Tíminn - 17.09.1961, Page 5

Tíminn - 17.09.1961, Page 5
TÍMINN, siinnudaghm 17. september 1961. 5 t-----------------------------------------------------------------------------------------------N Útgetandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN FraniKvænidast.i6ri Tómas Arnason Rit stjórar Þórarinn ÞórannssoD 'Sb i. Andréf Kristiansson Iód Helgason fi'ulltrúi rit stjórnar Tómaf ftarlsson Auglýsinga stjóri Egil' Biarnason - Skrlfstofui I Eddubúsmu - Slmar 18300 1830S Auglýsingasími 19523 Algreiðslusimi 12323 - Prentsmiðjan Edda h.f Mesta hagsmunamál sparifjáreigenda Furðulegri og ógeðslegri hræsni er ekki hægt að hugsa sér en þegar stjórnarblöðin eru að gera gælur við sparifjáreigendur og telja núv. stjórn hafa sýnt í verki, að hún beri hag þeirra fyrir brjósti. Það, sem núv. stjórn hefur m. a gert, er að lækka gengi íslenzku krónunnar tvívegis á IV2 ári. í fyrra skiptið mátti deila um það, hvort lækka ætti gengið eða gera aðrar ráðstafanir, en um hitt verður ekki deilt, að sú gengislækkun var langt úr hófi fram. Síðari gengis- lækkunin var hins vegar ástæðulaus með öllu, eins og svo glögglega hefur verið sýnt fram á hér í blaðinu. Hún var hefndarráðstöfun ráðvilltrar, afturhaldssamrar ríkis- stjórnar. Með þessum aðgerðum hefur sparifé landsmanna verið rýrt stórkostlega, fullkomlega að ástæðulausu. Með þessu háttalagi hefur ríkisstjórnin reynzt sparifjáreig- endum langtum verr en nokkur fyrirrennari hennar. Af hálfu stjórnarblaðanna er reynt að halda því fram, að vaxtahækkunin, sem var framkvæmd í fyrra, hafi verið gerð fyrir sparifjáreigendur. Blöðin vita þó vel, að tilgangur hennar var allt annar. Tilgangur hennar var að veikja framkvæmdagetu allra þeirra, sem eru minnimátt- ar, og draga þannig úr framkvæmdum í landinu. Vaxta- hækkunin var gerð til þess að stuðla að samdrætti, en ekki sprottin af umhyggju fyrir sparifjáreigendum. Á þennan hátt hefur vaxtahækkunin líka orðið að miklu ógagni fyrir framleiðsluna og framkvæmdastarf- semina í landinu. Fyrir sparifjáreigendur hefur hún hins vegar orðið meira en gagnslaus, því að það, sem þeir hafa hagnazt á henni, hefur nú verið tekið marg- falt af þeim aftur með gengislækkuninni. Það, sem er miklu mikilsverðara fyrir sparifjáreig- endur en háir vextir, er stöðugt gengi. Stefna núv. ríkis- stjórnar er að nota gengislækkanir sem höfuðúrræði í efnahagsmálunum. Afleiðing þessarar stefnu er gengis- lækkun í fyrra, gengislækkun í ár og þannig áfram. Til þess að auðvelda þetta, hefur hún tekið gengisskráning- arvaldið af Alþingi. Engin efnahagsstefna er fjandsam- legri sparifjáreigendum en sú, sem núv. stjórn fylgir, enda sanna gengislækkanir hennar það bezt. Það er brýn- asta hagsmunamái sparifjáreigenda í dag, að sem fyrst verði horfið frá þessari stefnu, en til þess nægir ekkert annað en stórfellt fylgishrun stjórnarflokkanna. Álög á krötum Fátt sýnir betur, hve langt Alþýðuflokkurinn er kom- inn frá upprunalegri stefnu sinni, að foringjar hans munu vera búnir að gefa Gunnari Th'oroddsen loforð um að fylgja tillögum hans um hækkun söluskatta á næsta þingi. Þessir skattar lenda tiltölulega þyngst á þeim, sem minnsta hafa getuna. Áður var stefna Alþýðuflokksins að íþyngja slíku fólki sem minnst með skattaálögum. Nú vinnur hann þveröfugt. Það er eins og það séu orðin álög á Alþýðuflokknum að vera nú með öllu, sem hann var andvígur áður. t ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) f ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) < f ) ) ) ) ) ) r ) ) ) ) ) ) ERLENT YFIRLÍT Tekst Adenauer að halda veili? Þingkosningar í Vestur-Þýzkalandi fara fram í dag í DAG íara fram þingkosn- ingar í Vestur-Þýzkalandi — Fyrir nokkrum vikum síðan, lék ekki neinn vafi um það, hver úrslitin yrðu, en nú eru þau engan vegin talin viss, þótt flestar spár hnigi þó í þá átt, að kristilegir dernó- kratar undir forustu hins hálfníræða Adenauers, muni bera sigur úr býtum. Það eru fimm flokkar, sem taka þátt í kosningunum í Vestur-Þýzkalandi og nokkuð kveður að. Tveir þeirra, þýzki flokkurinn, sem er lengst tii hægri, og friðarflokkurinn. sem er lengst til vinstri, þykja þó ólíkir til þess að fá nokk urn þingmann kjörin, en til þess þarf annað hvort að fá þingmann kjörinn í kjördæmi eða 5% af greiddum atkvæð- um. Hinir þrir flokkarnir, sem baráttan stendur raunveru- lega á miili, eru kristilegir demókratar, undir forustu Adenauers, esm fengu 50,2% atkvæða í Seinustu kosning- um og 270 þingmenn, jafn- aðarmenn, undir forustu Willy Brandts, sem fengu 31,8% af atkvæðamagninu og 169 þing menn, og frjálsir demokratar, sem fengu 41 þingmann. — Þýzki flokkurinn fékk þá 17 þingmenn kjörna. Alls eiga 497 þingmenn sæti á þinginu. KOSNINGAR til þingsins í Vestur-Þýzkalandi fara fram með nokkuð sérstökum hætti. Helmingur þingmann- anna er kosinn í einmennings- kjördæmum, en hinn helming urinn skiptist milli flokkanna miðað við atkvæðamagn, þannig, að hver flokkur fái þingfulltrúa í samræmi við at- kvæðahlutfall sitt. Hver kjós- andi fær tvo atkvæðaseðla, annan til að kjósa frambjóð anda í viðkomandi kjördæmi, en hinn til að kjósa flokkinn með tilliti til úthlutunar á uppbótarsætunum. í seinustu kosningum fengu þeir Erhard og Adenauer miklu fleiri per- sónuleg atkvæði í kjördæmum sínum en flokkurinn fékk, og var Erhard nokkuð drýgri í þessum efnum en Adenauer. í seinustu kosningum fengu kristilegir demokratar 194 þingmenn kjördæmakosna, en jafnaðarmenn aðeins 46. Kristilegir demokratar fengu af þessum ástæðum miklu færri uppbótarmenn. ADENAUER ÞAÐ HEFUR mjög einkennt kosningabaráttuna, að þessu sinni, að málefnaágreiningur þefur verið miklu minni milli flokkanna en áður. Ástæðan til þess er sú, að jafnaðar- menn hafa markað sér stööu miklu meira til hægri en áður og reynt að minnka bilið milli sín og kristilegra demokrata. Þeir hafa talið þetta sigur- vænlegt. Kosningarnar hafa því snúizt miklu meira um persónur en áður, og virðist það ekki æskileg þróun í Þýzkalandi, því að Þjóðverj- um hefur löngum orðið hált á foringjadýrkuninni Persón urnar, sem baráttan hefur snú- izt um, hafa verið þeir Aden- auer og Willy Brandt. Fylgismenn Adenauers hafa bent á þann árangur, sem stjórn hans hefur náð Hann sé reyndur en Brandt óreynd- ur. Fylgismenn Brandts hafa dregið fram glæsileika hans og forustuhæfileika Fram- ganga Brandts í sambandi við lokun borgarhliðanna i Berlín hefur áreiðanlega styrkt mjög aðstöðu hans, og vann hann þá greinilega á um skeið. — Adenauer var þá einnig óhepp in um tíma, gekk æði langt í persónulegum áróðri gegn Brandt. Hann virðist heldur hafa unnið á upp á síðkastið. en samt eru flokksmenn hans ekki eins sigurvissir og í upp hafi. Báðir hafa þeir Brandt og Adenauer haft sig mjög í frammi undanfarið. Það vek- ur mikla furðu, hve Adenauer þolir þessa áreynslu vel Blaða menn tala jafnvel um meiri þreytumerki hjá Brandt. BRANDT Hann hefur líka lagt ótrúlega mikið á sig. Hann mætir á borgarstjóraskrifstofunni í Berlín kl. 8 á hverjum morgni, flýgur um hádegisleytið til fundahalda í Vestur-Þýzka- landi og heldur þeim þrot- laust áfram til miðnættis, en þá flýgur hann heim til Berlínar. ÞAÐ EYKUR verulega spenri inginn í sambandi við kosn- ingaúrslitin, að seinustu skoð anakannanirnar hafa leitt í ljós, að þeim kjósendum hef- ur farið fremur fjölgandi, sem hafa lýst sig óráðna. Einnig ríkir vafi um þær 4 milljónir ungra kjósenda, sem kjósa nú í fyrsta sinn. Þótt Willy Brandt beri ekki sigur af hólmi nú, þykir það líklegt til að gera hann sigur vænlegan i kosningunum 1965, ef jafnaðarmenn vinna nú verulega á undir forustu hans. Sagt var líka í fyrstu, að það væru kosningarnar 1965, sem Brandt hefði fyrst og fremst í huga. Ýmsar líkur þykja benda til þess, að frjálsir demokrat ar muni vinna heldur á. en þeir eiga mjög dugandi og laginn foringja, Erich Mende. Svo getur jafnvel farið, að þeir fái oddaaðstöðu, ef jafn aðarmenn vinna verulega á. Mende hefur lýst yfir þvi, að undir slíkum kringumstæðum muni hann bjóða krsitilegum demokrötum samstarf,. en helzt undir forustu Erhards. Adenauer hefur verið harð- ur í viðskiptum við frjálsa demokrata, og myndu þeir því eiga erfitt með að styðja hann. Þ.Þ. / ) ) ) ) ) ) ) 'f ) 't ) ) ) ) ) ) ) ) ) '< / l f ) ) ) ) ) ) * r ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) r r ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) '/ / / / / -->..V.X.X.>..V.V.N..Vv^.V. Fyrir nokkrum dögum barst mér í hendur kynlegt bréf. Þetta var „Kjörskrá til listráðs", á- samt kjörseðli. „Það er bara tölu vert húmor í þessum bæ“, sagði Jón Pálsson frá Hlíð. Út af fyrir sig var „kjörskrá- in“ eitt furðuplagg. Á henni voru nöfn nokkurra manna. sem við myndlist fást, valin gersamlega af handahófi. Þessir skyldu hafa kosninga- og kjörgengis- rétt til listráðs. En á þessari „kjörskrá" var hvergi að finna nafn Nínu Sæmundsson, ásamt fjölda annarra listamanna og kvenna. Sízt skal lýðræðið lasta, en stundum getur það birzt í furðu- legum myndum. Auk þess er mjög vafasamt, að það eigi alls staðar við. Það er nú einu sinni svona með listgreinarnar,' að margir eru þar kallaðir, en fáir útvald Orðið er frjálst og sýning ir. Þar finnst enginn mælikvarði á starfshæfni, svo varla er nokk ur svo mikill fáviti. að hann ekki geti kallað sig skáld eða listamann. Hve margir eru þeir ekki, sem pára eitthvert bull á blað og kalla sig skáld. og til að vera listmálari þurfa menn ekki svo mikið sem pensil og pallett. Nóg er að láta liti leka úr brúsum á striga og ef menn reka saman af handahófi 2—3 spítukubba eða kuðla vírspotta í nokkrar beygjur, þá eru þeir myndhöggvarar. Af þessu er Ijóst hvers kyns manntegund er í meirihluta undir þessum göfugu nöfnumJ Þetta leynir sér ekki heldur ef við lítum inn á svonefnt Lista- safn ríkisins. Þá er ekki úr vegi að víkja nokkrum orðum að Norðurlanda sýningunni. Ekki leynir það sér að það er meirihlutinn. sem þar ræður ríkjum. Sameiginlegt er það með öll- um snillingum, að þeir standa föstum rótum í þeim jarðvegi, sem þeir eru sprottnir úr Þeir þjóðlegustu eru um leiö alb.ióð legastar, sbr. Grieg, Ibsen, Sibe- líus o.s.frv. Hvernig svo sem leitað er á Norðurlandasýningunni, þá er , Framhala a 13 síðu.J

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.