Tíminn - 17.09.1961, Qupperneq 11

Tíminn - 17.09.1961, Qupperneq 11
JtyÉM-I'N N, sunnudaginn 17. september 1961, 11 ÞátttakeAdur á námskeiðinu. Talið að framan heita þær: Lára, Gerður, Margrét, Halla, Ragnhildur, Stella, Guðrún H., Guðrún Á., Stelngerður, Helga og Inglbjörg. KÚNST AÐ FARA ÚR KÁPUNNI Svo sem alþjóð veit, a. m. k. það af henni, sem les blöðin sín, er nýstofnaður á Iandi hér skóli fyrir ungar námskeið hans til júníloka árið 1962. Áhrifa hans er þegar farið að gæta í bæjarlífinu, þar sem sjá má ekki allfáar ungmeyjar tipla um götur smáum skrefum og nettum, með mjúku mjaðma- ruggi og blíðu brosi, rétt eins og hverjar aðrar Par'ísarsýning- arstúlkur., Blaðamenn Tímans vildu gjarnan fræðast nánar um fyrirbrigði þetta, og því réðst einn þeirra í að hringja til skól- ans ekki alls fyrir löngu. Fagrir fótleggir — Tízkuskólinn. — Já, þetta er blaðamaður hjá Tímanum. Væri það nokkur leið, að ,ég mætti koma og heim- sækja ykkur og sjá eitthvað af því, sem fram fer í svona einni kennslustund? — Já, ætli það ekki, væri það heppilegt kl. 1. Þá höfum við gönguæfingu? — Það væri prýðilegt, ein- mitt það, sem ég vildi helzt sjá. Dömunum er vonandi sama, þótt ljósmyndarinn komi með? „Gefa eftlr f mittinu og setja mjöðmina fram, en ekki að vera bein lína, elns og ég núna." Sig- ríður Gunnardóttir sýnlr, hvern. ig EKKI á að standa. Það er margs að gæta, þegar á að standa fallega. Hvernig fínnst ykkur henni takast þessari? Þar sem kvenfólk hefur sjald- an slegið hendinni á móti nein- um ráðum sér til fegrunar, þarf það engan að undra, að aðsókn að skólanum er gífurleg, svo að fullskipað er þegar á öll kvöld- Og hér er verið að ganga niður tröppurna’r. — Við verðum að hætta á það. Og stundvíslega kl. 1 stönd- um við í dyrum Tízkuskólans. Út úr herbergisdyrum gægjast flissandi ungmeyjar, sem hafa fengið veður af myndavélunum og keppast nú við að snyrta sig svo að þær verði sem fallegast- ar í blaðinu. — Gjörið þið svo vel, segir kennarinn, frú Sigríður Gunn- arsdóttir, og meyjarnar ganga inn í stofuna í röð, setjast á bekki með veggjunum. Þær eru búnar að læra að sitja, það er auðséð. Öllum fótleggjum er komið vandlega fyrir, eins og þeir líta bezt út og ljósmyndar- inn má til með að taka mynd af allri dýrðinni. En þá þarf að vanda sig enn meir, kennarinn skýzt meðfram röðinni og lagar einstakar llggjastellingar, pils- unum er potað þétt að hnján- um, dömurnar setja upp bezta brosið, og — loks er smellt af. Inn með magann, meiri mjaSmahreyfingar Þá er röðín komin að göng- unni, fyrsta stúlkan stendur upp og gengur eftir dregli á 'W'ramhaJo 8 .< .. j Öllum fótleggjum hefur verió komið fyrir eins og þeir eiga að vera. Langa leggi má krossloggja, þeir, sem styttri eru,eiga að vera eins og sjá má á myndinni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.