Tíminn - 25.08.1961, Page 13

Tíminn - 25.08.1961, Page 13
TÍMINN, föstudaginn 25. ágúst 1961. 13 REYKJAVÍKURKYNNING 1961 Kl. 14.00 Sýningarsvæðið opnað. — 20.00 Lúðrasveit leikur. — 21.00 Tízkusýning í Hagaskóla í umsjá Tízkuskólans. Stjórnandi: Sigríður Gunnarsdóttir. — 22.00 Kórsöngur í Melaskóla. Karlakórinn Fóstbræður. Stjórnandi: Ragnar Björnsson. Verð aðgöngumiða: Fullorðnir kl. 14—18 kr 10,00 1 Fullorðnir kl. 18—22.30 kr 20.00 Börn 10—14 ára greiða hált't ^ald. Börn undir 10 ára þurfa ekki að greiða aðgangseyri. Kynnisferðlr um hæinn Ki. 17.00 Ferð um Gamla bæinn. Lýst upphafi hans og bróun. Verð kr 30.00. Ferð um Gamla bæinn. Nýja bæinn og Arbæjarsafn skoðað. Verð kr 30 00 — 20.15 Ferðin um Gamla bæinn endurtekin. Ferðirnar. sem taka IV2—2 klukkustundir eru farnar undir leiðsögn þaulkunnugra fararstjóra. Kynnisferðir í fyrirtæki — 15.30 Bílasmiðjan skoðuð, Kaffibrennsla og kaffibætisverksmiðja O. Johnson & Kaaber h.f., og Ofnasmiðjan. Verð kr. 10.00. — 18.00 Skoðaðar skrifstofur bæjarins í Skúlatúni 2, Laugardalsvöllur, Rafstöðin gamla við Elliðaár og Laxaklakið við Elliðaár. Verð kr. 10.00. Brottför í allar kynnisferðir Reykjavíkurkynningarinnar eru frá bílastæði við Hagaskóla (Dunhagamegin). OBSvetti Lexikon Eiettrica rafmagnsritvélin. hefur léttan áslátt, gengur hljóðlaust, slekkur á sér sjálf, er falleg, sterk og endingargóð. Kostar aðeins kr. 15.800,00 með 35 em valsi, árs ábyrgð. Ný upplýsingadeild Á vegum Reykjavíkurkynningarinnar hefur verið opnuð ný upplýsingadeild í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Eins og í upplýsingadeildunum á sýningarsvæðinu sjálfu eru þar seldir farmiðar í allar kynnisferðir Reykjavíkurkynningarinnar, ýmsir minjagripir, sem gerðir hafa verið í tilefni af afmæli höfuðborgarinnar þ. á m. glasabakkar, sem aðeins verða gefnir út í 5000 eintökum. Þar verður og til sölu sýningarskrá Reykjavíkurkynn- ingarinnar, en í henni er m.a. hátíðardagskráin 1 heild svo og dagskrá afmælisútvarpsins. skýr- ingarmyndir af sýningardeildunum og fjölmargt fleira, sem varðar sýninguna. Framkvæmdanefndin Minning (Framhald af 7. sfðu). ill harmur að þeim hjónum kveð- inn með slíkum missi. Börn þeirra hjóna, er upp kom- ust, eru þessi: Páll, bankafulltrúi í Reykjavík, kvæntur Jónínu Jó- hannsdóttur, Björn,, verzlunarmað- ur á Sauðárkrók, Gunnlaugur, lög- fræðingur, kvæntur Hjördísi Ágústsdóttur Kvaran, Elín, gift Sigurði Sveinssyni lögfræðingi. Briemshjón ólu upp þrjú fóstur börn að meira eða minna leyti: Sverri Pálsson sonarson sinn tré smið í Reykjavík Ásthildi. verziun armær á Sauðárkróki, og dóttur hennar. Frú Kristín Briem mun hafa verið heilsuhr.'itist kona um langt skeið ævinnar, en nokkur siðustu G. Helgason & Melsted hf. Rauðarárstíg 1 — Sími 11644. árin þjáðist hún af mjög erfiðum sjúkdómi, er varð banamein henn- ar. Hún lézt 8. apríl síðast liðinn. Hún var þungt haldin síðustu vik- urnar. Þreklyndi sínu hélt hún alla stund. Frú Kristín var mikil móðir og merk húsfreyja, og var því í flokki j þeirra kvenna, sem ávallt gegna, æðstu skyldum allra þjóðfélaga.| Hún var trúkona miki) og örugg um það að annars heims mundi hún njóta endurfunda ástvina sinna, þar sem lífið er bjartara og þroskinn meiri en verða má á vorri jörð. Skagfirðingur. TIL SÖLU að Lykkju, Kjalarnesi, eru nokkrar góðar kýr og kvíg- ur, sem eiga að bera fyrsta kálfi í haust. .V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V í ungumaiakennsb Harry Vilhelmsson Kaplaskjóli 5. sími 18128

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.