Tíminn - 03.10.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.10.1961, Blaðsíða 12
12 TÍMINN, Þriðjudaginn 3. október 1961. RITSTIORI HALLUR SIMONARSON ekki, Björgvin spyrnti knettinum nær beint á Geir markvörð, sem átti létt með að verja. í síðari hálfleik voru Valsmenn í nær stöð'ugri sókn, en mörki-n kömu þó hinu megin. Árni Njáls- son, bakvörður Vals, lagði knött- inn vel fyrir hinn unga miðherja, Fram, Baldvin Baldvinsson, um miðjan hálfleikinn og var Baldvin ekki seinn að nota hið óvænta boð o gskoraði örugglega. Þetta var' álíka klaufalegt mark og hið fyrsta í leiknum. Og þegar áhorfendur voru að tínast af vellinum rétt fyrir leiks- lok, tók Guðmundur Óskarsson á mikinn sprett með knöttinn, lék á varnarleikmenn Vals og skoraði þriðja mark Fram í leiknum, mjög snoturlega. Þegar gangur leiksins er hafður í huga eru úrslitin alveg furðuleg, en það sýnir enn einu sinni, að allt getur skeg í knatt- spyrnu. Haukur dæmdi leikinn mjög vel. Þannig var oft við mark Fram. Björgvin spyrnir knettinum 'á mark ið, kominn inn fyrir markvörðinn, en Erlingur, lengst til vinstri, spymti frá marklínunni. (Ljósmynd Tíminn GE) Bikarkeppni Knattspymusamhands íslands: Akureyri, Hafnarfjðrður og Valur féllu úr Aðalhluti bikarkeppni knatt- spyrnusambands íslands hófst um helgina og fóru þá fram þrír leikir. Einna óvæntust urðu úrslitin á Akureyri, þar sem Keflvíkingar unnu heima- menn. KR sigraði Hafnarfjörð á laugardaginn með 2—0, og Fram vann Val á sunnudag með 3—0. Báðir þessir leikir fóru fram á Melavellipum. ís- firðingar áttu að leika við B-lið Fram á ísafirði, en sá leikur fór ekki fram, og er það í þrtðja skipti, sem fresta verð- ur leiknum. Vafasamt er, að af honum verði og er nú í at- hugun hvað gera á í málinu. Furðulegasti leikurinn í um- ferðinni var milli Fram og Vals. Valur réði miklu meira um gang leiksins, og hefði átt að sigra nokkuð' örugglega, en tapaði þess í stað með þremur mörkum gegn ¥/■ fl *\ ái •01I(rDO£ -VOA Aðalhluti bikarkeppninnar fveilavik vann Aknreyri L-1, KK rtatnarijoro meö hófst á iaugardaginn og iékU þá KR-ingar, sem sigruðu í og Fram Val 3-fl. Ekki var keppt á Isafirði |5Sn! *£*£?£ engu. Furðulegt lán lék við Fram í leiknum og eins og knötturinn vildi alls ekki í mark þeirra. — Fimm sinnum tókst varnarleik- mönnunum að spyrna frá á mark línunni, í nokkur skipti small knötturinn í stöngum og þverslá, og í nokkrum tilfellum varði Geir Kristjánsson, markvörður Fram, stórvel, þar á meðal vítaspynu, sem Björgvin Daníelsson, mið- herji Vals ,tók. Eftir leikinn voru gárungarnir að tala um það, ,að Fram hefði skoras þrjú mörk, en sa-mt ekki átt nema tvö upphlaup í leiknum. /Að vísu er þetta ekki rétt, og Valsmarkið komst nokkrum sinn um í hættu, en Fram nýtti þó vel þau tækifæri, sem buðu^t í leikn u-m. | í fyrri hálfleik skoraði Fram eitt mark. Rúnar Guðmannsson, sem nú lék með Fram ag nýju eftir langvarandi meiðsli, var með knöttinn langt úti á kanti og ætl- aði sennilega að gef-a fyrir mark- ið, en öllum á óvart sveif knött- urinn yfir Björgvin Hermannsson, markmann Vals, og í netig án þess að Björgvin gerði nokkra tilraun til að verja, en hann hefur senni lega reiknað með, að knötturinn færi yfir markið. Valsmenn sóttu mjög eftir markið og var oft mik il hætta við Fram-markið, en það var sama þó framherjar Vals væru með knöttinn tvo þrjá metra frá markinu og spyrntu á það, allt af tókst einhverjum varnarmannr inum ag verða fyrir. Áhorfendur bjuggust þó við, að Valur myndi jafna, þegar dómarinn, Haukur Óskarsson, Víkingi, dæmdi víta- spyrnu vegna bakhrindingar á Matthías- Hjartarson. En það dugði sigruðu með tveimur mörkum gegn engu í heldur slökum leik, þar sem framlína KR fór illa með fjölmörg góð tækifæri til að skora úr. Hjá KR vantaði Þórólf, Ellert og Helga Jónsson, en í þeirra stað léku Örn Steinsen, Reynir Þórðar son og Leifur Gíslason. Hafnfirð- ingar voru með sitt bezta lið, að (Framhaio a is sihu Ríkarður Jónsson fer til Þýzkalands 14. oktéber Geir Kristjánsson hefur varið vítaspymu Bjöngvins Daníelssonar. Eins og kunnugt er stendur nú yfir fjársöfnun fyrir Ríkarð Jónsson, knattspyrnumann frá Akranesi, til þess að hann geti farið utan til læknisaðgerðar, en hann meiddist sem kunnugt er illa í knattspyrnuleik í Eng- landi fyrir tveimur árum. Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi Flugfélags íslands kallaði blaðamenn á sinn fund í gær, en hann stendur fyrir fjársöfnuninni handa Ríkarði. Sveinn skýrði frá því, að ákveðið væri að Ríkarður færi utan 14. október n. k. til Þýzkalands, þar sem hann mun verða á æfingastöð í Duisburg, fyrst til rannsóknar og síðan til aðgerðar ef með þarf. Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri, er nú staddur í Þýzkalandi og hefur hann talað við lækna þar og skýrt þeim frá meiðslum Ríkarðs, og (Ljósmynd Tíminn, GE) telja þeir, að hann ætti að geta fengið fullan bata eftir því að dæma, sem Gísli hefur skrifað heim. Svo getur þó farið, að Rík- arður þurfi allt að því að vera sjö mánuði ytra. Ríkarður hefur tvívegis gengið undir aðgerð hér heima og fengið nokkurn bata, þó hægur sé. Á þeim tveimur árum síðan hann meidd- ist hefur hann misst átta mánuði úr vinnu og hefur því ekki fjár- hagslegt bolmagn til að standa straum af kostnaði við Þýzkalands- förina, en talið er að hún muni kosta 60 til 70 þúsund krónur. Út- i búnir hafa verið sérstakir söfnun- arlistar, sem hægt er að fá hér á blaðinu, og það eru vinsamleg til- mæli til þeirra, sem vilja styrkja Ríkarð til þessarar utanfarar að þeir komi fjárframlögum sínum hið fyrsta til blaðsins, þar sem nú líður senn að því, að Ríkarður fari utan. Þess skal getið, að talsvert hefur borizt til blaðsins ag undan- . förnu, og verður gerð nánari grein ' fyrir því á morgun. .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.