Tíminn - 02.11.1961, Síða 9

Tíminn - 02.11.1961, Síða 9
TÍMINN, fimmtudaginn 2. nóvember 1961 9 ast töluvert á hverju ári og öðru hverju góða gripi. — Hér eru fleiri safndeildir? — Já, t.d. er hér manna- myndasafn, svarar Kristján, — 'par er safnað öllum myndum sem til næst af íslendingum. Við fáum plötur hjá ljósmynd- urum, og einnig er okkur sent mikið af mannamyndum úr ýmsum áttum. Bókaútgefendur notfæra sér þessa deild safns- ins allrækilega. Myndirnar skipta mörgum tugum þúsunda. — Hver er elzta mannamynd in? — Það er málverk af Guð- brandi Hólabiskupi, hann er 16. aldar maður, fæddur í páp- ísku. Annars eigum við mjög fáar myndir af íslendingum fyrir 1850. En upp úr því verða mannamyndir algengari, svo koma Ijósmyndir til sögunnar. Þá er að nefna örnefnaskrán ingu, sem fram fer á vegum safnsins. Nú er farið að síga á seinni hlutann með þá söfnun. Lætur nærri, að brátt sé lokið við að skrá öll ömefni á ís- landi. En hér er þó aðeins um hráefni að ræða, síðar verður unnið úr þessu og það verður varla verk einnar kynslóðar. Við höfum aðeins fest þetta á -blað. Hliðstæð er þjóðháttaskrán- ing safnsins, sem miðar að því að safna upplýsingum um at- vinnuhætti og þjóðsiði. Sú starfsemi hefði átt að byrja fyrr en hún gerði, gamli tíminn fjarlægist okkur óðfluga. Þjóð- háttaskráning fer þannig fram, að fróðleiks- og greindarfólk í öllum landsfjórðungum fær sendar spurningar til útfylling ar. Þá má geta hljómplötusafns. Þar eru til upptökur af rödd- um ýmissa merkismanna, enn fremur er leitazt við að safna plötum og segulböndum með þjóðlö.gum, kveðskap og söng og venjulegum íslenzkum grammófónplötum. Hér á Þjóðminjasafninu er sumt skammt á veg komið, en safnið vill vera virkur aðili, bæði gagnvart fræðimönnum og almenningi. Útlendir menn þurfa oft hingað að sækja í sambandi við eigin rannsóknir, eins og ég gat um. Og í Þjóð- minjasafninu er mikill efnivið- ur í íslenzka menningarsögu, hvenær sem hún verður skráð. — Hver er merkasti gripur- inn á Þjóðminjasafninu? — Frægust er Valþjófsstaða hurðin tvímælalaust. Það er meðal annars af því, hvað hún fer vel á mynd. Hún er frá því um 1200 og margar kenningar á lofti um höfund hennar. En ég kann því vel, að listamaðurinn er óþekktur, eins og flestir þeir aðrir, sem sköpuðu mestu lista verk okkar. — En elzti munur safnsins? ‘— Fundizt hafa allmargir munir frá landnámsöld, en sennilegt má telja, að elztu gripirnir, sem hér eru, hafi bor izt hingað til til lands fyrir landnámsöld. Það eru róm- verskir peningar, smíðaðir á 3. öld e. Kr. Eg hef einu sinni leikið mér að þeirri kenningu, að þeir hafi borizt hingað með rómverskum sæförum á 6. öld. — Hvaða grip á Þjóðminja- safninum mundirðu Vjarga, ef húsið yrði alelda? Nú þegir Kristján við langa stund, hristir loks höfuðið: — Þarna gerðirðu mig heimaskítsmát. Ætli ég sykki ekki bara með skútunni. Gísli Gestsson hefur verið safnvörður í 10 ár. Við börð- um á dyrnar hjá honum til að gíennslast fyrir um starf hans. „Kom inn“, var svarað dimmri hau.gbúarödd. Þegar dyrum var lokið upp gaus á móti komumanni spíralykt mik il, en Gísli sat við skrifborð sitt með alvæpni, exi ógóða og spjót silfurbúið, enn fremur smásjá. Á borðinu stóðu glös og krukkur með annarlegu inni haldi og örsmátt eggjárn tengt rafgeymi. Það var með hálfum huga, að við nálguðumst Gísla, þar sem hann grúfði sig yfir smásjána og horfði inn í forn- öldina. En Gísli leggur frá sér vopn- in og er hinn bezti viðureign- ar. Hann kveðst vera að hreinsa spjót það, er fannst í Kotmúla og áður er getið. Spjótsoddurinn er skorðaður undir smásjánni og Gísli fitl- ar við hann með ömjóum hníf. — Þetta er mikið þolinmæð- isverk, segir Gísli, — spjótið hefur sennilega legið í jörðu frá því á söguöld og var orðið afar ryðbólgið, þegar það barst okkur. Það var mánaðarverk að pilla mesta ryðið af með járn- sög og borum. Síðan var spjót- ið þvegið vandlega og látið liggja í eimuðu vatni. Síðan eru reynd á því ýmis efni, er leysa upp óhreinindin. Að því loknu er farið að hreinsa það endanlega, ég hef einmitt unn- ið að því nokkra daga. Það get- ur tekið vikur. Eg rejmi að skafa að mesta með beittum eggjárnum, enn fremur prófa ég á því ýmsar efnablöndur, og sumt er jafnvel hreinsað burt með rafstraum. Að lokum verður' það pússað og fægt með enn öðrum efnum. Maður veit aldrei fyrirfram, hvaða aðferð borgar sig bezt. Maður verður að þreifa sig áfram með það. — Hefur þetta verið vandað spjót? — Já, vandaðra en gengur og gerist með vopn, svarar Gísli, — falurinn er silfurbú- inn með skrautlínum úr eir. Og sennilega hefur þetta verið gott vopn að sama skapi, ég býst við, að eggjamar hafi ver- ið stálsoðnar, þó að ég vilji ekkert um það fullyrða. Senni- lega hefur spjótið verið fram- leitt í Svíþjóð. Ekki hefur fund izt neitt þessu líkt hér á landi. Og eflaust getur einhver fært að því rök, að Gunnar á Hlíð- arenda hafi borið þetta glæsi- lega vopn. Við tefjum ekki Gísla leng- ur frá hergagnaframleiðslunni. Starf hans er állfjölþætt innan safnsins, hann hefur umsjón með sýningarsölum, sér um ljósmyndun og skrásetningu, varðveitir mannamyndasafnið og er alltaf tilbúinn að svara hvers kyns fyrirspurnum. Einn ig hefur hann haft með hönd- um fornleifagröft, m. a. gróf hann upp hinar merku bæjar- rústir á Gröf í Öræfum. Niðri í kjallara hittum við Þorkel Grímsson að starfi. Hann hefur unnið þrjú ár við safnið, lokið löngu námi í forn leifafræði og sögu í París. Lond on og Kaupmannahöfn. .Þorkell er að vinna við að teikna flat- armálsmynd af fornum bæjar- rústum. — Þetta er Reyðarfell í Borg arfirði, segir Þorkell, — en þann bæ höfum við verið að grafa upp undanfarin tvö sum- ur. Reyðarfells er getið í Land- námu og vitað er, að það fór í eyði árið 1503. Þama ætluðu Húsafellsbændur að rækta land og við brugðum því við skjótt að grafa upp bæinn, því að rústirnar höfðu verið friðlýst- ar. Oftast vorum við þrír við uppgröftinn, bjuggum í tjaldi, en höfðum fæði heima á Húsa- felli. — Hvernig fer uppgröftur- inn fram? — Við gröfum niður á rúst- Gísli Gestsson safnvörður með smasjartæki að hreinsa og fægja gömul vopn Þórslikneski frá því um árið 1000, fundið á víðavangi í Eyjafirði. Skyldu Eyflrðingar hafa borlð karllnn út, þegar þeir köstuðu trú feðra slnna? I irnar með ýmiss konar verk- færum, ég teikna allt inn á millimetrapappír jafnóðum og það kemur í Ijós, gólfhellur, hleðslusteina og annað, sem þýðingu hefur. Jafnframt eru gerðar hæðarmælingar, og einn ig held ég nákvæma dagbók, lýsi þar t. d. öllum hlutum, sem kunna að finnast og staðsetn- ingu þeirra, jarðvegsbreyting- um og öðru. Við tökum einnig ljósmyndir á öllum stigum verksins. Að loknu verkinu sjálfu, teikna ég rústirnar á glæran pappír, skrifa síðan skýi'slu um niðurstöðurnar. T. d. var ágreiningur um, hvort umræddar rústir væru af Reyð- arfelli í raun og veru, ég þyk- ist þó hafa með uppgreftrin- um sannað, að svo sé. Þarna er um að ræða þrjú byggingar- tímabil. Hins vegar hefur orðið vart við rústir uppi í fjallinu, og þar tel ég sennilegt, að staðið hafi landnámsbærinn Grímsgil, sem var í byggð mjög skamma -'tund. Þar bjó Grímur Stafn- grímsson, sonur landnáms- mannsins í Hálsasveit. Reynist það rétt, er líklegt, að þar fá- ist ómetanlegar heimildir um húsagerð á landnámsöld. Eirik um vegna þess að síðari tíma byggingar hafa þar engu rask- að. — Koma sögulegar heimild- ir að miklu gagni við fornleifa gröft? — Um Reyðarfell er getið í Landnámu og íslenzkum forn- bréfum. En Reyðarfell var ekki höfuðból, aðeins miðlungsjörð, metin á 24 hundruða. Hins veg ar er getið um ýmsa ættingja ábúanda á Reyðarfelli víða í sögum. Og bajrinn sjálfur einn ig nefndur í Grettissögu og Sturlungu. — Hvert er helzta starf þilt við safnið auk fornleifarann- sókna? — Skrásetning safngripana. Rita þarf langt mál um hvern grip, geta um heímildir, lýsa hlutnum nákvæmlega, árfæra hann, geta um aðra sambæri- lega, ef til eru. Oft fylgir löng skrá um það, hvar fjallað er um hlutinn í minningabókum eða skáldsögum. Á safninu eru 16 þúsund númer, smátt og stórt meðtalið, og alltaf bætist eitthvað við.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.