Tíminn - 29.09.1961, Síða 11
TjjM IN N, fösiudaginn 29. september 1961,
11
Kvöldrabb við Jón Þorsteinsson
þríhjólasmið og bjórsafnara.
Margvíslegt er það sem menn taka sér fyrir hendur að
safna. Þorri íslendinga sem komnir eru til vits og ára safna -
bókum í smáum eða stórum stíl. Hér úir og grúir af frí-.
merkjasöfnurum. Myntsafnarar eru fjölmargir, og svo eru
þeir sem safna venjulegum f jármunum. Einhvers staðar hefur ;
líka verið minnzt á söfnun andlegra fjársjóða. Að óreyndu
skal ekki fortekið að slíkir safnarar séu til. En um aðra veru-
lega fágæta söfnun heyrist sjaldan hér. Það er til dæmis
ekki í frásögur fært að íslendingar hafi safnað kvenfólki
með þeim hætti sem tíðkast í öðrum heimshlutum, ef nokkrir
mormónar eru frátaldir. En safnarar láta stundum lítið yfir
sér og flíka því ekki við hvern sem er hverju þeir eru að
safna.
Þó höfum við nýlega frétt um |
Reykvíking, sem hefur lagt fyrir,
sig fágæta söfnun. Hann safnar
bjórflöskum. Og hvað um það. Hér
eru margir flöskusafnarar. En mað
urinn er ekki venjulegur flösku-
kall. Hann safnar bjórflöskum með
hettum og innihaldi. Hann opnar
ekki flöskurnar. Drekkur ekki
bjórinn. I
Maðurinn er Jón Þorsteinsson,
bófastur á Lindargötu 56, áður bif-1
reiðarstjóri að atvinnu, en rekur
nú þríhjólaverkstæði í skúr á bak1
við hús sitt.
Við hringdum til Jóns, þegar við
heyrðum um uppátæki hans, og
spurðum hvort við mættum lita á j
safnið. Það var auðsótt af hans'
hálfu. Um kvöldið löbbuðum við
heim til Jóns og sættum lagi að
komast milli skúra.
Jón bauð okkur til stofu. Hannj
benti glottandi inní hornið við inn-
ganginn. Og sjá: Þar var bjórflösk-,
um og dollum raðað í hillur frá
gólfi og meira en miðja vegu til
lofts.
— Hundrað þrjátíu og sex teg-
undir, sagði Jón. Allar fullar. Eng-
in hefur verið tekin upp.
Við horfðum á Jón nokkuð efa-
blandnir.
— Nei, bætti hann við og hristi
höfuðið. Eg snerti þá ekki. Eg
horfi bara á þá ef ég er þunnur.
Kona Jóns, frú Ingigeiður Hall-
grímsdóttir, henti gaman að þess-
um samræðum.
— Einu sinni hef ég nú séð þig
liorfa nokkuð fast á þá, sagði hún (
stríðnislega við mann sinn.
— En þegar gestir koma.
Hvernig horfa þeir? \l
— Ja, sumir, þeir verða næst-i
um voteygir. Það eru margir hissa
á þessu. Sérstaklega karlmenn-
irnir, að hann skuli stilla sig um(
að drekka safnið.
— En þú afneitar ekki bjór til
að drekka hann? spurðum við bjór- (
safnarann.
— Nei, alls ekki. Eg drekk hann
ef ég er viss um að fá sömu teg-
undir aftur í safnið. Carlsberg til
dæmis. Hann fæst alltaf.
— Þeir hafa nokkrir byrjað að
safna, sem hafa séð þetta hjá
okkur, sagði frúin.
— Hvernig gengur þeim?
— Eg er hrædd um að sumir
skipti um vökva í flöskunum.
— Og þá er þetta ekkert safn eða
hvað?
— Nei, auðvitað ekki. Þá er það
bara tómar flöskur, sögðu hjónin.
— Eg hét því nú að drekka
þetta á fimmtugsafmælinu mínu,
sagði Jón. — Svo tímdi ég því
íkki. i
— Hvenær fórstu að safna?
— Fyrir hálfu þriðja ári. Þetta
er farið að aukast án þess ég geri
neitt til þess. Það eru margir sem
vita af þessu. Þeir skjóta til mín
flösku, ef þeir komast yfir sjald-;
gæfar tegundir.
— Hvað er þetta frá mörgum
löndum?
— Það er frá þrjátíu löndum,
um það bil. Mest frá Danmörku.
Þarna sérðu yfir þrjátíu tegundir
danskar. Og þarna er kong Christ-
ian í efstu hillunni að vernda
danska bjórinn.
Jón bendir á eirmynd Kristjáns
konungs tíunda. Bakvið hann eru
raðir af Carlsberg og fleiri dönsk-
um tegundum.
— Þarna sérðu Dortmunder sem !
Danir eru mjög hrifnir af. Það
þykir þeim fínn drykkur. Og hér
er gamli Carlsberg, sem allir eldri — Þessi heitir Hatuey. Hann — Það er fyrirtaksdrykkur.
fslendingar kannast við. Það var er frá Kúbu. — Svo er hér gamli — Ertu með honum eða á móti
aðalölið hér í gamla daga. Miðinn íslenzki bjórinn frá Tómasi. Það honum á markað?
á flöskunni er alveg eins og skiltin er ár síðan hætt var að framleiða — Maður veit ekki hvemig það
sem voru hér á öllum verzlunar- hann. Export Beer, eða Egill mundi taka sig út. Unglingarnir
sterki er heldur ekki framleiddur. hér drukku ekki Carlsberg meðan
sjaldgæfasta teg-; Polar Beer er kominn í staðinn. hann var seldur. Þá höfðu þeir
Innihaldið er það sama. Það eru heldur ekki peninga eins og nú.
nöfnin og miðarnir sem breytast. En ég get heldur ekki séð að
flösku með — Hvernig bragðast þér sterki sterkt öl sé barnadrykkur í ná-
Jón Þorsteinsson og bjórarnir hans. (Ljósm.: Tíminn, G.E.)
stöðum.
— Hver er
undin?
— Líklega þessi.
Jón dregur fram
gylltum miða og mynd af Indíána. íslenzki bjórinn?
grannalöndunum. Við hjónin höf-
um ferðazt talsvert um Norður-
! löndin, Þýzkaland og Bretland.
Þar hafa þeir bjórinn sterkan.
— Það er kannski ekkert sálu-
hjálparatriði fyrir þig hvort við
fáum sterkan bjór eða ekki?
— Langt því frá.
— Þá ættirðu að lofa okkur að
taka mynd af þér.
— Mynd, til hvers?
— Skreyta viðtalið.
— Nei, askotinn. Þá verð ég að
fara í annan galla.
Jón snarast inní eldhús en birt-
ist að vörmu spori aftur með háls-
tau og kominn í jakka.
— Hvar á ég þá að vera? spyr
hann.
— Hjá safninu, auðvitað.
Við tölum utanað því við frúna
að vera með á myndinni, en hún
segir þetta sé Jóns safn en ekki
hennar.
— Eg þurrka rykið af flöskun-
um, bætir hún við.
— Eg vildi gjarnan háfa Tomma
í ölgerðinni mér til annarrar
handar, segir Jón.
Ljósmyndarinn mundar vélarn-
ar.
— Já, og Pétur, Pétur sterka,
og Freymóð og Gunnar Dal hinum
megin. Jón heldur áfram að telja
upp með hverjum hann vildi láta
mynda sig.
Svo þökkum við fyrir móttök-
urnar og kaffi sem við höfum
drukkið. Jón sýnir okkur verk-
Stæðið um leið og við förum. Þar
smíðar hann og gerir upp þríhjól.
Efniviðurinn er brak úr gömlum
hjólum sem finnst á öskuhaugun-
um. Jón smíðar náin, öxlana og
teinar hjólin þannig að hægt er
að gera við þau í stað þess að
kasta þeim.
— Betra en nýtt, segir hann.
Á leiðinni niðurí Edduhús vor-
um við að tala um þann bísnis
; sem hægt er að hafa af öskuhaug-
unum. — B. Ó.
Blaðburður
Tímann vantar ungling eða eJdri mann til að bera
blaðið til kaupenda í VESTURBÆNUM.
Afgreiðsla TÍMANS.
Og hér er gamli Carlsberg.
„HORFI fl M EF
ÉG ER ÞUNNUR"