Tíminn - 03.10.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.10.1961, Blaðsíða 5
TfMINN, Þriðjudaginn 3. október 1961, 5 <9 Otgetandi. FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastióri: Tómas Axnason Rit stjórar Þórarinn ÞórarmssoD (ábj, André? Kristjánsson .lón Helgason Fuiitrúj rit stjórnar Tómas Karlsson Augiýsinga stjórl Egill Bjarnason - Skrifstofu; i Eddubúsinu - Simar 18300- 18305 Auglýsingasimi 19523 Aigreiðslusimi 12323 — PrentsmiðjaD Edda bi Vegið að bændum Greinargerð Stéttarsambands bænda, sem birtist hér í blaSinu á laugardaginn var, leiðir það glöggt í ljós, að stórlega hefur verið hallað á bændur í úrskurði meiri hluta yfirnefndar (fulltrúi neytenda og hagstofustjóri), um grundvöll búvöruverðsins. Þessu til frekari áréttingar skulu nefnd nokkur dæmi úr greinargerð Stéttarsambandsins: \ Meirihluti yfirnefndar fellir alvecj niður fyrningu útihúsa, og lækkar þannig fyrningarliðinn um 4500 kr. Mesrihluti yfirnefndar lækkar verulega eigið fé bónda í búrekstrinum, og lækkar síðan vexti af þessu fé úr 5% í 3!/2%. Þetta lækkar vaxtaliðinn um 6800 kr. Meirihluti yfirnefndar hefur aukið afurðamagn bús- ins frá því, sem framleiðendur telja rétt og rök verða færð fyrir. Þannig er kjöt eftir fóðraða kind hækkað úr 14.68 kg. í 15.3 kg. og ull úr 1.7 kg. í 2 kg. Kartöflur voru hækkaðar úr 10 tn. í 15 tn. Tekjur af aukabúgrein- um voru hækkaðar úr 2.700 kr. í 10.900 kr. Með því þannig annars vegar að fella niður fyrningu útihúsa og lækka eigið fé bónda í búrekstrinum og vexti af því, og hins vegar með því að auka afurðamagn búsins úr því, sem eðlilegt getur talizt, þá tekst meirihluta yfir- nefndar að koma því þannig fyrir, að hækkun á búvöru- verði til bænda verður ekki nema tæpur helmingur þeirr- ar hækkunar, sem orðið hefði, ef rökstuddar tillögur full- trúa framleiðenda í sexmanna nefndinni hefðu fengið að standa. Þessi úrskurður yfirnefndar er bændum því hinn óhagstæðasti og hlýtur að hafa hin óheppilegustu áhrif fyrir landbúnaðinn, ef hann verður látinn standa. Það er nú verkefni bændasamtakanna að ræða um og ákveða, hvernig brugðist skuli við þeim vanda, sem hér hefur skapazt. Meðal annars hljóta þau að taka til athug- unar, hvort rétt sé að una því verðlagningarkerfi, sem nú hefur jafn hrapalega brugðizt þeim, og hvernig tjón það verður helzt bætt, sem hljótast mun af framangreindum úrskurði, ef hann er látinn standa. Bændur þurfa að mæta þessum vanda með einbeitni og samheldni. Annars er hætt við því, að haldið verði áfram að ganga á hlut þeirra meira en þó þegar er orðið. Utlendíngar og íslenzkur fiskiðnaður Það er auðséð á ummælum „Fishing News“ í Bret- landi, sem hér hafa verið rakin í blaðinu, að einhverjum, sem hjá því blaði ráða húsum, hefur dottið í hug að troða brezkum auðhringum inn í fiskiðnaðinn hér á landi og ná þannig tökum á íslenzkum sjávarútvegi. Gefið er einnig í skyn í hlaðinu, að í fleiri löndum séu uppi hliðstæðar ráðagerðir. Enn fremur að ráðamönnum á íslandi muni líka þetta vel. Því verður þó ekki trúað, að erlenda blaðið hafi rétt fyrir sér í því. íslendingum er lífsnauðsyn að reka fiskiðnað sinn sjálfir og má blátt áfram ekki koma til mála, að útlend- ingar verði látnir við honum taka. Okkur er i lófa lagið, að efla þann iðnað svo sem nauðsyn krefur af eigin ramm- leik og með lánsfé, ef þarf, eins og gert hefur verið. Þetta þarf að koma skýrt fram frá forráðamönnum landsins og málgögnum flokkanna, svo fyrirfram sé girt fyrir hvimleiða ágengni í þessum efnum. f ) ? > t ) ) ) / / t / / 1 / / / ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ? ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) t ) ) j ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) / t ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) t ) ) ) ) Fólk, sem talað er um KENNEDY forseti tilkynnti í seinustu viku, ag' hann hefði ákveðið að láta John Alex McCone leysa Allan Dulles af hólmi sem yfirmann banda- rísku leyniþjónustunnar. McCone er 59 ára gamall, kominn af skozkum og írskum ættum. Ættfeður hans stofn- uðu stálsmiðju i Nevada fyrir meira en hundrað árum. Eftir að McCone hafði lokið verk- fræðinámi, gerðist hann strax starfsmaður við fyrirtæki ætt arinnar og færði þau út á flest- um sviðum. Á stríðsárunum lét hann skipabyggingar eink- um til sín taka og byggðu fyrir tæki hans um 500 skip í Kali- forniu á þeim árum. Hann gerð ist jafnframt umsvifamikill á fleiri sviðum og hefur á und- anförnum árum verig formað- ur í fjölmörgum stórfyrirtækj um í Kaliforniu, m.a. flugfé- lögunum. McCone hefur alltaf verið republikani og mikill stuðnings maður Nixons. Þó var hann um skeið aðstoðarflugmálaráð- herra í stjórn Trumans. Árið 1958 skipaði Eisenhower hann formann í kjarnorkunefnd Bandaríkjanna. Þar ávann hann sér traust beggja flo’kkanna og má rekja til þess, að hann hef ur nú verið1 ráðinn eftirmaður Dulles. McCone er sagður mikill starfsmaður, ákveðinn, en þó góður samningamaður. Hann er kvæntur, en barnlaus. KUNNUGIR telja, að annar valdamesti maður Austur-Þýzka lands, næst Ulbricht, s'é Willi Stoph. Hann er 47 ára gamall og vann sem járnsmiður í Ber- lín á stríðsárunum. Hann hef- ur gegnt mörgum valdamikl- um embættum, þar sem mikið hefur þótt reyna á, og stöðugt hækkað í tign. Hann lét nýlega af störfum varnarmálaráðherra og fékk þá það verkefni að samræma störf ríkisstjórnar- innar og flokksstjórnar komm- únista. Hann þykir harður í hom ag taka og snjall skipu- leggjari. ENN ER margt á huldu um byltinguna í Sýrlandi. Líklegt FrRmhald á 15 ' síðu Willi Stoph Mamoun Kuzbari Kennedy, Dulles og McCone

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.