Tíminn - 07.11.1961, Page 9

Tíminn - 07.11.1961, Page 9
T:í-M IN N, þriðjudaginn 7. nóvember 1961. 9 Fyrir rúmum þrjátíu árum stofnaði ungur Japani lítið gúmmíverkstæði í bænum Kurume í Japan. í fyrstu var hann eini starfsmaður fyrir- tækisins. Nú orðið eru starfs- menn orðnir 8000 að tölu og stofnandinn hæsti skattgreið- andi í Japan. Shojiro Ishibashi framleiddi í fyrstu gúmmískó- Fatnað, en sneri sér fljótlega >ð hjólbörðum, og í febrúar- mánuði síðastliðnum þeyttist fvítugmilljónasti hjólbarðinn úr verksmiðjum hans. Ishibashi merkir steinbrú á japönsku. Nafn sitt þýddi hann á ensku og sneri því við og nefn- ir framleiðslu sina Bridgestone. Rolf Johansen og H. Sugiyama Hjólbarðar og raenningarlíf Zansibar—Reykjavík Nú er svo komið, að Bridge- stone-hjólbarðar eru á boðstólum um víða veröld og sala þeirra eykst sifellt ásamt öðrum vör- um, sem verksmiðjurnar fram- leiða. Nýlega var hér staddur í Reykjavík aðstoðarsölustjóri þessa stóra fyrirtækis, H. Sugi- yama að nafni. Blaðamanni Tím- ans gafst kostur á að ræða stutt- lega við Sugiyama hjá umboðs- manni fyrirtækisins hérlendis, Rolf Johansen heildsala. Á ferðatösku Japanans eru merkimifiar frá ZámsSbar, Bel- grad, Santiago og Vancouver, svo að eitthvað sé nefnt, enda hefur hann verið á tveggja mán- aða hnattferð og heimsótt um- boðsmenn fyrirtækisins um allan heim, hann kveðst ekki koma til Tókíó aftur fyrr en eftir mánuð. Seljast í 91 landi — Tæknifræðingar okkar ferð- ast um öll lönd til að kynna sér vegaskilyrði í hverju landi, segir Sugiyama, þannig er hægt að haga framleiðslu hjólbarðanna eftir aðstæðum í hverju landi og því meiri líkindi til, að hægt sé að svara kröfum neytenda. Verk- smiðjumar leggja á það megin- áherzlu að jframleiða hjólbarða, sem þola hnjask á misjöfnum vegum. Reynslan hefur líka sýnt, að Bridgestone-hjólbarðar gefa góða raun, útflutningsverzlun var í reyndinni engin fyrr en árið 1948, en nú seljast Bridge- stone-hjólbarðar í 91 landi og er það helmineur af öllum hjól- barðaútflutningi Japana. Útflutn- ingurinn hefur farið sívaxandi og var aldrei meiri en síðast liðið ár. Fleira en hjólbarðar — Hvenær hófst innflutningur til íslands? — Rolf Johansen verður fyrir svörum: Það var árið 1956, að fyrsta pöntunin barst héðan. Síð- an hefur salan aukizt hröðum skrefum, viðskiptavinirnir eru hæstánægðir. Enda hafa hjól- barðarnir reynzt vel og eru hent- ugir íslenzkum aðstæðum. En veigamesta ástæðan til vinsælda þeirra, hygg ég, að sé sú, hvað þeir eru ódýrir. Bridgestone- hjólbarðar eru mun ódýrari en aðrir hjólbarðar, sem hér eru á markaðinum. Enda seljast þeir strax og þeir berast. Sugiyama segir okkur, að Bridgestone-verksmiðjurnar fram leiði margt annað en hjólbarða. — Við framleiðum æði margt úr gúmmíi, segir hann, til dæmis brunaslöngur, olíuleiðslur og dráttarvélabelti, einnig högg- dofa af ýmsum stærðum og gerð- um. Auk þess framleiðir Bridge- stone fleiri reiðhjól en nokkurt fyrirtæki í Japan, skellinöðrur og bifhjól. Einnig má nefna golf- kúlur og svampdýnur. Bridge- stone er auk þess einn stærsti hluthafinn í mestu bílaverk- smiðju Japans, þar sem fram- leiddir eru mánaðarlega 5000 bíl- ar, fólksbílar og vörubílar. En Bridgestone-verksmiðjurnar fj ór- ar hafa fleira á könnunni, t. d. framleiða þær fiákvæmnistæki í ýmsar vélar, allt frá saumavélum upp í eldflaugar. Hugsað fyrir öllu Þó Ishibashi hafi varið öllu starfsþreki sínu til að byggja upp verksmiðjur sínar, færa út kví- arnar og efla iðnað Japans, hefur hann ekki gleymt þeim, sem leggja hönd að verkinu. Starfs- fólki verksmiðjunnar hafa verið reistar 59 nýtízku íbúðarblokkir með öllum þægindum og allt að því 300 einbýlishús. Leigan er lægri en gengur og gerist í Jap- an. Verksmiðjurnar hafa sett á stofn eigin verzlanir, þar sem hægt eiJuálð fá allt’ milli himins og jarðar. Starfsfólkið matast í rúmgóðum og þægilegum veit- ingahúsum og sérstakir skólar taka að sér menntun barnanna. Verks-miðjumar starfrækja sjúkrahús, þar sem læknishjálp er látin ókeypis í té. Auk þess hafa Bridgestone-verksmiðjurnar sérstök hressingarheimili, þar sem starfsfólkið dvelst í sumar- leyfum við alls konar íþróttir og skemmtanir. Listir og íþróttir En Ishibashi hefur ekki látið þar við sitja. Hann hefur einnig látið heil bæjarfélög og allan almenning njóta góðs af auði sínum. Á 25 ára afmæli verk- smiðjanna gaf hann heimaborg sinni, Kurume, stórkostlega menningarmiðstöð, sem ber nafn hans. Þangað koma dag hvern hundruð gesta í blómskrýdda garða og háreista sali. Þar fara fram tónleikar daglega, einnig er Menningarstööin, sem Ishibashi-fyrirtækið reisti. Þarna eru málverkasöfn, bókasöfn, hljcmleikasaiir, fimleika hús, íþróttasvæði og sundlaugar. Þarna getur fólk iíka hvílt sig í fögrum görðum, legið í grasinu og unað við fuglatjarnir. þar opið málverkasafn og þar gefst mönnum kostur á að sjá Ólympíusundmenn þreyta list sína. Ishibashi hefur alla ævi verið ákafur málverkasafnari og hefur viðað að sér dýrmætum lista- verkum úr austri og vestri. í Tókíó hefur hann sett á stofn málverkasafn fyirir almenning, þar sem gefur að líta ýmis helztu málverk meistara á borð við Pic- asío, Matisse, Rouault, Utrillo, Cezanne, Van Gogh, Renoir og Manet. ísland kom á óvart Að lokum spui'ðum við Sugi- yama, hvernig honum hefði litizt á ísland. — í hreinskilni sagt kom ís- land mér allmikið á óvart, svar- aði Sugiyama og brosti, og, hef ég þó ferðazt um flest lönd ver- aldar. Sérstaklega virðast mér lífskjör alls almennings góð, hér sýnist mér ríkja meira jafn- vægi í efnahagsmálum og lífs- kjörum fólks. T. d. varð ég hreint undrandi á að sjá, hvað húsa- kostur íslendinga er góður og vandaður. Eg held ég hafi hvergi á ferðum mínum séð jafnvönduð íbúðarhús. Og fátækrahverfi hef ég engin séð, enda eru þau víst ekki til. íslendingar hafa verið undrafljótir að tileinka sér nú- tímahætti í atvinnuháttum og kunna að notfæra sér helztu nýj- ungar í tækni. Eg varð mjög hrifinn af því að sjá, hvernig heita vatnið er virkjafi og notað til upphitunar. Kannski þið verðið farnir að virkja eldfjöllin, næst þegar ég kem. Eg hafði hug á að skreppa í flugvél og líta á gosstöðvarnar í Öskju, en tíminn er sennilega of naumur. — Hvernig lízt þér á íslenzka vegagerð? — ísienzkir vegir eru betri en víða annars staðar. Það er ekki hægt að miða við þéttbýl og há- þróuð iðnaðarlönd eins og Banda- ríkin og Þýzkaland. En þyki veg- irnir slæmir, er auðveldast að leysa vandann með því að setja Bridgéstone-hjólbarða undir far- artækið, sagði Sugiyama að síð- ustu og hlo við. Ötti við kjósendur á Akranesi: Borgarafundi um út- gerðarmálin hafnað Bæjarstjórnarfundur var haldinn á Akranesi 25. okt. s. I. Var hann langur og harð- ur á köflum. Aðalmálefni fundarins voru skuldamál bæj arútgerðarinnar. Samkvæmt yfirliti, sem lagt var fram, reyndust skuldir hennar 10. okt. s.l. kr. 36 millj. og stend- ur aðeins einn togari bak við þær — b.v. Akurey —en b.v. Bjarni Ólafsson var seldur Stofnlánadeild sjávarútvegs- ins á nauðungaruppboði 29. marz s. I. Forustumenn bæjaiins vörðust allra frétta af útgerðarmálunum. Það kom í Ijós, að b/v Akurey er í Slippnum til hreinsunar og viðgerðar, en með frekari útgerð er allt í óvissu. Engin endurkaup hafa enn farið fram á b/v Bj. Ól. þrátt fyrir samþykktir þar um. Að formi til hefur Bæjarútgerðin ver- ið lögð niður. Hins vegar hefur Fiskveiðihlutafélagið Akurey h/f verið endurvakið, og veðsetur bærinn eignir sínar og gengur í ábyrgðir fyrir lánum til hlutafé- lagsins rétt eins og um bæjar- útgerð væri að ræða. Hún heldur því raunverulega áfram undir nýju nafni. Sætir slíkt hinni mestu furðu, þar sem bæjarútgerð in hefur tapað kr. 30 millj. s.l. 10 ár, og munu því flestir bæjarbúar þeirrar skoðunar að nóg sé komið af slíku, og óska ekki eftir að lengra sé haldið út í fenið. Á fundinum flutti Daníel Ágúst ínusson svofellda tillögu: „Bæjarstjórn Akraness sam- þykkir að boða til almenns borg- arafundar um málefni bæjarút- gerðarinnar innan tveggja vikna til þess að gera gjaldendum í bænum grein fyrir fjármálum útgerðarinnar og leita samþykk- is þeirra fyrir 'áframhaldandi togararekstri í hlutafélagsformi með fullri ábyrgð bæjarsjóðs og fjárframlögum." Meirihlutinn felldi tillögu þessa. D. Á. taldi bæjarstjórn ekkert leyfi hafa til að halda útgerðar- ævintýrinu áfram, nema fyrir Iægi ótvírætt samþykki gjaldenda í bænum, eftir þá reynslu, sem orðin er og milljónatöp. Mun láta nærri, að bæjarsjóður þurfi að greiða 1,5—2,0 millj. árlega næstu 10 árin upp í töp útgerðarinnar, auk 16—17 millj., sem hann hefur þegar greitt. Lítur helzt út fyrir, -að forráðamenn bæjarins telji ekki nóg komið og ætli sér að halda ævintýrinu áfram. Þeir telja sig ekkert þurfa við kjósend- ur að ræða í þessu máli frekar en öðrum. Dýr útgerðarstjórn Reikningur útgerðarinnar fyrir árið 1960 hefur verið lagður fram. Er hann nokkur spegilmynd af fj ármálastj órninni. Rekstrarhall- inn er kr. 10,1 millj. Framkvæmda stjórn og skrlfstofukostnaður nam kr. 485 þús. og er það aðeins kr. 50 þús. lægri upphæð en allur skrifstofukostnaður bæjarsjóðs 1959. Mesta athygli hafa þessir liðir vakið: 1. Framkvæmdastjórn og skrifstofan kr. 227.573,58 2. Greitt endurskoð- unarskrifstofu í Rvík fyrir endur- skoðun og aðstoð við bókhald — 107.450,00 3. Ferðakostnaður — 61.453,90 Margt annað er eftir þessu. Sæt- ir öll þessi ráðsmennska hinni mestu furðu bæjarbúa. Hvað ætlast rikisstjórnin fyrir? Eftir fjárlagafrumvarpinu að dæma lítur út fyrir, að ríkis- stjórnin ætli að þvinga Akurnes- inga til áframhaldandi taprekstrar á útgerð, þar sem hún hefur tekið upp í 22. gr. fjárlaganna 3 millj. kr. ábyrgð til endurkaupa á b/v Bj. Ólafssyni og segist vilja „stuðla að’ því, að togarinn verði áfram gerður út frá Akranesi.“ Hér ætlað ríkisstjórn, sem hafði afnám ríkisábyrgða á stefnuskrá sinni, að troða 3 millj. kr. ábyrgð upp á bæjarfélag, sem á alla vel- ferð sína undir því að losna við togaraútgerð — eftir dýrkeypta reynslu. Fiskveiðihlutafélagið Ak- urey h/f er skrifað fyrir ábyrgð- inni, en það er nýtt nafn á Bæjar- útgerð Akraness. Slík nafnaskipti koma aldrei til af góðu. Ýmis önnur mál voru rædd á bæjarstjórnarfundi þessum og komu ýmsar furðulegar upplýsing- ar í ljós um stjórn bæjarins. Verð- ur vikið að þeim annars staðar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.