Tíminn - 05.11.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.11.1961, Blaðsíða 6
í 6 T f M IN Nr, smmudaginn 5. nóvember 1961 Bandalag kvenna í Reykja- vík hélt aðalfund sinn dagana 30. og 31. október s.l. Sátu fundinn fulltrúar tuttugu fé- laga. Formenn aðildarfélag- anna eru sjálfkjörnir til setu á fundunum, en að auki kýs hvert félag tvo fulltrúa, svo alls áttu sextíu konur sæti á fundinum. Þó að ekki sé hægt að segja neinar „heimsfréttir“ af störfum slíkra funda, er alltaf athyglisvert að fylgjast með því, hvað konun- um liggur þyngst á hjarta og hvaða málefni það eru, sem þær sameinast um að veita brautargengi. Ekki var um að ræða nein stór nýmæli að þessn sinni, en kosnar voru nefndir til að starfa að ákveðnum málefn- um og samþykktar ályktanir til að minna á nauðsyn allmargra mála, er einkum varða heill og hagsmuni heimila og velferð æskufólks. Þær ályktanir verða síðar birtar í heild og rek ég því aðeins efni þeirra, er mér persónulega þykir mestu máli skipta. Eitt af þeim málum, sem Banda- lag kvenna í Reykjavík hefur beitt sér fyrir ,er nú til lykta leitt, en það er gerð listofins' veggklæðis sem bandalagið gaf Reykjavíkur- bæ og afhenti á afmæli bæjarins í sumar. Hefur þeim grip áður verið lýst í blöðum. Frummyndina gerði Jóhann Briem listmálari, en eftir henni óf Vigdís Kristjánsdótt- ir klæðið og leysti verkið af hendi með miklum ágætum að dómi María Maack lætur gamanyrði fjúka Aðalfundur Bandalags kvenna kunnáttufólks. Nú hangir klæðið í fundarsal bæjarstjórnar og var bandalagsfulltrúum boðið að koma og sjá það og sitja um leið kaffi- böð bæjarstjórnar, og varð hvort tveggja ánægjulegt. Öllum, sem leiða hugann að þeim hás'ka, sem búinn er ungum börmum, sem litið athvarf eiga Katrín Helgadóttlr skólastjórl spjallar við Aðalbjörgu Sigurðardóttur og Freyju Norðdahl. mikinn hluta dags, er áhyggjuefni, að með vaxandi fólksfjölda og breyttum lifnaðarháttum stækkar sá hópur óðum. Dagheimili Sum- argjafar hafa veitt ómetanlega að- stoð einstæðum mæðrum og öðr- um, sem til þeirra hafa leitað, en þau annast börnin aðeins til sex ára aldurs. En sex—sjö ára börn eru ekki fær um að sjá um sig sjálf meiri hluta dags. Vill Banda- lag kvenna mjög eindregið reyna að stuðla að því, að 6—9 ára göml- um börnum, sem ekki geta notið aðhlynningar heima hjá sér að deg inum verði búinn samastaður, og var samþykkt áskorun til bæjar- stjórnar af því tilefni. í sambandi við tillögur um skóla mál, komu fram á fundinum radd- ir um, hve misjafnar væru aðstæð- ur skólabarna til heimanáms og að æskilegt væri að jafna að ein- hverju leyti þann aðstöðumun með lesstofum. Fram hefur farið athugun á reykingum skólabarna í Reykja- "'k fyrir atbeina borgarlæknis o? fræðsluyfirvalda. Sýna niðurstöður þeirra athugana, að slík brögð eru að reykingum unglinga, einkum drengja, allt frá 13 ára aldri, að full ástæða er til að hefja herferð gegn þeim ófögnuði. Tóbaksreyk- ingar eru í senn peningaþjófur, hættulegur heilsu manna, einkum unglinga, og óttalegur sóðaskapur. Mig undrar, að fólk skuli ekki vilja verja öðruvísi peningum, sem fara í tóbakskaup. En fyrst og fremst lít ég á reykingar sem sóða skap. Nefnd sú, sem fjallað hefur um ■ ■ ■ ! áfengismál á vegum bandalagsins, vill einkum leggja áherzlu á, að : framfylgt sé eftirliti, sem skylt ; er samkvæmt lögum og reglugerð um að hafa með vínsölu til ungl- ; inga á samkomustöðum. í sam- bandi við það er nauðsynlegt að koma á vegabréfaskyldu og lagði fundurinn til, að börn fengju sín vegabréf um leið og þau fara að ganga í skóla. Þá skapast einnig grundvöllur til að herða á eftirliti með því, að börn fari ekki í kvik- myndahús til að sjá kvikmyndir, !>sem þeim eru bannaðar. Mætti skrifa langt mál um þá viður- l.styggð, sem tíðum er höfð fyrir | börnum og unglingum í kvikmynd um. Eg minnist þess einu sinni, ! er ég sat kvikmyndasýningu, sem | einkum var sótt af unglingum, að j þá voru leikin eílefu morð í þeirri ' einu og sömu mynd, sem að vísu var bönnuð börnum yngri en 14 > ára. Um verðlags- og verzlunarmál voru samþykktar tillögur, sem : æskilegt væri að tillit yrði tekið til i af viðkomandi aðiium. | Nokkur ágreiningur varð um orðalag fyrstu tillögunnar, er fjall jaði um dýrtíðina og ósk um að aðflutningsgjöldum og söluskatti ! yrði lét't af brýnustu nauðsynjum. ! Stefna núverandi ríkisstjórnar á ; elskulega formælendur innan Bandalags kvenna og samstarfs- vilji þar er á svo — mér liggur við að segja — ótrúlega háu stigi, að horfið var frá orðalagi, sem talið var, að vekja kynni grun um, að ekki væru allir fulltrúarnir ánægð ir með þær ráðstafanir, sem leitt hafa til dýrtíðarinnar. En það er kannske önnur’ saga og að vissu leyti má fagna því, að svo margar konur skuli geta unnið saman í slíkri eindrægni. Önnur tillaga verðlags- og verzl- unarnefndar var áskorun til bæjar yfirvalda um auknar byggingar í- búða, sem efnalítið fólk gæti feng ið leigðar1 eða keyptar við vægu verði. Þá bar nefndin einnig fram [ uppástungur um breytingu á lok- unartíma sölubúða, er gerði fleir- um fært að komast í verzlanir eft- ir vinnutíma, um verðmerikingu vara og aukið hreinlæti í matvöru- br'auða- og mjólkurbúðum. Þá hét fundurinn og á verzlanir að sjá af- greiðslufólki fyrir námskeiðum í vöruþekkingu, ekki sízt að því leyti, er tekur til fatnaðarvöru. Einmitt nú, er hin mörgu nýju gerviefni eru komin til sögunnar, er mjög áríðandi, að afgreiðslu- fólk geti leiðbeint kaupendum um gæði varanna, meðferð þeirra í þvotti o. s. frv. Landssamband ísl. barnaverndar félaga hafði óskað eftir, að Banda lag kvenna kysi' þrjá fulltrúa í nefnd til að vinna að stofnun hæl is fyrir stúlkur, sem lent hafa á glapstigum og voru Ingibjör’g Tóm as'dóttir, Soffía Ingvarsdóttir og Katrín Smári kosnar í nefndina. Skýrt var frá fyrsta orlofi, secn húsmæður úr Reykjavík fóru í austur að Laugarvatni á vegu!m nefndar, er sikipuð var samkvæmt lögunum um það mól. Þótti það takast vel. Enn eru Hallveigarstaðir á döf- inni og virðast löngum ætla að verða Ijórn á vegi' þes'sa máls. Þó er nú tekin að skýrast hugmyndin ucn ,hvers konar hús það skuli verða og nefndin, sem framkvœmn ir allar hefur með höndum, gaf vonir um, að i-nnan skamms yrði 'annag en gapandi grunn að sjá á lóðinni við Túngötu. Fyrri fundarda-g fóru fulltrúar í kaffiboð í Húsmæðraskólann á Sólvallagötu. Var þar góður fagn- aður, sungið og spjallað. Katrín Helgadóttir skólastjóri vann mi'k- ið starf sem gjaldkeri nefndar þeirrar, er gera lét ráðhústeppið svonefnda og voru henni þökkuð þau störf við þetta tækifæri. Hall- dór Þorsteinsson, Háteigi, hefur gefig húsmæðraskólanum , frum- myndina að teppinu, en kona hans Ragnhildur Pétursdóttir, át.ti frummyndina að teppinu. Þá var við sama tækifæri þakkað eigend- um Álafoii'svertemiðjunnar, sem gáfu al'lt garn í teppið. í upphafi Bandalagsf'undarins minntist formaðurinn látinna fé- lagskvenna, þeirra Ragnhildar Péturs'dóttur og Steinunnar Bjarnason. Að þessu sinni átti ein kona að ganga úr aðalstjórn Bandalags ins, Guðlaug Bergsdóttir, gjald- keri. Var hún endurkosin. Aðrar í aðalstjórn eru Aðalbjörg Sigurð ardóttir oig Jónína Guðmundsdótt- ir. í varastjórn voru kosnar Soffía Ingvarsdóttir, Sigríður Thorla- cius og Kristín Sigurðardóttir. Um Styrktarfélag vangefinna flutti Sigríður Ingimarsdóttir á- gætt erindi og rakti m.a. löggjöf varðandi málefni vangefins fólks. Lára Sigurbjörnsdóttir flutti er- indi um tildrög þess, að Lands- samband íslenzkra barnavemdar- félaga óskaði eftir nefndarskipun þeirri, sem fyrr var á minntz. Sitthvað fleira var rætt á fund inum og kemur það í ljós, er á- lyktanir hans verða birtar. í fundarlok voru samþykkt mót mæli gegn kjamorkusprengingum Rússa og andmæli gegn fram- leiðslu slíkra vopna og annarra vígvéla hvarvetna í heiminum. Sigríður Thorlacius. í boði húsmæðraskólans '■V.'.V.V.V.V.VV.VAV.V/.V.VAV.'.V.V.V.V.V.V.V.; Sýning ij Helga M. S. Bergmann í Banka- ■: stræti 7 uppi, hefur verið framlengd ■: lí fram yfir helgi. :■ I i! .\\\V.V.%\%V.V.V.V.V.V.%W.V.V.VAV.W.VAVW.V v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.