Tíminn - 05.11.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.11.1961, Blaðsíða 1
/ 283. tbl. — 45. árgangur Sunnudagur 5. nóvember 1961 Suðaustanrok og engin síld 2000 tunnur af síld til Reykjavíkur í fyrradag Tjaldið slitnaði upp Á föstudag var allgóð síld- veiði, en engir bátar fóru út í gær vegna veðurs. Á Akranesi var í gær suðaustan rok og vitlaust veður. Nokkrir bát- ar fóru út á föstudagskvöld, en komu allir inn í fyrrinótt nema tveir, sem liggja í vari vestur af Jökli. Til Reykjavíkur komu sex bát- ar á föstudag með samtals um 2000 tunnur af -síld. Bátarnir voru með 300—400 tunnur hver af ágætri síld, og fór hún í söltun og frystingu. Enginn bátur fór út í gær vegna veðurs. Tveir .bátar komu með síld til Hafnaífjarðar á föstudag, annar með 302 tn. en hinn með 112 tn., og var síldin söltuð og fxyst. Bát- arnir lágu ajlir í höfn í gær, þar sem mikið suðaustan rok var á miðunum. Frá Keflavík stunda nú 13 heimabátar síldveiðar. Mikill stormur var framan af vikunni og fram á fimmtudag. Á föstudag var góð sildveiði og 12 bátar komu inn með samtals urn 3050 tunnur. Mestan afla fengu Bergvik 520 tunnur og Guðfinnur 463 tunnur. Bátarnir fóru út aftur jafnóðum og þeir losuðu, en komu flestallir inn á föstudagskvöld og lágu í höfn í gær. Suðaustan rok var á miðunum og spáð sama veðri áfram. Þrír bátar komu til Sandgerðis á föstudag með um 1000 tn. samtals. Það voru þcir Jón Garðar með 432 tn., Jón Gunnlaugsson með 295 tn. og Guðbjörg með 239 tn. Síldin var sæmileg og var söltuð og fryst. Siðdegis á föstudag tók að bræla og um kl. sex var ekki hægt að kasta. Sama veður var í gær og lágu bátarnir allir inni. Allir bátar lágu inni á Grinda- vík í gær, því að þar var su^Saust- an rok og vont veður. Á föstudag komu nokkrir bátar með síld og fékk sá hæsti 450 tn. Síldin var söltuð og' fryst úr öllum bátunum nema einum þar sem hún fór í,| bræðslu. Risaútvarpsskermar reistir á Stokksnesi Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Stokksnesi við Horna fjörð á vegum varnarliðsins. Er verið að vinna að uppsetn- ingu geysistórra útvarps- skerma, svonefndra tropo- scope, en þeir eru notaðir við talsímasamband yfir miklar vegalengdir. íslenzkir aðalverktakar sjá um þessar framkvæmdir og eru um 100 manns í stöðugri vinnu við þær. Reiknað er með, að þessum framkvæmdum Ijúki á næsta sumri, ef allt gengur að óskum. Nú er verið ag vinna við að setja upp loftnetsstengur og nýbúið að reisa stöpla undir skermana. Jafn framt þessu er verið að reisa bygg ingar undir vélasamstæður við Stokksnes, séð úr lofti. Um hundrað manns vinna nú að uppsetningu útvarpsskerma, mikiu stærri en þeirra, sem sjást efst tll vlnstri á mynd- inni. Atlantshafið brimar um nesið á þrjá vegu. skermana, en vélarnar verða senni lega settar upp í vetur. Þessir útvarpssikermar eru tveir og verða þeir liður í kerfi slíikra víða um heim. Sendinigar þeirra endurkastast frá troposfærunni í andrúmsloftinu og geta flutt tal- samband laniga vegu. Er þetta til- tölulega ný tækni í talsamgöngum. Á Stokksnesi starfa sem fyrr ■segir hundrað manns við þessar framkvæmdir. Þar fyrir utan vinna þar nokkrir við rekstur og eftirlit stöðvarinnar. Ung svissnesk stúlka, Beatrix Liver, sem hefur stundað nám í norrænu í háskólanum hér, opnaði í gær málverkasýn- ingu í tjaidi á horninu milii Tjarnargötu og Vonarstrætls. Hún setti upp tjaldið í fyrra- kvöld, en þegar hún kom að því í gærmorgun, hafðl önn- ur hlið þess fokið upp i rok- inu um nóttina. ‘Ljósmyndari Tímans tók þessa mynd um morgunin, þegar hún og vin. kona hennar voru að reisa tjaldlð upp aftur. Hér er vin konan að festa síðasta hælinn. Sú svissneska sagðist fegin að hafa ekkl flutt málverkln í tjaldið um kvöldið, nú þori ég ekki öðru en að faka þau með mér á hverju kvöldi, ef veðrið verður svona. Askja að færast í aukana? Ekki fréttist neitt frekar í gær af gosinu í Öskju. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær sá- ust óvenjulega miklir glaimpar flrá gosstöfflvumun í fyrrakvöld og þessir glampar sáust í alla nótt víða að'. Blaðið hafði sam- band við fréttaritara sína í Reyni Iilíð, Möðrudál og Grímsstöðum síðari hluta cfags í gær. Var þá loft orðið þungt og skafrenning- ur á Grímsstöðum og rigning í Reynihlíð. Er því líklegt að veð'- ur hafi verið slæmt við Öskju, hvassviðri og slydduhríð. í gærdag varð ekki vart við neina eldglampa. í fyrrinótt virtist eldsúlan stíga óvenju hátt til lofts, að því er sjónarvottar greina, hærra en þegar gosið var sem mest í Öskju áður. Fyrir ofan eldsúluna var eldrautt ský. Eldsúlan virtist á sama stað og gosið hafði sézt áður. f fyrradag héldu jarðfræðing- arnir inn að Öskju á tveimur bíl um, fjallabíl og vörubíl og var snjóbfll á palli vörubflsins. I gær og fyrrakvöld héldu svo 10 afflrir bflar iim að gosstöðvun- um. Síðast fréttist af Úlfari Jac obsen, er liann lagði úr hlað'i á Grímsstöðum seint í gær áleiðis til Herðubreiðalinda. Þar ætlaði ferðafólkið að gista í nótt, en halda svo inn til gosstöðvanna í dag. Málningin losnar Málningin heldur áfram að renna hér af húsþökum. Flest húsþök í þorpinu eru máluð með rauðri lohnnálningu, og hefur runnið af þeim öllum. Málning- in virðist losna jafnt í rigningu óg snjóbráð. Hér er nú suðaust- anátt og rigning. -j- Kr. Víum. Hér í Reykjavík hefur rauð málning einnig runnið af húsum. Veðurstofunni var í gær tilkynnt frá Vífilsgötu 23 að málning hafi runnið af húsinu. Þá tilkynnti Leifur Ásgeirsson, prófessor, Veð urstofunni, að hann hefði orðið þess var, að málning rynni af nokkrum húsum við Hverfisgötu. Flest virðist mæla með því, að hér sé um áhrif frá Öskjugosi að ræða, þótt ekki hafi tekizt að færa sönnur á það ennþá, eða greina efni það, er þessari upp- Iausn málningarinnar veldur. St. Mirren vann Lið'ið, sem Þórólfur Beok leik- ur með í Skotlandi, St. Mirren, vann á heimavelli sínum, Paisley, í gær Mothervell með 2 mörkum gegn T. Skozka útvarpið skýrði svo frá í gærkvöldi, að íslendingurinn Þórólfúr Beck hefði verið bezti maðurinn á vellinum, og átti hann mestan þátt í siigri St. Mirren. Þórólfur skoraði1 mjög glæsilegt mai’k á 30 mínútu leiksins og óx St. Mirren mjög ósmegin við það mar'k. Kerrigan sfcoraði síð'ara mark St. Mirren á 40 mínútu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.