Tíminn - 05.11.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.11.1961, Blaðsíða 9
1T í MIN N, sunnudaginn 5. nóvember 1961 9 ímt? A&Ccteœa i&n? Áz/awza Eg hélt í hönd hans, með- an við gengum eftir götunni. Svona síðla dags spegluðust ljósin í votu malbikinu. Regnið óx, og ég dró hettuna upp yfir höfuð hans. Hann leit nú út eins og hinn minnsti af dvergunum sjö í Mjallhvíti. Hann vissi ekki, hvert við ætluðum, en hann gekk hægt, eins og hann fyndi, að það væri eitthvað óþægi- legt, sem biði hans. Fyrir framan stóru leik- fangabúðina nam hann skyndilega staðar. Hann dró mig að glugganum og benti á leikhúsmeistarann Jakel, sem var alveg úti við rúð- una. Meistari Jakel sat og dinglaði báðum fótunum fram af brúninni á leiksvið- inu. Undir stóru nefinu lýsti óviðjafnanlegt bros hans. Það var eins og h'ann brosti til okkar tveggja. Eg beygði mig niður og fann fyrir mjúkri kinn hans við andlit mitt. Hún var vot af regninu. Eg hélt, að nú myndi hann segja eitthvað, eitthvað fallegt, ef til vill eitthvað skemmtilegt, eða hann myndi bresta í hjart- anlegan hlátur. Ekkert af þessu skeði. Áður en hanrxí -' byrjaði leit, hann til hliðar og kom auga á móður með tvö börn sem stóðu við sama gluggann og töluðu ákaft saman. Hann þagði. — Komdu, sagði ég lágt og togaði í hann. Hann fylgdi mér án þess að mótmæla. Klukkan var farin að ganga fimm, og við áttum að vera þar á slaginu. Læknirinn hafði aðeins tíu mínútur handa okkur. í símtalinu hafði hjúkrunarkonan brýnt fyrir mér að vera stundvís. Við gatnamótin var rautt ljós. Við urðum að bíða dá- Bara smámun litla stund og stóðum mitt á meðal hinna mörgu ókunnu manna, sem ætluðu yfir á hina gangstéttina. Meðan við stóðum þarna, horfðí ég allan tímann á vota, græna hettuna og hugsaði um það, hve mikið það hlyti að angra hann úr því að það kvaldi mig svona mikið. Hann hafði nú náð þeim aldri, að hann var far- inn að skilja, að hann talaði ekki eins og aðrir. Hann vissi það, af því að börn stríða hvort öðru af hlífðarlausri grimmd og af þvl að full- orðnir báru fram velviljaðar, en mjög heimskulegar spurn ingar um, hvern'g það gæti verið, að hann talaði svona svona drafandi já stundum væri hann næstum óskiljan- legur. Það var ástæðan til þess, að hann vildi í seinni tíð ekki segja, hvað hann hét, hvar hann átti he'ma né hve gamall hann var. — Smámunir, var ég van- ur að segja, þegar ég var spurður, smámunir, það er eitthvað að gómnum, og það er hægt að skera hann upp, þegar tími er kominn til. Nei, hann grét ekki, þeg- ar prófessorinn kom inn og tók hann frá mér á sinn há- vaðasama, glaðlega hátt, beygði höfuð hans létt aft- ur á bak, um le ð og hann bað hann vingjarnlega að opna munninn. Hann grét ekki, en han greip fast í frakkann minn með hend- inni. — Það hentar mér ágæt- lega, sagði prófessorinn eft- ir litla stund. Eg hef meiri tíma en ég gerði ráð fyrir. Hvernig væri að ljúka þessu af í hvelli? Eg horfði á hann þegj andi. — Því verður lokið á hálf- tíma, sagði hann svo. Þér getið tekið hann með yður heim á eftir. Hann sneri sér að hjúkrunarkonunni: - Vilj ið þér hafa leigubíl viðbúinn klukkan hálf-sex? Hann skildi son minn eft- ir í umsjá hjúkrunarkon- unnar. Eg tók eftir kippnum, þegar hönd hans sleppti tak 'nu á frakkanum mínum. — Hraustur strákur, sagði prófessorinn. Hann gefur ekki hljóð frá sér. Þegar hjúkrunarkonan kom aftur, leit ég á klukk- una. Klukkan var næstum hálfsex. Svo kom prófessor- inn. Hann reykti sígarettu. Önnur hjúkrunarkona bað mig a"ð fylgjast með sér. Prófessorinn gaf mér nokkr- ar reglur vegna aðstæðn- anna, og ég kinkaði kolli, þegjandi. Síðan réttl hann mér höndina. Um leið og ég fór heyrði ég hann tauta eitthvað við sjálfan sig um næsta uppskurð. Bíllinn stanzaði fyrir fram an hliðið. Það suðað' í vél- inni. Nú var alveg orðið dimrrit. Regnið féll dreift fyrir framan bílljósin. Þau réttu mér drenginn. Hann var þung byrði í fang'nu á mér. Nú, þegar ég hafði hann aftur hjá mér, losnaði kökkur í hálsinum á mér. Eg gat aftur andað frjálst Svo ókum við af stað. Hann lá alveg kyrr í fang- inu á mér með lokuð augu. Eg kom við andlit hans, það var kalt. Vinstri hendinni hélt hann fast \ krepptri. Eg reyndi varlega að opna hana, en mér tókst það ekki alveg. Allan tímann hlaut hann að hafa kreist eitthvað með krampakenndum tökum í lófa sér. Allt í einu uppgötvaði ég, að það vantaði efsta hnapp- inn á frakkann minn. Veturinn er nú í garg genginn og tilkynnir nú komu sína með noiðaustan ofsaroki og hríðar- hraglanda, sem hófst í fyrrinótt öllum að óvörum upp úr blíðskap arvetfri og ágætri veðurspá. Engin hætta er þó samfara þessu veðri, því að snjókoma er ekki það mik- il, að skepnum stafi hætta af. f ofviðrinu, sem gekk yfir NA- land um daiginn 16.10, varg lítið úr veðri hér og snjóaði lítilsliátt- ar þó svo að fennti í sjó. Eg lief nú sagt ykkur af og ti'I f stimar, hvernig viðraði hjá okk- ur og hvernig gengi með heyskap. Samt hef ég lítið rekizt á þag í fréttum Tímans frá landsbyggð- inni. — Það fer svo margt fram hjá mér. — Eg ætla þó að segja hér frá í stuttu máli. Sumarið var með afbrigðum sól- skinslítið. Þó að veður væru sæmi- leg, sá mjög sjaldan til sólar. Óþurrkasamt var og fáir þurrk- lagar góðir. Votviðri voru þó ekki mikil og oftast — eða nær undan tekningalaust — góð vinnuveður. Tún voru víða vel sprottin, en á stöku bæjum gætti þó kals frá þvi í vor og var heyfengur þar Fréttabréf af Ströndum með rýrara móti. Sláttur hófst óvenju seint eða ekki fyrr en 9.— 12. júlí. Háarspretta varð því víð- ast lítil og engin á þeim hluta túnanna, sem seinna voru slegin. Nýting á þurrheyi er því víðast miður góð, og lágu töður lengi úti. Hér er taða mikið verkuð í vothey. Er það sú eina heyverkunar- ferð, sem er örugg hér og gerir kleift að nýta hey í erfiðu tíðar- fari. Má segja, ag í sumar hafi sú heyverkun bjargað okkur frá fyrirsjáanlegum vandræðum. — Hér setur það enginn fyrir sig, þó að vatheyslykt finnist af hon- um á vetrardegi. Reykjavíkurdöm- urnar eru það fjarri, að þær sakar ekki. — Heyfengur er yfirleitt í góðu meðallagi. Munu allir halda bú- stofni sínum og heldur verða um fjölgun sauðfjár að ræða, þótt í litlum mæli sé. Á einum bæ hér í hreppnum, Ófeigsfirði, er hey þurrkag á hesjum og hefur gefizt vel. Hefur þetta verið gert hér í mörg undanfarin sumur og orð- inn fastur liður í heyskap þeirra. Haustveðráttan var mjög ill- viðrasöm og kom varla nokkur þurr dagur þar til um eða fram úr veturnóttum, ag nokkuð breytt ist til batnaðar. Ollu þessi illviðri miklum óþægi-ndum við fjár- rekstra og sláturstörf. SLÁTRUN Að þessu sinni var öllu slátur- fé úr hreppnum slátrað á Norður- firði í sláturhúsi Kpf. Stranda- manna. Áður hefur einnig verið slátrað á Djúpuvík af bæjunum innan Reykjafjarðar. oru þar siæm slátrunarskilyrðiV og fékkst ekki leyfi til að slátra þar lengur. Alls var slátrag rúmlega 3800 dilk um. Er það um 200 fleira epi slátr að var í fyrra á báðum sláturstöð- unum. Dilkar voru nú miklum mu rýr- ari en undanfarin ár. Hjá mörg- um var meðalþungi dilka 2 kg. minni en í fyrra. Eru menn ekki á einu máli um orsökina, en senni legt er að votviðri og sólarleysi sumarsins eigi mestan þátt í því. Dilkar virtust nokkug stórir, en áberandi holdalitlir. — Kjötið er allt stór'höggvið og saltað !il út- flutnings á Noregsmarkað. Eg hef ekki getað fengið upp, hvað meðalþungi dilka var á slát- urstaðnum. Hæst meðalvigt var hjá Hallbert Guðbrandssyni, Djúpuvik, 17.3 kg. MINKAPLÁGA Á STRÖNDUM Fyrir nokkrum dögum var mink- ur drepinn hér á Reykjanesi. Voru bændurnir frá Litlu-Ávík og Víga- nesi að vinna að rekavið á Reykja- nesi. þegar þeir sáu minkinn koma upp úr fjörunni. Veittu þeir hon- um þegar eftirför, en hann stakk sér í sjóinn. Brim var mikig við ströndina, sem skolaði dýrinu aftur á land. Hljóp það þá fram í klettatanga og fengu þeir unnið á honum þar. Þetta er í annað sinn, sem minnkur er drepinn hér. Sumarið 1958 varð fyrst vart við mi.nk hér í hreppnum. Voru þá þrjú dýr drepin í Reykjahlíð í Árneshreppi. Menn hafa þó talið sig verða vara við spor eftir þenn an meinvætt hér og þar, án þess að hann hafi gert vart vig sig á annan hátt. En víst ér urn það, að minkurinn hefur numið hér land í Grunnavikurhreppi i Ströndum í stað þeirra, sem burtu fluttu. í Þaralátursfirði, sem er eitt af eyðibýlum þar n-yrðra, var mimk- ur drepinn af Ragnari Jakobssyni frá Reykjafirði í sumar og heyrt hef ég, að annar hafi verið drep- inn þar síðar. Hvag víðtækt land- ném þessa skaðræðisdýrs er orðið hér í hreppnum, er ekki vitað. En nú liggur grunur á, að dvöl hans í Reykjaneslandi sé orð'in lengri en rnenn vissu áður. í Reykjanes- hyrnum — Landskegginu — hefur orpið mikið af svartbak og malar- múkka. Hefur jafnan verið tekið töluvert af eggjum þessara fugla á vorin. í fyrravor varð eggjataka þar mjög lítil og á sl. vori engin. (Framhaid a 12. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.