Tíminn - 27.08.1961, Blaðsíða 11
TlMINN, sunnudaginn 27. ágúst 1961.
11
Einn í strætó
í fyrsta sinn
Ein fyrsta minning mín
um strætisvagna er harla
beiskjublandin og sársauka
full, og kannske á hún sinn
þátt í því, aS ég get aldrei
Fyllilega sætt mig vi8 stræt
isvagna sem samgönguaS-
ferð, og ef ég sé mér fært,
fímans og vegalengdarinn-
ar vegna, að labba þangað,
sem ég ætla, geri ég það
mun frekar en að stíga upp
strætisvagn.
Þa5 er bezt, að ég segi ykkur
frá mímim fyrstu kynnum við
strætisvagnana, svo að þið
getið betur skilið, hvað mér
er í rauninni lítið um þá gefið
Eg var þá á sjöunda ári og
átti að hefja skólagöngu í Laug-
arnesskólanum, en af því að
ég átti heima uppi í Mosfells-
sveit, var ég ekki vanur að ferð
ast um í bænum. Á þeim tím-
um kunnu krakkar heldur ekki
að reikna allt í peningum, áð-
ur en þau fóru að ganga, eins
og nú til dags, og þótt ég vissi,
hve margir aurar voru í krón-
unni, þvældist alltaf fyrir mér,
þegar fullorðna fólkið var að
láta mig raða saman fimmeyr-
mgum, tíeyringum og tuttugu
ogfimmeyringum, svo út kæmi
krðna.
Reikningskúnstin
þjálfúð
Jæja, um haustið, þegar
skólagangan átti að hefjast,
átti ég að fara einn neðan úr
miðbæ, en ég var þá staddur
þar með mömmu minni, upp
í Laugarnesskóla til þess að
fara í læknisskoðun. Mamma
þaulsýndi mér, hvernig ég átti
að raða saman tveimur tíeyr-
ingum og einum fimmeyringi,
til þess að fá út þá tuttuguog-
fimm aura, sem þá kostaði fyrir
krakka í strætó, og sagði mér,
að ég ætti að bíða, þangað til
það kæmi strætisvagn, sem á
stæði Sundlaugar — en ég var
orðinn fluglæs, þótt ég kynni
ekki að telja peninga — og
sjálfur þóttist ég vita, hvar ég
ætti að fara úr.-És átti að fara
úr á horninu hjá búðinni, sem
hafði nafnið SUNNA letrað
með stórum stöfum á hurðinni.
En hitt vissi ég ekki þá, að
Sunna þessi var auglýsing fyrir
eitthvað annað en búðina sjálfa,
ég held fyrir einhverja olíu-
tegund eða olíufélag. Loks
gerðist ég svo frægur að geta
tekið saman tvo tíeyringa og
einn fimmeyring og búið þann-
ig til tuttuguogfimm aura, og
labbaði heldur kotroskinn af
stað.
Hvar var Sunna?
En þegar ég kom á strætis-
vagnabiðstöðina við Smiðju:
stíginn, var mitt sex ára hjarta
komið óþægilega neðarlega.
Var nú alveg víst, að mamma
hefði sagt mér að fara í vagn-
inn, sem á stóð Sundlaugar?
Og var nú alveg víst, að ég
sæi Sunnuskiltið á búðinni og
færi út á réttum stað? En mér
gafst ekkí mikill tími til þess
að hugsa ráð mitt, því að nú
var stanzaður hjá mér strætis-
vagn, og á honum stóð Sund-
laugar. Nú var að duga eða
drepast, því að í læknisskoðun-
ina varö ég að komast. Ég vék
mér að bílstjóranum og spurði:
Fer þessi bíll inn að Sunnu?
Sunnu? svaraði bílstjórinn ó-
þolinmóðlega og byrjaði að aka
af stað Hvaða Sunnu? Búð-
inni, sem heitir Sunna, sagði
ég og þorði ekki annað en að
hoppa upp í, því að hann gerði
sig ekkert líklegan að sinna
vandræðum mínum á neinn
hátt. Bílstjórinn ók hratt af
stað og lokaði hurðinni um leið,
og ‘ sveifin, sem haain lokaði
með, rakst óþyrmilega í öxlina
á mér. Ég veit ekki um neina
búð, sem heitir Sunna, sagði
hann stuttur í spuna.
KerfiíJ týnt!
Þarna stóð ég í tröppunni,
kominn á leið gug mátti vita
hvert, átti eftir að borga og
bílstjórinn vissi ekki, hvar
Sunna var! Hugrekkið var
komið niður á núll, og ég gat
ekki einu sinni komið því fyrir
mig, hvað ég átti að borga
mikið. Hvað kostar það? spurði
ég þó og reyndi að bera mig
borginmannlega. Tuttuguog-
fimm aura, svaraði bílstjórinn.
engu blíðari en fyrr. Ég leit
ofan í buddu mína, og fann um
leið mér til óumræðilegrar
skelfingar, að ég var alveg bú-
inn að gleyma hinu flókna
kerfi, eftir hverju ég átti að
raða saman tveimur peningum
eins og einum peningi öðru
vísi til þess að fá út hið til-
skilda fargjald.
Þú átt eftir aft borga,
strákur!
Nú var bíllinn numinn stað-
ar á ný, og hópur fólks ýtti
aftan á mig, þar sem ég var
með budduna í annarri hendi
og eitthvað af poningum í
hinni. Stattu ekki þarna í dyr-
unum_, strákur, sagði bílstjór-
inn. Ég dreif mig upp úr tröpp
unni og tók mér stöðu fyrir
aftan bílstjórann. Hann leit við
til mín, vondur í augunum, og
sagði höstuglega: Þú átt eftir
að borga! Nú fannst mér, að
örlagastundin væri upp runn-
in. I ofboði rétti ég honum
það, sem ég hafði borað upp úr
buddunni með vísifingri hægri
handar og potað inn í lófann,
mér finnst núna, þegar ég
hugsa afturábak til þessa at-
burðar, að það hafi verið tveir
tvíeyringar. Hann leit á fjár-
sjóðinn í hendi mér, en stjak-
aði svo við mér hranalega og
sagði: Þetta! Nehei! Það kost-
ar tuttugu og fimm aura!
Bílstjórinn og buddan
Hafi eiinhvern tíma verið
einhver von til þess, að ég gæti
munað nokkra reikningsform-
úlu, var áreiðanlega engin von
til þess að ég gæti komið fyrir
mig þeirri ægilega flóknu
reglu, sem sameinaði svo og
svo marga tíeyringa og fimm-
eyringa til þess að úr öllum
hlunkunum yrðu tuttugu og
fimm aurar, og þaðan af síður
var það mögulegt, að ég kann-
aðist við pening, sem héti
tuttugu og fimm aurar. Ég hélt
áfram að fuma með vísifingur-
inn á hægri hendi ofan í budd-
unni minni. Buddan mín var
lítil og dökkbrún, með smellu.
Það voru tvö hólf í henni, hið
innra var opið, þegar búið var
að opna smelluna, en miðskil-
rúmið beygðist fram yfir
fremra hólfið og lokaði þvi eins
og svunta. Það var talsvert af
peningum í báðum þessum hólf
um, en hér stóð ég eins og
illa gerður hlutur fyrir aftan
bílstjórann, sem var að verða
vondur í framan, í stað þess
að vera bara vondur í augna-
krókunum. Og sú stund kom.
sem ég hafði mest kviðið. Þeg-
ar ég loks var búinn að hand-
sama það, sem ég hélt að væru
tvíeyringar og einn fimmeyr-
ingur í buddunni minn, og ætl-
aði að afhenda bílstjóranum
það, þegar hann stanzaði næst.
gerðist það, að hann þreif til
mín og hrinti mér út að dyr-
unum. Ef þú ætlar ekki að
borga, verðurðu að fara út,
sagði hann og var illilegur. Þá
var mér öllum lokið. Tárin
komu fram í augun á mér, en
ég ætlaði nú ekki aldeilis að
fara að hrína þarna, fremst í
strætisvagni fullum af ókunn-
ugu fólki. Og í örvæntingunni
greip ég til ráðs, sem ég hefði
ef til vill átt að beita fyrir
löngu, ég rétti bílstjóranum
budduna mína brúnu og sagði:
Vi-vi-viltu þá finna það sjálf-
ur!
Það slumaði heldur í bílstjór
anum, og hann hætti við að
henda mér út. Þess í stað hrifs-
aði hann af mér budduna, tók
eitthvaö úr henni og stakk í
tösku sina. Svo fékk hann mér
budduna aftur, en yar enn þá
vondur í framan. Ég tók við
eign minni og stakk henni í
buxnavasann og hélt fast um
hana. Hjartað var enn mjög
neðarlega, en gráturinn ofar-
Iega. Vagninn var troðfullur af
fólki, og mér fannst það allt
saman stara á mig og hugsa
um það, hvað þetta væri vesæll,
skrítinn og ósjálfbjarga krakki.
Mér fannst fólkið allt saman
stórt og Ijótt, bílli'nn ljótur,
vagnstjórinn Ijótur, og úti var
þungskýjað og leiðinlegt veður.
Eins og Ijós úr myrkri
Nú var það afstaðið að borga, \
en ég var enn ekki viss um,
að bíllinn færi rétta leið. Mér
fannst alltaf, að allir staðir f
Reykjavík væru eins, nema
kannske helzt í kri'ngum BSR,
þar sem áætlunarbíllinn upp f
Mosfellssveit hafði afgreiðslu
þá, og skildi ekki, hvernig hægt
var að rata um bæinn. En
svo allt í einu, eins og Ijós í
myrkri, birtist búðin mín góða
með SUNNU á hurðinni. Bíl-
stjórinn kallaði eitthvað og ég
sagði játakk, guðslifandi feg-
inn að losna úr þessum bíl. frá
þessum bílstjóra, sem hplzt
vildi fleygja mér út, og fólk-
inu, sem hafði á mér skömm og
fyrirlitningu, af því að ég var
búinn að gleyma útskýringum
mömmu á peningum. Vagninn
nam staðar, og þar sem ég
stóð við fremri hurðina miiaði
ég þar út En bílstjórin
hendinni fram fyrir m? oq
sagði þumbaralega: Ut að -
aftan!
Ert ]jú úr sveit?
Ég ruddist aftur eftu bíln-
úm, en hann var fullur at fólki.
og það var ekki uppnæmt fyrir
einum krakka, sem var að troð
ast. Á þessum dö?um voru
ekki vængjahurðir urn m:ðjan
bíl, eins og nú tíðkast. heldur
var stór og þung hurð næstum
(Framhala á i5. siðu >
— Ert bú ofan úr sveit, væni minn?