Tíminn - 03.10.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.10.1961, Blaðsíða 16
Þriðjudaginn 3. október 1961. 254. blað. Það voru leyni- pdstar um allt ságtSi sigurvegari í keppninni um aksturshæfni Á laugardaginn fór fram keppni í góðum akstri á vegum Bindindisfélags ökumanna. Keppendur voru 29 að tölu, og luku flestir keppninni. Hæst- an hlut frá borði bar forstjóri Ræsis h.f., Geir Þorsteinsson, en hann var á Mercedes Benz 220 S, skrásetningarnúmer R-1623. Ásbjörn Stefánsson, formaður BFÖ, skýi-ð í gær frá 8 efstu öku- mönnum í keppninni. Auk Geirs voru þessir efstir: Nr. 2 var R-3625, gerð Volkswagen, eigandi og öku- maður Úlfar Sveinbjörnsson, starfsmaður ríkisútvarpsins, Óð- insgötu 2. Nr. 3 a var X-1229, gerð Ford Prefect, eigandi og ökumaður Kristinn Snæland, Eyrarvegi 3, Selfossi. Nr. 3 b var R-7403, gerð Ford Taunus, ökumaður Vilhjálm- ur Steinn Vilhjálmsson, skrifstofu- maður, Kaplaskjólsvegi 64. Eigandi bílsins er faðir hans, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson (VSV). Nr. 4 a var R-5378, gerð' Citroen, ökumaður Ingþór Haraldsson, verzlunarmað- ur, Snorrabraut 22. Eigandi bíls- ins er faðir hans, Haraldur Svein- bjarnarson (Citroen-umboðið). Nr. 4 b var R-506, Skoda Station, öku- maður og eigandi Kristinn Gísla- son kennari, Hofteigi 52. Nr. 5 var R-236, Fíat 1100, eigandi og öku-. maður Jón Ingimarsson, lögfræð- ingur, Birkimel 10. Og nr. 6 var Y 255, Moskvits, ökumaður og eig-1 andi Ólafur Guðmundsson, skrif- stofumaður, Melgerði 16, Kópa- vogi. Þrír úr BFÖ Nr. 3 a og b og 4 a og b voru jafnir að stigum, en til þess að greina á milli þeirra var tekið auk- ið tillit til árangurs í að geta sér til um hraða. Einnig má geta þess, að, þeir sem urðu nr. 2, 3 b og 4 b, eru félagar í BFÖ. Tíminn hringdi til Geirs Þor- steinssonar til þess að spjalla við hann um úrslitin, þótt viðtal sé við hann um keppnina á bls. 8—9. Voru orðaskipti eitthvað á þessa leið: Vona, að ég fái diplóm ’■— Hvernig líka þér úrslitin? Geir hló. — Ja, hvað á maður að segja? Næsta spuining átti rót sína að rekja til þess, að Ræsir h.f. hefur umboð fyrir Mercedes Benz: — Viltu þakka bílnum sigurinn eða þér? Aftur hló Geir. — Jah, það kem- ur nú mest an po dræverinn, er það ekki? Annars þarf að hafa góð- an bíPlíka. — Þú sagðir mér í fyiradag, að þú hefðir flaskað á því að fella kubbana á Melunum. Flaskaðirðu kannske á einhverju fleira? — Já, ætli það hafi ekki verið eitthvað meira. Það voru leynipóst- ar úti um allt, sem maður vissi ekki um. — Færöu verðlaun fyrir þetta? — Ég veit það bara ekki. Ætli maður verði ekki kallaður fyrir og fái að minnsta kosti diplóm. Ég á von á því, að þeir tilkynni mér þetta hátíðiega. Hann Ásbjörn var bara rétt að hringja í mig og segja mér þetta. — Viltu nota tækifærið og segja eitthvað um keppnina? — Ég vil segja það, að það var mjög intressant og gaman að taka þátt í þessu. Og í sjálfu sér, þegar ég fór að athuga það, finnst mér, að það ætíi að halda svona keppn- ir fyrir stráka 17—21 árs, til þess a'ð láta þá fá eitthvað annað að keppa viö_ en hver hafi komizt hraðast. Ég held, að það væri heppilegt að hafa klúbba til þess Framhald á 15. síðu. Island í íiramta sæti í Torquay íslenzka karlasveitin hefur staðið síg mjög vel á Evrópu-j meistaramótinu í Torquay á fEnglandi og eftir 11 umferðir ier sveitin 1 fimmta sæti með 45 stig, aðeins einu stigi á eftir þjóðunum, sem eru í þriðja og fjórða sæti. Eftir þessar umferðir er röðin þannig: 1. England 63 stig. 2. Dan- mörk 50 st. 3.—4. Ítalía og Frakk- land 46 st. 5. ísland 45 st. 6. Nor- egur 44 st. 7. Sviss 42 st. 8. Sví- þjóð 39 st. 9. Þýzkaland 38 st. 10. Egyptaland 33 st. Holland 30 st. 12. Spánn 26 st. 13. Belgia 24 st. 14. írland 22 st. ,15. Líbanon 15 st. og 16 Finnland 13 st. íslenzkú spilararnir eru hinir einu, sem náð hafa stigi af Eng- lendingum. í 9. umferð gerðu þeir jafntefli 80—78 fyrir ísland og fékk hvor þjóð þrjú st. íslendingar hafa unnið Dani. Svisslendinga, Hollendinga og Spánveija með 6— 0, Belgi með 5—1, Frakka með 4—2, gert jafntefli við Englend- inga og íra 3—3, en tapað 6—0 fyrir ít'ilum og Egyptum. Þá hefur sveitin einu sinni setig yfir (Portú gal mætti ekki) og fengið sex stig fyrir það. Ingvar Sigmundsson leysir af Hendi þá þraut, að aka aftur á bak meS bæði vinstri hjólin uppi á mjóum planka. Ásbjörn Stef- ánsson fullyrðir, að það geti ekki meira en annar hver ökumaður. — Inni í blaðinu eru 10 myndir í viðbót, grein um keppnina og viðtöl við nokkra keppenda. Neðri myndin: Geir Þorsteinsson og fararskjótinn. — Ljósm. Tím- inn, GE. Enn skenunt ir HallbjÖrg Hallbjörg Bjarnadóttir heldui enn söngskemmtun á miðvikudags kvöldið. Verður skemmtun hennai að þessu sinni klukkan níu, en hingað til hafa skemmtanir henn- ar farið fram um miðnætti. Stafai þessi tímabreyting af því, hve margir eiga erfitt með að sækja skemmtanir svo síðla kvölds. Að- sóknin að skemmtunum hennar hefur verið gífurleg, og virðist lítið lát ætla að verða á henni. Slldveiðibátar bíða á- kvörðunar um síldarverö Megn óánægja yfir sleifarlaginu kom fram á fundi yfirmanna á síldveiðiskipum, á laugard. Stjórn Farmanna- og fiski-, mannasambandsins efndi á; laugardaginn til sameiginlegs fundar með yfirmönnum á síldveiðiskipum viS Faxaflóa. Orsök fundarins var megn óánægja yfir því, að ekki hefur enn veriS ákveðið verð á haust síld, hvorki í salt, frystingu né til bræðslu eða til annarrar vinnslu. Fundinn sóttu um 50 yfirmenn á síldveiðiskipum við Faxaflóa, og urðu miklar umræður um ýmiss hagsmunamál sjómanna á sfld- veiðiskipunum. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt samhljóða: „Fjölmennur fundur yfirmanna á fiskibátaflotanum, haldinn að Bárugötu 11, hinn 30. sept. 1961, skorar á ríkisstjórn og viðkom- andi aðila, að ákveða nú þegar verg á Suðvesturla-ndssíld og aðj undirbúin verði móttaka og hag- nýting aflans þannig, að þessar veiðar megi koma að sem mest- um notum fyrir sjómenn, útgerð-: armenn og þjóðina í heild. Fund- urinn lýsir megnri óánægju yfir því sleifarlagi, sem verig hefur á verðlagningu og nýtingu sjávar afurða á undanförnum árum.“ Fundurinn kaus fimm manna nefnd til þess að fylgja þessum málum eftir og hlutu eftirfarandi menn kosningu: Andrés Finnbogason, skipstjóri í Reykjavík; Gunnar Hermanns- son, skipstjóri í Hafnarfirði; Egg- ert Gíslason, skipstjóri í Árbæ í Garðahreppi; Ingimundur Ingi- mundarson, skipstjóri á Akranesi, Einar Guðmundsson, skipstjóri i Keflavik. Fundarmenn voru sammála um. að teljast mætti ótímabært að hefja síldveiðar, fyrr en ákveðið hefði verið fast verð á haustsíld inni til allrar vinnslu, og var skor ag á sjómenn og viðkomandi út- gerðarmenn, að sameinast um að- gerðir í því efni. Fundurinn skoraði enn fremur á alla þá yfirmenn á fiskiskipa- flotanum, sem kynnu að vera ófé- lagsbundnir, ag láta án tafar skrá sig í viðkomandi stéttarfélag. Að öðrum kosti væri hætta á, að samn ingsbundin tryggingarskylda, á- samt fleiru, gæti fallið niður. Vísitalan 120 stig Kauplagsnefnd hefur reiknað út framfærsluvísitöluna í .september- byrjun 1961. Raunveruleg fram- færsluvísitala reyndist 120 stig eða þremur stigum hærri en í ágúst- byijun. —:—-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.