Tíminn - 22.10.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.10.1961, Blaðsíða 8
T f M I N N , sunnudaginn 22. október 1961 „Upp með munninn og þrautin er unnin' Strákarnir hafa kút utan um sig miöja, svo aS þeir missi ekki rassinn á sér niSur á botn inn í lauginni. Stóri, hvít- klæddi maSurinn stendur á bakkanum í tréklossum og horfir á þá í grænu vatninu. Hann setur hendurnar fram, stingur höfSinu niSur, baSar út höndunum og slær meS öSrum fætinum frá sér eins og hestur, kallar og talar, bendir og hrópar, og stór búkurinn hlykkjast fram og aftur. Þeir horfa upp á bakkann til hans vatnsblautum augum. Svo leggja þeir af staS þvert yfir laugina og svartir kútarnir dilla sér í vatninu. Hvítklæddi maðurinn strýkur svitann af enninu og hlammar sér niður á blautt skólaborð, sem stendur skammt frá bakkanum. — Þeir eru á eftir hjá mér þessir. Sumir þeirra hafa skrópað. Eg var að reyna að láta þá ná taktinum. Þetta er að lagast hjá þeim. Svo eru þarna tveir, sem eru vatns- hræddir. Þeir fást ekki til þess að stinga hausnum niður I vatnið. Sjáðu, — þeir fást ekki til þess. En ef þeir gera það einu sinni, þá er það kom ið. Þá eru þeir búnir að yfir- vinna hræðsluna fyrir fullt og allt. — Var ekki gott hjá mér, Jón Ingi? segir einn strák- anna og horfir upp a bakk- ann. — Fínt, ágætt. Reyndu að fá taktinn alveg inn í þig, og þá set ég þig klukkan hálf fimm. Þú ert að verða fleygur og fær, Maggi. Þú ms^tir. hálf fimm næst. — En fæ ég ekki þráðum líka að koma hálf fimm? — Nei, þú gleymir að anda um leið og þú syndir með höndunum. Alltaf að anda. Það er númer eitt.-----Þeir vilja allir komast i hálf fimm flokkinn. Þeir eru syndir í honum. — Heyrðu! þetta gengur ekki: Það er 500 króna sekt í barnaspítalasjóð við að synda svona, — nei, nú er það rassasýning hjá þér. — Benni! hafðu stuttar hend urnar. Nei, nei, Benni! þú hef ur fætur 'líka. Áður syntir þú bara með höndunum en nú hefurðu eignazt fætur. Not- aðu þá svolítið til tilbreytni, segir Jón Ingi og sparkar frá sér með fætinum. Nota þá, segir hann og sparkar aftur og svitinn bogar af honum. — Hvað ertu búinn að kenna sund lengi' hérna? — Eg þef verið — anda einu sinni á leiðinni og láttu höfuðið fara niður, Stebbi! — fastur kennari síðan 1944 í Austurbæjarskólanum — taktu kútinn upp! Nú færðu sekt aftur. — Maður kenndi tólf hundruð á ári hérna í eina tíð. Nú kenni ég um þús und á ári. — Lappirnar hærra — upp fyrir rassinn. Þú ert að týna þeim niður á botn- inn! — Hann kennir á móti mér. Hann Júlíus í Miðbæj- arskólanum. — Verðurðu ekki,, hás á þessum hrópum? — Nei maður hrópar svona allan daginn. Eg finn ekki fyrir þessu, — ég er orðinn svo vanur þessu. Það er erf- iðara með þennan flokk en hinn, sem kemur á eftir. Þið sjáið, að ég legg meiri áherzlu á suma en aðra. Eg geri það til þess að spana þá upp, því að þeir eru svo nálægt því, að komast í betri flokk. — Vertu ekki svona vondur, Maggi! Þá verðurðu stífur og drukknar. Þú átt ekki að vera vondur við vatnið. Það hefur ekkert gert þér. — Þú hefur enga byrjend- ur núna? — Ekki fyrr en á vorin. Það er voða misjafnt, hvernig menn byrja. Sumir láta þau strax fara að fleyta sér eftir að þeir eru búnir að kenna þeim tökin á þurru landi. Eg læt þau fara að eins og börn- in, sem eru að byrja að læra að ganga, segir Jón Ingi og gengur að veggnum and- spænis, styður hendinni á hann opnar munninn til hálfs og verður vantandi í framan og byrjar að tipla á trékloss unum. Svona gera þau, þeg- ar þau byrja að ganga, — svona gera þau, segir hann og tiplar með fram veggn- un). Þau þora ekki að sleppa sér, segir hann og sleppir sér frá veggnum, rorrar fram og aftur og augun verða kringl- ótt af hræðslu. Svo hristir hann sig, lagar á sér gleraug- un, hættir að vera vantandi í framan og verður fullorðinn Strákarnir halda áfram að fleyta sér yfir laugina með kútana á bakinu, og sumir með kút í höndum líka, og gera ýmist rétt eða vitlaust með höndum og fótum, eftir því, sem verkast vill. Jón Ingi stendur á bakkanum með ótal augu á bak við gler augun og ótal hendur og fæt ur í höndunum og fótunum. Strákarnir teygja hausana aftur og reyna að sjá kærustuna í glugganum á bak við. (Ljósmynd TÍMiNN G. E.). aftur. — Eg læt þau halda sér við veggina í lauginni og ekki sleppa sér fyrr en þau geta farið að láta fæturna fljóta frá og upp. Þá fyrst læt ég þau fara að fleyta sér. — Haldið þið áfram að synda, strákar. Slepptu kútn um! Vertu eðlilegur, — ekki stífur eins og tittur, — eðli- legur. Gott, fínt. Þú kemur hálf fimm næst. Nei, nei, nú gleymirðu þér. Já, jæja, þú kemur hálf fim’m næst. Rödd hans er ýmist hvöss eða mjúk, há eða lág, biðjandi og skipandi eða hvort tveggja í senn. Það er mögnuð ástríða í hverri hreyfingu og hann er ýmist eins og barn, sem er nýbúið að fá afmælisgjöf eða barn, sem nýbúið er að týna henni, og svipbrigði hans endurfæðast á andlitum strákanna um leið og þeir reyna að hlýða rödd hans og hreyfingum. — Sennilega hef ur Jón Ingi verið fiskur í síð asta lífi, og ekki er grunlaust um, að hann hafi ugga undir höndunum, — ef til vill hef- ur hann sporð líka. — Jæja, farið allir út í horn og syndið upp úr í hala- rófu. Fætuma, maður! Fæt- urna! gleymdu ekki fótunum! Strákarnir koma upp úr hver af öðrum og vatnið drýp ur af þeim í stórum, gagnsæj um dropum. Það hikstar í kútunum um leið og þeir fleygja þeim frá sér. — Benni, Maggi og þú, kom ið klukkan hálf fimm næst, segir Jón Ingi um leið og stór svitadropi læðist niður bring una á honum. Strákarnir þrír brosa út að eyrum og stikla berfættir fram í búningsklefann. Um leið kemur hálf fimm flokk- urinn og gengur rakleiðis of- an í laugina, — allir kúta- lausir. Þeir raða sér upp við annan styttri laugarvegginn. — Synda stanzlaust í fimm mínútur. — Og þeir synda hver af öðrum yfir laugina og aftur til baka. •— Yfir og aftur til baka. — Þetta er léttara hjá mér núna. — Heyrið! Þið eyðið allt of miklum hafragrauti, :— of miklu benzíni. Það ligg ur ekkert á. Hvílið ykkur á sundinu. — Þarna kemur einn, sem er alveg taktlaus. Það vantar stílinn í hann. Hann veit ekkert, hvað hann á að gera við hausihn. — Kom ið og krækið fótunum und- ir handriðið og látið ykkur fljóta aftur á bak. Strákamir smokra fótunum undir handriðið og láta sig fljóta. — Verið þið máttlausir og teygið þið hausinn aftur. Sundskýlan verður að koma upp úr vatninu. Þið gleymið alveg að líta aftur. Þið eigið að horfa í gluggana fyrir aft (FramhaJd a 12 síðu) Hnefinn er hausinn! Ekki eins og mörgæsl Þú ert brotinn i tvenntl Þetta er sjálfsmorS!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.