Tíminn - 29.09.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.09.1961, Blaðsíða 16
Föstudaginn 29. september 1961. „Ég myndi telja þetta slæmt ár Þrlggja dálka niyndin til hægri hér á síðunni sýnir sláttuþreskjarann i starfl Rammi hægra megln á henni er rörið, þar sem kornið tæmist í vagnana, en korngeymirinn er belnt fyrlr aftan ekllinn. Kassinn vinstra megin er lofthrelnsari fyrir vélina, en hætt er vlð miklu ryki úr ökrun- um. — Tveggja dálka myndin hér að ofan sýnir Jóhann Franksson (nær) og Baldur Tryggvason (fjær) að fylgjast með sláttuþreskjaranum. Þess er getið í fornum heim- ildum, að korn hafi verið rækt- að hér á landi til forna, og að landslýðurinn hafi gert sér brauð úr eigin mjöli. Eftir því sem fram liðu ár, lagðist þessi kornrækt niður að mestu, en nú á síðari árum hefur á ný verið farið að gefa benni meiri gaum, og nú er svo komið, að korn mun vera ræktað hér svo verulegu nemur á einum sex stöðum. Fréttamönnum blaða og útvarps var boðið að skoða einn þessara staða sl. fimmtudag, Stórólfsvöll í Rangárþingi. Þar rekur Samband íslenzkra samvinnufélaga gras- og kornrækt i stórum stíl, og er lík- legra, að almenningur kannist frek ar við þá starfsemi undir nafninu Grasmjölsverksmiðjan. En þar er ekki rekin verksmiðja heldur bú- skapur, og bústjórinn heitir Jó- hann Frankson de Fontenay. Blandar sitt fóSur Stórólfsvöllur er eign innflutn- ingsdeildar SÍS. Einhverjum kem- ur það ef til vill spánskt fyrir sjón- ir, að innflutningsdeildin skuli vera að skipta sér af grasLogJcorni austur í Rangárþingi, en þas er ekki svo fráleitt, þegar þess er gætt, að innflutningsdeildin bland- ar sjálf það fóður, sem hún selur bændum, og eftir því sem fleiri efni blöndunnar eru framleidd hérlendis og því meira, sem fram- leitt er af þeim, þeim mun auðveld- ara er fyrir deildina að fá í sína blöndu og þeim mun betur getur hún þjónað viðskiptavinum. Fór að dropa Það hafði lengi staðið til, að bjóða fréttamönnum til Stórólfs- vallar, en veður haldið því heim- boði í skefjum jafnlengi, því það er ekki gott að stunda kornslátt í rigningu. En þegar útlit var fyrir hreinviðri eftir hádegi á fimmtu- daginn, var ákveðið að leggja í hann. Við fengum sól og hrein- viðri alla leið austur að Selfossi, en síðan dimmdi óðum eftir því sem austar dró, og austur í Holtum fór að dropa. Bleikir akrar Þegar við renndum heim að Stór- ólfsvelli var köld vatnsgjóla, og nokkrir dropar slitruðust úr himn- inum við og við. Næst húsunum voru slegnir balar, en fjær skiptust á grænar grasreinar og bleikir akr- ar. í órafjarska grillti i hárauða þúst á einni akurreininni. Það var kornsláttuvélin að starfi. Með Jó- hann Frankson í fararbroddi ókum við þangað út eftir. Slær og þreskir Veiið var að byrja sláltinn þann daginn. Báknið rauða þrammaði etfir akrinum og skar fyrir sér 10 feta breiðan skára. Skordýrslegir fálmarar hennar gripu niður í byggið framan við greiðuna og stungu stöngunum með axi og öllu saman upp í gráðugt færibandsgin- ið. Þreskjarinn tekur við byggingu & Myndin vinstra megin sýnir fálmarana, er þeir mata véllna me8 korninu. Hægra megin er Gústaf Sigurðs- ^ son, ekill sláttuþreskjarns - sagði Jóhann Franksson, bústjóri á Stórólfsvelli og skilur korn frá hálmi, en síðan fer kornið i korngeyminn, og hálm- urinn dettur aftur úr og liggur í skára eftir á akrinum. Pokarekki Þessi sláttuþreskjari er frá Massey-Ferguson-verksmiðjunum í Bretlandi. Dráttarvélar h.f. hafa umboð fyrir þessa verksmiðju á ís- landi, og hér er einmitt Baldur Tryggvason, framkvæmdastjóri Dráttarvéia, og við spyrjum hann: — Baldur, hvað kostar svona vél? — Þessi vél kostar 270 þúsund. — Og hvað gerir hún mikið? Slær, þreskir og pokar? — Nei, hún pokar ekki. Hún safnar korninu í þennan geymi, sem tekur eina lest. Þá er ekið undir rennuna — þarna — méð vagn, og settur í gang snigill, sem er innan í henni, og þá tæmir geymirinn sig í vagiúnn. Vagninn tekur þrjár lestir, þrjár fyllingar vélarinnar, áður en hann fer heim. — Hvað um afköstin? — Hún slær og þreskir af einum hektara á klukkutíma. — Er hún ekki þung? — Jú, frekar, hún vegur um fjór- ar lestir sjálf. Fimm, þegar geym- irinn er orðinn fullur: — Er þetta eina gerðin af sláttu- þreski frá Massey-Ferguson? — Nei. Þetta er stærri gerðin og fullkomnari. — Eru fleiri slíkar í garigi hér- lendis? — Nei, þetta er sú eina, enn sem komið er. Tvær lestir af hektara Þá snúum við okkur að Jóhanni: — Jóhann, hve mikið korn held- ur þú að þú fáir af hektaranum? — Upp undir tvær lestir, býst ' ? (Framhald á 13 siðu>

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.