Tíminn - 07.11.1961, Side 1

Tíminn - 07.11.1961, Side 1
AfchiiWafrsími Tímans er 143 23 46. árgangur 1961. Þriðjudagur 7. nóvember 1961. Jarðfræðingar í snjóhúsi ? í viðtali, sem fregnritari Tím- ans á Akureyri átti í gær við tvo jarðfræðinga, nýkomna frá Öskju, þá Tómas Tryggvason og Guð- mund Kjartansson, bar það á góma hve dýrt það er og umhendis, að senda hvað eftir annað leiðangra jarðfræðinga til Öskju. Fræði- menn þurfa að eyða tíma og fé í ferð alla leið frá Reykjavík, en geta þó ekki verið nema stutta stund við gosstöðvarnar. Þá er einnig viðbúið, að ef eitthvað mark vert gerist þar innfrá, verði það einmitt, þegar enginn fræðimaður er þar nærri. Þá datt þeim í hug, hvort það væri ekki góð lausn á þessu máli, að einn — eða ef til vill tveir — jarðfræðingar hefðust við í snjó- húsi uppi við Öskju í vetur. Það er nógur snjór, og þar kemur aldr ei slík hláka að vetrinum, að góðu snjóhúsi sé hætt. Þá, sem þarna dveldu, væri hægt að búa út með nægar vistir og annan útbúnað. (Framhald á 2. síðu. > ko Laxinn kreistur BlaSamaður og Ijósmyndari frá Tímanum brug'ðu sér í gær upp að Elliðaám til þess að horfa á, þegar laxlnn þar ”ar frjóvgaður. Sjá frásögn á baksíðu. austan við gígana Hún rennur í gær voru Öskjugos talin í rénun, þótt nágrannar hennar að norðan sjái stöðugt eldsbjarma frá henni á heið- skírum kvöldum. Jarðfræðing- ar, sem þangað fóru inn eftir á föstudaginn, komu til baka í gær, og hafði þá fréttaritari Tímans á Akureyri, Erlingur Davíðsson, tal af tveimur þeirra, Tómasi Tryggvasyni og Guðmundi Kjartanssyni. Þeir sögðu Öskju halda áfram að gjósa, en gosin fara sífellt minnk- andi. Aðeins tveir gígar gjósa nú orðið, og eru gossúlurnar úr þeim eitthvað um 50 metrar á hæð, en látlausar. Hraunið rennur lítið fram, en þykknar stöðugt. Þó hafði runnið yfir bílaslóðir þær, sem næstar voru hrauninu. Þá hefur komið hraunspýja of- an úr f jalli, austan gíganna. Þar kom þó ekki gos, heldur rofnaði jörðin og hraunið rann fram. Þar höfðu áður verið mannaferðir, svo það er ekki með öllu- hættu- laust að ganga um nágrenni Öskju, þótt sakleysislega líti út. Ármann Pétursson í Reynihlíð sá, þegar hraunið tók að renna á þessum stað. Það var á laugar- dagskvöldið. Sagði hann að það hefði runnið um 100 metra á 10 mínútum, og var straumurinn á að gizka 57—70 metra breiður. Hraun þetta er mjög heitt. Ármann sagði ennfremur, að gígarnir hefðu hlaðið háum hiaun- hólum í kringum sig, og það var við neðstu brún austasta gíghóls- (Framhald á 2. síðu.) Segja gagnfræöa- skólakennarar upp Á föstudaginn var haldinn fundur i Félagi gagnfræða- skólakennara hér í Reykjavík. Þetta var bæði -f jölmennur og fjörugur fundur. Var sam- þykkt á fundinum aS krefjast um 60% kauphækkunar og fela stjórn félagsins aS kanna grundvöll fyrir nokkurra daga verkfalli kennara og einnig al- mennri uppsögn starfa hjá gagnfræSaskólakennarastétt- inni. A fundi þessum voru mættir um 140 kennarar, en það er um helm- I ingur gagnfræðaskólakennara í Reykjavik Fundurinn gerði ályktun um. að gagnfræðaskólakennarar gerðu kröfu til 60% launahækkunar, þar sem kennarastéttin beri mjög skarðan hlut frá borði miðað við aðrar stéttir þjóðfélagsins. ' 4 Einnig var á fundinum sampykkt að fela stjórninni að kanna, hvaða lundirtektir væru meðal félags- manna fynr þvi, að gagnfræða- skólakennarar grípi til mótaðgerða, sem stæðu vfir í þrjá til fimm daga til þess að leggja aukna áherzlu á kröfur stéttarinnar Stjórninm var einnig falið að kynna sér afstöðu félagsmanna til þess, að þeir segi almennt upp kennslustörfum sínum með lögleg- i um uppsagnarfyrirvara Kynni hún sér jafnframt. hversu mikið gagn fræðaskólakennarar treysti sér að leggja i sölurnar fyrir kjaraleið- réttingar. En hversvegna? Málningin, sem rennur af, er frá ýms- um verksmiðjum og ýmislega lit Stöðugt berast nú fregnir af því, að málning leysist upp og renni af húsþökum víða um land. Blaðið átti í gær tal við Óskar Bjarnason efnaverkfræðing og spurðist fyrir um það, hvort At- vinnudeildmni hefði borizt fleiri sýnishorn af málningarvatni. Hann sagði, að svo væri ekki, og aðeins hefði borizt þetta eina sýnishorn frá Kirkjubrú á Álftanesi. en ekk- ert kom fram við athugun á því. Ekki sagði Óskar, að Atvinnudeild- in hefði gert neinar ráðstafanir til að rannsaka þetta mál neitt frekar, en víst gæti það orðið fróðlegt rannsóknarefni. Óskar taldi ósenni- legt að þetta málningarrennsli stafaði frá Öskjugosinu. en ef til vill gæti verið um að kenna máln- ingunni sjálfri. Frétzt hafði af slíku málningar- rennsli á Fiateyri og átti blaðið tal við fréttaritara sinn þar í gær. Hann kvað þetta ekkert undarlegt fyrirbrigði, þvi að aðeins hefði runnið af einu húsi og málningin á þvi væri ónýt. Húsið var málað fyrir 5--6 árum og hafði verið bor- ið snowceme á það áður. Talið er, að ekki hafi verið hreinsað nógu vei af þakinu undir málninguna. (Frjmhaid a 2. síðu.) Askj a sækir sig enn Seint í gærkvöldi barst Tíman- um svohtjóðandi skeyti frá Jökli Jakobssyni, sem er með leið- angri Guðmundar Jónassonar við Öskju: Leiðangur Guðmundar Jónas- sonar kominn að Herðubreiðar- lindum eftir 12 klukkustunda dvöl í Öskju mánudag. Gos i þremur gígum virðast hafa auk- izt, hæst 200 metrar. Glóandi hraunelfur kom upp þar sem áð- ur var spræna, kom skyndilega og sprengdi upp storknað hraun á stóru svæði líkast stórfljóti að ryðja sig. Beljandi straumþungi í fjórum hraunfossum. Ógleyman- leg sjón. Stórar hcllur sporðreist- (Framhald o 2. síðu)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.