Tíminn - 22.10.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.10.1961, Blaðsíða 9
T1M x jn rv , sunnuaaginn zz. QKtoper j 9 j|5ií iiL:!i“:i:i:ii ■r: iÍjlfliíjnpilS . Húsið líktist milljón öðrum um húsum í frönskum þorp- um. Auk þess féll það vel inn í umhverfið. Framhliðin var skítug og illa við haldið, gluggarnir skakkir og glugga hlerarnir skjöldóttir eftir eina umferö af málningu. Allt var með öðrum orðum mjög lítið áberandi. Eg man eftir því, að við höfðum hætt við að borða morgunverð, af því að lang- ferðabílar höfðu hleypt út nokkrum tugum af löndum okkar á torginu og af einni eða annarri ástæðu líta menn nú á landa sína sem eitthvað óvelkomið og truflandi, séu þeir utan eigin landamæra. Nú sagði Páll: — Ættum við ekki að fá okkur eitthvað að borða þarna inni? Eg yppti öxlum. Menn eiga ekki að dæma hunda eftir hár unum né hús eftir ómáluðum gluggahlerum. Við gengum þar inn og opnuðum munn- inn víst einum sentimetra meir en menntamönnum sæmir. Þar var hreint og fint og fyrst og fremst ferskt loft, hvernig sem þeir annars fóru að því í þessum kveljandi sumarhita. Ameríkumaður sat við borð í endanum á salnum og reyndi að láta lífsreynda, franska konu taka eftir til- veru sinni og þeim möguleik- um, sem henni fylgdu. Við settumst við annað borð og biðum eftir afgreiðslu. Svo kom hún. Eg hef aldrei gleymt henni. Mun heldur ekki gera það. Hún var lítil og grönn. Augun voru blá og mjög trúverðug. Hún var hrein og fín í köflótta sumar kjólnum sínum og svuntan, sem aðeins var til skrauts, var í góðu samræmi við allt hreinlætið, sem ríkti í and- rúmslofti staðarins. Það er að segja innan dyra. Það voru spékopparnir, sem greyptu sig í meðvitund mína. Þeir voru þar næstum allan tím- ann, jafnvel þegar hún var alvarleg. Hún var tólf til þrettán ára j || og alvörugefið barn. — Monsieur? sagði hún; spyrjandi við mig. . j — Yndislegt barn, sagðij Páll tillitslaust. — Þegiðu, sagði ég og spurði barnið, hvað staður- inn hefði að bjóða. — Andartak, monsieur, sagði hún kurteislega og kom aftur með matseðilinn. Maturirm var í alla staði á- gætur og vínið einnig. Litla stúlkan gekk þarna um beina af mikilli nákvæmni. Hún var alltaf nærstödd, þegar við þurftum einhvers við, en stóð annars innan við af- greiðsluborðið. — Mér þætti gaman að vita, hvort hún á þessa mat- stofu, sagði Páll með munn- inn fullan af hænsnakjöti. — Viðkunnanleg stúlka, sagði ég. — Taktu eftir því, hvernig hún breiðir dúk á borð .... Sástu hvernig hún brosti — þvílíkir spékoppar! — Vilja herrarnir kaffi? spurði telpan kurteislega. — Endilega,. sagði ég. — Hvað heitir þú? — Jacqueline .... — Og tvö glös af líkjör. Nú kom í fyrsta skipti á hana dálítill ráðaleysissvipur. — Já, herra, sagði hún svo. Við höfðum ekki séð neinn annan af starfsfólkinu. Ameríkumaðurinn gægðist rannsakandi niður í hálsmál kvenmannsins, sem með hon um var, og sagði eitthvað um leið. Telpan fór inn fyrir af- greiðsluborðið og skimaði þar upp um hillurnar. Svo fór hún inn í eldhúsið til þess að leita að stoðar. Kona í hvít- um kyrtli kom á vettvang og tók líkjörflöskuna úr einni hillunni. Jaqueline hafði ekki séð hana. Kaffið var borið fram. — Ert þú yfirþerna hérna? spurði ég telpuna. — Já, herra, svaraði hún. — Matreiðir þú líka? — Nei, herra. Er það fleira sem herrann óskar? — Þakka þér fyrir. Þetta er gott, sagði ég. Þú ert skemmtileg stúlka, Jaqueline. Hún skrifaði líka reikning- inn. Tölustafirnir voru skýr- ir og fallegir, og hún setti upp alvörusvip, þegar hún bætti við 10 prósent í þjón- ustulaun. Eg fékk henni fá- eina skildinga aukalega, og hún hneigði sig. — Þetta er fyrir það, hvað þú brosir fallega, sagði ég. — Kærar þakkir, sagði hún vingjarnlega. — Komið hingað aftur, þegar þið eigið leið hjá. Ameríkumaðurinn tók hvorki eftir okkur né telp- unni. Hann var kominn með hendurnar undir dúkinn. — Hamingjan góða, sagði Páll, þegar við komum út. — þetta var matur í lagi. Hér borðum við einhvern tíma seinna. — Já, svaraði ég. En ég sagði það ekki einungis vegna þess, að maturinn hefði ver- ið góður, heldur líka vegna spékoppanna. — Þessi stúlka verður þér SPÉKOPPAR EFTIR POUL-ERIK RIIS ■■■ • ■ ■ -. ■■■ ^ _. 5i:!l íT:31 Irí- --í:- lengi umræðuefni, sagði hann. — Já, sagði ég. — Ætli mér fari ekki eins, sagði hann. ★ Það eru liðin fimm ár. Auö vitað gleymdum við, hvar þessi matstofa var. Frönsku þorpin eru hvert öðru lík. Eg kom til Parísar einhvern tíma í fyrra og var þar þrjá eða fjóra daga. Eg var svo heimskur að fara með fáein- um löndum mínum á Pigalle. Páll var líka í hópnum. — Manstu eftir litlu mat- stofunni, þar sem við borð- uðum einu sinni, sagði hann, þegar við gengum fram hjá einu nektarleikhúsinu. — Þar sem litla stúlkan var? Já. — Fannst þér það ekki fal- ieg stúlka? sagði hann. —- Man það, sagði ég. Ef allir ættu slíkar dætur. Einn hákarlanna nálgaðist okkur. Það lagði af honum hvítlauksdauninn, og það leyndi sér ekki á svipnum á honum, að þetta var ein af blóðsugunum, sem lifir á því að féfletta ferðamenn, sem heimsækja Pigalle. — Vilja herrarnir verða að njótandi sýningar, sem á eng an sinn líka? spurði hann. — Það er líklega nokkuð langt í þann stað, sagði ég. — Hér á Pigalle, á ég við, "l'Sagði hann. Við ypptum öxlum. En okk- ur var svo sem ekld mætara að setjast inn á einum stað frekar en öðrum. Hann vísaði okkur á krá í kjallara. Dýrð- in, sem hann vildi sýna okk- ur, var hópur stúlkna með pilsin upp á miðjum lærum. — Hvað heitir þú? spurði ég manninn. — Þú ættir að vita . . . — Karl .... Hann baðaði út höndunum. — Herrarnir vilja kannske sjá eitthvað óvenjulegra. — Við viljum heldur dansk an bjór, sagði Páll. Hann fór með okkur í ann- an kjallara, svipaðan hinum fyrri. Kannski voru pilsin stúlknanna þar nokkrum sentimetrum ofar. Góður, danskur bjór kost- aði þrjátíu og fimm krónur á mann og skikkanlega klædd stúlka sýndi listir sínar á reið hjóli á miðju gólfi. Þarna var troðfullt af fólki. N Eg stað- næmdist við ölskenkinn við hliðina á ungri "stúlku. Brjóst hennar voru þrýstin, ekki far ið í neina launkofa með þau. Þetta var þokkaleg, stúlka — sinnar tegundar. Eg bauð henni ekki neitt að drekka, en rétti að henni sígarettu og kveikti í hjá henni. — Viðkunnanlegur staður, sagði ég. — Finnst yöur það, svar- aði hún. — Reyndar ekki . . . Hún stóð kyrr eins og hún væri að meta mig og vega. — Sé svo . . . , byrjaði hún. — Það er ekki svo að skilja, greip ég fram í fyrir henni. En ég hefði gaman af að vita, hvað þér starfið hér. Hún yppti öxlum. — Eg er hér, sagði hún. — Jæja. Og hvað lengi verðið þér hér? Hún leit þreytulega á úrið sitt. — Til klukkan fimm — ef verkast vill. Hún leit á glasið mitt. Eg lyfti því, án þess að gefa augnaráði hennar gaum, og saup á því. — Fastráðin? — Við getum sagt svo. — Hvað lengi hafið þér verið hér? Hún fitlaði hirðuleysislega við annan hlýrann á öxl sér. — Þetta er fyrsta kvöldiö mitt hér, monsieur, svaraði hún. — Það var skrítið, sagði ég forviða.. — Segið þér öllum karlmönnum þetta? Hún hristi höfuðið. — Þér ráðið, hverju þér trúið. Þetta er samt fyrsta kvöldið mitt hér. — Hvaðan eruð þér? — Utan úr sveit. Eg kom til Parísar fyrir nokkrum mán- uðum. — Hverra erinda? Hún slökkti í sígarettunni, brosti til manns, sem stóð rétt hjá okkur, og spennti fram brjóstin. — Afsakið mig, sagði hún kurteislega, — ég verð .... — Andartak, kallaði ég á eftir henni. — Hvað heitið þér? Hún nam staöar og horfði forviða á mig. — Paulette, sagði hún. — Guði sé lof, stundi ég. — Hvað, áagði Páll. — Veiztu, hvað ölið er dýrt hérna? Og hvaða kvenmann varstu að tala við? — Það var bara kvenmaður sem heitir Paulette sagði ég. Við fórum út, litum inn í aðra krá og héldum síðan til gistihússins. — Eg gleymi því ekki, sagði Páll allt í einu, — manst þú eftir, hvað maturinn var góð ur, sem við fengum einu sinni í þorpinu, — hvað þgð nú hét, — þarna um árið? Þú veizt .... Þar, sem litla stúlkan gekk um beina. — Jaqueline, sagði ég. — Rétt, svaraði hann. — Það var falleg stúlka. Gaman væri að vita, hvar hún er nið urkomin núna. — Já, sagði ég.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.