Tíminn - 29.09.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.09.1961, Blaðsíða 8
8 v rP* * TÍMINN, föstudaginn 29. september 1961 staddur á Stokkauesflugvelli þennan dag. Motzfeldt hratt fram báti og sótti hann. Svo gerðist það fyrir eitthvað þrem ur vikum, að Christensen korr í þjóðminjasafnið í Kaupmanna höfn með hauskúpu undir henr inni. Við héldum fyrst, af þetta væri hauskúpa af Eski- móa, en dr. Balslev Jörgensen mannfræðingur, sem var kvadd ur tU, sagði undireins nei. Þetta eru hauskúpur norrænna manna, sagði hann. GrasiS var grænna — Eg var sendur í snatri til Grænlands, hélt Meldgaard magister áfram, — og þar er ég búinn að vera við rannsókn ir í hálfan mánuð. Þetta var auðvitað skyndirannsókn, en ég er sannfærður um, að rúst ir Þjóðhildarkirkju, elztu kirkju á Grænlandi, eru fundn ar. Þegar ég kom á staðinn, sá ég, að grasið var þarna örlítið grænna en annars staðar. Þeg ar grannt var að gáð, sást líka aðeins votta fyrir garðlagi. En þetta sá ég einungis af því, að ég vissi, að þarna voru fornar minjar. Áður hafði þessu ekki verið veitt athygli, þótt forn- — Grafreiturinn umhverfis þetta hús sýnir það. Hauskúp- urnar, sem þar fundust, vöktu fyrst athygli á staðnum. Þegar við grófum lengra út, urðu fyrir okkur margar beinagrind ur. Við fundum þær sextán. Umhverfis grafreitinn varð einnig vart við garðlag. Grafirnar hafa verið grafn- ar alldjúpt í malarjarðveg, og fólkið hefur verið jarðað án kistu. Ekki er þó um það að ræða, að þarna finnist minjar svipaðar og á Herjólfsnesi, fatn aður eða annað því um líkt. Beinin eru orðin mjög fúin og þola illa hnjask, og þau voru ekki tekin upp að þessu sinni Allar sneru beinagrindurnar austur og vestur eins og títt er í grafreitum kristinna manna. Stappar nærri fullri sönnun — Hvaða rök verða færð að því, að þarna séu rústir Þjóð- hildarkirkju frekar en ann- arrar kirkju, sem síðar hefur verið reist? — Þau eru svo veigamikil, að þau stappa nærri fullri sönn un, svaraði Meldgaard. — Þar er fyrst að nefna, að þessar rústir hljóta að vera frá fyrstu var kallað Þjóðhildarkirkja", segir þar. Við verðum líka að meta mik- ils vitnisburð Þorfinns sögu um það, hvar Þjóðhildur lét byggja kirkju sína: „eigi allnærri hús unum“. Þetta kemur vel heim við staðinn, þar sem þessar rústir eru. Þær eru 250 metra frá hinum forna skála. Sinna- skipti Þjóðhildar urðu þeim Eiríki rauða að áskilnaði, og ef Þjóðhildarkirkja hefði til dæmis verið reist þar, sem hin ar gamalkunnu kirkjurústir eru, hefði hún blasað við aug- um Eiríks gamla í hvert sinn sem hann kom út á Dæjarheli una, og gert honum sífeldlega gramt i geði. Þess vegna hef- ur hún verið reist dálítið af- síðis, og þar styður hvað ann- að — frásögn sögunnar og sa staður, sem. rústin er á. Allar aðrar kirkjurústir, sein kannaðar hafa verið á Græn- landi, eru rétt hjá bæjarrúst- um. Þær kirkjur allar hafa staðið við sama hlað og bær- inn. Þessi frumkirkja í Bratta hlíð er þar undantekning. 950—960 ára — Hvenær haldið þér, Meld gaard magister, að þessi kirkja hafi verið byggð? ÞJÓÐHILDAR- f Þorfinns sögu karlsefnis er svofelld frásaga af því, er Leifur heppni kom heim til Brattahlíðar eftir vetur- vist við hirð Ólafs konungs Tryggvasonar og fund Vín- lands: „Hann boðaði brátt kristni í landinu ... Eirík- ur tók því máli seint að láta sið sinn, en Þjóðhildur gekk skjótt undir og lét gera kirkju eigi allnærri húsunum. Það hús var kall- að Þjóðhildarkirkja". í fyrri nótt gisti í Reykjavík dansk ur fornleifafræðingur, Jörg en Meldgaard magister, er hafði þau stórtíðindi að segja, að rústir Þjóðhildar- kirkju eru fundnar. Jörgen Meldgaard er safn- vörður við þjóðfræðideild þjóð minjasafnsins danska, og síð- an 1948 hefur hann verið átta eða níu sinnum á Grænlandi við fornleifarannsóknir. Það var hann, seim fyrstur fann þar menjar hins svonefnda Sar- qaqsfólks, sem skutlaði sel í fjörðum Vestur-Grænlands og veiddi hreindýr í dölum þess fyrir urii það bil 3000 árum. Það er jafnvel talið, að fund ur Þjóðhildarkirkju sé einn athyglisverðasti atburður í sögu umfangsmikilla rann- sókna Dana á fornleifum frá tímum norrænna manna á Grænlandi síðan Poul Nörlund gróf upp kirkjugarðinn á Herj ólfsnesi og kannaði rústirnar í Görðum í Einarsfirði. Það bar því vel í veiði, er blaðamanni frá Tímanum tókst að ná tali af Jörgen Meld- gaard, er hann kom til Reykja víkur á heimleið úr Eiríksfirði seint í fyrrakvöld og staldraði hér við í fáeina klukkutíma. Þegar djákninn leit út um ^iuggann — Sagan byrjar hjá djákn- anum í Brattahlíð, Lars Motz- feldt, sagði Meldgaard, grann- ur, 'ljóshærður maður, læpt fertugur, um leið og hann kveikti í pípu sinni. Það átti að byggja heimavistarskóla í Brattahlíð, og Motzfeldt hafði valið honum stað á dálítilli bungu, rétt innan við lækinn, sem rennur gegnum byggðar- lagið, beint niður af húsi sínu. „Hér á skólinn að vera“, sagði Motzfeldt — „hérna verður fallegast að horfa á hann utan af firðinum". Og svo byrjuðu þeir að grafa fyrir húsinu snemma í septem- ber. Þeir grófu einn dag, án þess að til tíðinda bæri. Og svo var það á öðrum degi, að Motzfeldt varð litið út um gluggann hjá sér til mannanna, sem unnu við gröftinn. Hann sá, að þeir höfðu fundið eitt- hvað. Þetta reyndust vera tvær hauskúpur. Þá stöðvaði Motzfeldt óðar gröftinn og valdi skólanum annan stað, Jafnvel fegurðarskynið varð að þoka um set fyrir helgi forn- leifanna. Nú hittist svo á, að N. O. Christensen, skrifstofustjóri í Græjjlandsráðuneytinu, var leifafræðingar væru þarna að störfum. Eg fékk 1 Gráthlérid- inga í vinnu, og við ‘áfófutti prófskurði, og brátt fundum við leifar gamalla torfveggja á þrjá vegu. Þarna kom í Ijós tóft, opin á móti vestri, þriggja metra breið og fjögurra til fimm metra löng. í undirstöðu torfgaflsins að austan var ofur lítið af grjóti. f vesturstafni hefur auðvitað verið timbur- þil. Þjóðhildarkirkja hefur snú ið dyrum í vestur eins og títt var um kirkjur á íslandi og Grænlandi frá upphafi vega. — En hvaða sönnun er fyrir því, að þetta hafi verið kirkja? spyr blaðamaðurinn. tímum norrænnar byggðar í Eiríksfirði. Yfirleitt eru fornar rústir á Grænlandi vel sýni- iegar. En þessi rúst var svo sigin í jörðu, að Poul Nörlund varð hennar ekki var, þótt hann leitaði fornra mannvirkja á þessum stað. Hún hlýtur þv: að vera mjög gömul. f öðru lagi eru rústirnar af þeirri stærð, sem vænta má um hina fyrstu kirkju á þess- um stað. Það er mjög trúlegt, að hún hafi verið lítil, svona viðlíka og lítið bænahús á ís- landi. Kannski liggur líka ) orðum sögunnar bending um það, að Þjóðhildarkirkja hafi verið harla lítil: „Það hús — Rétt eftir árið 1000, lík- lega þegar á fyrstu misserum eftir að Leifur heppni kom með hinn nýja sið til Græn- lands, og varla síðar en 1010. Líklegt er, að stóra kirkjan, sem hinar gamalþekktu rústir eru af, hafi verið byggð á tíma bilinu 1200—1250, en undir þeim eru sennilega rústir minni kirkju, sem er eldri. Eg trúi því, að kirkjan hafi verið færð á þann stað, þegar Eirík ur rauði var fallinn frá og kristni var farin að festast í sessi — gæti ímyndað mér, að önnur kristna kynslóðin í Brattahlíð hafi byggt þar kirkju svona um 1040—1050 Annars getur komið í ljós, hvað hinar nýfundnu rústir eru gamlar. Austurgaflinn hef ur fallið út, og undir rofi úr honum fann ég dálítið af kol- uðum viði. Inni í tóftinni fann ég líka mola af hálfbrunnum viði. Með mælingum á geisla- magni kolefnis 14 má ákvarða aldur þessara mola með þeirri nákvæmni, að ekki 'skakki nema fjörutíu árum til eða frá. — Hvar bjugguð þér í Bratta hlíð meðan þessar rannsóknir fóru fram? — Hjá djáknanum, Lars Motzfeldt. Eg sá nöfnin ykkar fslendinganna, sem voruð þar í sumar, í gestabókinni hans, og hann hafði líka til sýnis Reykjavíkurblöð með greinum og myndum frá Brattahlíg og Görðum. — Fylgdist fólkið í byggð- inni ekki af áhuga með rann- sóknunum? — Jú. Eiríkur rauði Frede- riksen kom til dæmis oft til okkar til þess að horfa á vinnu brögðin Eg veit ekki, hvort hann kann að hafa séð þarna í einhverri gröfinni bein nafna síps. En gera má ráð fyrir, að þarna hafi fyrsta kristna kyn- slóðin verið jörðuð, þar á me? al Þjóðhildur sjálf og Leifur Uppdráttur af Brattahlíð viS EiríksfjörS. ÞjóShild? i ia ar þar, sem krossinn er dreginn, en. hinar gamalkunnu kirkjurústir eru ferhyrningurinn við tæ Eiríks. Yngri bærinn utan ár er gangabær, sem ætlað er, að sé frá um 1400.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.