Tíminn - 03.10.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.10.1961, Blaðsíða 6
6 TÍ MIN N, ÞriSjudaginn 3. október 1961. IVI I N N I N G: Þorsteinn Loftsson vélfrætSiráftunautur Útför Þorsteins Loftssonar vél- fræðiráðunauts Fiskifélags íslands er gerð í dag frá Dómkirkjunni í Reykjavík, en hann lézt eftir stutta legu í Landsspítalanum 26. september Sl. Þorsteinn var Árnesingur að ætt, fæddur að Krossi í Ölfusi 14. nóvember 1890. Foreldrar hans voru Loftur Þorsteinsson, bóndi þar og síðar sjómaður í Reykjavík og kona hans Gróa Gottskálksdóttir frá Reykjum í Ölfusi. Þótt Þorsteinn ætti skemmst ævi dvöl í Ölfusi, mátti glöggt á máli hans merkja, að hon um var Ijúft að hugsa til æsku- byggðar sinnar og ættmenna aust an heiðar. Þorsteinn Loftsson fermdist sama árið og íslendingar hlutu heimastjórn. Skeiðið, sem þjóði-n hefur síðan runnið, er tími mik- illa tíðinda og fagnandi. Á þeirri rösku hálfu öld, sem síðan er liðin, hefur hún ekki einungis setzt á bekk með fullvalda ríkj- um, heldur jafnframt vaxið upp úr þeim serk, er hún hafði nálega borið allar aldir frá upphafi sínu; og var símerktur vanefnum og verkmenningarskorti. Kenna má minni mun en er á spík og sláttuvél, árablaði og dieselvél, rafljósinu á lampanum okkar og týrunni á kolukveikn- um. En þrátt fyrir þessi breiðu og miklu skil, er tíminn ótrúlega skammur frá umskiptunum. Mað- ur nærri veigrar sér við að segja frá því sem staðreynd, ag ekki er nema öld liðin, síðan orfhólk- urinn leysti ljábandið af hólmi, og það þótti vert að greina frá því í blöðum sem tákni um þró- un í verkmenningu á íslandi. Eða mætti ekki ætla allt að því eins ýkjuborið, að miðaldra menn skuli geta sagt frá því með sanni, að þeir hafi tekið í hönd sláttu- mannanna, er fyrstir báru skozka ljáinn í íslenzka túnkargann. Þor- steinn Loftsson var orðinn tólf ára, þegar fyrst var sett vél í ís- lenzkan fiskibát, sexæringsfleytu ,v.,Mvyv.w.wmv.vAv.wwMW.v.vm%v.i MINNING: Guðjón Kr. Ólafsson bóndi á Ölvaldsstöftum F. 30. júní 1920 — D. 19. september 1961. f lotning drúpa byggðir Borgarfjarðar, sem blær um vanga þýtur harmafregn, í fullum blóma fallinn er til jarðar flestum þar efra betri búandþegn. Það dregur fyrir sól, og daggarúði af djúpum harmi vætir feðragrund, að hausti fölna blóm og byggðaskrúði, og bjartar nætur verða liðin stund. Þú áttir vonir, æskudrauma bjarta og öllum réttir glaður hjálparhönd, þvi lipurmennskan lá þér efst á hjarta af léttu hjali tengdust vinabönd. f öllum störfum þitt var mark og miðið að mega gleðja, engan sakandi, og þegar dauðinn opnar sjónarsviðið, er sætust minning ofar vakandi. Það er svo vont að bæla tregatárin og taka því, sem snöggt að höndum ber, en drottins miskunn græðir sviðasárin og sínum örmum vefur alla hér. í dýpstum harmi götur allar greiðir, svo gleðin stígur upp af hjartans sorg, og þó að myrkur hylji lönd og leiðir er ljós í stafni. Drottins friðarborg. Þér guðshönd bendir heim um Ijóssins lendur að logagylltri hallar súlnaborg, og svifið létta ótal englahendur við unað slíkan hverfur jarðnesk sorg. Þá er á enda runiíin nóttin nauða, þið nístir ekki lengur dauðans él. Við hittumst aftur handan grafardauða í herrans nafni, vinur, farðu vel. Valdimar Guðmundsson. vestur á fjörðum. Lengra er ekki um liðið, siðan langþreyttir barn ingsmenn sannreyndu að komast mátti á og af miði án ára og segla. Allt er þetta deili úr framþró- unarsögu þjóðarinnar sfðustu ára- tugina. Margar hendur hafa átt hlut í raunveru hennar og enn fleiri orðið til þess að styðja að framhaldi hennar og auka við nýj um þáttum, unz við blasir, sem nú má sjá í byggð og bæ, á sæ og í lofti. Einn þeirra manna, sem eiga hér hlut að máli með eilítið öðrum hætti en gengur og gerist, er Þorsteinn Loftsson. Hann lærði járnsmíði og lauk því námi 1915. Meðan hann var í iðnskóla, hlaut hann tvívegis verðlaun fyrir námsafrek og var það talið fátítt. Þegar Vélstjóra skólinn var stofnaður, 1916, sett- ist Þorsteinn í fyrsta bekk og út- skrifaðist þaðan vorið 1917. Næstu •níu árin var hann vélstjóri á ís- lenzkum skipum, sem ýmist voru í eigu Eimskjpafél. íslands eða á vegum ríkisins. Með fullveldissamningnum 1918 var gert ráð fyrir því, að íslend- ingar tækju í sínar hendur gæzlu landhelginnar, þótt svo um semd ist, að Danir aðstoðuðu f því efni j um sinn. Nokkur bið varð á því,; að landsmenn eignuðust gott og hraðskreytt skip til gæzlunnar. j Þór og Óð'inn voru að vísu mikil; skip miðað við vélbátana. sem lengst af hafði verið notazt við samhliða dönsku varðskipunum, en ganghraði þeirra var f minnsta lagi og auk þess voru þau dýr í rekstri. Það er fyrst með komu Ægis árið 1929, að við fáúrn til gæzlunnar skip, sem samsvaraðif kröfum tímans. Ægir var að því leyti nýjung í skipastólnum ís- lenzka, að í honum var dieselvél. En enn þótti kunnátta landsmanna ekki meiri á vélum en svo, að ráðslagað var um. að fá danskan vélfræðing til þess að vera yfir-j vélstjóra á nýja varðskipinu. Með-j an á þessu stóð atvikaðist svo, að skip það, sem Þorsteinn var þá á, kom til viðgerðar f skipa- og vélsmíðastöð Burmeister og Wain í Kaupmannahöfn, en þar var Ægir þá í smíðum. Hinir dönsku vélfræðingar kynntust Þorsteini og töldu sig marka það á kunn- áttu hans og verkhæfni, að úr- skeiðis væri fyrir fslendinga að | leita til Dana með yfirvélstjóra J á Ægi. ef honum væri gefinn kost • ur á þjálfun í meðferð diesélvéla.; Fengu ráðamenn hér heima boð um þessar ráðleggingar Dana og var þeim hlýtt. Þorstéinn brást ekki þeim vanda, sem í því var fólginn að stjórna fyrstu dieselvél í íslenzku skipi, né heldur að þjálfa vel og leið- beina þeim mönnum sem með hon um völdust til þessa starfs. Síðan þetta gerðist eru að vísu ekki liðnir nema röskir þrír áratugir, en eigi að síður hefur sú breyting á orðið, að allur íslenzki skipa- flotinn er búinn dieselvélum, þeg; ar undan eru skildir eimtogararn j ir. Lengi býr að fyrstu gerð. En sagan af forustuhlutverki Þor- steins Loftssonar í þessari bylt ingu. er engan vcginn þar með öli; sögð. Árið 1931 réðst Þorsteinn til Fiskifélags íslands sem vélfræði- ráðunautur og jafnframt til þess að stjórna kennslu í vélfræði á vegum félagsins í Reykjavík. Fé lagið hafði þá nýverið eignazt veg- legt hús miðsvæðis í bænum og í því var salur ætlaður fyrir verk- lega mótorkennslu. Síðan stýrði Þorsteinn mótornámskeiðum Fiski félagsins í Reykjavík og kenndi þar mótorfræði fram tii þessa. (TTramhalr1 ó oftn \ Góð stofa með innbyggðum skápum, móti suðri á hitaveitusvæði á Melunum, er til leigu fyr- ir reglusaman mann. Enn fremur bílskúr á sama stað. Upplýsingar í síma 12954. Frímerki Óska eftir að kaupa Evrópu- sett 1960 og 1961. Kaupum einnig ný og notuð íslenzk frímerki. FRÍMERKJASTOFAN Vesturgötu 14 sími 24644 Húseigendur Gen við og stilli olíukynd- ingartæki. Viðgerðir á alls konar heimilistækjum. Ný- smíði Látið fagmann ann- ast verkið Sími 24912 og 34449 eftir kl 5 siðd. Fimm tonna Austin í góðu standi. Selst ódýrt. Skipti á fólksbíl koma til greina. Upplýsingar í síma 36369. Til sölu Húseign mín, Suðurgata 88, Akranesi, er til sölu nú þeg- ar, ef viðunandi tilboð fæst. Nánari upplýsingar gefur Hannes Jónasson. Sími 292. .•■x.«gx.«~x.*',x,« -x- Barngóð stúlka óskast til heimilisstarfa. Öll nýtízku þægindi. Upplýs- ingar í síma 24201. Stúlkur Ungur bóndi óskar eftir stúlku. í sveit. Má hafa með sér 1—2 börn. Uppl. í síma 37287. ÞAKKARAVÖRP Þökkum innilega auðsýnda samúð viS andlát og jarSarför mannsins mins og föSur okkar, Guðjóns K. Ólafssonar, ÖlvaldsstöSum. Sérstakar þakkir færum viS séra Leó Júlíussyni, Borgarnessöfn- uSi og sveitungum fyrir ómetanlega aSstoS. Margrét Ágústsdóttir og börn. Börnum mínum, tengdabörnum, barnabörnum, barnabarnabörnum og öllum vinum sem glöddu mig með stórkostlegum gjöfum, blómum, skeytum og heimsóknum á sjötugsafmæli mínu þakka ég af heilum hug og bið guð að blessa vkkur öll. Margrét Sigfúsdóttir. Þórunn E. Hafstein sýslumannsekkja. andaSIst sunnudaginn 1. okt. í Bæjarsjúkrahúsinu. \ Vandamenn. Þökkum innilega auSsýnda vináttu og samúS viS andlát og útför sonar okkar, Ingólfs Vignis. HafnarfirSi, 1. október 1961. Rósa Ingólfsdóttir GuSmundur í. Guðmundsson. BróSir okkar, Guðjón Jónsson, bóndi á Búrfelli I MiSfirSi, sem lézt í Landsspítalanum 23. f. m„ verSur jarSsunginn aS Melstað laugardaginn 7. okt. Húskveðja heima á Búrfelll sama dag, stund- víslega kl. 2 e.h. Kveðjuathöfn verSur r Fossvogskirkju í Reykjavík, fimmtudaginn 5. okt. kl. 10,30. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim, scm vildu minnast hans er bent á Elliheimilið á Hvammstanga. Systkinln. Faðir okkar og tengdafaðir Aage M. C. Frederiksen, vé'stjóri, andaðist í Elliheimiiinu Grund, aðfaranótt 1. þ. m. Börn og tengdadætur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.