Tíminn - 03.10.1961, Blaðsíða 14
eldhúsinu, og fann frið og
hugsvölun við orð hennar,\og
þó líklega öllu helzt við til-
finningahitann og samfund
pislarvottanna tveggja. Sá
hugblær, sem mildaði hugrót
Stínu, gaf einnig geislabrot
inn í líf Hallfriðar og gerði
hana sjálfa vegskyggnari en|
áður var. Það var sannfæring
hennar, og því blessaði hún
jafnan þessa heimsókn.
XXIV i
Hallfríður var nýsetzt að í
eldhúsinu, þegar þeir komu
frá hestunum, Páll og Lýður.
Bömin hennar, Gestur og
Guðbjörg, komu með þeim.
Hún kallaði á systkinin litlu
og lét þau skipta um föt og
þvo sér, áður en þau gengu
fyrir gestina. Meðan þessu
fór fram, sat Stína eins og í
leiðslu. Hallfriður lét bömin
heilsa henni, svo sagði hún
þeim að fara inn og sjá gest
Ina. Er þau votu farin, tókst
Hallfríði að komast í sam-
band við Stínu, og vinna trún
að hennar, eins og þegar er
lýst. Að áliðnum degi lögðu
gestirnir af stað. Var Stína
þá hress i bragði. Systkinin
gerðu ráð fyrir því að gista
á læknissetrinu. Ásmundur
ætlaði annaðhvort að bíða
þar bróður síns eða bregða
sér í kaupstaðinn daginn eft
ir og vera þar fyrir honum.
Hallfríður fékk þá til að loía
þvi að koma við í bakaleið-
inni og gista. Hún stóð á bæj
arhólnum og horfði á eftir
systkinunum, unz þau hurfu
fyrir næsta leiti.
Þegar leið að kvöldi, setti
geig að Hallfríði. Hún var
ekki vön að vera myrkfælin,
en þetta kvöld var eitthvað
að. Veðrið var kyrrt og milt.
Ekki var því um að kenna.
Hugurinn var hjá systkinun-
um, börnum Óskars. Hún sá
í anda inn á heimili þeirra.
Svipmest var það hjá Ásdisi.
Átta barna móðir var hún,
og húsfreyja á stórbýli. Hún
mundi vel hina hægu og að-
laðandí dugnaðarkonu. Ekki
var hún lík nöfnu slnni í
sjón, en í reyndinni myndi á-
reiðanlega bera þar minna á
milli.
Þá varð henni hugsað til
Óskars. Blessa,ður Óskar. Fal-
legur og góður drengur var
hann. Ekki hafði hann kom-
izt létt gegnum lífsbaráttuna.
Kannski hefði það allt farið
á annan og betri veg, ef hún
hefði þegið boð hans og flutt
með honum til Vesturheims.
TÍMINN, Þriðjudaginn 3. októher 1961.
Það hafði hann viljað,:
kannske þráð það. Hann
hafði jafnan búið við ráðríki
móður sinnar. Eina barnið,
sem vildi hana á heimili sínu.
Þegar þau töluðust við á
prestssetrinu, hafði hann vik
ið að því, að Ásdís eða Hallur
gætu tekið við móður sinni.
Hann væri búinn að hafa
hana svo lengi, að beim væri
vorkunnarlaust „að annast
hana úr þessu, öðru eða báð-
um. Hallfriður skildi vel, að
Seint lærist satt að spyrja.
Þá var Ásmundur; hjartað
sló örar, er hún hugsaði til
hans. Ekkert barn Óskars líkt
ist honum eins mikið og Ás-
mundur. Þegar hann kyssti
hana, eða þegar hann hló,
hvað það var líkt Óskari
Gunnarssyni. Vonandi veldi
hann sér konu við hæfi. Sæ-
unn og Lýður voru hvort í
sínu lagi myndarleg ung-
menni. Áreiðanlega myndu
þau bæði tvö sóma sér vel i
31
þá var hann að biðja liana aö
létta af sér kvöð, sem þreytti
hann. Hún hafði daufheyrzt
þá eins og áður. Svo hafði
móðir hans átt sök á fiótta
heitkonunnar, sem dró hana
til dauða á sviplegan hátt. Og
þrátt fyrir ninn sára harm
Óskars og þungu reynslu,
hafði hann haldið áfram að
búa með móður sinni og um-
bera hana. Og nú hafði hann
sjálfur slasazt. Ekki varð Ás
rúnu um það kennt. Nú var
hann örkumla maður heit,-
bundinn öðru sinni. Og enn
var Ásrún í ellidóml sínum
að amast við þvi. Vonandi var
ekkjan svo væn og viljasterk,
að allt færi vel. Hún bæri
með honum byrðarnar og yrði
honum sá lífsförunautur, sem
hann átti skilið að eignazt.
Blessaður Óskar. Ekki efaðisti
Hallfríður um það, að Hallur,'
hinn hvatgerði og röski
sveinn, drifi búskapinn með,
myndarbrag. Það væri gam-
an að heimsækja hann. Þar
færi áreiðanlega saman rösk
leiki í orði og verkl. Hallfríð
ur minntist Jóhanns, hægur
var hann og hlýr í viðmóti,
en þó fylginn sér, að hverju
sem hann gekk. Hann treysti
á Vesturheim. Einu sinnl hélt
hún ,að hann væri manna
sízt gefinn fyrir breytingar.
hvaöa stöðu og stétt sem
væri. Hallfríði lá við að brosa
að hugsun sinni. Þau voru
almúgafólk, beið almúgans
nokkuð annað en almúga-
stétt? Tæpast var þaö hugs-
anlegt. Sveinbjörn, sægarpur
inn, sem dáðist að hrönnum
hafsins, sá fegurð í brimlöðri
og hreifst af sargi malarinn-
ar, sem urgaði svo einkenni-
lega við útsogið. Hann var á
réttri hillu á sjónum. Vonandi
reyndist sjórinn honum sá
heillasjóður, sem hann þráði.
Loks varð henni hugsað til
Stínu. Blessuð Stína átti
reglulega bágt. Hún hafði allt
af verið skapföst og þung á
bárunni, líkust móður sinni
allra systkinanna. Þegar
stúlka með Stínu sk^pgerð
var beitt fantabrögðum, lét
eitthvað undan. Hefði hún
getað hefnt sín á ómenninu,
sem táldró hana, þá gat ver-
ið, að hún rétti sig við. En
þegar úrvinda barn varð ör-
væntingunni að bráð, var oft
skammt til örþrifaráða. Þó
hafði hún þennan dag játað
það fyrir Hallfríði, að hjá
henni og við hennar innlegg
hefði hún fundið fyrstu hvíld
ina eftir að ósköpin dundu
yfir. Myndi það endast nokk
uð? Kannski stafaði geigur-
inn frá þessu.
! Hallfríður hafði orðið að
leggja hart að sér við eldhús
störfin þá um kvöldið. Það
læsti sig um hana einhver
- óhugur. Ef snarkaði í eldin-
j um, hrökk hún við. Eldhús-
! glugginn litli, sem vissi út' á
hlaðið, var eitthvað svo ó-
hugnarlegur í næturkyrrðinni.
Stundum fannst henni því
líkt sem einhver væri að koma
í hlaðið. Hallfriður flýtti sér
að ljúka kvöldstarfinu. Hún
var að fela eldinn. Þá reið
allt í einu voða högg á bæj
ardyraþilið, Það skyldi nú
einhver umrenningurinn vera
kominn. Hún ein heima með
börnunum. Hallfríður skalfj
af hryllingi, en ekkert heyrð
ist meira. Hún reis upp, tók
týruna og gekk yfir í göngin.'
Um leið og hún batt aftur
eldhúshurðina, renndi hún
augunum fram í dyrnar. Var
ekki einhver innan við úti-1
dyrahurðina. Nei, líklega'
var það aðeins skíman frá'
ljósinu og skuggi hennar
sjálfrar, hreyfingin, sem hún
þóttist verða vör við í bæjar-
dyrunum. Hún hóf týruna á
loft og lýsti fram í bæjardyrn
ar. Þar var ekkert að sjá.
Hallfríður kvaldi sig til þess
að lýsa upp útidyrahurðina
og hyggja að slagbrandinum.
Þar var allt með kyrrum kiör
um og vel frá öllu gengið.'
Svo lagði hún leið sína inn j
göngin. í miðjum göngunum
var hurð. mátti klinka hennij
og auk þess lítil tréloka, sem,
gripa mátti til og var það
sialdan gert. Nú brýsti Hall-
fríður henni í falsið. Þegar
Hallfríð'ur kom í frambaðst.of
una., hnaut hún við og slokkn
aði bá á týrunni. Þá sá Hall
fríður litla liósrák við höfða-
gaflinn, þar sem Páll svaf að
jafnaði. Hún hraðaði sér inn j
gólfið, fálmaði eftir hurðar-
húni hjónaherbergisins og
aldrei þessu vant, fann hún
ekki hurðarhúninn undir
eins. Varð henni þá litið á
ljósbjarmann, sem lá skáhallt
yfir rúmið. Þama hafði Jór-
unn sofið. Hvers vegna datt
henni hún í hug? Nýlega
hafði hana dreymt Jórunni.
Það var óhugnanlegur draum
ur .Hún þóttist stödd í sókn-
arkirkjunni og sá konu í hvít
um hjúp krjúpa framan við
gráturnar. En allt í einu reis
hún upp og sneri sér til hálfs
að Hallfríði, sá hún þá, að
þetta var Jórunn. Hélt hún
á tveimur börnum og þriðja
barnið hvíldi á svæfli innan
við gráturnar. Jórunn brosti
til Hallfríöar, en þó var ein-
hver raunablær yfir fríðu and
litinu, sem var óvenju fölt.
„Börnin mín eru orðin svo
mörg, að ég er uppgefin“,
sagði hún og hún endurtók
síðasta orðið með áherzlu:
„uppgefin“.
Vænt þótti Hallffiði um það
að koma inn í svefnherbergið
sitt. Þar sváfu öll börnln.
Páll og Gestur í öðru rúminu.
Guðbjörg í hennar rúmi og
litla Elín í vöggu sinni. Dreng
irnir höfðu sparkað sænginni
til fóta. Páll lá á bakið og
Helgakver lá á brjósti hans.
Hafði hann sofnað út frá
lestrinum. Hallfríður tók bók
ina og leit á lesmálið og þá
varð fyrir henni þessi grein:
„Þeir menn, sem ekki þekkja
hinn sanna guð eða trúa á
hann, geta hvorki skilið til-
gang þessa lífs né fundið
veginn til eilífs lífs. Þeir geta
enga hvíld fundið í sálum sín
um. Engu treyst, er háska ber
að höndum. Enga huggun
hlotið í andstreyminu, og
enga von haft við aðkomu
dauðans.“
Hún lét bókina aftur og
undir koddann hjá drengnum.
Svo breiddi hún ofan á dreng
ina, og fór að afklæðast. Hún
UTVARPIÐ
Þriðjudagur 3 október
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Tónleikar. — 8.30 Fréttir. —
8.35 Tónleikar. — 10.10 Veður-
fregnir).
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12.25 Fréttir og tilkynningar).
12.55 „Við vinnuna": Tónleikar.
15.00 Miðdegisútv. (Fréttir. — 15.05
Tónleikar. — 16.00 Fréttir og
tilk. — 16.05 Tónleikar. —
16.30 Veðurfregnir).
18.30 Tónleikar: Harmonikulög.
18.55 Tilkynningar.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Tónleikar:
Óbókonsert í Es-dúr eftir Carl
Emanuel Bach. (Lucerne hátíð
arhljómsveitin leikur. Rudolf
Baumgartner stjórnar. Einleik
ari: Heinz Holliger).
20.20 Erindi: Um íslenzkan sjávar-
útveg (Guömundur Jörundsson
forstjóri).
20.45 Svissnesk nútímahljómlist.
Strengjakvartett eftir Richard
Sturzenegger (Winterthurer-
kvartettinn leikur).
21.10 Úr ýmsum áttum (Ævar R.
Kvaran leikari).
21.30 Einsöngur: Jo Stafford syng-
ur bandarísk þjóðlög.
21.45 íþróttir (Sigurður Sigurðsson).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Lög unga fólksins (Jakob Þ.
Möller).
23.00 Dagskrárlok.
EJRÍKUR
VÍÐFFÖRLI
Úlfurinn og
Eiríkur gladdist, þegar hann sá,
að sú, senj nálgaðist, var engin
önnur en framka hans, Astara.
Hún sagði frá því, að hún hefði
fengið boð ibi endurkomu hans
og þá hefði hún flýtt sér til fund-
ar við hann. — Það var gott, að
þú skyldir láta boðin ganga, sagði
hún. — Þú færð víst not fyrir alla
þá hjálp, sem þú getur fengið.
Hér er t. d. einn af mönnum Bersa
sem hefur nýjar fréttir af drottn-
ingunni. Maðurinn gekk fram, og
sagði frá gildrunni, sem lögð hafði
verið. — Þetta var snjallt hjá
Bryndisi, sagði Eiríkur, — og ég
hefði srzi-.ilaja fs.Iiið i gildruna,
ef ég hefði ekki hitt Hallfreð.
Annar boðberi kom nú tii þeirra.
Hann sagði frá þyí, að annar hóp-
ur riddara nálgaðist, og að þessu
sinni var óvinurinn á fovð