Tíminn - 07.11.1961, Side 11

Tíminn - 07.11.1961, Side 11
11 rÍMIN N, þriðjudaginn 7. nóvember 1961. Flestir kannast vio lagio ur 4' * „Exodus", sem nýlega naut svo mikilla vinsælda hér. En þeir eru fáir, sem séð hafa kvikmyndina sjálfa, sem ekki hefur enn þá komiS til lands- ins. Hún hefur verið sýnd undanfarið í ýmsum stór- borgum erlendis og hvar- vetna hlotið mikið lof. Mynd in er byggð á mikilli skáld- sögu eftir Leon Uris og fjall- ar um árþúsunda baráttu Gyðinganna fyrir tilverurétti sínum, baráttu, sem enn er ekki lokið. Og henni mun ekki Ijúka að fullu, svo lengi sem Gyðingahatrið blómstrar á vissum stöðum í heiminum. Nú er ísrael vettvangur bar- áttunnar, og þar er hún háð með friðsamlegum haka, plóg og traktor, landið blómstrar, og æ fleiri Gyð- ingar flykkjast hvaðanæva úr heiminum og finna þar heim- ili, eins og heilög ritning hefur spáð En í heilaqri svo ml,<in,1 lestarþunga, og þetta skip verður miSpunkturinn í þeim sögulega viðburði, þegar hundruð barna ritningu ’stendur einnig Þvinsa ensk stiórnarvöld tu að velta Þeim leyfi 111 að sigia tM ísrael' skrifað, að heimkoman skuli kosta fórnir og blóð. .. . Gengu til ísraels Skáldsaga Leon Uris „Exodus“ hefst á dögum keisaraveldisins í Rússlandi, þegar Gyðingaofsókn- ir þóttu sjálfsagður hlutur þar. Lesendur kynnast Gyðingi, sem er skósmiður að atvinnu, en synir hans leggja í það fyrirtæki að ganga frá Rússlandi til ísrael. Annar þéssara Gyðinga, sem fæddur er í Rússlandi, er faðir aðalpersónunnar í kvikmyndinni, Ari Ben Canaan. f öðru lagi kynnast lesendur Gyðingahverfunum í Varsjá. Þar er drengurinn Dov Landau, sem orðið hefur að horfa upp á, hvernig ættingjar hans voru þurrkaðir út, einn af öðrum. Þeir fylgjast með honum áfram gegnum hinar ægilegu Gyðinga- búðir, þar sem þúsundir Gyðinga voru daglega fluttir í gásklefana, og síðan niður í gegnum Evrópu Gamla, hrörlega gufuskipið „Exodus" hefur fyrlr löngu verið dæmt til að höggvast, en Gyðingarnir hafa ekki Hið fyrirheitna land hún dvaldist í mörg ár og kynnt- ist áhyggjulausu og öruggu lífi. En þrátt fyrir það finnur hún, að hún hefur takmark að keppa eftir. Þess vegna er Karen einnig að hitta á Kýpur. Við innganginn í gasklefana Á Kýpur mætast söguhetjurn- ar, og þar hefst myndin árið 1947 í hinum ömurlegu og yfir- fullu flóttamannabúðum, sem smátt og smátt tæmast að Gyð- ingum, sem taka stefnuna heim til hins fyrirheitna lands. Hér berst Karen við hlið am- erísku hjúkrunarkonunnar Kitty //. síðan til flóttamannabúðanna á Kýpur. Og í þriðja lagi kynnast les- endur ungu stúlkunni Karen. Hún er dóttir vísindamanns af Gyðingakyni, en í æsku hafði hún flutt til Danmerkur, þar sem við að halda hugrekkinu í börn- unum. \ndlegar og líkamlegar ástæður Karenar eru greinilega mun betri en hinna barnanna, þökk sé hennar öruggu æsku í Danmörku. Karen og Kitty eru Hið hræðilega augnablik, þegar Dov finnur Karen, sem drepin hefur verió af landamæraverði. Nú fyrst rennur það upp fyrir honum, hversu mikils virði hún var orðin honum, (Sai Mineo og Jill Harworth). mjög hugrakkar og vonglaðar. Þær vita, að þau verða öll sótt af ísraelskum frelsisbaráttu- mönnum, þegar er þeir geta komið þvi við. En börnin eiga við ömurlegar minningar að stríða, og Karen og Kitty eiga fullt í fangi með að halda hugrekkinu í þessum ó- hamingjusömu börnum. Þessi börn hafa séð meira heldur en trúlegt er, að nokkur maður lifi af að horfa upp á. Meðal þess- ara barna er drengurinn Dov. Hann og margir aðrir eru svo mótaðir af þessari hræðilegu reynslu, að hafa beinlínis verið rétt við innganginn í gasklefana, að vafamál er að nokkurn tíma verði manneskjur úr þeim. Börnin svelta sig Og svo hefst leiðangurinn „Ex- odus“, þessi mikli leiðangur, sem flytja skal fleiri hundruð barna frá flóttamannabúðunum á Kýp- ur fram hjá Englendingunum og um borð í hið lélega gamla skip, sem ber sama nafn. Bömin eru stöðugt þjálfuð til fararinnar, og að næturþeli læð- ist hljóðlát og þögul fylking barna í vörubíla, sem teknir höfðu verið að „láni“ hjá Eng- lendingum. Vörubílarnir flytja þau að skipinu „Exodus". Brott- för skipsins frá Kýpur veldur miklu uppþoti meðal Englend- inga. Virðingar sinnar vegna geta þeir ekki látið skipið fara. En börnin eru vel þjálfuð, og þau standa saman sem einn mað- ur og vita, ltvað þau eiga að gera. Fái skipið ekki leyfi til að yfirgefa höfnina í Nicosia, neita þau að borða. Orðsendingar fljúga á milli ensku rikisstjórnarinnar og her- stjórnarinnar á Kýpur, og dag- arnir líða. Fjöldi barna er orðið meðvitundarlaust af hungri. Ang- ist og skelfing grípur um sig á eyjunni, og brezki hershöfðing inn Sutherland, sem sjálfur er að hálfu leyti af Gyðingaætturr. á hræðilega daga. Þegar fyrsta barnslíkið er flutt í land úr ,.Exodus“, gefa Englendingarnir eftir. „Exodus" getur hafið för sína til hins fyrirheitna lands. Og nú er komið til ísraels, þar sem nýir bæir þjóta upp, þar sem hópar Gyðinga hvaðanæva úr heiminum yrkja eyðimörkina með elju og \amsýni. Eyði- mörkin blátt áfram skal blómstra! Arabar fylgjast v jeð landnám- ínu og hrista áhyggjufullir höfuð sín. Eyðimörkin hefur í árþús- undir verið eyðimörk. Og nú kemúr þetta ókunnuga fólk og snýr lögmálum náttúrunnar bein- línis við. Það skal verða að gjalda þess. Hinir fjandsamlegu ná- grannar þeirra ætla sér ekki að þola, að það geti fyrirhafnar- laust setzt þarna að, og það kost- ar miklar fórnir. Dráp og laun- morð eíga sér stað dag og nótt við landamærin. Þarna er fjölskyldan Ben Can- aan, gamli Barak, annar bræðr- anna frá Rússlandi, sem kom gangandi til ísraels, hans góða kona, Sarah, sonurinn Ari, sem er aðalpersóna kvikmyndarinnar og dóttirin snotra og hugprúða, Jordana. Líf þeirra er löng bar- átta. Barátta, sem aðeins hefur eitt takmark: að fá leyfi til að lifa, ekki aðeins^fyrir þau sjálf, heldur og fyrir alla ísraelsku þjóðina. Inn í líf þessa fólks, tiú þess og hugsjónir, fléttast saga hjúkr- unarkonunnar amerísku, sem ekki fær sig til að snúa aftur heim. í upphafi er það vegna þess, að hún hefur ekkert heim- ili að snúa sér til, síðar einfald- lega af því að barátta ísraelsku þjóðarinnar er orðinn hluti af lífi hennar, og að lokum er hún orðin ein af þeim. Og þarna er Karen, sem vex upp og þroskast. Hún verður ástfangin í Dov, sem þó hvorki er vingjarnlegur né ástúðlegur. En Karen, svo ung sem hún er, skilur, að hið eina, sem hann þarfnast, er skilningur og þolin- mæði, til þess að hægt sé að leysa þá hnúta, sem þræðir hat- ursfullrar sálar hans eru knýttir. En einmitt þegar hinni þraut- góðu Karen hefur tekizt að fá drenginn til að sýna sínar mann- legu tilfinningar, er þessi góða stúlka drepin af arabiskum laun- morðingja. Þá skilur Dov, hvað hann hefur misst. Og frelsishetjan Ari, sem neit- að hefur að lifa sínu eigin llfi, heldur hefur aðeins viljað lifa fyrir þjóð sína og land, þessi harðsvíraði maður, sem hefur séð svo marga falla, fellur í fyrsta skipti saman og viður- kennir, að einnig hann er maður með tilfinningar. Bugaður af sorg, en trúaður á framtíð ísraels, gengur hann mót nýju lífi með Kitty, hjúkrunar- konuna amerísku, sér við hlið. Kvikmynd þessi hefur hlotið verðskuldaða athygli og lof, bæði fyrir leikstjórn og leik. AðaL hetjan Arí er leikin af Paul New- man, Kitty, amerísku hjúkrunar- konuna, leikur Eva Marie Saint. Dov og Karen eru leikin af Sal Mineo og Jill Haworth. Enn fremur leika í myndinni Peter Lawford, John Derek o. fl. Senni lega verour þess langt að bíða, að mynd þessi komi hingað til lands, en áreiðanlega er óhætt að hlakka til þess. Hetjan Ari teflir oft á tæpasta vað f hann særist, verður Kitty að hjúkra ófullnægjandi áhöldum. Meðal annars hans, án þess að hafa aðstöðu til að Marie Saint). baráttu sinni fyrir fsrael, og þegar honum við frumstæð skilyrði með framkvæmir hún uppskurð á fæti deyfa hann. (Paul Newman og Eva

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.