Tíminn - 05.11.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.11.1961, Blaðsíða 8
8 T í M IN N , sunnudaginn 5. nóvember 1961 urrr Áe/o&œa Það var hart í ári á íslandi vorið 1884. Þá gekk yfir land- ið mikill og strangur harð- indakafli með stórfelli fén- aðar sum árin, og hefur ekki síðan slíkur komið. Voru þá oft snjóalög mikil og grimm frost, stundum stórhríðar marga daga samfleytt, þótt komið væri langt fram á vor. Veturinn 1884 var ekki sér- lega strangur, og á einmán- uði mátti heita sumarblíða. En um sumarmálin brá til mikilla kulda með fannkomu, og linnti ekki, fyrr en komið var fram yfir fardaga. Þá tók jörð að gróa, að minnsta kosti á Norðurlandi. Á þessum árum stunduðu Skotar mjög hvalveiðar í norðurhöfum og höfðu lengi gert. Þeir sendu skip sín að heiman snemma vors og höfð ust þau síðan við á veiðislóð- unum, unz þau höfðu fengið fullfermi eða komið var haust. Þegar vart varð hvala, voru skipsmenn látnir fara í báta, róa ag þeim og skutala með hvalabyssum. Þegar þeir höfðu unnið bráðinaj reru þeir með hvalinn í togi að skipshlið, þar sem hann var skorinn. Það orð fór af hvalveiði- skipstjórum, að þeim væri annar eiginleiki gefinn í rikara mæli en vorkunnsemi, enda fór bæði arðurinn af veiði- ferðinni, og þar með hlutur skipshafnarinnar sjálfrar, og orðstír sá, sem skipstjórarnir gátu sér, eftir því, hvað þeim tókst að knýja áhöfn sína til þess að leggja hart að sér. Það var því æðioft teflt á tæpt vað, ef einhver von var um veiði. Eitt hinna skozku hvalveiði skipa, sem fór til veiða í norðurhöfum þetta ár, var Chieftain frá Dundee. 26. maí um vorið var það statt í hafi norður af íslandi í sudda og dimmviðri. Líklega hefur orðið vart við hvali í námunda við skipið, því að skipstjórinn, Tómas J. Gella- thy, lét setja út alla báta skipsins, fjóra að tölu, og manna þá. Voru fimm menn látnir fara í hvern bát, og skyldu fjórir róa, en einn var fyrirliði. Skipstjóri fór sjálf- ur í einn bátinn, en sjö menn lét hann verða eftir á skút- unni. Nú reru bátarnir allir frá skipinu, og er það skemmst af þeirri veiðiför að segja, að brátt skellti yfir dimmri þoku. Síðan hvessti, og tók þá sjó fljótt að stæra. Fór svo, að bátarnir fundu ekki skipið. Stoðaði ekki, þótt fastur væri sóttur róðurinn á með- an þrekið entist. Bátarnir flæktust nú næstu dægur fram og aftur í þoku og hrakviðri. og þegar greiddi til, sást ekkert nema enda- laust haf. Hvergi skaut fjall upp kolli, og ekki sást til neinna skipaferða. Hvorki voru vistir né vatn í bátun- um, því að slíkt var ekki sið- ur meðal hvalveiðimanna, og gerðust mennirnir því fljótt illa haldnir af hungri, þorsta og vosbúð. Að sjálfsögðu höfðu bát- arnir borizt sinn í hverja átt- ina, og vissi ekki ein bátshöfn, hvað af annarri hafði orðið. Samt virðast tveir hafa haft samílot fyrst í stað eða náð saman um stundarsakir. Var Gellathy skipstjóri fyrirliði á >/é mmmzams, -.jgstzmmm öðrum, en hinum stýrði mað- ur, sem hét Davíð Buchan. Gerðist það þá, að Davið sló útbyrðis, og tókst féiögum hans ekki að bjarga honuim. Var þá 26 ára gamall maður af báti skipstjórans, James Mackintosh, látinn fara yf- ir í hinn bátinn og taka við stjórn þar. Litlu síðar munu bátarnir hafa misst hvor af öðrum, og segir nú ekki af volki þeirra um hríð. —o— Þessu næst er að hverfa austur að Brimnesi á Langa- nesi. Hinn sama dag og Gell- athy náði laridi á Raufar- höfn, kom þangað annar bát- ur frá hvalveiðiskipinu skozka. Voru á honum fimm menn, sýnu betur haldnir en hin bátshöfnin. Allir voru þeir að vísu með bjúg mikinn og bólgu á höndum og fót- um og lítt eða ekki gangfær- ir, en annars óskemmdir að mestu, nema hvað einn var nokkuð kalinn á fctum. Þegar hér var komið sögu, höfðu menn allvíða eignazt skonnortur og jagtir, er stund uðu hákarlaveioar á rúmsjó. Slíkar veiðar þóttu arðvæn- legar, en voru stundum ærið áfallasamar. Eyfirðingar voru mjög framarlega í flokki um slíkan veiðiskap. Eitt hákarlaskipa þeirra var skonnorta, sem hét Storm ur, hálf fimmtánda lest að stærð. Hafði séra Stefán Árnason á Kvíabekk látið smíða hana þar í samlögum við aðra, en árið 1884 hafði útgerð Storms flutzt inn til Dalvíkur. Séra Stefán var prestssonur úr Svarfaðardal, og munu Svarf dælingar frá öndverðu hafa verið meðeigendur hans að skipinu. Stýrði því nú Jóhann Gunnlaugsson frá Sökku, mik ill aflamaður. Hinn 11. dag júnímánaðar var Jóhann á Stormi að há- karlaveiðum norður við Kol- beinsey — jafnvel norðan eyj ar. Sáu þeir félagar þar bát á reki. Héldu þeir að bátnum og fundu í honum rænulaus- an mann, en með lífi, og voru hjá honum leifar af líki, Það gerðist fyrir norðan ísland Akureyri um það leyti, sem sagan gerist, og er sjúkrahúsið, þar sem fæturnir voru teknir af James Mackintosh, fremst á myndinnt. Nú víkur sögunni til Rauf- arhafnar. Þar var komið of- urlítið þorp árið 1884. Var þar allvænt býli, verzlunar- staður, veitingahús og nokkr ar þurrabúðir. Á annan dag hvítasunnu, hinn 2. júnímán- aðar, urðu menn á Raufar- höfn varir við bát, er þar var að hrekjast fyrir framan. Voru á honum fjórir mátt- dregnir menn, sem mæltu á framandi tungu. Þarna var kominn Gellathy skipstjóri með menn sína. Allir voru þeir mjög þrútnir og bólgnir eftir kulda og vosbúð í sjö daga, enda hafði þá alla kal- ið meira eða minna. Einn var nær dauða en lífi, og hafði drep hlaupið í sár hans. Mennirnir voru nú nærðir og þeim veitt sú hjúkrun, er Raufarhafnarbúar gátu reitt af höndum. Sent var til Bene dikts Sveinssonar, sýslu- manns á Héðinshöfða, til þess að segja honum tíðind- in, og fékk hann Jón lækni Sigurðsson til þess að gera að sárum Skotanna. Manni þeim, sem verst var leikinn, varð þó ekki bjarg- að. Hann andaðist á Raufar- höfn 8. júní og var grafinn þar sextán dögum síðar. Sá hét Chapman. Um þessar mundir bjó á Brimnesi Ólafur Gíslason. Þótti honum að vonum sem sér væri vandi að höndum færður. Ekki mun hann hafa skilið mál hinna óvæntu gesta. Hitt leyndi sér ekki, að þetta voru skipreika menn og þótt þröngt kunni að hafa verið í búi á Brimnesi þetta óaldarvor, fengu þeir þá að- hlynningu, að þeir hresstust fljótt. Um þetta leyti var mergð norskra fiskiskipa hér við land og leituðu Norðmenn allra bragða til þess að geta stund- að veiðar sínar, þar sem þeim þótti álitlegast. Nú gripu Langanesbændur til þess ráðs, að koma hraknings- mönnunum'í norskt fiskiskip, sem var á leið austur fyrir. Skiluðu Norðmennirnir Skot- unum til Seyðisfjarðar i hend ur Einars sýslumanns Thorla ciusar hinn 8. júní. Ekki virt- ist Einari þeir betur haldnir en svo, að hann lét sækja lækni héraðsins, Þorvarð Kér úlf, upp að Ormarsstöðum í Fellum, þótt þá væri ekki landssiður að vitja læknis út af hégóma. Hinn 12. júní voru þeir fluttir um borð í gufu- skipið Thyru og sendir með því áleiðis til Granton í Skot- landi. handleggur og mannshjarta. Þeir Jóhann tóku manninn yfir í skip sitt og dreyptu á hann og hlúðu að honum, en með því að illt var í sjó, treystu þeir sér ekki til þess að taka bátinn á þilfar. Hirtu þeir því úr honum hvala- byssu, sem þar lá, og fáein- ar trossur, en líkamsleifarn- ar létu þeir síga i sjó. Síðan yfirgáfu þeir bátinn, sigldu sem hraðast suður á bóginn og tóku land á Siglufirði. Þar skiluðu þeir manninum af sér. Þessi maður, sem fundizt hafði á reki við Kolbeinsey, var James Mackintosh. Hann var kalinn mjög á höndum og fótum og að dauða kominn sökum kulda og þorsta. Drep hafði og hlaupið í báða fæt- urna. Það kom fljótt í ljós, að læknirinn á Siglufirði, Helgi Guðmundsson, hafði ekki tök á að veita þá hjálp, er bjarg- að gat lífi hans. En svo vel hittist á, að þar var danskt skip statt, og með því var hann sendur til Akureyrar. Þangað kom hann 15. júní, og var hann þegar fluttur á sjúkrahúsið. I aprílmánuði þetta vor hafði danska herskipið Dí- ana komið til íslands, og var hlutverk þess ^ að stugga frá landinu erlenclum veiðiskip- um. Hafði þess verið farið á leit, að það kæmi norður á ’’1 Eyjafjörð, þar sem norsk skip voru mjög áleitin. Díana var £ nú komin norður, en ekki var * gæzlan stunduð svo ósleiti- ;í lega, að skipið gæti ekki leg- % ið annað veifið við akkeri á ff Akureyrarpolli. Nú vii'di svo til, að Díana Á lá á Pollinum, og var leitað p til yfirlæknis skipsins, F. Hal bergs. Tók hann báða fætur '& af manninum ofan við kálf- ana, og naut við það verk að- stoðar samstarfsmanna sinna á herskipinu og Þorgríms g Þórðarsonar læknaskóla- § kandidats, sem var þá stadd É ur nyrðra nýútskrifaður úr fg læknaskóianum í Reykjavík. É Þessi aðgerð var framkvæmd W: 17. júní. James Maokintosh hresstist furðufljótt. Þegar hann hafði nokkuð jafnað sig og var orð inn málhress, vildu fróðleiks- fúsir menn, sem skildu ensku, spjalla við hann um það, sem fyrir hann hafði borið. En þá kom á daginn, að hann var tregur til þess að fjölyrða um það. Sagði hann, að í sig kæmi hryllingur, þegar talinu væri vikið að því. Hann sagði þó yfirvöldun- um sögu sína — eina hina á- takanlegustu sögu, sem gerzt hefur í íslandshafi. Hinn fyrsti þeirra félaga fimm, sem í bátnum voru, dó á fimmta degi, og var líkinu fljótlega fleygt í sjóinn. Hin- ir hjörðu enn í nokkra daga, en síðan dó annar og hinn þriðji. Ærðir af hungri lögð- ust þeir, sem eftir hjörðu, á lík annars félaga síns. Loks dó fjórði maðurinn, og Jam- es Mackintosh var einn eftir lifs í bátnum. Þorsta sínum kvaðst hann hafa reynt að svala með því að brjóta klaka af borðstokk unum og láta hann bráðna í munni sér, en sjávarseltan í klakanum æsti aðeins þorsta hans. Seinast drakk hann þvag sitt. Þetta var sagan, sem hann sagði, þegar á hann var geng ið, — fáorð saga um það, er gerðist á sextán vordögum í hafi fyrir norðan ísland árið 1884. 13. ágúst var hinn fótalausi hvalveiðimaður fluttur úr sjúkrahúsinu á Akureyri út í Thyru. Legukostnaður á Ak ureyri nam 171 krónu og 23 aurum. Far og fæði til Grant- on kostaði 88 krónur. Af fjórða bátnum, sem týndist, er það að segja, að þeir, sem eftir voru á Chief- tain, fundu hann, og voru all ir menn í honum á lífi. Ey- firzkir hákarlamenn hittu hvalveiðiskipið í hafi og báru þessa fregn til lands, og ann- að hvalveiðiskip, sem kom til hafnar á ísafirði, staðfesti hana. Fjórtán af þeim tutt- ugu mönnum, sem villtust frá skipinu, komust því lifs af úr háskanum. J. H. | 1 I I I 1 I p y; U || 1 I I (Helztu heimildir: Bréfa bók og bréfadagbók Norð- ur- og austuramtsins, bréfa bók Norður-Múlasýslu, bréfabók og skipaskráningar- bók Eyjafjarðarsýslu, Norðanfari,' Þjóðólfur, Fjall konan, ísafold, Annáll 19. aldar, prestsþjónustubók Presthóla, sóknamannatal Sauðaness).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.