Tíminn - 03.10.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.10.1961, Blaðsíða 13
T f MI N N, Þriðjudaginn 3. október 1961. i3 Áksturskeppnin Framhald af 9. síðu. maður er orðinn kalkaður! — Hvernig gekk þér á Melun- um? — Ja, það var nú eitt af því, sem ég búmmaði á, held ég. Þar voru kubbar í hxing, sem maður átti að fella með því að spyrna í þá hægra framhjólinu. Mig vant aði einn. Annars var það verst, þetta teo- riska, þessar spurningar, sem þeir lögðu fyrir mann. Eins og hvað sleftog ætti að vera langt, og þess háttar. Annars held ég, að þeir hafi að mestu gert þetta til þess að leiða huga manns frá öðru. Þeir voru að þessu þarna neðst í Kirkju garðsstígnum. Þar létu þeir mann stoppa og drepa á og allt og svara nokkrum spurningum. Svo þegar við fórum af stað aftur, mundi ég eftir því að ég hafði séð kassa þarna á götunni. Eg spurði leið- sögumanninn, til hvers hann hefði verið, og hann sagði mér að þeir hefðu sett hann fyrir aftan bílinn, til þess að athuga hvað hann rynni aftur á bak. — En hvernig gekk í sandhrúg- unni? — 0, hann spólaði eitthvað. Boltinn skoppaði milli hjólanna Rétt í þessu er kunningi minn,' Theodór Jónsson að koma í mark, á R-10546. Hann hefur að því leyti sérstöðu í þessari keppni, að hann er lamaður fyrir neðan mitti, og verður því að nota hendurnar til þeirra hluta, sem aðrir bílstjórar hafa fæturna. Eg sezt inn í bíl hjá honum og tek að spjalla við hann. — Hvernig gekk þér í gegnum hliðin þarna upp frá? — Eg felldi ekkert. Eg bara gaf og var víst kominn á 40, þegar ég kom í gegn! — En hvernig fór með brúð- una? — Eg stoppaði meter frá henni. — En boltann? — Hann skoppaði einhvers stað ar milli hjólanna. — En á Melunum? T. d. í bíl- skúrinn? — Ágætlega, tókst það í fyrstu tilraun og kom hvergi við. — En í sandbingnum? — Þar mátti ekki spóla, eða hvað? — Nei. — Eg held, að hann hafi ekk- ert spólað. Eg er á snjódekkjum. — En hvernig tókst þér að á- ætla hraðann upp að Smálöndum? — Ég veit það ekki, en ég var nákvæmlega 9 mínútur. — Þag er rétt. 40 km. meðal- hraði þangað á að vera sléttar 9 mínútur. — Hæ! Teddi kallar í sjcátann, sem leiðbeindi honum. — Heyr- irðu það? Þeir segja, a5 9 mínútur sé nákvæmlega réttur tími upp að Smálöndum! — Fínt, segir skátinn, og veifar glaðlega um leið og hann fer. — Hvernig gekk þér að bakka þarna uppi hjá Toppstöð? — Mér gekk vel að aka áfram eftir plankanum, en djöfullega að, bakka. Ég held ,að ég hafi komið einu sinni eða tvisvar upp á plank ann. Það er ekki nógu gott að gera kúnstir við að bakka, þegar maður þarf að stjórna kúpling- unni, bremsunni og stýrinu með höndunum, öllu í einu. En það gekk fínt að parkera. — En hvernig fór með kubb- ana, sem þú áttir að fella með framhjólunum? — 0, þeir stóðu eftir sem áður. — Varstu ekki óstyrkur? — Nei, ekki hót. Þegar við förum pkkar leið, rennir einn keppandinn enn þá upp að endamarkinu, dragandi öll hjól — og auðvitað fór hann langt yfir. sh MINNING: (Framhald aí ö slðu > Nær því jafnlengi kenndi hann vélfræði í Stýrimannaskólanum. Hann sá einnig frá upphafi um mótorfræðikennslu í bréfaskóla Sambands ísl. Samvinnufélaga. Sú eina kennslubók á íslenzku í mót- orfræði, sem nú er notuð, er sam in af honum. Einnig liggur eftir | hann fjöldi greina urn vélfræði- efni, þýddar og frumsamdar. Sam- tímis kennslunni annaðist Þor- steinn margvísleg leiðbeiningar- ; störf í sambandi við vélar og báta, í senn þýðingarmikil og ómetan- leg. Nemendahópur Þorsteins Lofts- sonar er orðinn fjölmennur og vart mun sú veiðistöð í landinu að ekki megi þar fyrirhitta ein- hvern lærisvein hans, enda hafa fleiri vélstjórar á íslenzka fiski- skipaflotanum notið kennslu hans en nokkurs annars manns. Ekki leikur á tvennu, að á vélstjórum hvílir mikil ábyrgð í starfi, þeim er ekki einungis trúað fyrir mikl- um verðmætum, heldur jafnframt lífi félaga sinna eigi síður en skip stjóranum. Þetta duldist Þorsteini engan veginn og bar öll kennsla : hans og leiðbeiningar þess ljósan ! vott. Hann var fjörmikill, skemmti I legur og áhugasamur kennari, j enda nemendum sínum kær, gerði I sér far um að fylgjast með störf- ; um þeirra, eftir að þeir voru frá honum horfnir og ætíð fús til að , greiða úr vandkvæðum í fagi i þeirra, þá er þeir leituðu á hans j fund. Eg er reyndar ekki einn úr nemendahóp hans, en samkerin- ; arar vorum við í tvo áratugi, og þótt ég beri lítil kennsl á mótora,; gat með engu móti farið fram hjá j mér, hvílíkur maður Þorsteinn var í starfi sínu né heldur ummæli; : lærisveina hans. Og þar sem hann j var blessunarlega laus við að grípa niður um verkefni óskyld starfi sínu, heldur beindi sér ó- skiptum og af alhug að þeirri sýsl j j an, sem hann hafði gengið á hönd, j hlaut honum að vinnast vel og verða mikið ágengt. Þorsteinn sat í sjó- og verzlun- ardómi Reykjavíkur í 20 ár og í j siglingadómi frá stofnun hans 1947. Einnig vann hann mikið fyr ir starfsbræður sína í Vélstjóra- félagi íslands. Sat í stjórn félags- ins 1920—’26 og var ritstjóri Vél- stjóraritsins 1936—’43. Þorsteinn kvæntist árið 1923, eftirlifandi konu sinni, Pálínu Vig fúsdóttur frá Kálfárvöllum í Stað arsveit. Þeim varð þriggja barna auðið: Loftur, verkfræðingur, Sól veig, skrifstofustúlka í Kaupm.- höfn og Leifur, sem stundar nám við Hafnarháskóla. Þorsteinn Loftsson var ekki ein ungis drengilegur yfirlitum, held-, ur jafnframt í öllum háttum. Það 1 var hressandi að starfa með hon-| um, hann var maður glaður og, góðviljaður, er í engum hlut vildi j vamm sitt vita, og átti þá ósk heitasta að geta orðið þjóð sinni, að sem mestu og beztu liði, al- veg án tillits til þ'ess, hvort hann alheimti daglaun að kvöldi. Um leið og ég í samfylgdarlok. þekka honum löng kynni og góð, j óska ég Pálínu konu hans og börn j um þeirra hjóna velfarnaðar í j bráð og lengd. L.K. fþróttir (Framhald af 12. síðu). því undanskildu, að Ragnar Jóns- son lék ekki með. KR-ingar höfðu talsverða yfir- burði í leiknum, og stuttur sam- leikur leikmannanna opnaði oft vörn Hafnfirðinga, en markskot KR-ingar voru slök og markvörð- ur Hafnfirðinga sýndi einnig góð an leik. Samleikur Hafnfirðinga var miklu lakari, og notuðu þeir mest langspyrnur fram völlinn og síðan var hlaupið. En þó fram- herjar Hafnfirðinga séu flestir fljótir koomust þeir þó litið áleið is gegn sterkri vörn KR — en þar sýndi Hörður Felixson mjög sterk an leik og maður skilur vel það hól, sem han nhlaut fyrir leik sinn í Englandi. Hann er nú í miklu meiri æfingu en fyrr í sumar. Reynir Þórðarson, hinn gamli landsliðsmaður úr Víkingi, sem ekki hefur leikið með KR-liðinu fyrr í sumar, skoraði fyrsta mark ið í leiknum um miðjan fyrri hálf leik með ágætu skoti. Reynir hafði áður fengið tvö tækifæri til að skora, en var óheppinn og renndi knettinum framhjá stöng í bæði skiptin, Reynir kom þó mjög á óvart í leiknum ,barðist af krafti sem miðherji og var einn bezti maður framlínunanr. í síðari hálfleik skoraði Gunnar Felixson annað mark KR, en hann fékk beztu tækifæri allra leik- manna til að skora, e nmisnotaði allt nema þetta eina, og var það ekki míkil uppskera. Eftir þennan leik eru Hafnfirð ingar nú úr keppninni, þar sem bikarkeppnin er útsláttarkeppni. Vissulega voru þeir óheppnir að mæta KR-ingum, því sá baráttu- vilji, sem þeir sýndu í þessum leik, hefði ef til vill nægt þeim til að sigra eitthvert annað lið í keppninni. Beztu menn liðsins voru þeir Albert og Einar Sigurðs son, sem nú lék miðvörð, auk markmannsins. Dómari í leiknum var Magnús Pétursson, Þrótti, og dæmdi vel. V.V.V.W.V.VAVAV.V.W.V.'.y.'.V.W.V.’.WAWAV KVÖLDSKEMMTUN Hallbjörg Skemmfir í Austurbæjarbíói annað kvöld, miðvikudaginn 4. þ. m. kl. 9 I •; Aðgöngumiðasala í Bókabúð Lárusar Blöndal, Vesturveri ": og í Austurbæjarbíói. I VARMA PLAST Þ Þorgrímsson & Co. Borgartúni 7. sími 22235 V.V.V.V.V.W.V.W.WAV V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V. Gagnfræðaskólinn í Kópavogi erður settur í Félagsheimili Kópavogs þriðjudag- nn 3. okt. kl. 3 síðdemc vém=:bækur verða af- ii'.-ntar sama dag. 3kólastjóri. V.W.VSWW.WiV.WAW.W.VVVVVW.W.W.'.VVWA v.vv.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.vv.v. Auglýsing um umsóknir um sérleyfi til fólksflutninga með bifreiðum. Samkvæmt lögum 42/1956, um skipulag á fólks- flutningum með bifreiðum, falla úr gildi, hinn 1. marz 1962, öll sérleyfi til fóksflutninga með bif- reiðum, sem veitt hafa verið fyrir yfirstandandi sérleyfistímabil, sem lýkur hinn 1. marz 1967. Ný sérleyfi til fólksflutninga með bifreiðum verða veitt frá 1. marz 1962 og skulu umsóknir um sér- ieyfi sendar póst- og símamálastjórninni eigi síðar en 30. nóv. 1961. í sérleyfisumsókn skal tilgreina: 1. Þá leið eða leiðir sem umsækjandi sækir um sérleyfi á. 2. Hve margar bifreiðar, hæfar til sérleyfisakst- urs, umsækjandinn hefur til umráða og skal tilgreina skrásetningarmerki þeirra og aldur. 3. Tölu sæta hverrar bifreiðar, með lýsingu á gerð og umbúnaði farþegabyrgis. Upplýsingar um einstakar sérleyfisleiðir, núgild- andi fargjöld, vegalengd og farþegafjölda gefur Umferðamálaskrifstofa póststjórnarinnar, Klappar- stíg 25 í Reykjavík, sími 19220. Póst- og símamálastjórnin, 30. sept. 1961. G. Briem / Bragi Kristjánsson. .W.W.W.VVWJWVW.VW.W.W.VVWW.V.VVWWW Sendisveinn óskast fyrir hádegi. OLÍUFÉLAGID H. F. Klapparstíg 37. Sími 24380. vvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvv.vv.vv Verkalýðsfélagið Esjan \ beldur aðalfund fimmtudaginn 5. okt. n. k. kl. 8.30 að Hlégarði. Stjórnin. .v.v.v.v.v.v .V.V.VV.W.V.’.W.W.W.V.VVV.W.W.W.V.WMWð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.