Tíminn - 22.10.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.10.1961, Blaðsíða 14
14 TIMIN N, sunnudaginn 22. október 1961 ekki fæddur í helminn til þess að bera sinn hluta af byrði heimsíns, og lifa lífinu ó- skertu? En þetta var aðeins hálft líf, þar sem konur og börn máttu engan þátt taka í, þar sem allir þessir hlutir, sem jarðlífið veitti oe hlm- inninn hafði blessað, var dauðasynd fyrir munka og bræðrafélögin. Það hafði fyrst og fremst það í för með sér, að hann mætti ekki framar hugsa um Rósamundu. En mundi hann í framtíðinni geta það, vegna sálarróseml sinnar? Hvers vegna var hugur hans á reiki á þessum, helga stað þegar hann minntist hennar? Jú, hann fann fyrst nú á þess- um stað, að hann elskaði þessa konu fremur öllu öðru í veröldinni, meira en sitt eig ið líf, já, meira en slna eigin sál. Hann elskaði hana með sínu unga, hreina hjarta 6- skertu, svo mjög, að það væri honum gleði að láta iíf sitt fyrir hana, ekki aðeins í æðis trylling bardagans eins og á steinbrúnni við víkina dauðu, þar sem það Ijafði nær sér átt stað, heldur einnig með köldu blóði, af frjálsum vilja, ef þörf krefði. Hann elskaði hana með líkama og sál, og næst Guði, fórnaði hann henni líkama sínum og sál. En hve mikið mundi henni þykja í gjöf hans varið? En ef nú aijnar maður?---------- Við hlið hans kraup Vulf bróðir hans og studdi olnbog unum á altarisbrúnina, og starði á spegilfögru herklæð in, er hann átti að bera í bar dögunum, rlddarl riddar- anna, óttalaus, göfugur, hreinskilinn og tígulegur í allri framgöngu, maður, sem hver kona hlaut að geta elsk- að, og hann elskaði einnig Rósamundu. Um það var hann ekki í vafa. Og elskaði ekki Rósamunda hann einn- ig? Bitur afbrýðisemi greip hjarta Godvins. Já, jafnvel .á þessum stað gat öfundsýki gripið hann svo og pínt, að svitinn draup af enni hans, þrátt fyrir kuldann í kirkj- unni. — Ó, Guð, stundi'hann, — gefðu mér styrk til að sigra þessa syndsamlegu ástríðu, sem koma mundi mér til að hata bróður minn, sem ég elska. Guð minn, gefðu mér þrek til að bera það, þó 'hann yrði tekinn fram yfir mig. Gerðu mig að sönnum ridd- ara, þolgóðum í þrautum og sorg og nógu sterkán til þess að gleðjast yfir hamingju meðbiðils míns, eí þörf kref- ur. Loks tók að lýsa af degi og sólargeislarnir, sem komu inn um austurgluggana lýstu kirkjuna endilanga hliðar- hliðarálmurnar voru aðeins 1 skugga, því kirkjan var kross byggð. Allt i einu hljómaði sálmasöngur, og inn um vest urdyrnar kom ábótinn í öll- um skrúða og á eftir honum munkar og kirkjuþjónar, er veifuðu reykelsiskerum Hann stanzaði i miðri kirkjunni, gekk síðan að skriftastóln- um og bað Godvin að fylgja sér. Hann kraup frammi fyr- ir hinum æruverða föður og opnaði hjarta sitt fyrir hon- um. Hann játaði syndir sín- ar. Þær voru aðeins fáar. Hann sagði honum frá sýn- inni, er fyrir hann bar. með- an hann lá veikur, er fékk á- bótanum nóg að hugsa um. Hann sagði honum frá ást slnni, von og ótta og ósk um það, að verða nú hermaður, — þó að hann hefði einu sinni, sem drengur, óskað sér að verða munkur, — ekki til þess að úthella blóði, heldur til þess að berjast fyrir kross Krists gegn heiðingjunum. Hann endaði með því að hrópa: — Ráðlegðu mér, góði faðir minn! Ráðlegðu mér! — Þitt eigið hjarta er bezti ráðgjafi þinn, svaraði prest- urinn. — Farðu þangað, sem hjarta þitt leiðir þig, því að þú veizt að gegnum það leið- ir Guð þig. En ef ást og gleði lífsins yfirgefur þig, þá komdu aftur til mín. Stefndu beint áfram, riddari Krists, óttastu ekki og þú munt laun hljóta, og meðtak blessun Krists og kirkju hans. — Og hvaða yfirbót á ég að gera, faðir? — Enga, sonur minn, sá tími mun koma, að þú af frjálsum og fúsum vilja bæt- ir fyrir það, sem þú heíur brotið. Godvln var léttara fyrir brjósti, er hann gekr aftur að altarinu, og kallað 'rar á Vulf i skriftastólinn. Það er ekki vert að dvelja við þær syndir. sem hann hafði að játa, þær voru slikar. sem venjulegast er að finna hjá ungum mönnum, engin alvai leg Áður en hann veitti hon- um fyrirgefningu, ámlnnti á- bótinn hann um að hugsa minna um líkama sinn, en meira um sálina, minna um ytri fegurð hermennslcunnar. en meira um endinn. Hann bað hann enn fremur um að taka Godvin sér til fyrirmynd ar og leiðtoga hér á lörðinni, þvi að ekki mundi finnast annar betri maður á hans aldri, og þegar hann ioks lét hann fara frá sér, sagði hann, að hann myndi, ef hann fylgdi þessum ráðum, ná tign og heiðri, bæði hér á jörðu og á himnum uppi. — Faðir, ég vil gera það, er ég framast get, sagði Vu\f auðmjúkur, — en það geta nú ekki verið tveir Godvinar, og þar að auki, faðir, óttast ég oft, að leiðir okkar mætist, þar sem tveir menn geta ekki náð ástum sömu konunnar né notið hennar. — Eg skil þá erfiðleika, svar aði ábótinn, — og fyrir miður veglynda menn væru þeir al- varlegir, en ef til þess kem- ur, verður konan sjálf að dæma ykkar á milli eftir sín um eigin tilfinningum og sá sem missir hana verður að vera jafn stilltur og staðfast ur í sorg, sem gleði. Gættu þess, að þú neytir ekki neinna ósæmilegra yfirburða yfir bróðir þinn á freistinga tím- um, og berðu ekki kala í brjósti, þótt hann hreppi hnossið. — Það er ég óhræddur um, sagði Vulf, — við, sem höfum elskað hvor annan frá blautu barnsbeini, munum ekki svíkja hvor annan. — Það vona ég líka, svar- aði ábótlnn, — en vaid Sat- ans er víðtækt. Vulf 'sneri síðan tii baka að altarinu Messan var þvínæst sungin og bræðurnir neyttu kveldmáltíðarinnar meðan fórnirnar fóru fram eftir hin um ákveðnum reglum. Síðan var þeim fylgt tjl klausturs- ins til þess að eta og hvíla sig eftir kuldann og næturvök- una í kirkjunni. Þeir sátu nú þarna aieinir dálitla stund í Sunnudagur 22. október 8.30 Létt músik að morgni dags. 9.00 Fréttir. 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Morgunhugleiðing um músik: „Áhrif tónlistar á sögu og siði“, bókarkafli eftir Cyril Scott, í þýðingu Kristínar Þ. Thoroddsen; I (Árni Krist- jánsson flytur). 9.35 Morguntónleikar: a) Fantasía í A-dúr eftir Cés- ar Franck (Marcel Dupré leikur á orgel). b) Sönglög eftir Haydn (Diet- rich Ficher-Dieskau syngur; Gerald Moore leikur undir). c) „Myndir frá Brazilíu" eftir Respighi (Hljómsveitin Philharmonia leikur; Alceo Galiieri stjórnar). 10.30 Setning Almenns kirkjufund- ar: Guðsþjónusta í Neskirkju (Séra Bjarni Jónsson vígslu- biskup prédikar; séra Jakob Einarsson fyrrum prófastur þjónar fyrir altari. Organleik- ari: Jón ísleifsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.10 Erindi eftir Pierre Rousseau: Saga framtíðarinnar; I: Vís- indin og samfélagið (Dr. Broddi Jóhannesson). 14.00 Miðdegistónleikar: „Acis og Galatea“, tónsaga eft ir Handei (Joan Sutherland, Peter Pears, Owen Brannigan, David Galliver og St. Anthony kórinn syngja; hljómsveitin Philomusica í Lundúnum leik- ur. Stjórnandi: Sir y Adrian Boult. — Guðmundur Jónsson kynnir). 15.30 Kaffitíminn: — (16.00 Veð.fr.). a) Carl Billich og félagar hans leika. b) Friedrich Wiihrer leikur fiðlulög eftir Kreisler. 16.15 Á bókamarkaðinum (Vilhjáim- ur Þ. Gíslason útvarpsstjóri). 17.30 Barnatimi (Anna Snonradóttir) a) Framhaldssagan: „Pip fer á flakk"; 2. lestur. b) Leikrit: „Á hættunnar stund" eftir Ragnar Jó- hannesson. — Leikstjóri: Steindór Hjörleifsson. c) Fimm mínútur með Chopin; lokaþáttur. d) Ævintýraskáldið frá Óðins- véum; fjórða kynning: Jón Sigurbjörnsson les eitt af ævintýrum skáldsins. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 „ísland ögrum skorið": Gömiu Iögin sungin og leikin 19.10 Tilkynningar. 19.30 Fréttir og íþróttaspjall. 20 00 Raddir að vestan: Síðari þátt ur úr Kanadaför (Jón Magnús son fréttastjóri) 20.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands i Háskólabíói 12. þ. m Stjórnandi: Jindrich Rohan. Einieikari: Michael Rabin fiðlusnillingur frá Bandaríkjunum. Fiðlukonsert í e-moll op 64 eftir Mendelsshon. 21.00 „Hratt flýgur stund“: Nýr skemmtiþáttur í útvarpssal undir stjórn Jónasar Jónassoh- ar. Hljómsveitarstjóri: Magn- ús Pétursson. 22.00 FréttLr og veðurfregnir. 22.05 Danslög 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 23 október. 8.00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Ósk ar J. Þorláksson. — 8.05 Morg unleikfimi: Valdimar Örnólfs- son stjórnar og Magnús Pét- ursson ieikur undir. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 9.10 Veður- fregnir. — 9,20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Búnaðarþáttur: Gísli Krist- jánsson ritstjóri ræðir við Ingólf Þorsteinsson fulltrúa um starfsemi á Flóaáveitu- svæðinu fyrr og síðar. 13.35 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 17.05 „í dúr og moll“. Sígild tónlist fy-rir ungt fólk (Reynir Axels- son). 18.00 Rökkursögur: Hugrún skáld- kona talar viö börnin. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Um daginn og veginn (Thor- olf Smith fréttamaður). 20.20 Einsöngur: Magnús Jónsson óperusöngvari syngur. Við pí- anóið: Fritz Weisshappel. a) „O cessate di piagarmi" Scarlatti. b) „Gígjan" eftir Sigfús Ein- arsson. c) „Fjólan" eftir Þórarin Jónsson. d) „Bí, bí og blaka" eftir Mark ús Kristjánsson e) „Síðasti dans" eftir Karl O. Runólfsson. f) „Vor“ eftir Magnús Blönd- al Jóhannsson. g) „A vucchella" eftir Tosti. 20.40 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvaran leikari). 21.00 Minnzt sextugsafmæiis Krist- manns Guðmundssonar skálds. Séra Sigurður Einarsson flyt- ur erindi, og lesið verður úr verkum skáldsins. 21.30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux inn“ eftir Kristmann Guð- mundsson; XXI (Höf, les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guðmundsson). 23.00 Dagskrárlok. H. RIDER HAGGARD BRÆÐURNIR SAGA FRA KROSSFERÐATIMUNUM 8 EIRÍKUR VÍÐFÖRLI Úlfurinn og Fálkinn 78 Eiríkur lá grafkýrr undir tré og hugsaði um, hvaS mundi gerast næsta dag, hvort hvarf Sveins yrði urmeötvað. Hann sofnaði, en vakn aði við tal rétt hjá sér. — Hvar eru sendimennirnir tveir? var sagt. — Eg er búinn að leita lengi að þeim. Geitfingur vill tala við þá. Er Eiríkur heyrði þetta, ákvað hann að læðast brott, þótt það eyðilegði áform hans. Hann fór þangað sem hestarnir stóðu bundn ir Hann var nýstiginn á bak, er hann heyrði hrópað skammt frá: — Hér er hann, látið hann ekki ileppa!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.