Tíminn - 07.11.1961, Side 5
T í MI N N, þri'ðjudaginn 7. nóvember 1961.
5
HsJlflór Kris*jánsson, Kirk;ubóli:
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.i. Andrés
Kristjánsson .lón Helgason Fulltrúi rit
stjórnar- Tómas Karlsson Auglýsinga-
stjóri: Egill Bjarnason - Skrifstofur í
Edduhúsinu — Símar 18300—18305 Aug
lýsingasimi 19523 Afgreiðslusímr 12323
— Prentsmiðian Edda h 1 -
Askriftargjald kr 55 00 á mán innanlands
í lausasölu kr 3 00 eintakið
Ingélfiir og þingið
Það er nýtt dæmi um virðingarleysi núv. ríkisstjórnar
fyrir Alþingi, að Ingólfur Jónsson skuli ákveða að leggja
Áburðarsölu ríkisins niður og fela Áburðarverksmiðjunni
verkefni hennar á sama tíma og Alþingi er að fjalla um
málið samkv. tillögu hans sjálfs og hefur enga endan-
leg'a afstöðu tekið til þess. ÖUu méiri lítilsvirðingu verður
Alþingi vart sýnd.
Þessi verknaður Ingólfs verður þó enn vítaverðari.
þegar þess er gætt, að lögin um áburðarverksmiðjuna
girða raunverulega fyrir það, að henni sé falin slík
verzlun. Lögin um áburðarverksmiðjuna eru þannig
orðuð, að bersýnilegt er að löggjafinn ætlast til þess, að
verksmiðjan hafi ekki neina áburðarverzlun með hönd-
um. Ingólfur Jónsson hefur líka óbeint viðurkennt þetta
sjónarmið, þar sem hann hefur bæði á þinginu 1959 og
1960 lagt fram frumvarp, er heimilaði landbúnaðarráð-
herra að fela Áburðarverksmiðjunni áburðarverzlunina.
Ingólfur hefði ekki beðið um þessa heimild, ef hann
hefði talið sig hafa hana skýlausa Nú hefur hann í
þriðja sinn lagt fyrir þingið frumvarp, sem veiti hon-
um þessa heimild, en áður en hann fær nokkra afgreiðslu
hjá þinginu, ákveður hann að framkvæma það, sem
hann er að biðja um heimild þingsins til áð gera.
Hlutur Ingólfs batnar svo ekki við það, þegar það
er athugað hvers vegna hann tekur þessa ákvörðun. Á-
stæðan er sú, að þingið er tvívegis búið að svæfa frá
honum frumvarp um þetta efni. Margir flokksbræður
hans á þingi hafa verið andvígir þessari breytingu. Efþr
að hafa lagt málið fram í þriðja sinn,ikemst Ingólfur
enn að raun um, að viðhorf þeirra er óbreytt. Hann
gerir sér þá lítið fyrir og tekur ákvörðunina upp á sitt
eindæmi. Þingmenn stjórnarflokkanna standa þannig
frammi fyrir gerðum hlut. Ingólfur telur sig hafa þannig
beygt þá til að fylgja sér, þótt þeir geri það nauðugir.
Það er með slíkum vinnubrögðum, sem þingræðið
hefur verið brotið niður i ýmsum löndum. Ráðríkir
stjórnarherrar hafa neytt flokksmenn sína á þingi, oft
mjög nauðuga, til að skerða smátt og smátt vald þings-
ins, unz það er raunverulega ekki nema nafnið eitt. Hé>
stefnir nú mjög í þessa átt. Það eru því orð í tíma töluð,
þegar kjördæmisþing Framsóknarmanna í Vesturlands-
kjördæmi skorar á menn að standa aukinn vörð um
þingræðið vegna þeirrar viðleitni valdhafanna að þrengja
nú hlut þess á flestan hátt.
Aburðarverðið
Sú réttlæting er færð fyrir þvi, að Aburðarverk-
smiðjunni er falin áburðarverzlunin, að það muni gera
.áburðinn ódýrari. Slíkt er þó lítið trúlegt. þar sem Á-
burðarsala ríkisins hefur verið sérstaklega vel rekin.
eíns og sjá má á því, að allur rekstrarkostnaður hennar
var 340 þús. kr. á síðastl. ári. Hins vegar hefur verið sýnt
ljóslega fram á, að Áburðarverksmiðjan hefur selt fram-
leiðslu sína mjög dýrt og að margra áliti miklu dýrara
en lög leyfa. Það bendir ekki til þess, að bændur muni
græða á þessari breytingu. Það gæti þó orðið bændum
trygging gegn of háu áburðarverði. ef annar aðili yrði
látinn ákveða áburðarverðið en stjórn Áburðarverksmiðj-
unnar, sem að sjálfsögðu hefur það sjónarmið að draga
sem mest taum hennar við verðlagninguna.
Ráðherrakaffi á landsfundi
„Þegar gengið hafði verið frá
kjöri nefndanna, var stuttlega
rætt um það, að gerðar yrðu "áð
stafanir til að bændur, sem komnir
eru til landsfundarins viðs
vegar að af tandsbyggðinni,
hittust sérstaklega til að ræða sín
mál. Boðaði iandbúnaðarráðherra,
Ingóifur Jónsson, þá til fundar við
sig miðdegis í dag.‘
Mbl. 21. okt. 1961.
Þessi írásögn Mbls. af lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins má vel
fara víða. Svo er að sjá, að ekki
hafi þótt ástæða tii að bændur
ræddu mál sín í flokknum. Þau
áttu ekki erindi á landsfund.
Sunnudaginn 22. okt. segir Mbl.
svo frá:
„í kaffihléi sátu bændur á
iandsfundinum boð landbúnaðar-
ráðherra Ingólfs Jónssonar og
var þar rælt um ýmis málefni
bændastéttarinnar.“
Ekki er Ijóst hvað þetta kaffi-
iilé hefur verið langt, en blaðið
-egi:, að fundur hafi byrjað kl. 2
þennan dag. Á þeim fundi flutti
Jóhann dómsmálaráðherra sína
,,.skörulegu“ ræðu. Eftir kaffi
hófst fundur að nýju „laust eftir
kl. 4.30“.
Einn af fundarmönnum, gamall
og þaulrevndur fréttamaður Mbls.,
segir mér, að þetta ráðherrakaffi
hafi verið drukkið í Tjaraarkaffi
uppi. Hann taldi, að á landsfund-
inum hefði verið á þriðja hundrað
bænda og þorri þeirra komið til
kaffisins. Ef að líkum lætur tekur
það nokkurn tíma að færa slíkt
f,i|ij,yienpi íniJlýjþiji^a og koma því
uhdir bo'rð, ‘ því" að váénfanléga
hafa þeir, sem töldu ekki séð tvö-
falt, — eða a.m.k. ekki nema tvö-
falt. Varla hefur því verið mikið
tóm til að ræða þar vandamál
bænda skipulega, enda sagði heim
ildarmaður minn, að það hefði.
ekki verið gert. Frásögn Mbls. erl
eflaust rétt fyrir því. Auðvitað I
hafa menn rætt um „ýmis málefni!
bændastéttarinnar“ og sjálfsagt j
mörg í senn, — hver við sinn!
sessunaut.
Það hefði þurft að' vera fræðslu-
stofnun fyrir ráðherrann.
Ýmsir kunna að halda, að eitt
af því sem á að vera jákvætt ogj
uppbyggilegt við fjölmenn flokks-í
þing sé einmitt það, að menn i
kynnist þar viðhorfum annarra.!
Vera má, að einhverjir bændur!
hafi komið á landsfund Sjálfstæð-
ismanna í þeirri trú, að þar væri
vettvangur til að auka skilning á,
málstað bænda og tækifæri til að
ræða mál landbúnaðarins við
fulltrúa úr öðrum stéttum. Hafi
svo verið eru þeir þá reynslunni
ríkari.
Ekki er ástæða til að efa að
ráðherrakaffið hafi verið gott og
sízt er ástæða til að sjá eftir sop-
anum ofan í landfundarbændur,
— suma langt að komna og far.
móða. En ósköp hefði það verið
ákjósanlegt, að ráðherrann hefði
mátt vera að því að taka á móti
nokkurri fræðslu frá bændum
jafnframt því, sem þeir þökkuðu
honum fyrir kaffið. Þn hefðu ræð-
ur hans á Alþingi um lausaskuldir
bænda sennilega orðið með öðrum
hætti.
AUt í lagi rneðan mjólkurbúin
sföðvast ekki.
Ráðherranum þótti það eðlilegt
að gerður væri munur á skulda-
b'réfum útvegsmanna og bænda á
þann hátt að skylda Seðlabank-
ann til að kaupa skuidabréf út-
gerðarinnar en ekki landbúnaðar-
ins, vegna þess, að reksturstöðv-
un vofði vfir vinnslustöðvum út-
vegsins r var vitað að slík
i stöðvun vofði yfir vinnslustöðvum
landbúnaðarins.
| Ekki trúi ég öðru en á lands-
fundinum hafi verið einhverjir
bændur, sem hefðu getað útskýrt
þetta fyrir Ingólfi. Vinnslustöðv-
ar landbúnaðarins eru t.d. mjólk-
urbú. Þau kaupa mjólkina ekki á
föstu verði; heldur taka við
henni til vinnsju og sölu í umboði.
! Þau skila bændum því einu sem
reksturinn skilar. Þess ve.gna vof-
ir ekki rekstursstöðvun yfir þeim
meðan bændur þurfa að láta
vinna mjólk.
Sama fyrirkomulag gildir um
aðra landbúnaðarframleiðslu. Þeg-
ar erfiðleikar mæta landbúnaðin-
um kemur það ekki fram í því, að
stöðvun vofi yfir þessum vinnslu-
stöðvum. Rekstrarstöðvun í Iand-
búnaði byrjar í sjálfri framleiðsl-
’inni. Hún vofir fyrst yfir búun-
um sjálfum'.
Uáðherrann og búrentur.
Landbúnaðarráðherra gat þess í
.■æðum sínum á Alþingi, að bænd-
um þættu vextir vanreiknaðir á
verölagsgrundvellinum. Ekki voru
það þó vextir af skuldum þeirra,
sagði hann, heldur vextir af eigin
fé í búrekstrinum.
Það hefði farið vel á því, að ráð-
herrann hefði verið búinn að
ræða betur við bændur hvernig
þetta kemur út og verkar í fram-
kvæmd áður en hann flutti ræðu
sína.
Ákvæðisvinna og meðaltal.
Eins og nú standa sakir má
segja. að baendur vjnni ákvæðis-
vinnu fyrir þjóðfélag sitt. Þeim er
gert að skila ákveðnu framleiðslu-
magni og ætlað fyrir það laun líkt
og aðrar alþýðustéttir hafa hverju
sinni. Þeir reikningar, sem liggja
til grundvallar fyrir þessu ákvæði,
er verðlagsgrundvöllurinn. Hann j
er byggður á því, sem á að vera:
meðaltal. Það hefur aldrei staðið,
til að borga hverjum einum eítir
því, sem hans tilkostnaður eða!
eftirtekja er. Sé tilkostnaður
meiii eða eftirtekja minni en hið
áætlaða meðaltal gerir ráð fyrir,
lækkar það kaup bóndans, eins og
tekjur hans vaxa líka ef honum
tekst að vera hinum megin við
meðaltalið með minni tilkostnað
eða meira framleiðslumagn.
Þeir, sem vilja tala um málefnii
og hag bændastéttarinnar í heild'
verða að skilja þetta og muna og!
gera sér ljóst hvernig þessir reikn-1
ingar koma út almennt. Meðaltal-
ið á ekki við alla, enda þótt það
væri sanngjarnt og rétt. ,
Það ciga ekki allir 300 þúsund.
í þeim verðlagsgrundvelli, sem
nú gildir, er reiknað með að vísi-
tölubóndinn skuldi rúmlega 98
þús. kr. Það eru þær skuldir, sem
bú með 7 mjólkandi kýr og 115
ær má bera mest, ef það á að
skila bóndanum árslaunum eins og
alþýðumönnum í öðrum stéttum.
Síðan er reiknað með að eign
bóndans í búinu sé 300 þús. kr Af
því eru reiknaðir vextir
Það eru vextirnir, sem Ingólfur
ráðherra hafði heyrt að bændum
þættu heldur lágir.
Það er enn einn þáttur þessara
mála, hvernig þessi reikningur
kemur við þá bændur, sem raun-
verulega eiga 300 þús. kr. í búi
sínu. Ekki virðist þessi reikning-
ur þó miðast við það, að íjármagn-
ið eigi að streyma inn í landbún-
aðinn af sjálfu sér samkvæmt því
lö.gmáli, að það leiti þangað sjálf-
krafa, sem það ávaxtar sig bezt,
en því lögmáli skilst mér að ríkis-
stjórnin vilji treysta. Hún telur
eflaust að spar'ifjármyndun sé
margfalt nauðsynlegri en bústofns
aukning og býsna langt bil á milli.
i En það eiga ekki allir þessir 300
þús. Ýmsir vildu t.d. byrja bú-
i skap, þó að þeir eigi ekki þetta fé.
— Þess er að minnast, að íbúð
fjölskyldu og innanstokksmunir
kemur ekki þessum tölum við.
IJndir þeim kostnaði á bóndinn að
standa með launum sínum eins og
aðrir. — Sá munur, sem er á raun-
verulegum vöxtum af skuld og
þessari áætluðu eign bóndans í
búinu hlýtur að koma fram, sem
bein kauplækkun hjá öllum þeim,
i sem skulda meira en verðlags-
’ grundvöllurinn gerir ráð fyrir.
! Það er m. a. þetta, sem gerir erf-
itt eignalitlum mönnum að byrja
búskap. Þess vegna er nú svo kom-
ið, að rekstursstöðvun vofir yfir
mörgu sveitabúinu þegar núver-
andi bóndi hættir að reka það'.
Þess vegna er nú komið til rekst-
ursstöðvunar á nokkrum búum,
sem eignalitlir menn hófu búskap
á síðustu árin.
Þetta hefðu eflaust einhverjir
góðii landsfundarbændur viljað
segja landbúnaðarráðherra sínum
og raunar sjálfsagt flokki sínum í
heild. En. það átti ekki að vera
þeirra hlutverk. Þeir áttu að
drekka kaffi hjá ráðherra sínum
og fara svo þegjandi heim til sín,
glaðir yfir góðum veitingum.
i
Erfitt að byrja.
Það er ekki ætlunin að ræða
verðlagsgrundvöllinn í heild í
þessari grein. Einn gjaldaliðurinn
er kostnaður við vélar. Þar er
reiknuð fyrning, 10% af 65 þús.
krónum.
Þessi tala, 65 þús., virðist oiðin
úrelt þegar ein notuð heimilis-
dráttarvél allslaus kostar þessa
fjárhæð. Þessi liðui hlýtur á
næstu árum að samlagast því verð-
lagi sem er. Þegar diáttarvél kost-
ar 100 þús. þýðir lítið að reikna
fyrningu af 20 þús. enda þótt það
hafi verið kaupverðið fyrir 10 ár-
um.
Kostnaðurinn af vélvæðingu
á vitanlega allur að koma fram í
afurðaverðinu. Það bitnar sam-
kvæmt því á neytendum en ekki
bændum sjálfum hvað verkfærin
kosta. En sagan er ekki öll sögð
með því. Það er meðaltalið sem
gildir en ekki tilkostnaður hvers
einstaks bónda. Þess vegna leggj-
ast allar hækkkanir með auknum
þunga á þann, sem er að byrja.
Ilvers vegna ekki ódýrari
vélvæðingu?
Mér þykir trúlegt að einhverjir
landsfundarbændur hefðu viljað
leiða Ingó.lfi Jónssyni þetta fyrir
sjónir. Þeir hefðu sennilega vilj-
að benda honum á að meðan ríkis-
sjóður á annað borð leggur fram
fé til að greiða landbúnaðaraf-
urðir niður, væri alhugandi, hvort
það kæmi ekki jafnvel við að fella
niður tolla af landbúnaðarvélum
líkt og gert er með innflutt fiski-
skip og vélar í þau.. Sú verðlækk-
un, sem þannig kæmi fram, gengi
öll inn í verðlagsgrundvöllinn og
kæmi til lækkunar á landbúnaðar-
vörum frá því ella yrði. Jafnframt
gerði hún bændum léttara fyrir
að fullkomna vélakost sinn og auð
veldaði eignalitlum mönnum að
byrja búskap. Það yrði spor i þá
átt að tryggja framtíð landbúnað-
arins á íslandi, því að landbúnað-
urinn á sér enga framtíð, nema
nýir bændur komi í stað hinna
eldri, sem hlióta að hætta.
Slík tollaívilnun og verðlækkun,
sem henni fylgdi, myndi minnka
bilið milli þeirra, sem eiga, og
hinna, sem ekki eiga. En ef til
vill þykir það ekki sæma við-
reisnarstjórn.
Framhald á 15. síðu.