Tíminn - 23.11.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.11.1961, Blaðsíða 11
Tj M.I N,N, fimmtudaginn 23. nóvember 1961. II IX Victor Borge hóf feril sinn í Bandaríkjunum með því, aS hann var rekinn frá sýningu á Broadway. í dag græðir hann áiíka mikið á einni mínútu eins og venjulegir menn græða á heilu' ári. Hann er glæsilegur og bráð- fyndinn og hefur ólýsanlega hæfileika til að koma öðrum til að hlæja. í mótsetningu við nútíma háð- fuglana, sem slá um sig með bitru háði og illlcvittni um ná- ungann, er Victor Borge vin- gjarnlegur og vægur í gaman- semi sinni. Fyndni hans er sjald- an bitrari en sú, sem hann sagði nýlega um amerísk menningar- viðskipti við Sovétríkin: — Við fáum Moiseyev-ballettinn — þeir fá Cuba. Öskrar af fögnuði Hann getur leyft sér að segja næstum hvað sem er, vegna þess hvernig hann segir það, þó að Borge hefur sjónvarpsþátt sinn oft á þessum orðum: Hugsið um hestinn Needles — hann græddi 125 þúsund dollara á tveim mín- útum með því að vinna derby- veðreiðar í Kentucky. Eitt sinn sagðist hann vilja sýna áhorfendum sínum fram- leiðslu Pontiac-verksmiðjunnar, og fengu þá áhorfendur að sjá stóran snjóskafl, og minntu út- línur hans á bíl. Þar sem nýlega höfðu geisað miklir snjóstormar yfir landið, voru áhoifendur þeg- ar með á nótunum, og næsta setn ing hans vakti mikinn fögnuð: — Það versta við þetta er, að konan mín er þarna inni í bíln- um — og bróðir minn — en hvað um það, einhvern tíma kemur vor, og þá er hægt að grafa þau út. Vildi róa áheyrendur f skemmtanaheiminum jafnast enginn á við Victor Borge. Hann semur ekki einungis þætti sína sjálfur, heldur hefur hann náð þessum geysilegu vinsældum á öðru tungumáli en sínu eigin móðurmáli. Sagan um það, hvernig liann náði þessari miklu frægð, er næstum óskiljanleg. Börge Rosenbaum, eins og hann hét áður, fæddist árið 1909. Fjögurra ára að aldri kom hann fram sem undrabarn, og fjórtán þar, og ameríski konsúllinn í Stockholm, sem séð hafði Borge koma fram þar, lét honum vega- bréf í té gegn því, að hann yrði eins skemmtilegur í Ameríku og hann hafði verið í Stockholm. Victor og Elsie skildu árið 1950, og árið 1953 kvæntist hann núverandi konu sinni, sem heitir Sanna og hafði verið einkaritari hans. Þegar Borge kom til Banda- ríkjanna varð hann að bíta í það súra epli að vera allt í einu orð- inn óþekktur flakkari frá því að vera frægur maður. Honum heppnaðist að ráða sig við hljóm- leikaskemmtun, sem Ed Sullivan, sem þá var algjörlega óþekktur, stjórnaði i New York. Sullivan fékk strax hið mesta álit á Borge. Fimm mínútum áður en tjaldið var dregið frá, fékk Borge að vita, að atriði hans, sem átti að standa í tuttugu mínútur, mætti ekki standa í meira en þrjár mín- útur. Borge var allsendis ófær um að stytta þær setningar, sem hann hafði lært utan að á ensku, án þess að skilja eitt orð í þeim. Hann nötraði af taugaóstyrk, þeg- ar hann gekk inn á sviðið og sat eins og límdur við stólinn í níu mínútur. Það varð að draga tjald- ið fyrir til þess að koma honum út af sviðinu. Háðfuglinn frægi frá Danmðrku enginn annar gæti komizt upp með það. Flestar hjnna’ stóru sjónvarps- og kvikmyndastjarna mundu falla um á staðnum, ef þær hefðu ekki menn til að semja brandarana fyrir sig, en Borge heldur sig við brandara, sen) hann finnur upp sjálfur. Nokkrir þeirra eru skemmtilegri en aðrir, en það er eitthvað sér- stakt við þá alla, ekki sízt vpgna þess, hvernig Borge •segir þá, Til eru þeir, sem halda því fram, að fyndni Borge sé svo sér- stök vegna þess, að hún er í mót- setningu við virðulegt útlit hans, sem fær fólk til þess að búast við einhverju í líkingu við fúgu eftir Bach. Fólkið beinlinis öskiar af fögn- uði, þegar það heyrir þakkarorð Borges eftir vel heppnaða skemmtun: — Þökk sé foreldr- um mínurn, af því að þau gerðu mér mögulegt að halda þessa skemmtun — og þökk sé börnum mínum, aí þvi að þau neyddu mig til þess. Konan mín er þarna Einu sinni á ári kemur Victor Borge fram í sjónvarpi, og talið er, að fjöldi þeirra, sem horfa á þátt hans, nemi meira en 30 milljónum, og er það fleira en horfir á nokkurt annað atriði af þessu tagi. Laun hans fyrir þetta atriði eru 250 þúsund dollarar, og eru það hæstu laun, sem getið er um. að einum manni hafi verið borg- að fyrir tilsvarandi vinnutíma. ára gamall var hann glæsilegur slaghörpuleikari. Hin undra- verða fingrafimi var fyrst og fremst föður hans að þakka, sem krafðist þess, að hann æfði sig af mesta kappi. Faðir hans hafði árum saman verið fiðluleikari í Det kongelige Kapel. Það var eiginlega fyrir hrein- ustu tilviljun, að Borge sneri inn á þá braut, sem átti eftir að gera hann svo frægan. Flest undra- börn eru feimin við sviðsljósin, en Borge var öfugt farið. Hann hafði áhyggjur út af áheyrendum sínum, sem honum fannst oft sýna ónauðsynlegan áhyggjusvip. Eitt sinn, þegar hann lék verk eftir Mozart, fann hann skyndi- lega þörf hjá sér til að róa áheyr- endur sína. Hann sneri sér við, blikkaði öðru auganu og skæl- brosti út I annað munnvikið. Fagnaðarlátum áhorfenda ætlaði aldrei að linna. Þetta gaf honum hugmynd að ýmsum gamansömum atriðum og athugasemdum inn á milli hins alvarlega slaghörpuleiks. Síðan fór hann að koma fram í nætur- klúbbum, og það leið ekki á löngu, áður en hann var orðinn vel þekktur á Norðurlöndunum. Sparkað út á Broadway Árið 1933 kvæntist hann Elsie Shelton. Foreldrar hennar voru ensk, en hún hafði fengið amer- ískan ríkisborgararétt gegnum stjúpföður sinn, sem var dansk- amerískur. Þau ákváðu að fara til Ameríku og freista gæfunnar Sullivan, sem hélt að Borge hefði í hefndarskyni reynt að eyðileggja sýninguna, rak hann með það sama. Þetta var í eina skiptið, sem Borge kom fram á Broadvvay — þangað til hann ár- ið 1953 leigði Golden Theatre, þar sem hið fræga atriði hans, Comedy of Music, gekk 849 kvöld í röð. Óhappið reyndist happ Comedy of Music var létt sam- bland af slaghörpuleik og gam- anyrðum. Fyrir um það bil ári spurði blaðamaður nokkur Borge hvort það væri rétt, að hann ætl- aði aftur að koma með eins- manns-skemmtun á Broadway. Borge staðfesti, að það væri rétt, og að hann, eftir miklar bolla- leggingar, væri kominn að þeirri niðurstöðu, að hann kæmist varla af með minna. En þegar hann gerði alvöru úr þessu, hafði hann þó skipt um skoðun, því að þá hafði hann með sér ungan og snjallan slag- hörpuleikara. Leonid Hambro. Fögnuður áhorfenda náði há- marki, þegar Borge lagði til, að þeir léku mínútuvals Chopins. Hambro átti að leika fyrri hlut- ann, og hann sjálfur seinni hlut- ann — þá gætu þeir lokið honum af á hálfri mínútu. Óhappið, sem henti Borge hjá Sullivan, reyndist síðar hafa verið eitt hans mesta happ. Þar sem það gerði honum erfitt með að fá sér vinnu, fékk hann næg- an tíma til að fara í kvikmynda- hús og læra amerískuna. Þar næst neyddist hann til að fara frá borginni. Fyrst fór hann til Flórida, þar sem honum gekk heldur illa, og síðan til Holly- wood, þar sem hann fékk tæki- færi til að koma fram í útvarps- þætti hjá Bing Crosby. Það var árið 1941, og hann vakti svo mikla hrifningu, að hon um hefur verið boðið að koma fram með atriði sitt 55 sinnum síðan. Afinn vek’ur kátínu í þau tuttugu ár, sem síðan eru liðin, hefur tækni Borge lítið breytzt. Þegar gagnrýnendur öðru hvoru kvarta yfir því, að skemmt- anir hans séu alltof líkar hver annarri, snertir það Borge ekki hið minnsta. — Maður getur þó ekki gert mikið annað við slaghörpu en leika á hana, segir hann, og ekki get ég gert að því, þó að ég líti nokkurn veginn eins út frá ári til árs. Einn er það, sem alltaf vekur jafn mikla kátínu hjá áheyrend- um hans, og það er afi hans, vís- indamaðurinn mikli. Hann fann upp aðvörunartæki gegn þjófum, sem var stolið frá honum. Hann fann einnig upp alveg prýðilega lækningu við sjúkdómi, sem þvi miður var ekki til. Borge heldur því fram, að menn eigi að gera sér allt eins létt og möguleiki er á. Sjálfur vinnur hann oft í það óendanlega til að finna út, hvernig hann geti unnið sér það sem léttast. Þegar hann var í Danmörku. hafði hann aðstoðarmann, sem skrifaði niður hvert orð, sem hann sagði og hvaða atriði vöktu mestan fögnuð. Af þessu gat Borge séð, hvaða atriði voru bezt og fundið út, hvenær heppilegast var að varpa fram gamanyrðun- um. Nú notar hann Segulband við þessar athuganir sinar, en hann, eyðir æ meiri tima í að kanna árangurinn. Leikur meS fingrunum Borge á það til að gleyma ýmsu. Oft skeður það, að hann verður að spyrja umboðsmann sinn, George Campbell, hvert þeir séu að fara, á hvaða gisti húsi þeir muni búa, og í hvaða, leikhúsi hann eigi að koma fram. Flestir skemmtikraftar ferðast með lest og hafa ósköpin öll af farangri með sér. Borge og Camp bell ferðast með flugvél, og hingað til hafa þeir aldrei þurft að borga einn eyri í yfirvigt. All- ur farangurinn er ein stór taska og ein litil, svört taska. Menn halda oftast, að litla taskan inni- haldi make-up, en það notar Borge alls ekki. í töskunni eru sardínur, samlokur, rúgbrauð og annað góðgæti, sem Borge tekur fram yfir gistihúsfæðið. Hann er vanur að borða það á herbergi sínu, áður en hann kemur fram. Atvik, sem koma fyrir Borge á ferðalögum, gefa honum oft til- efni til nýrra gamanyrða. Eitt sinn skar hann sig í fótinn, og sagði hann þá áheyrendum sín- um, að upp frá þessu neyddist yist til þess að leika á slag- ,iörp ina með fingrunum. Þegar hann hitti L'mnard Bernstein, sem er hljóaisvejtar- stjóri og heldur auk þess vinsæla fyrirlestra um hljómlist. sagði Borge: — Þarna höfum við mann, sem getur útskýrt F/.rav- insky — fyrir Stravinsky. Einhverju sinni hélt hann blaðamannafund, og kom bá einn blaðamannanna með þá barna- legu spurningu, hvort v'-m hefði verið búinn að hugsa út svörin við spurningum þeirra fvrir fram. Borge svaraði grafalvatleg- ur: — Ekki síður er þér hafið hugsað út spurningar yð;.r fyrir fram. Hanarnir sjá um Borge-hjónin eiaa --tó ar bú- garð í Connecticut. þar serr bau reka stærðar hæn=nnbú Þau selja um 3 mil’iónir kúi’ l á ári til amerískra ' veitinijahú-a. Þegar fóik spyr B,’ree h'Tfir hugsi um hænurnar b?e-ir hann er ekki heima, svar-”- H«nn — Við skuium vona að hana-n’r geri það Fyrir u. þ. b ár fræddt eir.n gagnrýnandi Bortre a bvi að hann væri eini miigulegi arftaki Chaplins Borge bakkaði heiði-.r- inn mörgum ffi"r"m orðum og bætti við. að bað væri »ð'"ns einn maðttr. sem hann herði hp'd- ttr viljað heyr? h?tta frá . — Og hver er það’ -nurði jáenrnanriinn. — Charlte Chaplm, var a,a..ð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.