Tíminn - 23.11.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.11.1961, Blaðsíða 2
Í2 TÍMINN, fimmtudaginn 23. nóvember,1961. hundrað ara Söfnuður Útskálasóknar minnt- ist 100 ára afmælis kirkju sinnar hinn 12. nóv. s.l. Hátíðahöld hóf- ust í kirkjunni kl. 2 e. h. með guðs þjónustu. Biskup fslands, hr. Sig- urbjörn Einarsson, predikaði á- samt sóknarprestinum, séra Guð- mundi Guðmundssyni. Kirkjukór Útskálakirkju söng með undirleik Auðar Tryggvadóttur organista, en Jón ísleifsson, form. kirkjukóra- samb. íslands hafði æft kórinn fyrir guðsþjónustuna. Margt mætra gesta var viðstatt, biskup íslands og frú, prófasturinn í Kjalarnesprófastsdæmi, séra Garðar Þorsteinsson og frú, séra Björn Jónsson og frú, Keflavík, séra Jón Árni Sigurðsson og frú, Grindavík, séra Kristján Bjarna- son og frú, Reynivöllum, og bisk- upsritari, séra Ingólfur Ástmars- son. Einnig voru viðstaddir safn- aðarfulltrúar og formenn sóknar- nefnda frá Hvalsnes-, Keflavíkur- og Njarðvíkursóknum. Kirkjunni bárust margir fagrir og vandaðir gripir að gjöf, m. a. 50 silfurbikarar frá kvenfélaginu Gefn í Garði, silfurkaleikur frá prestshjónunum að Útskálum, frú Steinvöru Kristófersdóttur og séra Guðmundi Guðmundssyni og mjög vandaður hökull frá hjónun- um frú Helgu Þorsteinsdóttur og JóhanhQsi Jónssyni, Gauksstöðum í Garði, til minningar um foreldra þeirra hjóna. Keflavíkursöfnuður gaf fjórar fagrar ljósastikur á alt- ari kirkjunnar og afhenti jafn- framt skrautritað ávarp, en Út- skálakirkja var sóknarkirkja Kefl; víkinga allt til ársins 1915. Gömul fermingarsystkin gáfu svo krist- allsvasa. Fjárupphæðir bárust frá Hvalsnes- og Njarðvíkursöfnuðum, kirkjukór ,Útskálakirkju og frá einstaklingum innan safnaðarins og brottfluttu safnaðarfólki. Slðar verður gerð nánari grein fyrir þessum gjöfum, en alls bárust kirkjunni um 100.000.— krónur. Einnig barst fjöldi heillaskeyta. Eftir guðsþjónustuna hófst sam- sæti í samkomuhúsinu að Gerðum. Formaður sóknarnefndar Útskála- sóknar, Sigurbergur H. Þorleifs- son, bauð gesti velkomna og stjórn aði samsætinu. Flutti hann einnig erindi og rakti sögu Útskálakirkju s.l. 100 ár. Þorlákur Benediktsson, safnaðarfulltrúi, flutti erindi og minntist þar presta, er þjónað hafa á Útskálum, söngfólks og annarra, sem mest hafa starfað fyrir kirkjuna á undanförnum ár- um. Einnig fluttu ræður undir borðum, biskup, prófastur, sókn- arprestur, séra Björn Jónsson, Keflavík, sóknarnefndarmenn og safnaðarfulltrúar frá Keflavík og Njarðvíkum og fleiri. í samsætinu var mikill og almennur söngur, m. a. söng kirkjukór Útskálakirkju lag eftir Ásdísi Káradóttur við vers eftir Dagbjörtu Jónsdóttur. Formaður sóknarnefndar flutti ávarp frá séra Eiríki Brynjólfs- syni, en hann var sóknarprestur í tæpan aldarfjórðung á Útskálum, en dvelur nú vestan hafs. Var séra Eiríks minnzt með þakklæti og hlýhug og honum og fjölskyldu hans sendar kveðjur og árnaðar- óskir. Afmælishátíðin fór mjög virðulega fram og lauk kl. 8 um kvöldið. Mývatn aft hverfa? (Framhald af 1. siðu). hugaðrar kísilgúrvinnslu úr því, og hafði blaðið því samband við hann og spurði að orsökum þessar- ar grynnkunar. Tómas tjáði blað- inu, að Mývatn væri nokkuð mis- djúpt. Suðurflóinn er að jafnaði 3,5 metrar á dýpt, en Norðurfló- inn 1,5 metrar og á sumrin sést grasið og botngróðurinn upp úr vatninu. 3—5 metra botnleðja r BotnIeðjj|i>iíeg' urjti til fimm metrar á þykkt, en fer allt upp í níu metra. Hún er ekki mynduð við framburð úr ám, því að í Mývatn renna aðeins tveir lækir ofanjarðar. Leðjan er að mestu mynduð af lífrænum efnum, kísilþörungum, sem vaxa mjög ört og rotna ekki, þegar þeir deyja, heldur hlaðast upp á botninum. Sandfok og aska hefur einnig auk- ið við botnleðjuna. Bjargar kísilgúrvinnslan Mývatni Tómas sagði, að til stæði að mæla vatnið nákvæmlega og væri þá hægt að segja um, hve hratt þessi' grynnkunarþróun gengi. Hafa nú þegar verið tekin botnleðjusýn- ishorn úr Norðurflóanum. Tómas bætti því við að lokum, að þessi þróun mundi sennilega snúast við, ef farið yrði að vinna kísilgúr úr botnleðjunni, eins og allar horfur eru á, að verði í fram- tíðinni. Geta náttúruunnendur huggað sig við það. Keflvíkingar — Suöurnesjamenn Splluð verður Framsóknarvlst t Ungmennafélagshúslnu í Kefla- vfk næstkomandi föstudag og hefst klukkan 8.30 eftir hádegi. Góð verðlaun. — Dans á eftir. Aöalfundur Fiamsóknarfélags Kjósarsýslu verður haldinn ( Félagsgarði i Kjós, sunnudaglnn 3. des. nk. — Venjuleg aðalfundarstörf. — Jón Skaptason, alþm. mætir á fundin- um. St|órnin. Þrír stjórnmálafundir um næstu helgi Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Suðurlandskjördæmi efnlr til þriggja almennra stjórnmálafunda um næstu helgi og verða þelr sem hér seglr: VESTMANNAEYJAR: Frummælendur: Eystelnn Jónsson, alþm., Helgl Bergs, alþm. og Sigurgeir Kristjánsson, lögregluþjónn. SELFOSSI: Sunnudag klukkan 3 eftir hádegi: Frummælendur: Hermann Jónasson alþm., Slgurður í. Slg- urðsson, oddviti og Óskar Jónsson, fulltrúi. ARATUNGA BISKUPSTUNGUM: Sunnudaglnn klukkan 2: Frummælendur: Ágúst Þorvaldsson alþm., Þorsteinn Sigurðs- son bóndi og Sigurfinnur Sigurðsson bóndi. Nú fer senn að líða að jólamánuðinum, enda eru allir, sem penlnga eiga á láger, önnum kafnir vlð að taka þá út. Myndin er tekin í sparisjóði Landsbankans f Austurstræti. (Ljósmynd: TÍMINN GE). Verðlag æ óhagstæðara Fyrsti fundur Bændafélags Fljótsdalshéraðs á þessum vetri var þaldinn .að Egilsstöðurp, 18, nóvember síðastliðibh. >tt:ÚundafefnIcf " ’varV yAfurðas'Ölu- m'ál lándbúnaðarins. Framsögu í málinu hafði Sveinn Jónsson bóndi á Egilsstöðum, en fundarstjóri var Páll Sigurbjörnsson ráðunautur. Miklar umræðUr urðu um málið á fundinum og tóku til máls m. a. þeir Vilhjálmur Hjálmarssop bóndi á Brekku í Mjóafirði, en honum var sérstaklega boðið á fundinn, og Ingvar Guðjónsson bóndi í Döl- um, en þeir voru báðir fulltrúar á aðalfundi Stéttarsambands bænda á s.I. sumri. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt á fundinum með öllum greiddum atkvæðum. Fundur Bændafélags Fljótsdals- héraðs, haldinn að Egilsstöðum 18. nóv. 1961, ályktar, að margra ára reynsla af gildandi framleiðsluráðs lögum hafi sýnt, að verðlagsgrund- völlurinn samkvæmt þeim hafi á- vallt gefið bændum ófullnægjandi verð fyrir framleiðslu sína. ítrekuð viðleitni til lagfæring- Slæmar gæftir en sæmilegur afli Ólafsfirði, i 22. nóv.— Hér hefur verið sumartíð undan farið í hálfan mánuð, alauð jörð og Lágheiði fær öllum bílum, sem er óvenjulegt um þennan tíma. Ekki hefur þó gengið vel til sjáv- arins, heldur hafa gæftir verið tregar. Þó hefur afli verið góður, þegar gefur, og hafa bátarnir feng i.g 3—8 tonn í róðri Á laugardag og mánudag var landlega vegna vestanáttarinnar, en á mánudags- kvöld fóru bátarnir út og fengu 2—5 tonn, en erfitt var að athafna sig, vegna þess hve illt var í sjó- inn. í dag er ástandið sízt betra, útlit fyrir að þeir hæstu séu með í mesta lagi 4,5 tonn, Ólafur Bekk ur hyggur á Englandssiglingu með fisk, og mun leggja upp í fyrra- málið, ef nógur.fiskur kemur að landi í kvöld. Nú er komin norð- austanátt og bleytuhríg og farið að grána tii fjalla. B, St. ar á verðlagsgrundvellinum hefir ekki orkað gegn því, að verðlagið haíL ojrðið, óhagstæðara landbúnað- inum með hverju árinu sém' líður. Nu á ‘úmliðnu 'haiMi'Héfir þó kast að tóífunum 1 þessum efnum. Sú verðákvörðun, sem þá fór frarm hefir endanlega skorið úr um það, að þessu fyrirkomulagi geta bænd ur ekki — og mega ekki — una lengur. Fundurinn telur óhjákvæmilegt, að bændastéttin krefjist breytinga á framleiðsluráðslögunum á þann veg, að ákvæði 5. og 6. gr. laganna um aðild neytenda og yfirnefndar að verðlagningu verði felld niður og fái framleiðsluráð eitt óskorað vald um ákvörðun verðs á land- búnaðarafurðum. Fyrir því leyfir fundurinn sér að skora á Stéttarsamband bænda, að beita sér fyrir framanskráðum br'eytingum á framlfeiðsluráðslögun um, og telur rétt að kallaður verði saman aukafundur Stéttarsam- bandsins til að fjalla um þessi mál. ' Vill fundurinn leggja áherzlu á, að slíkar lagabreytingar nái fram að ganga á yfirstandandi Al- þingi, svo að ný skipan þessara mála gæti tekið gildi þegar á næsta hausti. Styðja lækna og verkfræð. Á aðalfundi Bandalags íslenzkra listamanna síðastlifjinn sunnudag var svohljóðandi ályktun samþykkt einróma: „Aðalfundur Bandalags íslenzkra listamanna 19. nóvember 1961 lýs- ir samúð með kjarabaráttu lækna, I verkfræðinga og annarra mennta- manna og leyfir .sér að benda á þá s-taðreynd, að þeir fulltrúar vís- inda, lista og annarrar menningar, ]sem nota ævilangt mikinh hluta sinna lekna og eigná í kostnað við að slcapa menningu og auka sér- þekkingu sína, þurfa á allra hæstu launum að halda.“ Allir mættir a Fyrsti fundur Nordmannslaget í Reykjavík á þessu hausti verður I kvöld, fimmtudagskvöld, í Tjarn- arcafé niðri og hefst hann klukkan 20.30. Sýndar verða kvikmyndirnar „Rundt land og strand“ og verð- launamyndin „Askeladden og de gode hjelperne". Síðan verður dansað. Á aðalfundinum, sem var í Café Höll 30. október, mættu állir fé- lagsmenn með tölu. Othar Elling- sen var kjörinn formaður. Aðrir í aðalstjórn eru Nils Haugen, Jakob Haarvei, Mary Einarsson og Arne Jacobsen. Afmælisfyrirlestrar báskólans í vetur verður fluttur flokkur fyrirlestra fyrir almenning i há- tíðasal háskólans í tilefni 50 ára afmælis skólans, og'nefnast þessir fyrirlestrar afmælisfyrirlestrar há- skólans. Fyrsta fyrirlesturinn í þessum flokki flytur prófessor dr. phil. Matthías Jónasson sunnudag- inn 26. móv. kl. 2 e. h. Fyrirles-tur- inn nefnist „Nýting greindar í ís- lenzkum skólum“. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. Sólfaxi áfram í ískonnunarfl. Frá því i byrjun febrúar s.l. hef- ur Flugfélág íslands annazt ískönn unarflug á siglingaleiðum við Grænland og hefur Skymasterflug- vélin „Sólfaxi" verið staðsett í Narssarssuaq í því augnamiði. Nú hafa samningar milli Kon- unglegu Grænlandsverzlunarinnar og Flugfélags íslands úm áfram- haldandi ískönnunarflug verið franjiengdir til eíns árs frá næstu áramptum að telja. Aiilc ískönnunarferða annast Sól- faxi flutninga og er þar að auki liður I öryggisþjónustu við Græn- land. Flugliðar ' Flugfélags íslands, sem fljú^a Sólfaxa, dvelja í Nars- sarssuaq í mánuð í senn og fara áhafnarskipti, svo og eftirlit í'lug- vélarinnar fram í Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.