Tíminn - 29.09.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.09.1961, Blaðsíða 14
14 TÍMINN, föstudaginn 29. september 1961. ur úti fyrir. Jóakim spratt upp og fór aS þakglugganum og reyndi að rýna út í myrkr ið, en varð lítils vísari, fór hann þá fram og út, sá að hestar voru í túninu. Annað hvort hafði gleymzt að loka hliðinu eða hestarnir rutt úr því. Jóakim snaraðist inn í baðstofu og kallar vinnumapn inn fram að reka úr túninu. Vinnumaðurinn hrá fljótt við og Jóakim fylgdi honum til útidyranna, þá snéri hann við og ætlaði að' gapga tií hvílu sinnar. En er hann fór um frambaðstofuna hjá rúmi Sigurbjargar rak hann sig á handlegg hennar, sem hún hafði rétt fram yfir gólfið. Hann snarstanzaði og hvarf til hennar. Liklega hafði hann búizt við því, að Hallfríður yrð'i þess ekki vör. Er hann heyrði vinnumanninn loka útidyrunum, læddist hapn eldsnöggt á móti honum. Og er þeir komu inn í baðstof- una töluðust þeir hátt við. Og ætlaði Jóakim með því að villa á sér. Það tókst, og Halí fríður vonaði, að sér hefði misheyrzt og sneri sér til veggjar og l£zt sofa, er Jóa- kim kom og lagðist í hvíluna hjá henni. Jóakim sofnaði fljótt, en Hallfríður renndi huganum yfir ósköpin, sem gerzt höfðu í hugskoti hennar, meðan hún taldi sig vita sekt eiginmanns ins. Var hún nú í sömu spor- um og Ásrún? Hvers vegna þurfti Ásrún endilega að koma fram í hug hennar? Hafði Ásrún lið'ið af sams kon ar tilfinningum og hún nú? Líklega enn þá meiri og átak anlegri, þar sem hún hafði elskað Óskar heitt, þrátt fyrir kaldranalegt viðmót. Sjálf- sagt elskaði hún Jóakim ekk- ert á móts við það, sem Ás- rún elskaði sinn eiginmann. Og þó gat henni brugðiö, er hún kynntist ótrú hans. Ef hún að'eins gæti framfleytt sér og börnum síunm, mátti Jóakim sigla sinn sjó, fyrst hann tók aðra fram yfir hana. En hún sá engin bjarg ráð án eiginmannsins. Eigin- mannsins! Átti það orö við um mann, sem sótti eftir ást- um utan hjónabandsins? Sjáðu þína eigin stöðu. Hafði hún ekki sótzt eftir ástum manns, sem var annarri bund inn? Lifði hún ekki enn við' þá ást? Maðurinn, sem hún elskaði mest og myndi alltaf elska, var ránsfengur, lámb fátæka mannsins. Hún minnt ist þess nú, að Jóakim hafði einhvern tíma sagt henni, að Sigurbjörg hefði verið fyrsta ástmey sín, en hann brugð- izt henni vegna ríku heima- sætunnar. Ef Sigurbjörg elsk aði Jóakim og gagnkvæmt, skyldi hún bjóða skilnað, fá búinu skipt og vita, hvort læknishjónin vildu ekki lið- sinng henni. Vel skyldi hún vinna þeim, ef heilsan leyfði. Það var svo gott að vera hjá þeim hjónum. En myndu þau ró að halda. Eða var eitthvaff| hulið afl að laða hana til rétts skilnings á sjálfri sér? Hvern, ig yrði henni um það, ef Jóa kim tæki fram hjá henni?, Yrði hún ekki önnur Ásrún með haturshug fram í dauð-; ann? Nei, það skyldi aldrei| verða. En var hún nokkuð, betri en Ásrún þrátt fyrir’ það? Var það ekki aðeins af því, að hún elskaði ekki eig- inmann sinn eins og Ásrún? „Guð minn góður, hví er ég 28 vilja taka við henni með börn unum þremur? Eða þó að þau ; væru aðeins tvö? Allt þetta 1 og ótal margt fleira herjaði p, hana þessa nótt. Hún hafði verið svo sokkin niður í hugs anir sínar, að hún varð þess ekki vör, að Jóakim stiklaði fram gólfið, og er hún heyrði hann koma inn með vinnu- manninum, ásakaði hún sjálfa sig fyrir hugboð sitt. Átti dimma röddin sök á þessu? Hún hafði legið í sömu sjúkrastofunni og Hallfriður og sagt henni margt. Látið hana renna grun í samdrátt Jóakims og Sigurbjargar. Hún hafði ekkert sagt ákveðið, aðeins orðróm fólksins. Hall- fríður vissi, að ýmsum lá mis- jafn orð til Jóakims. Menn áttu oftast fæst af því, sem rógtungan flutti um þá. Hall- fríður hafði lítið lagt upp úr skrafi kerlingar, en heyrt hana segja margt úr fortíð og nútíð og það helzt, sem talað var um í hljóði og ekki mátti heyrast nema á laun. Nú, þegar Hallfríður taldi víst, að hún hefði misheyrt og mistekið sig, gat hún ekki sofnað fyrir samvizkubiti. Það hlaut að vera myrkrahöfðing inn sjálfur, sem lék sér að tilfinningum hennar, einmitt þegar hún þurfti á hvíld og að velta þessu fyrir mér“? hugsaði hún. „Er það andvak an og myrkrið, sem úthverfa mér svona? Hjálpaðu mér, góði guð, losaðu mia við þenn j an blindingsleik. Eg er sek j og sár. Miskunnaðu mér. I Gefðu mér hvíld og frið og i þrek til þess að lifa og starfa ! fyrir fólkið mitt.! Góðl guð, i hjálpaðu mér“. En myrkrið i gaf engin grið. Það var orðið j að vörum, sem hvísluðu lát- ; laust inn í hugskot hennar i úr öllum áttum, krókum og jkimum: Ásrún, Ásrún, Ásrún. Loks tók Hallfríður að lesa bænir þær, sem hún í bernsku 1 hafð'i lært við móðurkné, og j þá færðist ró yfir hugann. j Svipir næturinnar fölnuðu og hvíslið féll niður. Og blessað- I ur svefninn kom með værð I og helgan frið. XXIII Það var komið haust. Hall fríður var ein heima með börn um sínum. Jóakim og vinnu- maður hans voru í slátur- ferð. Þær ferðir tóku jafnan þrjá daga. Og Hallfríður hafði leyft vinnukonunni að heimsækja móður sína, sem var ekkja og átti heima ut- arlega í sveitinni og mátti hún vera að heiman í tvo daga. Hallfríður sat á rúmi sínu í hjónaherberginu og bætti sokka, Veðrið var gott, sól- skin og logn. Börnin voru öll úti nema litla tátan, sem lá í vöggu sinni og svaf vært. Allt í einu kom Páll litli í dyrnar. Hallfríður sá það undireins á honum, að eitt- hvað var að. — Hvar eru systkini þín? í spurði hún. ! — Þau eru úti á túni að leika sér. i — Gengur það ekki vel? spurði hún. Hann játaði því og settist á rúmið á móti henni. — Það er eitthvað að þér, I Palli minn. Ertu lasinn? — Eg lasinn, nei. — Hvað vantar þig, góði drengur? Þú þarft eitthvað að segja mér. — Já, en ég get ekki sagt það. — Hefurðu skemmt eitt- hvað' eða týnt einhverju? — Nei. — Segðu mér eins og er, Palli minn. Eg skal ekki verða vond. — Þú ert .aldrei vond. — Er það eitthvað, sem þig langar að bið'ja mig um? — Hefur pabbi ekki sagt þér neitt? — Jú, drengur minn. Auð- vitað hefur hann sagt mér margt, en ég veit ekki við hvað þú átt. — Hefur hann sagt þér? Nei, ég get ekki sagt það, og nú brast drengurinn í grát. — Hvað er að, elsku dreng urinn minn? Segðu mér eíns og er. Eg lofa fyrirgefningu fyrirfram. Hallfríður hafði fært sig til drengsins og sett ist á rúmið hjá honum og strauk .vanga hans. — Pabbi, sagði drengurinn. — Nei, ég get ekki sagt það. — Hefur pabbi þinn verið slæmur við þig eða sært þig, Palli minn. Þú veizt, að hann segir svo margt, sem ekki má taka alvarlega. Hann hefur; þó ekki haft orð á því að ráða' þig í vist? ■— Hefur hann talað um það við þig? — Nei, nei, nei. Hann hef ur þvert á móti vikíð að því vjð mig, að nú þurfi hann ekki vinnumanninn næsta ár, þar sem þú fermist í vor. — Spurðu mig ekki meira. Eg átti aldrei að tala við þig, sagði drengurinn. — Þér liggur eitthvað á hjarta. Láttu mig vita, hvað það er, annars heldur það á- fram að kvelja þig. Eg hef séð það síðan ég kom í sum- ar, að þú býrð yfir einhverju. Byrgðu það ekki inni lengur. Þá færðú líka úr því skorið. hvort ég get nokkuð fyrir þig gert. — Þú getur ekkert gert fvr ir mig. Eg er svo reiður vjg pabba og hræddur um þig — Eg ætla að geta. Þú hef ur orðið einhvers var um pabba þinn og Sigurbjörgu. Er það ekki rétt? — Jú. — Veiztu þá, að Sigurbjörg var einu sinni stúlka, sem pabba þinn langaði til að eiga? — Hvernig veiztu það? — Mér hefur verið sagt það. Og nú í sumar, þegar ég var veik, þá gerði hún það fyr ir pabba þinn að hjálpa okk ur. Var hún ekki góð við þig? — Jú, en ég vildi hana ekici. — Léztu hana verða þess vara? — Stundum, — Þér hefur fundizt pabbi þinn vera of góður við hana? — Já. — En gáðu nú að einu, drengurinn minn. Pabbi þinn brást henni. Við skulum segjá sveik hana þegar hún var ung stúlka. Hún giftist manni, Föstudagur 29. september: 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 10.10 Veðurfregnk. 12.00 Hádegisútvarp. 12.25 Fréttir, tilk. og tónl. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Fréttir og tilk. 16.30 Veðurfregnir. 18.30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýms- um löndum. 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Minningardagskrá um Dag Hammarskjöld framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna: Erindi og tónleikar, (Thor Thors ambassador o. fl.). 21.00 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karls- son). 21.30 Sex prelúdíur eftir Rachmani- noff (Colin Horsiey leikur á píanó). 21.50 Upplestur: Þorbjörg Árna- dóttir les frumort Ijóð. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: Smyglarinn" eft- ir Arthur Omre; XV (Ingólfur Kristjánsson rithöfundur). 22.30 íslenzkir dægurlagasöngvarar: Haukur Morthens syngur. 23.00 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFFÖRLI Ulfurinn og Fálkinn Eiríki til furðu leit ekki út fyr- ir, að Alli og menn hans ættu í neinum erfiðleikum með að bera af liði Bersa. „Það lítur út fyrir, að virkið sé yfirgefið," sagði Alli. „Vir’kið er á okkar valdi“. Eiríkur brosti við- urkenningarbrosi til hins hug- djarfa ungmennis, en síðan fóru þeir að leita Ervins. „Það er víst heldur ótrúlegt, að við finnum Ervin hér“, sagði hann bitur í bragði, „en við gæt- um fundið Bersa, og hjá honum gætum við ef til vill fengið að vita eitthvað“. Eftir vandlega leit í virkisborginni, fundu þeir loks- ins svikarann, .... en hann var þá liðið lík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.