Tíminn - 03.10.1961, Blaðsíða 9
TÍMINN, Þriðjudaginn 3. október 1961.
9
Margt gert á Melunum
Á homi Þingholtsstrætis og
Bjargai'stígs er önnur leyniskytta,
og kastar gúmmíbolta fyrir keppn-
isbílana. Og áfram höldum við, út
Ingólfsstræti að Hallveigarstíg.
Þar eiga keppendur að leggja bíl-
unum á stæði, sem er afmarkað
með plönkum. Norður Bergstaða-;
stræti og upp Skólavörðustíg, nið-|
ur Njarðargötu. í Njarðargötunni
kemur bifreiðaeftirlitið aðvífandi
og skoðar bílana, ailt skal vera íj
iagi. Stöðvunarskyldan í Njarðar-
götunni er athuguð, og hægri;
beygja út á Hringbraut. Síðan ligg
ur leiðin rakleitt út á Melana. >ar
eru margvíslegar prófanir. Þar
eiga ökumenn að aka í hring og;
fella trékubba með framhjólunum,
þar eiga þeir að bakka í bílskúr,
sem er 20 cm víðari en bíllinn og
verða að vera í réttri fjar'lægð frá
bakveggnum, þegar þeir stanza,
þar eiga þeir að bakka með hægri
hjólin milli tveggja strika, sem
em 15 sentimetrar að innanmáli.
Og loks eiga þeir að nema staðar
með afturhjólin í sandhrúgu, og
taka af stað án þess að spóla. Við
spyrjum Ásbjörn, til hver's þessi
síðasta raun sé.
að komast hjá því, að einhver mis
tök verði.
— Hvað heitir þú, spyr ég unga.
manninn á Volkswagninum, því að!
ég sé að ijósmyndarinn er farinn
að skrúfa myndavélina framan í
hann.
— Kristinn Ragnarsson.
— Hvernig farið þið að því að;
gefa honum fyrir þessar þrautir?,
spyr ég Ásbjörn svo.
— Það er ekki hægt annað en
að gefa honum fullt fyrir, því að
þetta er alls ekki honum að kenna. j
— Jæja, eigum við ekki að halda
áfram? Ekki veitir okkur af tím-
anum.
Breitt yfir hraðamælinn
Af Melunum er farið út á Hring
brautina aftur, norður Suðurgötu
og upp Kirkjugarðsstíg. Þar er
reynt, hvort ökumenn geta tekið
af stað í brekku, án þess að bíl-j
arnir renni aftur á bak. Norður
Garðastræti, austur Vesturgötu,!
Hafnarstræti og Hverfisgötu, og
stillt svo til, að ökumenn koma að
rauðu ljósi við Snorrabrautina. j
Þar er athugað, hvernig þeir bregð
ast við ljósaskiptunum, einkum
gula ijósinu.
sem er hálf önnur lengd bílsins,
aka eftir mjóum planka, áfram
með bæði hægri hjólin og aftur
á bak með bæði vinstri hjólin, og
bakka svo með vinstra afturhjól
milli tveggja náinna strika, sem
liggja í hlykkjum út um planið.
Það er bíll frá Akranesi, sem er
næstur á dagskrá, þegar við kom-
um. Hann bakkar prýðisvel í bíla-
stæðið, ekur rétt eftir plankanum
bæði aftur á bak og áfram, en miss
ir tökin, þegar hann á að fara milli
strikanna. — Þetta er erfitt, segir
einhver. — Það hefur enginn haft
strikin nema kallinin á Benzán-
um. Hann fór þetta alveg rétt, og
það með þessi breiðu dekk.
Svigkeppni á bílum
— Nú langar mig að sjá Gest
gera þetta, gaspra ég við sjálfan
eftirlitsmanninn. Hann lítur á mig
og glottir, en svarar engu og kall-
ar á næsta bíl. Það er Kristinn á
Volkswagenbílnum. Honum mis-
tekst við plankann, en lagði þol-
anlega. Við bíðum ekki eftir að
sjá hann keppa við strikin, en
höldum beint niður að Skátaheim-
ilinu. Eftir eru að vísu nokkrar
þrautir hjá ökumönnum, en það er
strikanna. Hann leggur svo illa til
vinstri hjá mér. Eg leik mér að því
að fara í hring til hægri á bryggj-
unni heima, en ég verð alltaf að
bakka, þegar ég fer til vinstri.
— Hvernig gekk þér við brúð-
una?
— Eg var stoppaður, áður en
hún lenti á bílnum hjá mér. Þeir
köstuðu henni bara svo seint. Það
munaði engu, að þeir brytu fyrir
mér flaggstöngina, sem er fremst
á húddinu.
— En boltinn?
— Hann rann fyrir framan bíl-
inn.
— En á Melunum?
— Eg bakkaði bílskúrinn niður.
En ég held, að þeir hafi ekki dreg
ið það frá mér, því ég festi skyrtu
ermina mína í flautuhringnum, og
það svo rækilega að hún rifnaði.
— En hvernig heldurðu, að þú
hafir gizkað á réttan hraða upp
að Smálöndum?
— Það veit ég ekkert um, því
að þeir tóku af mér úrið líka, auk
þess sem þeir breiddu yfir hraða-
mælinn.
— Eg sá, að þú varst mjög
nærri því að stanza á strikinu.
Flestir hinna, sem ég hef séð,
GEIR ÞORSEINSS., sigurvogari:
— Bara að gá, hvort ég væri orð-
inn kalkaður.
á 26 kílómetra leið
— Það kemur oft fyrir, bæði í
hálkum á veturna, og drullupoll-
um á sumrin, að ökumenn stanza
þar sem erfitt er að taka af stað
nema ýta. Sé ökumaður einn í bíln
um getur þetta orðið óþægileg
stöðvun, en þá er að taka örlítið
áfram, sleppa svo kúplingunni og
láta renna aftur á bak, og gera
þetta nokkrum sinnum, og fá þann
ig ruggið til að ýta bílnum.
Annar fékk brúðuna
i
Þarna á Melunum snúum við
okkur að ungum manni á Volks-
v/agen, þátttakanda í keppninni,
og spyrjum:
— Hvernig gengur?
— Ágætlega.
— Hvernig gekk þér með brúð-
una?
— Eg vissi nú minnst af henni,
það var annar á undan mér, og
hann fékk hana.
— Svo þú hefur sloppið? |
— Já, alveg.
Þetta heyrði Ásbjörn, og kom
nú aðvífandi. — Hvað, sagði hann,!
— varstu ekki stöðvaður í Lækjarj
götunni?
— Nei. Eg var alveg á eftir,
næsta bíl á undan, hann keyrði
ekki nema á 10 alla leiðina.
— En stöðvaði ekki lögreglu-
vörðurinn í Lækjagötunni þig?
Þar á að vera lögregluvörður til
þess að jafna tímann á bílunum.
— Nei, við vorum ekkert stanz-
aðir í Lækjargötunni. Við sáum
þar lögregluþjón, en hann var svo
niðursokkinn í að ræða við ann-
an mann, að 'hann tók ekkert eftir
okkur.
— Þarna sjáið þið, sagði Ás-
björn og beindi máli sínu til blaða
nrannanna. — Það er ekki hægt
Inn við Shellstöð eru keppendur
stöðvaðir, og breitt yfir hraðamæl-
inn hjá þeim. Síðan er þeim sagt
að aka með 40 km meðalhraða upp
að Smálöndum. — Hvað eiga þeir
að vera lengi þangað? spyrjum
við. — Nákvæmlega 9 mínútur,
svarar Ásbjörn. — Þar er dregið
af þeim fyrir að vera fljótari, og
einnig fyrir að vera lengur.
„Með stafla af gjörðum"
Frá Smálöndum er farið upp yf-
ir Eggjarnar og niður Árbæjarholt
ið, meðfram fisktrönum, sem þar
eru. Á veginum er lúmsk gildra,
kolryðguð og saklaus tunnugjörð.
— Hér er athugað, hvort þeir fara
yfir gjörðina, segir Ásbjörn. — Eg
myndi taka hana og fleygja henni
út í móa, segi ég. — Þá er hún
sett upp á veginn aftur, svarar
hann. — Þá myndi ég setja hana
í skottið, segi ég. — Þá er bara
sett önnur, svarar Ásbjörn, —
þeir eru með stafla af gjörðum.
Við gatnamót Suðurlandsvegar
er komið fyrir umferðaör, til þess
að athuga hvort ökumenn þekki
gildi hennar. Og svo er farið niður
gamla Suðurlandsveginn og þvert
niður að Toppstöðinni við Elliða-
ár. í lausri brekku eru bílarnir
stöðvaðir og látnir taka af stað
aftur í brekkunni og dregið frá
þeim, sem spóla. Og svo komum
við að planinu við Toppstöðina.
Þar^ eru erfiðustu þrautirnar, seg-
ir Ásbjörn.
„Enginn nema kallinn
á Benzinum"
Hér ræður Gestur Ólafsson bif-
reiðaeftirlitsmaður rikjum. Og
þrautirnar, sem hér á að leysa af
hendi eru að bakka í bílastæði,
Ingvar Sigmundsson og E-61.
mest varðandi stefnuljós, hægri
beygjur og akre.inanotkun, en við
sleppum því og lítum heldur á
tvær síðustu þrautirnar. Það er
svigkeppni á Egilsgötunni — að
aka með nokkrum hraða gegnum
hlið, sem sett eru til hliðar hvert
við annað, líkt og í svigi á skíð-
um, og loks bremsuþrautin. Þá aka
keppendur gegnum tvö hlið, við
hið fyrra eiga þeir að vera á 40
km hraða, en síðan eiga þeir að
vera 6 sekúndur að hinu markinu,
og stanza með afturhjólin nákvæm
lega á miðlínu. Þetta reynir á
þekkingu ökumanna á bremsu-
hæfni bilsins, vita hvenær þeir
verða að byrja að bremsa tii þess
að stöðvast á ákveðnum stað. E-61
er að glíma við þrautirnar, þegar
við komum, fellir ekkert hlið og
er — að því er okkur sýnist, en
við erum ekki komnir alveg að, —
nákvæmlega á strikinu.
„Ekki eins og sleði"
Þessi ökumaður hafði þann hátt
inn á, að hann bremsaði eins mik-
ið og lrann gat, án þess að láta
hjólin dragast. Ef þau drógust,
slakaði hann örlítið á, og stanzaði
þannig með nokkrum kippum.
Nœstu bflar á eftir klossbrems-
uðu, þegar þeir áttu skammt ófar-
ið, og runnu eins og sleðar með
öll hjól föst langt yfir strikið. Sig
urður Ágústsson, lögreglumaður,
notar tækifærið tii þess að gefa
viðstöddum svolitla uppfræðslu:
— Sko, svona á ekki að bremsa.
Þegar öll hjól eru föst, er bíllinn
eins og sleði og minnkar hraðann
ekki nægilega ört. Auk þess er
ekkert hægt að ráða við hann,
hann bara rennur áfram, viðstöðu-
laust. Það á að hemla eins mikið
og hægt er, án þess að gera bílinn
að sleða.
Hægri og vinstri
Við skulum nú reyna að ná tali
af nokkrum þátttakendum keppn-
innar, sem búnir eru. Fyrst verður
á vegi okkar ungur maður, sá
sami og lagði svo snilldarlega inni;
við Toppstöðina.
— Hvað heitir þú?
— Ingvar Sigmundsson.
— Bílnúmerið?
— E-61.
— Hefur þér ekki gengið vel?
Eg sá, að þú hreinsaðir þig vel af
lagningunni og plankanum inni
við Toppstöð.
— Já, mér gekk ágætlega við
plankann, en verr að bakka milli
hafa farið iangt yfir það.
— Já, ég hefði í öllu falli stopp-
að hinum megin við það, heldur
en hérna megin, en annars var ég
ekki alveg réttur, held ég.
Verst þetta teoriska
Við rauðan Benz er stór og
myndarlegur maður með yfirskegg
og hatt. Við spyrjum hann að heiti
og bílnúmerið getum við lesið.
Hann heitir Geir Þorsteinsson, og
bílnúmerið er R-1623. Þetta hlýt-
ur að vera Benzinn, sem bakkaði
alveg rétt eftir strikunum inni við
Toppstöð.
— Þeir voru að hrósa því, hvað
þú hefðir bakkað rétt eftir strik-
unum inni við Toppstöð.
— Það er víst, ég held, að ég
hafi náð því.
— En hvað með brúðuna og
boltann?
-r- Eg missti af því hvoru
tveggja. Það var bíll svo fast á
eftir mér, að þeir þorðu ekki að
henda þessu fyrir mig, héldu að
hann myndi þá keyr'a aftan á mig.
Hann elti mig alla leið upp í Smá-
lönd; ég hélt, að hann væri eitt-
hvað tilheyrandi keppninni, en
svo var mér sagt að það væri ekki.
Hann hefur bara verið að forvitn-;
ast um þetta.
— Nú, þú hefur bara grætt á
því. Mér er sagt, að ef þessar þraut
ir verða að falla niður við ein-
hverja, þá fái þeir fullt fyrir þær.
— Já, en maður vill nú hafa
þetta allt með. Maður er nú bara
að fara í þetta fyrir sportið og á-
nægjuna, og til þess að vita, hvort
(Framhald a 13 siðu
KRISTINN RAGNARSSON
Starfsstúlka ökukeppninnar að
störfum
Theodór Jónsson og R-10540.