Tíminn - 29.09.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.09.1961, Blaðsíða 6
f‘ TÍMINN, föstudaginn 29. september 1961. Hjálmtýr Pétursson: Orðið er frjálst: 70 ARA I DAG: Er heiðarlega reknu fyrir tæki ofaukið í landinu? Ekkert er nú rætt meir meðal allra hugsandi manna en það stjórnleysi, sem rrkir í landinu. Á aðra hliðina er óhóf og sukk með sameign þjóðarinnar t.d. þenslan í öllum bankarekstri landsmanna. Utanríkisþjónustan, ferðalög ráðherra og flokksgæðinga á alla mögulega fundi, sem haldnir eru um víða veröld og eru í sjálfu sér ekkert annað en veizluhöld á kostnað þjóðar, sem lifir að nokkru á gjafafé í ýmsum mynd- um. Æðsta stjórn landsins með öllu sínu skrifstofufargani kostar millj- ónatugi. Það er eins og risahöfuð á dvergi. Er ekki kominn tími til, að þessi 170 þúsund manna hópur (afkomendur víkinganna), sem^ byggir þetta land, láti „Fjallkon- una“ skipta um ásjónu. Veizluhöld þess opinbera eru þegar orðin landfræg. Og fræg að endemum í nágrannalöndum okk- ar. Ef einhver starfshópur manna, íþróttamenn eða málarar og ekki sízt, ef nokkrir menn mæta hér á fundi, er slegið upp dýrlegri veizlu á kostnað þess opinbera og áfenginu bókstaflega pumpað ofan í gestina. Og endastöðin er oftast á öllum þessum ósköpum loka- veizla á forsetasetrinu á Bessa- stöðum. Það væri fróðlegt fyrir landsfólkið og raunar á það kröfu á því, að ríkisbókhaldið birti í Lögbirtingablaðinu kostnað þess opinbera yfir ferðalög og veizlu- kostnað, sem er greiddur af opin-: beru fé. Gæti þá myndazt sam-j keppni í framtíðinni um að fara sem bezt með það fé, sem er sam eign allrar þjóðarinnar. Meðan hvergi er stungið við fæti rekur ríkisfleyið undan sjó og vindi og hver verðbólgualdan skellur yfir aðra. „Syndir feðranna koma niður á toörnunum". Þjóðin sjálf er nú stödd í sporum litlu telpunnar í ævintýri Andersens, sem stóð úti í snjóhríðinni og sá inn um glugg- ann veizluglaum ríka mannsins. Engin þjóð í veröldinni hefur velt sér í slíku peningaflóði miðað við höfðatölu og við fslendingar síðast liðin 20 ár. Og engin þjóð er eins skammarlega á vegi stödd, miðað við það, sem henni hefur verið rétt upp í hendurnar. Allar milljarðirnar eru horfnar, hrikaleg skuldasöfnun alls staðar, þar sem hægt hefur verið að slá pening með aðstoð vinveittra þjóða. Gjald miðillinn hrynur, jafnvel tvisvar á ári. Eignaskiptingin í þjóðfélag- inu verður ranglátari með hverju gengisfalli og stéttastríð blasir við Hverri þjóð og einstaklingum er hollast að eyða aðeins því, sem þeir afla. Eflaust væri þjóðarsálin betur á vegi stödd í dag, ef við hefðum aldrei fengið stríðsgróða, gjafir eða styrki. Þau sannindi eru nú flestum ljós, „að það þarf sterk bein til að þola góða daga“. Það er t.d. engum hollt að fá áfengi og tóbak gefins — jafnvel ekki stjómarherrum. Ef við lítum yfir farinn veg þessi ár frá stríðs- byrjun frá því að auðurinn fór að streyma inn í landið. Öllu þurfti að eyða strax. Það var ekki einu sinni hugsað um, hvernig skynsam legast væri að hagnýta þennan hvalreka með framtíðarhag og vel- ferð allra fyrir augum. Togarafloti var keyptur í einni pöntun, (og það gufukyntir togarar, þótt dies- el-vélar væru sjálfsagðar), ekkert hugsað um það, þó að tækniþró- unin héldi áfram. (Samanber þess- ir fimm 40 millj. kr. togarar, sem eftir eitt, tvö ár eru orðnir svo úteltir, að engin þjóð myndi byggja slík skip í dag. Svíþjóðar- bátamir frægu keyptir fast að hinadíað, þó að engin reynsla væri fyrir þeim og nýjungar í bátasmíði kæmu á hverju misseri. Bílaflota var mokað inn í landið á þessum árum (til að halda uppi ríkisbú- skapnum) eins og aldrei yrði gerð ur framar bíll í veröldinni. Stjórn arherrarnir virðast hafa haldið, að veraldarsögunni væri lokið með þeirra tímabili, en það hafa þeir reiknað skakkt eins og annað. Allt þetta gálausa framferði valdhafanna orsakaði það, að allt komst á upboð, víxlhækkanirnar urðu eins og boltaleikur hjá börn- um og eyðilögðu allan grundvöll fyrir eðlilegri efnahagsþróun. Þeir, sem görguðu hæst, voru látn- ir stjórna landinu. — Á varnarorð var ekki hlustað. II. „Beittu geiri þínum þangað sem þörfin meiri fyrir er“ í þessu landi, þar sem flest er látið vaða á súðum í opinberum og hálfopinberum rekstri, vekur það því athygli, ef eitthvert fyrir- tæki er vel rekið, svo að af ber. Á undanfömum þingum hefur verið háð hörð barátta um líf og dauða eins ríkisfyrirtækis, sem bú- ið er að starfa rúm 30 ár og hefur alltaf verið starfrækt af mestu prýði, sem landfrægt er orðið. Á Alþingi hefur það merkilega skeð í þessu máli, að flokkshandjárnin hafa ekki dugað. Menn hafa skipzt í flokka, en ekki eftir flokkslínum. Þeir, sem sigrað hafa í málinu, hafa verið þeir, sem metið hafa hag þjóðarinnar og heiðarlega meðferð fjár, sparnað og reglusemi í hvívetna. Stofnunin, sem hér um ræðir er Áburðarsala ríkisins. Allir þeir, sem hafa haft við- skipti við þetta ríkisfyrirtæki, hafa verið á einu máli um það, að því væri að treysta og öll þjónusta þess til fyrirmyndar. Forstjórar Áburðarsölunnar frá upphafi hafa verið þeir, Árni G. Eylands, Jón fvarsson og nú síðustu ár Björn Guðmundsson. Menn þessa þarf ekki að kynna fyrir bændastétt landsins. Aldrei hefur heyrzt eitt orð frá kaupendum áburðar um, að þeir óskuðu að fyrirtækið yrði lagt nið- ur, enda ekki ástæða til. Árið 1959 var heildsöluálagning Áburðarsöl- Margrét Sigfúsdóttir fyrrum húsfreyja á Uppsölum í Miðfirði unnar 1%—2Vi %. Eru það mörg fyrirtæki í landinu, sem hafa slíka heildsöluáiagningu? Ekki var rekst urskostnaðurinn mikill, aðeins 0,5% af vörusölu. Væri rekstur allra ríkisfyrir- tækja og atvinnuvegir þjóðarinn- ar stundaðir af slíkri kostgæfni og tíðkast hjá Áburðarsölu ríkisins væri flest á annan hátt í okkar þjóðarbúskap. En hvers vegna er nú sótt að þessu fyrirtæki með oddi og egg? Ekki eru það verzl- unarfyrirtæki bænda, búnaðarfé- lögin eða bændurnir sjálfir, sem óska þess.... Það kom einu sinni dugnaðar- maður úr sveit í vinnuflokk, sem vann fyrir ríkið. Hann kepptist við allan daginn, eins og hann var vanur heima hjá sér. Það var gert mikið spott að manninum. Vinnu- félagar hans héldu, að hann væri ékki með fullu viti, þeir voru |vanir að taka það rólega, fá sér reyk og spjalla um daginn og veg- ;inn í vinnutímanum. — Þetta var ríkisvinna. — í Er nú ástandið í þessu landi 'orðið þannig, að það sé „þyrnir í augum“, að eitthvað sé gert vel. Á nú allt að hafa sama svipmótið og Grasa-Guddu fannst í ellinni, að allt væri flatneskja — allt væri grátt. Verzlun og verksmiðjufram- leiðsla eru tveir óskyldir, hlutir. Kapp nokkurra manna að láta leggja niður vel rekið ríkisfyrir- tæki og afhenda það hlutafélaginu í Gufunesi er furðulegt. E. t. v. er það skýringin, að óánægja hef- ' ur verið með Gufunes-áburðinn. ÍÞað var strax verksmiðjugalli, að verksmiðjan gat ekki framleitt á- jburð, sem hægt var að dreifa. jKjarninn er líkari púðursykri en áburði. Með því að leggja að velli Áburðarsöluna er samkeppnin úti- llokuð við góðan erlendan áburð. ! Og enn torskildara er það, ef ríkisvaldið notar lagaheimild til jað leggja fyrirtækið niður, en bíð- ur ekki eftir áliti Alþingis, sem jnú fer að hefja störf. Hvers vegna 1 fær ríkið ekki ölgerðina við jFrakkastíg til þess að annast sölu áfengis fyrir sig. Hvort tveggja er á flöskum. Ríkisstjórn íslands hefur mörg verkefni framundan, sem erfið verða viðfangs. Þjóðin mun áreið- anlega fylgjast vel með og óska eftir því, að hún beiti geiri sín- um þar, sem þörfin meiri fyrir er — en að leggja niður stofnun, sem allir eru sammála um, að sé bezt rekna ríkisfyrirtækið í landinu. Sjötug er í dag Margrét Sigfús- dóttir, fyrrum húsfreyja á Upp- sölum í Miðfirði. Foreldrar Margrétar voru þau víðkunnu sæmdarhjón, Sigfús Bergmann Guðmundsson og Ingi- ibjörg Jónsdóttir, er lengi bjuggu ' á Uppsölum. Ólst Margrét þar upp í stórum og vel gefnum systkinahópi. Var heimilið talið ! efnaheimili og aðbúnaður barn- ! anna góður á þeirra tíma vísu. Ung íað árurn gekk Margrét í Kvenna- j skólann á Blönduósi, en þann skóla hafa jafnan sótt margar hinna efnilegustu dætra húnvetnskra MóSir okkar ÁstríSur Þorsteinsdóttir, ' frá SignýjarstöSum lézt á FjórSungssjúkrahúsinu á Akureyri aSfaranótt 27. þ. m. JarSaS verSur f helmagrafreit að Húsafelli mánudaginn 2. okt. kl. 2 eftir hádegi. ÁstríSur Jósefsdóttir Þorsteinn Jósefsson ÞAKKARÁVÖRP Hjartans þakkir færi ég vinum og vandamönnum sem glöddu mig með gjöfum og heimsóknum á sjötugsafmæli mínu 22. sept. s.l. Sigríður Benediktsdóttir, Vogalæk, Mýrasýslu. byggða, og var sá skóli um langt skeið ein aðalmenntalind íslenzkra kvenna, og munu þær margar, hús- freyjur þessa lands, sem þangað ihafa sótt drjúgt veganesti og síðar orðið fyrirmyndar konur, hver á j sínum stað. Og vissulega er Mar- j grét góður fulltrúi þeirrar fríðu ! fylkingar. Næstu misserin var Margrét far- kennari í heimabyggð sinni og fórst henni það mætavel og stund- aði það starf af mikilli kostgæfni, svo erfiðar sem aðstæðurnar voru á þeim dögum. Sérstaklega var til þess tekið, hve margir nemendur hennar skrifuðu góða rithönd, en á þeim tímum varð kennarinn gjarnan að búa til skrifbækurnar, strika þær og gefa forskrift, og var það vitanlega ekki á allra færi, ef góður árangur átti að nást. — Þótt hin unga kennslu- kona hafi ef til vill ekki gert sér þess fulla grein, voru þessir vetur. er hún stundaði barnakennslu með svo ágætum árangri, einnig henni sjálfri góður undirbúningur undir það mikilsverða lífsstarf, sem hennar beið, sem margra barna móður og húsfreyju á stóru og fjöl mennu heimili. Liðlega tvítug að aldri giftist Margrét elzta syni þeirra Núps- dalstungulijóna, Björns og Ás- gerðar, Bjarna, er heitinn var eftir móðurföður sínum, er um langt skeið var þar bóndi og hreppstjóri í sinni sveit. Þau ungu hjónin hófu þegar búskap, þótt erfitt væri þá að fá jarðnæði í sveitinni, svo sem nú vill verða að fá íbúð í kaupstöðum landsins. Urðu þau að sætta sig við að flytja oftar en einu sinni búferlum, en lengst bjuggu þau á föðurleifð Margrétar, Uppsölum. Þau hjón eignuðust átta börn, |sem öll eru á: lífi, vel gefin og bera vott heilbrigðu uppeldi góðra foreldra, en þau eru: Sigfús, for- stjóri heildverzlunarinnar Heklu, kvæntur Rannveigu Ingimundar- dóttur. Ingibjörg, gift Boga Sigurðs syni. Ásgerður, gift Jóni Snæ- björnssyni. Björn, bifreiðarstjóri, kvæntur Karinu Björnsdóttur Blöndal. Jóhanna, gift Kjartani Ólafssyni. Jón, kaupmaður, kvænt- ur Steinunni Hansen. Svavar, raf- virkjameistari, kvæntur Lilju Sig- valdadóttur og Ólöf, gift Þórarni Þórarinssyni. Eru þau systkin öll búsett í Reykjavík utan Björn, sem býr á Hvammstanga. Það lætur að líkum, að sérhver nýr dagur hefur fært þeim hjón- um, Bjarna og Margréti, ærin verkefni, að sjá svo stórum barna- hópi farborða, og dugði lítt að mæla dagsverkið í stundum, með tilliti til launa i krónum talið. En þótt vinnutíminn væri langur í sveitinni og flest þau þægindi skorti, sem nútíminn krefst, þá voru þroskaskilyrði æskunnar, und- ir handleiðslu góðrar móður, óefað mikil og heillarík. Þar var lagður grunnur að framtíðargengi þessa mannvænlega hóps. En leiðin lá burt úr sveitinni, er börnin voru flest upp komin, og til höfuðborg- árinnar, og reist nýtt heimili, þar sem börnin, og síðar barnabörnin, ásamt fjölmörgum frændum og venzlamönnum hafa átt öruggt at- hvarf og óteljandi ánægjulegar samverustundir, fyrst um nokk- urra ára skeið að Vesturgötu 9, og nú á Laugarnesvegi 67. Vissu- lega er mikill. munur á högum sveitakonunnar, sérstaklega á fyrsta þriðjungi aldarinnar og kaupstaðarkonunnar í dag. Margrét iiefur reynt hvort tveggja, og þótt hún væri komin á efri ár, er hún flutti í borgina, myndi ókunnugum sýnast, svo sem væri hún fædd þar og uppalin. Á síðast liðnu ári varð Bjarni sjötugur, og á næsta ári eiga þau hjónin gullbrúðkaup, svo skammt er milli merkisafmæla. En þótt löng og viðburðarík ævi sé að baki, hefur Elli kerling furðulítið fang fest á þessum dugmiklu sæmdar- hjónum, og mun þeim báðum fjarri skapi að setjast í helgan stein, þó að kringumstæðurnar leyfðu það nú mætavel. Þótt nú sé senn liðin hálf öld frá því, er ég, sem línur þessar rita, hóf skólanám hjá kennslu- konunni ungu, er léttfætt og kát liljóp með okkur krökkunum um túnið á Bjargi, þar sem Ásdís fyrr- um hafði áhyggjur af ódæla eftir- lætisbarninu sínu, Gretti, 'þá eru þær bernskuminningar enn ó- fölskvaðar í huga mínum, og sá sjóður ánægjulegra endurminn- inga hefur vaxið jafnt og árunum hefur fjölgað. Og trúað gæti ég, að engi fyndist sá, er kynnzt hefur Margréti, sem eigi hefði sömu sögu að segja. Er því ekki ósenni- lega til getið, að gestkvæmt verði á heimili þeirra hjóna í dag, en hinir, sem í fjarlægð búa, sendi afmælisbarninu hlýjar kveðjur og hugheilar árnaðaróskir í tilefni þessa áfanga. G. B. Frímerki Óska eftir að kaupa Evrópu- sett 1960 og 1961. Kaupum einnig ný og notuð íslenzk frímerki. FRÍMERKJASTOFAN Vesturgötu 14 sími 24644

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.