Tíminn - 25.08.1961, Síða 6

Tíminn - 25.08.1961, Síða 6
i i M I N i’.,,^sHiaagiim 25. ,.ágúst 4jB61, 4 ■VSSf&ii: MINNING: Úlafur Guðmundsson, verkstjóri 24/8 1906 — 30/7 1961 Fráfall Ólafs Guðmundssonar kom óvænt og skyndilega. Að vísu hafði hann ekki verið fullkomlega hraustur siðustu árin. Við kunn- ingjar hans þekktum hann aðeins á einn veg: mann á bezta aldri, í einu bæði fjörlegan, alvarlegan og sístarfandi. Ólafur fæddist 24. ágúst 1906 að Þyrli á Hvalfjarðarströnd og var sonur hjónanna Kristínar Ein- arsdóttur írá Flekkudal og Guð- mundar Magnússonar frá Kiðafelli í Kjós. Um Ólaf mátti segja, „að snemma beygist krókurinn sem verða vill“. Eftir fermingu hóf hann starf hjá Ullarverksmiðjunni Álafoss. Árið 1924 fór hann til Danmerkur til þess að nema ull- ariðn og meðferð prjónavéla og var við það nám í tvö ár. Eftir heimkomuna var hann ráðinn verk stjóri hjá Ullarverksmiðjunni Gefjunni á AkureyTi og var þá tvítugur að aldri. Árið 1938 flutt- ist hann til Reykjavíkur og tók við verkstjórn hjá Ullarverksmiðj unni Framtíðin, og þar starfaði hann til dauðadags. Óhætt er að fullyrða, án þess | að gera öðrum rangt til, að í' sinni grein var Ólafur einhver sá mesti snillingur sem um getur.1 Engin vél var svo illa farin, að hún færi ekki í gang, ef Ólafur tók að sér að gera við hana, og sýndi jafnvel meiri afköst en hún var gefin upp fyrir. Margar voru j þær vélar, sem Ólafur gat fengið ‘ til að afkasta meiru og fjölbreytt- ara prjóni en forstöðumenn verk- smiðjunnar, sem framleitt hafði vélarnar, Iiöfðu hugmynd um. Þol- inmæði hans og snilli í þessum ^ efnum var frábær. Oft er það, að slíkir menn og hér hefur verið rætt um, eru annars hugar og öðruvísi en fólk er flest. En það átti ekki við um Ólaf. Hann hafði mikið yndi af tónlist og var vel heima í þeirri grein. | Sjálfur hafði hann góða söngrödd og söng með Karlakórnum Geysi á Akureyri. Auk þess notaði hann i frístundirnar til ferðalaga um landið. Árið 1932 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Bergþóru, dótt- ur Margrétar og Jóns Jónssonar kaupmanns í Súðavík. Eignuðust þau tvær dætur, Kristínu gifta Jóni Hallssyni, bankamanni, og Margréti, gifta Guðmundi Ámunda syni, bifreiðarstjóra. Vegfarenda, sem fer fram hjá sumarbústaði Ólafs við Elliðavatn, mun verða starsýnt á lítinn „Foss“ í garði, sem liggur umhverfis sumarbústaðinn. Þennan „Foss“ byggði Ólafur af hugkvæmni sinni. Þannig var hann í öllu. Um ókomin ár mun litli „Foss- inn“ við Elliðavatn verða óbrot- gjarn minnisvarði um Ólaf Guð- mundsson og það löngu eftir að minningin um snilli hans er öllum gleymd. Megi ísland eignast marga slíka. Gunnar Hall. Á FÖRNUM VEGI f TÍMANUM þriðjudaginn 15. þ. m er smá grein frá fréttaritara bl'aðsins í Stykkishólmi, og er efni hennar grjótnám Reykvík- inga í D.rápuhlíðarfjalli. En það er missögn í greininni, sem ég vildi leiðrétta. Þar segir, að eig- endur Drápuhlíðarfjalls séu Jó- hann Jónasson og Sigurður Ó. Lárusson prófastur i Stykkis- hólmi, og mun þar átt við Drápu hlíðarbæi, þvl að fleiri jarðir eiga fjallið. En mér vitanlega á séra Sigurður Ó. Lárusson engan stein £ því og hefur ekki átt •Drápuhlíð hefur til forna veriö ein jörð, en er nú þrjár, það er Innri-, Ytri- og Efri-Drápuhlíð. Ytri Drápuhlíð er bændaeign, en hinar eru eign Helgafellskirkju, svonefndar Kristfjárjarðir, gefn- ar kirkjunni á fyrri hhita 17. ald- ar, ef ég man rétt. Gefendur voru prestshjón búandi á Helga- felli. Kveður svo á í gjafabréf- inu, að umsjónarmaður jarðanna skuli vera presturinn að Helga felli. Og mun svo hafa verið, þar til fyrir um 30 árum, að séra Sigurður Ó. Lárusson sagði þvi starfi lausu með bréfi ti) hreppsnefndar Heigafellssveitar, og hefur oddviti hennar verið aðakáðamaður jarðanna siðan Þó mun hafa komið til orða, að sóknarnefnd Helgafellssóknar tæki við því. Ég hef og heyrt, að presturinn vilji fá starfið aftur, og mun þar ráða, að Hólmarar eiga vatnsveitu ofan frá Drápu- hlíð, með hverra leyfr sem hún var annars lögð að lindum, sem þeir áttu ekki. — E.S. GRUNDVALI.ARSJÓNARMIÐ hvers þjóðfélags á að vera, að hjálpa þeim sjúka til sjálfsbjargar, en ekki gera honum lífið erfitt að ástæðulausu með ýmsum fárán-| legum smásálarskap, sem þjóðfé-1 lagið ekkert munar um, en hinn sjúka mikið. Ég tel, að þjóðfélagj okkar, svo litið sem það nú er,! muni um hvern einstakling; sem er sjálfbjarga, og því eigi að hjálpa honum, svo sem kostur er til að verða það. Þetta datt mér í hug, þegar kunningi minn, sem hafði lamazt og var farinn að hressast nokkuð, hugðist fara að vinna, svo sem hans veiku kraft- ar leyfðu. Hann hafði fengið inn flutningsleyfi fyrir bil. svo að hann kæmist milli vinnustaðar og heimilis Hann hélt, að hann kæm ist yfir þetta fjárhagslega, þótt kaupið væri ekki mikið, sem hann átti að fá, þar sem hann hafði heyrt, að ríkið gæfi þeim lömuðu eftir um kr 40 þús. toli af bílum, er fluttir væru inn fyr ir sjúklinga. En svo var ekki, þeg ar hann fór að kynna sér málin. Hann gat aðeins fengið greiðslu- frest á kr. 40 þús. svo lengi sem billinn væri við lýði, en þegar Áí gömlum og góðum ættum Um työ þúsund dýr af þessari tegund erur.ú hin einu, sem á llfi eru á jörðu hér, á eyju einni er nefnist Barsa-Kelmes i Atlantshafi. Þaðan eru hálfvaxnir ivngar sendir til dýragarða víðs vegar um heim, þvi að dýrið þykir merkisgripur til sýn- is, enda komið af fornum og merkum ættum. Dýrið sem nefnist Saiga-Tataricas, og er eins konar antilópa með bognef, bjúgnef eða kúlunef, er nánasti afkom- andi mammútsins, sem forðum lifði og ték sér á stórum svæðum í Siberíu. Þessi afkomandi eða frændi mammútsins var einnig stór ættkvísl og dreifði sér um Evrópu, Síberíu, Alaska, Mongólíu og Austur-Kína. Þetta er allkynlegt dýr, með sn.úin antilópuhorn en bjúgnef, sem minnir dálítið á stuttan fílsrana. Þetta er heidur smávaxið dýr og grefur sig niður í sandströnd Kelmes-eyjar, þar sem salt- ar öldur Aralhafs leika sér, og lágvaxinn, saltþolinn kræklugróður þreytir lífs- baráttuna. Eyjan er alfriðuð til þess að viðhalda þessum stofni sem allra lengst, enda tímgast þessi dýr ekki í dýragörðum. bíllinn vaéri orðinn ónýtur eða ef hann seldi hann, ætti hann að greiða skuldina. Auk þess fylgdi sú kvöð. að bíllinn skyldi vera kaskótryggður svo lengi sem skuldin væri ógreidd Þegar mað urinn fór að hugleiða þetta nán-; ar, sá hann, að hann hefði ekki efni á því að fara að vinna með þessum aðstæðum, sem honum voru búnar Kaskótrygging kost- aði um kr 3 þús. á ári, svo að eft ir 13 til 14 ár hafði hann greitt fyrir tryggingar svipaða upphæð og tollarnir námu, sem hann fékk greiðslufrest á. eða kr 40 þús 1 en skuldaði þó tollinn enn þá Nú er það svo, að bíll af þeirri, gerð, sem lamaðir fá innflutnings leyfi fyrir, geta ekki enzt svo (Framhald á 15. síðu) Jarðarför ömmu okkar. Kristínar Eiríksdóttur sem andaðist að Elliheimilinu Grund 20. þ. m., fer fram frá Foss- vogskirkju laugardaginn 26. ágúst kl. 10,30 f. h. Kristín Eiríksdóttlr, Ingibjörg Eiriksdóttir, Helgi Eiríksson, Oddbergur Eiriksson. Hugheilar þakkir sendl ég Hríseyingum og öðrum fjær og nær, er auðsýndu-tsamúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, Áskels Þorkelssonar Lovísa Jónsdóttlr.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.