Tíminn - 29.09.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.09.1961, Blaðsíða 3
I l^tfltlN^föstudaginii 29.- september 1961. Haustverð komið á bunaðarafurðir Neytendur fá súpukjöt á 27.50 og mjólkurflösk- una á 4.15 — bændur fá 4.71 fyrir mjólkurlítr- ann og 23.05 fyrir kíló af dilkakjöti Bílarnir, sem rákust saman hjá BeitistöSum í Leirársveit Hörkuárekstur á beinum vegi gegnum Leirársveit Kona slasaðist mikið. Verkfræðingur skarst í andliti í gær varð mjög harðurj bifreiðaárekstur á þjóðvegin-: um um Leirársveit, og slasað- ist kona, sem í öðrum bílnum var, allmikið, og liggur hún nú í sjúkrahúsinu á Akranesi. Yfirverkfræðingur Vegagerð- ar ríkisins skarst nokkuð í andliti, en fór heim að aðgerð( lokinni. Árekstur þessi varð á veginum rétt fyrir vestan Beitistaði í Leir ársveit. Þarna er ágætur vegur, engin blindhorn eða beygjur, en ag yísu er hann mokkuð mjór. Vörobíll fór um veginn á norð- Bleyta urleið. Á móti honum kom fólks- bíllinn R-11062, sem kom fráj Hvanneyri og var á suðurleið. Ók honum Viggó Jóel Jensen frá‘ Hvanneyri. Um leið og R-11062 imætti vörubílnum ætlaði annar fólksbíll, R-2966, sem kom á eftir vörubílnum, að aka fram úr hon- um. Þeim fólksbíl ók Jón Kr. Ein arsson. Varð þarna harður árekst-' ur við hlið vörubílsins, og skemmd ust báðir fólksbílarnir mjög mikið. Konan meiddist alvarlega Tvær manneskjur voru í hvor- um bílnum. Báðir ökumennirnir sluppu ómeiddir. í bílnum, sem kom frá Hvanneyri, var ung kona auk ökumannsins, Ragna Einars- dóttir. Slasaðist hún talsvert og liggur nú í sjúkrahúsinu á Akra- nesi. í hinum fólksbílnum var Árni Pálsson, yfirverkfræðingur Vegagerðar ríkisins, farþegi. Hann skarst dálítið í andliti, en þó ekki meira en svo, að hann sneri aft- ur til Reykjavíkur að aðgerg lok inni. Strax eftir slysið var allt fólkið flutt í sjúkrabifreið til Akraness. Dráttur hefur oráið á því að þessu sinni, að ákvarðað væri verð á búnaðarafurðum. Staf- aði það af því, að beðið var eftir samkomulagi í sexmanna- nefndinni svonefndu um dreif- | ingarkostnað á kjötafurðum . og ákvörðunum um hlutfall verðlags á mjólk og mjólkur- , afurðum annars vegar og kjöti og kjötafurðum hins vegar. i j Samkomulag um þetta náðist íj fyrrinótt, og hefur nú afurðaverð ið verið fastákveðið. Heildsöluverð á fyrsta flokks jdilkakjöti hækkar úr 17.24 kílóið' í 21.65. Verg á súpukjöti í smá-1 sölu verður 27.50 í stað 22.00 áður. Slátur með sviðnum haus kostaði í fyrra 34.30, en verður nú 36.50. Kjötið verður greitt niður eins og í fyrra um 7.80, miðað ,við dilkakjöt og geldfjárkjöt. Brúsamjólk hækkar í útsölu úr 3.32 í 3.90, en flöskumjólk úr 3.52 í 4.15. Heilflaska af rjóma hækk ar úr 42.27 í 46.25, skyr úr 10.60 í 11.60, smjörkíló úr 57.40 í 69.00 og 45% ostur úr 56.85 í 63.30. Vers til bænda hækkar sam- kvæmt úrskurði yfirnefndar um verðlagsgrundvöllinn. Þeir fá 4.71 kr. fyrir mjólkurlítrann í stað 4.18 áður, hækkun 12.6% og 23.05 fyrir dilkakjötið í stað 19.69 áður, hækkun 17.06%. Verð, sem bændur fá fyrir aðr ar afurðir, hækkar yfirleitt um 13.5%, að undanskildum gærum og ull, sem hækkar nokkuð meira. Sýrlenzki herinn gerir uppreisn Ringulreið í landinu - Nasser ákveðinn Hver heytugga hrakin Hóli, Svarfarðardal, 27. sept. — eru mjög rýrir. Heyskapur hefur ! Lokið er nú síðari smölun { gengið mjög illa í sumar, og munu sauðfjár hér um byggðir, og stend margir bændur verða að fækka I ur sláturtíðin sem hæst. Dilkarj bústofni sínum talsvert. Féð kom ákaflega rýrt af fjalli tefur kartöflu- uppskeru Hornafirði, 28. sept. Það leit vel út um uppsker- una á hinum miklu kartöflu- ökrum Hornfirðinga, en sýnu verr gengur að ná þeim upp, vegna bleytu í görðum. Mun upptakan varla mikið meira en hálfnuð. Einstaka maður hefur ef til vill lokið sínu, en aðrir eiga langt í land. Geysimiklar úrkomur hafa valdið því, að erfitt er að beita hinum stórtæku vélurn við upp- tökuna. Menn eru orðnir hræddir um, að ef bregður til norðanáttar, kunni að frjósa, og þá er skammt til skemmda á uppskerunni, svo rennblautir sem garðarnir eru yfirleitt. — En ef allt næst far- sællega upp úr görðunum, verð ur heildaruppskeran varla undir 15 þúsund tunnum, að ætla má. NTB—Amman, 28. sept. Sýrlenzki herínn gerði upp- reisn gegn Nasser forseta í dag. Fyrsta fréttin um þetta kom í Damaskus-útvarpinu í morgun, og var þar sagt, að sýrlenzkir herforingjar hefðu j gerf uppreisn til að endur- heimta frelsi og virðingu Sýr- lands, sem er annað aðildar- ríki Arabíska sambandslýð- veldisins. Nasser forseti svar-J aði þessari uppreisn strax með fyrirskipun um að senda þegarj í stað hersveitir til Damaskus.! Um hádegisbil var sagt í út-j varpinu í Damaskus, að AbHel, Amer, marskálkur, yfirmaður, herafla sambandslýðveldisins hefði kveðið uppreisnina niður sjö tímum eftir að hún hófst, en ekki leið á lönqu, unz sagt var í nýrri frétt, að hann hefði qenqið á loforð sín um að kveðs hana niður. Miki! ringul- reið og samgöngutruflanir voru í landinu í kvöld, en Nasser sagði í útvarpsræðu í dag, að engin málamiðlun kæmi til greina. Fyrsta tilkynningin, sem hinir( ' sýrlenzku uppreisnarmenn sendu frá sér, var undirrituð af arabísku byltingarnefndinni, en þar var sagt, að uppreisnin styddist ekki við neina sérstaka þjóðfélagsheild öðrum fremur. í tilkynningum Damaskusútvarpsins var ráðizt harkajega á stjórn Arabíska sam-, bandslýðveldisins og sagt, að hún hefði sterkar tilhneigingar til harð stjórnar og hugsaði um það eitt, að halda völdum, en í henni sætu spilltir valdaklíkumenn. Uppreisn arhreyfingin fullyrti í morgun, að hún hefði náð á sitt vald ýmsum mikjlvægum stöðum, lokað flug- völlum og sett hafnbönn, en fólk var jafnframt hvatt til að forðast árásir á egypska borgara og opin- berar byggingar og stofnanir. Nasser ákveðinn Stuttu eftir að uppreisnarhreyf- ingin hætti að senda út tilkynn- ingar, hólt Nasser forseti ræðu og skýrði frá því, að hann hefði gef- ið fyrsta hernum í Sýrlandi skip- un um að halda þegar í stað til Damaskus til að kveða niður upp- reisn þessa með vopnavaldi. Hann sagði, að það væri ekki nema hluti sýrlenzka hersins, sem stæði að baki þessari uppreisn og kvaðst á- kveðinn í að varðveita einingu sam bandslýðveldisins. í kvöld hafði brezka útvarpið eftir honum, að engar tilslakanir við uppreisnar- menn kæmu til greina. Hann reyndi ekki að breiða yfir hina al- varlegu hlið þessa máls, og þeir, sem á hlýddu sögðu, að rödd hans MA5SER hefði skolfið af tilfinningu, hann hélt ræðu sina. er Óvissa ríkir — ósamhljóöa fregnir í allan dag hafa verið sendar út fregnir um útvarpsstöðina í Dama skus, en þær eru mjög ósamhljóða og gera ýmist að fullyrða eða bera til baka, svo að óhægt er um vik að gera sér glögga grein fyrir á- standinu. Fullyrt var m. a., að upp reisnarherinn hefði umkringt aðal stöðvar Abdel Amers og væri hann byrjaður samninga við upp- reisnarmenn, en Nasser bar það íFramhald á 2 slðu.) í þetta sinn, og hefur það ekki verið jafn rýrt á haustdegi nú um fjölmargra ára skeið. Telja menn það mest stafa af því, hve vorið kom seint, svo að nytin féll úr ánum áður en jörð náði að gróa. Göngur og róttir gengu ann ars vel. Rétt þá' dagana var sæmi legt veður, svo að allvel heimtist. Sumarið hefur annars verið eitt hvert liið allra versta, sem menn muna eftir, og er heyfengur bæði stórum minni og lakari en í fyrra. Er útiit fyrir bústofnsfækk , un hjá bændum af þeim sökum. ] Heita má, að þurrkur væri aldrei ! nema einn dag í senn, og margir hafa ekki náð órigndri tuggu alit sumarið. Nokkuð vantar enn á, að hey- skap sé lokið. Allmargir eiga enn úti bey, sem verið er að þurrka. Annars brá dálítið til veðurbata í vikunni fyrir göngur og í vik- (Framhald á 2. síðu.) 2000 samlagsnúmer í frétt Tímans í gær um samn ingsslit milli Læknafélags Reykja víkur og Sjúkrasamlags Reykja- víkur kemur fram sú missögn, að greiðsla fyrir 1500 samlagsnúmer mundi nema 600 þús. krónum á ári, ef gengið yrði að kröfum lækna. Greiðsla þessi miðast við 2000 númcr, þ.e. það hámark, sem L-R. hefur lagt til í uppkasti sínu, að gildi um heimilislækna, sem ekki hafa á hendi fastlaunastörf né sérfræðistörf. Kostnaðaráætl- un L.R. miðast hins vegar við 1500 númer, og er þá gert ráð fyrir 224 þúsund króna reksturs- kostnaði á ári. Þá skal tekið fram, að ekki er hægt að áætla, hve mikið greiðsl- ur fyrir heimilislæknastörf muni hækka, þar eð læknar munu taka greiðslu fyrir hvert verk í stað fasts árgjalds fyrir hvern sam- lagsmann. Kröfur L.R. um hækk- un fastagjalda fólu að öllu sam- anlögðu í sér 100% hækkun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.