
brenndu og möluðu kaffi.
Rafvélaverksmiðjan Jötunn fram
leiðir 200—300 rafmótora og er
aðalframleiðsla verksmiðjunnar
einfasa súgþúrrkunarmótorar fyrir
sveitirnar.
Heildarsala ofangreindra verk-
smiðja nam á síðasta ári 118 millj
ónum króna, og í vinnulaun
greiddu þær samtals 24 milljónir
króna. Við þessar verksmiðjur
vinna um 600 manns.
Framkvæmdastjóri iðnaðardeild-1
ar Sambandsins, Harry Frederik-
sen, hefur gegnt því starfi frá
stofnun deildarinnar árið 1949.
Verksmiðjustjórar eru: fyrir Ull
arverksmiðjuna Gefjun og sauma-
stofu Gefjunar: Arnþór Þorsteins-
son, Skinnaverksmiðjuna Iðunn —
sútun Þorsteinn Davíðsson, Skinna
verksm. Iðunn — skógerð Richard
Þórólfsson, Fataverksmiðjuna
Heklu Ásgrímur Stefánsson, Fata-
verksmiðjuna Fífa Höskuldur Sig-
urgeirsson, Sápuverksmiðjuna
Sjöfn Ragnar Ólason, Kaffibætis-
gerðina Freyju og Kaffibr. Akur-
eyrar Guðmundur Guðlaugsson,
Fataverksmiðjuna Gefjun, Rvík
Sigtryggur Hallgrímsson, og Raf-
vélaverksm. Jötun Sigurður Auð-
unsson.
Auk framantalinna verksmiðja
taka þátt í iðnstefnunni að þessu
sinni eftirgreindar verksmiðjur og
fyrirtæki:
i Kaupfélag Eyfirðinga: Smjörlík-
isgerðin Flóra, verksmiðjustjóri
Svavar Helgason, Efnagerðin Flóra
verksmiðjustjóri Björgvin Júníus-
son, og Pylsugerð KEA, verk-
smiðjustjóri Valdimár Helgason.
Kaupfélag Ámesinga: Efnagerð
Selfoss, verksmiðjustjóri Matthías
Ingibergsson.
Kf. Reykjavikur og nágrennis:
Efnagerðin Record, verksmiðjustj.
Geirlaug Ólafsdóttir.
Hjá þessum verksmiðjum vinn-
ur nokkuð á annað hundrað
manns.
Sá þýðingarmikli atburður fyrir
íslenzkan ullariðnað hefur nú
gerzt, að gerðir hafa verið sölu-
samningar um útflutning á. hús-
gagnaáklæði, ullarteppum og
prjónapeysum að verðmæti rúmar
12 milljónir króna. Ullarvörurnar
hafa líkað mjög vel, og bendir
allt til þess, að öruggur og aukinn
markaður sé nú aftur fenginn
erlendis fyrir íslenzkar ullarvör-
ur, en sem kunnugt er, voru ís-
lenzkt prjór.les og vaðmál ein aðal
útflutningsvara íslendinga að
fornu.
rískir setuliðsmenn, fengu í dag
að fara í kynnisferð um Austur-,
Berlín. í fyrstu atrennu hafði
þeim verið neitað um að fara gegn .
um hlið það, sem eingöngu er.
fyrir sendiráðsmenn og hermenn'
vesturveldanna í Berlín, þar sem!
það væri greinileg ögrun, að svona!
margir menn færu saman í hóp,!
en i annarri atlögu gekk greitt
að fá leyfi, og fóru hermennirnir
óáreittir ferða sinna.
Brátt mun brezlc hersveitj
sem búin verður sérstökum 1
tækjum til loftvarnja, verða|
send til Berlínar til eflingar
liðinu þar.
„Létu dæluna ganga"
Austur-þýzkir verðir beindu í
dag öflugum vatnssprautum aS
nokkrum Vestur-Berlínarbúum,!
sem höfðu farið inn fyrir 1001
metra beltið við hverfamörkin, og
„létu dæluna ganga“, svo að fólk|
ið vöknaði heldur betur. Þetta
var í fyrsta skipti, sem Austur-,
Þjóðverjar gera alvöru úr því að
hrekja fólk af þessu svæði. Þetta
atvik gerðlst við Brandenborgar-
hliðið.
Yfirvöld í Vestur-Berlín skipuðu
í dag að loka skrifstofu austur-
Hindrun
samgangna
sama og áras
NTB—Washington 24. ág.
Kennedy Bandaríkjaforseti
kunngerði frá Hvíta húsinu
seint í kvöld, að á það yrði
litið sem árás, sem Ráð-
stjórnin yrði að bera alla
ábyrgð á, ef Sovétríkin eða
Austur-Þýzkaland færu að
grípa fram í aðgöngurétt-
indi vesturveldanna til
Berlínar og reyna að tak-
marka þau.
Þetta er hátíðleg aðvörun til
Ráðstjórnarinnar, segir í orð-
sendingunni frá Kennedy, sem
kveðst hafa kynjjt sér síðustu
orðsendingu Rússa. Þær ásak-
anir, sem Rússar báru fram um
not loftleiðanna til Beirlínar,
séu rangar.
OrSsending Kennedys er
annars mjög bermál og skorin-
orð, og það vekur athygli, hve
fljótt hér er brugðizt við til
svars.
þýzka kommúnistaflokksins í V-
Berlín. Lokun þessi felur ekki í
sér neitt bann á kommúnistaflokk-
inn í sjálfu sér og er svar við
því, að Austur-Þjóðverjar hafa
lokað skrifstofum sósíaldemókrata
þar.
Samtímis hafa borgaryfirvöldin
í V-Berlín sett upp eftirlitsstöðvar
sín megin hver'famarkanna þannig
að allir, sem koma að austan,
verða að ganga fyrir lögreglumenn
V-Berlínar með skilríki sín. Til-
gangurinn er sagður að koma í
veg fyrir, að óæskilegt fólk slæð-
ist yfir. Brandt borgarstjóri hvatti
til rósemi í dag í útvarps- og sjón-
varpsræðu, er hann hélt.
Gerir hann Island að
ferðamannalandi?
Undanfarnar 6 vikur hefur
þýzkur kvikmyndatökumaður,
Alfred Ehrhardt að nafni,
dvalizt hér á landi á vegum
Ferðamálafélagsins. Hyggst
hann. gera landkynningarkvik-
mynd um ísland og hefur tek-
ið fjölda mynda víðs vegar um
land í því skyni. Ehrhardt
þessi hefur hlotið heimsfrægð
og fjölda verðlauna fyrir kvik
myndir sínar, m. a. mynd um
Portúgal, sem sýnd hefur
verið hér á landi, en sagt er,
að hún hafi gert Portúgal að
ferðamannalandi í einu vet-
fangi.
Ehrhardt hefur tvisvar komið til
íslands áður, og eftir aðra heim-
sókn sína, árið 1938, gerði hann
stutta kvikmynd og myndabók um
ísland. Hann sagði, að tvennt hefði
orðið til þess, að hann hóf að gera
þessa kvikmynd nú, ást sín á ís-
landi og velvilji Ferðamálafélags-
,ins, Flugfélags íslands, Loftleiða
|og Eimskipafélagsins, en þessi fé-
I lög hafa öll styrkt hann við mynda
tökuna.
Ehrhardt kvaðst hafa séð marg-
ar myndir frá íslandi og sumar
! ágætar, en engin þeirra þætti sér
þó lýsa nógu vel því, sem sérstæð-
ast væri hér og ekki væri til í
öðrum löndum, hinni upprunalegu
og ósnortnu náttúru landsins.
Kvaðst hann vilja gera kvikmynd,
sem væri öðru vísi en allar aðrar
myndir af íslandi, mynd, sem
sýndi hjarta landsins sjálfs.
í ferð sinni nú hefur Ehrhardt
tekið myndir af mörgum sérstæð-
ustu náttúrufyrirbrigðum landsins,
s s. Dettifossi, Krýsuvík, Mývatni,
Námaskarði, Landmannalaugum
og mörgum fleiri.
( Fullgerð mun kvikmyndin verða
eftir 3 mánuði og verður hún sýnd
um allan heim. Sýningartími á
að verða um 15 mínútur. Þetta
jverður. litmynd með tali og tón-
list, og textinn á ensku og þýzku.
. ef til vill einnig á frönsku og
Ispænsku.