Tíminn - 29.09.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.09.1961, Blaðsíða 12
(12 TÍMINN, föstudaginn 29. september 1961. I. ' Síðan um aldamót hefur fslend- ingumi fjölgað mjög ört. Það er því augljóst, að veruleg átök hefur þurft til þess að landsnytjarnar væru í beinu hlutfalli við þessa mannfjölgun. Þegar svo á það er litið, að lífskjör manna voru þröng og landsnytjunum hafði ekki verið sómi sýndur í þúsund ár, vekur það enga furðu, þótt tuttugasta öldin beri í skauti sínu ýmis skakkaföll, sem valda umróti og átökum. En þegar litið er til baka og athugað, hvernig þessu umróti er háttað, er augljóst, að ástandið hverju sinni mótast verulega af stjómarfarinu á hverjum tíma. Tvær stórstyrjaldir hafa geisað í heiminum á öldinni. Báðar hafa þær fært þjóðinni verulegan fjár- hagslegan vinning í bili, sem aftur hefur orðið til þess að hatrömm barátta hefur orðið um þann gróða, sem þjóðinni hlotnaðist. Afleið- ingin hefur orðið sú, að ýmsir hagsmunahópar hafa skapazt og reyna þeir á ýmsan hátt að hafa hver af öðrum svo sem. frekast er unnt. Sú giíma hefur svo leitt til þess, að fjármálaástandið í dag er orðið hrein skrípamynd af eðliíegri efnahagsþróun. Gott sýnishorn af þessu ástandi er einmitt nú í dag. Enn einu sinni hefur setzt að völd- um stjórn undir forsæti Sjálfstæð- isflokksjns, arftaka hins andvana fædda íhaldsflokks. II. Við minnumst svokallaðrar ný- sköpunarstjórnar undir forsæti nú- verandi forsætisráðherra. Þeirri stjórn tókst að „kollsteypa" öllum venjulegum stjórnarháttum borg- aralegs þjóðfélags og færa okkur á yztu nöí reglulegrar byltingar. Nú var okkur sagt af sama forsætis ráðherra, að ætti að breyta til og þeir „góðu, gömlu dagar“ væru í vændum. Nýtt fjárliagskerfi átti að leysa alla hnúta. Enn þá bólar þó ekki á Sigurður ViBhjálmsson: Myndin, sem við blas- ir, er ekki glæsileg neinu nýju fjárhagskerfi. Káðin, sem gripið var til, voru gamal- kunn. Krónutetrið var minnkað og búnir til þúsundkrónu seðlar, fjár- lögin hækkuð um nokkur hundruð milljónir króna o. s. frv. Gengis- fellingin átti að vega upp á móti útflutningsuppbótunum, sem áður voru komnar í ganginn. Niður- greiðslur á innlendum markaði voru auknar og Tiyggingastofnun ríkisins var látin auka bótagreiðsl- ur. Tekjuskattar voru lækkaðir. í stað tekjuskatta voru svo stóraukn ir söluskattar og vegna gengislækk- unarinnar verðtollar og önnur inn flutningsgjöld, sem miðuðust við tollverð. Þá voru ýmis önnur gjöld til ríkissjóðs svo sem aukatekjur stórhækkaðar. Sem sagt fjárhags- kerfið er hið sama og var, aðeins tilfærslur og álögurnar á atvinnu- rekstri og almenningi hækkaðar verulega. Líklega er það þá vaxta- hækkunin, sem hefur átt að breyta fjárhagskerfinu. En vaxtahækkun- in verkar alveg á sama hátt og auknir skattar og kemur harðast niður á framleiðslu þjóðarinnar. Kaupgjald allt skyldi vera óbreytt. Við sjáum svo í dag, hvílík enda- leysa hér hefur átt sér stað. Kaup- gjald hefur hækkað af eðlilegum ástæðum og um leið skýtur ríkis- stjórnin sér á bak við Seðlabank- ann, sem fellir gengið. Allt þetta minnir á „Björn að baki Kára“, því að samhliða koma þeir fram í út- varpi og segja, að allt sé í þessu fína lagi og Seðlabankanum fer eins og Kára; hann segir, að ríkis- stjórnin hafi staðið sig ágætlega. Formaður stjórnar Seðlabankans kemur þarna fram í litklæðum með gylltan hjálm á höfði eins og Kári er kynntur okkur í Njálu. „Með lögum skal land byggja, en með ó- lögum eyða“. Þetta er góð áminn- ing, þótt gömul sé. Bráðabirgðalög þurfa að vera góð, ef þau eiga ekki að vera ólög. III. Taprekstur sjávarútvegsins er sú vofa, sem alltaf er verið að glíma við og „viðreisnin" átti að kveða niður. En svo hlálega vildi þá til, að aldrei hefur orðið jafn- stórfelldur halli á þeim atvinnu- vegi og 1960, árið, sem „viðreisn- in“ hófst. Það ætti nú að liggja nokkurn veginn ljóst fyrir, að gengisfelling er ekki sú hjálpar- hella fyrir útgerðina, sem menn hafa haldið. Ástæðan til þess er sú, að þarfir togaraflotans og hinna stóru vélbáta fyrir erlendan gjald- eyri er alltof stór hluti af (útfiutn- ingsverðmætum þeim, er þessi skip afla. Það er því fyrst og fremst rekstur þessa hluta fiski- skipastólsins, sem þarf endurskoð- unar. Það er sífellt hamrað á því, að gjaldeyrisöflun sjávarútvegsins nemi yfir 90 hundraðshlutum út- flutningsins. Þá er eins og enginn annar kostnaður falli á aflann en kostnaðurinn við að draga hann úr sjónum. Reksturskostnaður verk- smiðja og annarra iðjuvera er þó veiulegur hluti af útflutningsverð- mætunum. En þessi hugsánagang- ur er mjög' villandi. Vegna .þess, að ekki er til markaður fyrir afl- ann upp úr sjónum erlendis, þarf að kosta mjög miklu til hans til þess að koma honum í verð. Afla- brestur er fyrirbæri, sem er þekkt og það er þýðingarlaust fyrir ríkis stjórnina að skella skuldinni af misheppnaðri „viðreisn" á duttl- unga náttúrufarsins. Þjóðarbúskap inn verður að byggja þannig upp, að hann þoli mismunandi árferði, án þess að þjóðin lendi í ógöngum, þótt einhver hluti atvinnuveganna verði fyrir áföllum, annaðhvort vegna afla- og uppskerubrests eða truflana á erlendum mörkuðum. Auðæfi hafsins eigum við að hagnýta eins og önnur gæði þessa Iands, en við verðum að gera það Betra að kunna að stíga ölduna eins og siðuðum mönnum sæmir, en ekki eins og ræningjar og skemmdarvargar. Og við eigum að vernda þessi auðæfi af fremsta megni og bægja aðvífandi ræn- ingjum frá eftir beztu getu. Eg er sannfærður um, að engin „við- reisn“ getur lagfært gjaldeyiisá- stand þjóðarinnar, nema allur tap- rekstur verði með einhverjum ráðum kveðinn niður. Meinsemdin ér viðloðandi taprekstur. Þess vegna er meiri þörf á athugun á ástæðunum fyrir taprekstrinum en ótímabær röskun á skráðu gengi gjaldmiðilsins. Ríkisstjórn, sem lætur heimsku- leg geðhrif hafa áhrif á ákvarðanir sínar, er sannarlega ekki fær um að koma á neinni viðreisn. IV. Þegar núverandi ríkisstjórn sett- ist að völdum eftir mikið brölt og bægslagang, tilkynnti fjármálaráð- herrann, að það ætti að lækka kostnaðinn við ríkisreksturinn. Það hefur ekki borið á því enn, að sá kostnaður hafi verið lækkaður, aft- ur á móti hefur ríkisstjórnin haft ýmsa tilburði til að lækka kostn- að við ýmsar framkvæmdir til al- mannaþarfa. Veizlur og ferðalög eru í hávegum hafðar og allt er það frægt að endemum utan lands og innan. Allt umhverfis landið er náttúran gjöful, og þeir tónar heyr ast frá herbúðum stjórnarinnar, að ekki megi nytja þessi gæði nema að takmörkuðu leyti. Á Fljótsdals- héraði eru menn, sem af miklum sóknarhug eru að koma á nýjum atvinnuvegi, þar sem er kornrækt- in, undir forystu Sveins á Egils- stöðum og sona hans. Þessi starf- semi hefur ekki hlotið náð fyrir augum valdhafanna. Þetta má ekki styrkja af opinberu fé. Líklega er þessi framleiðsla svo arðsöm, að hún bjargar sér sjálf, en viðbrögð stjómarinnar sýna samt þá fá- dæma þröngsýni og kæruleysi að undrum sætir. Samsetning þessar- ar ríkisstjórnar er þá og slík, að varla er við því að búast, að hún sjái mikið út fyrir lögsagnarum- dæmi Reykjavíkúr og Hafnarfjarð- ar. En líklega á kaupfélagsstjórinn frá Hellu að vera til þess að sjá lengra, en hvers er hann megnugur í samfélagi við félaga sína? V. Til þess að fullnægja þörfum þjóðarinnar, sem fjölgar um rúm þrjú þúsund á ári og fer vaxandi, þarf uppbyggingu, sem svarar til fjölgunarinnar. Kyrrstaða má ekki eiga sér stað, þá eru næstu kynslóð um búin svipuð kjör og tiðkuðust fyrir aldamót. Uppbyggingin þarf að vera alhliða. Landbúnaðurinn verður að vera sú atvinnugrein sem mestrar alúðar nýtur, því að á honum byggist menning þjóðar- innar og þroski kynslóðanna. Það an fást þau matvæli, sem gefa bezt an þroska og á honum byggist and legt og líkamlegt atgervi fólksins Hvert hérað, hver sveit og jafnve hver bær hefur sína kosti til land búnaðar. Þess vegna óar manni við þeirri landauðn, sem blasir við íbúar höfuðstaðarins verða að gera sér ljóst, hvaða þýðingu blómlegur og vel rekinn landbúnaður hefur fyrir þá sjálfa, sama máli gégnir um aðra bæi og sjávarþorp. Hvergi er meiri nauðsyn til uppbyggingar en í sveitum landsins. Hinn sterlci straumur frá landbúnaðinum verð- ur ekki bættur upp með eintómri tækni. Það þarf menn og það góða menn til að hagnýta tæknifram- farirnar. Sig. Vilhjálmsson 9E3 Hér sjáum vi3, hvílik vinnuskilyrði eru á togurum okkar. Lífsháski, slysahætta og vosbú'ð. Myndin birtist i sjómannablaðinu Víkingur, 8. tbl., ágúst 1961, og er tekln um borð í togaranum Hallveigu Fróðadóttur. Nú er útllt fyrir, að þessi glæfralegi atvlnnuvegur — togarasjómennskan — verði eins og hver önnur sjómennska, með tilkomu skuttogaranna. Kveikræsirinn öruggt og einfalt gangsetn- ingartæki fyrir dieselvélar. Magnús Jensson h/f I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.