Tíminn - 23.11.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.11.1961, Blaðsíða 9
T:f MI NN, fimmtudaginn 23. nóvember 1961. 9 i, '*• !i!í' ..................... ,:X ■! j»«4 n!»i . ■■ g iU: :• i 'iiv. ' tUÍÍMMMOÍi :ir- yi uuti Nýl-ega áttí merkisafmæli eimn fremsti maður í forystusveit sænskra samvinnumanna. Er hér um að ræða húsbóndann í þessari milklu byggingu, er ein meðfylgj- andi mynda sýnir, Seved Apel- qvist. Hann varð sextugur 22. okt. s.I. Því miður gat ég ekki sett mig í samband við hann þann dag. Mér þótti fyrir því, en frá huga mínum streymdi lítil lind þafcklætis O'g aðdáunar og ieitaði samruna við þá djúpu elfi sams konar kennda, sem ég efa ekki, að hafi flætt um Apelqvist þennan dag, ekki aðeins frá öllum lands- hlutum Svíarfkis, heldur víðs veg- ar að úr‘ heiminum. Hvers vegna? Jú, stórbyggingin glæsilega er nefnilega ekki bara hús. Hún er tákn og yfirskrift voldugs fyrir- tækis; eins hins sérstæðasta i öli- um heiminum, og þarf ekki að hafa neina höfðatölureglu í huga. Þetta er liðlega ársgömul aðalskrif stofubygging samvinnutrygging- anna sænsku, FOLKSAM, og Seved Apelqvist er aðalforstjóri þeirra og stjórnarformaður — hef- ur stjómað þeim síðan í ársbyrjun 1946, að hann tók við af hinum aldna og vinsæla Karl Eriksson, sem enn þá lifir og þykir ein mesta höfuðkempa samvinnusam- takanna þar í landi.. Seved Apelqvist er ekki trygg- ingafræðingur að menntun, og hafði meira að segja aldrei unnið að tryggingum, þegar honum var trúað fyrir leiðsögn hins mikla og vaxandi tryggingafyrirtækis sænskra samvinnumanna, en átti þær rætur í tryggingamennsku, að faðir hans var um 20 óra skeið, frá því drengurinn var 7 ára gam- all, umboðsmaður annars aðal tryggingafélagsins, sem myndaði uppisföðuna í FOLKSAM-trygginga samgteypuna. Þessi uppeldisað- staða til vi.ðbótar persónuiegum eiginleikum og lífsreynslu, sem einn helzti blaðamaður og ritstjóri sænskrar samvinnuhreyfingar um langt skeið (Konsumentbladet — VI.), virðist hafa dugað honum til þeirrar einstæðu forystu í FOLKSAM, sem 15 ára reynsla hefur leitt í ljós og sérfræðiskort urinn þannig ekki staðig honum fyrir þrifum. Það er meira að 1 segja ekki laust við, að maður 'hafi tilhneigingu til ag ætla, að ferskleiki hans og frelsi frá viðj- um sérfræðinnar (fyrirgefið!) hafi borið hann hraðar yfir marga tor- færuna á öllum þeim nýju og frumlegu brautum, er hamn hefur lagt inn á, sem hann ella — minn- ugur allra syllna og sperra fag- mennskunnar — hefði frekar staldrað við, og þá meg á'hættu 'hiksins, einkum þegar flestir eða allir hinir þrautreyndu vitringar í öðrum tryggingafélögum (kann ske eigin líka, ég veit þáð ekki) risu upp i einum kór og fullyrtu aðvarandi: Þetta er ekki hægt! En Apelqvist hefur fyrst og fremst verið hinn mikli og áræðni brautryðjandi og siðbótamaður, sem aldrei hefur skort vitsmuni og karlmenmsku til þess að gera það, sem honum fannst fært og rét.t til almenningsheilla, enda jafnan borinn uppi af eldlegum áhuga fyrir bættri lífsaðstöðu fólks og farsælla lífi. Hann hefur oft hætt miklu í tvísýnu að margra dómi, en jafnan innan skamms staðið sem sigurvegari og hetja í harðri baráttu fyrir framgangi gófðfa mólefna, umkringdur að- dáunarfullum samherjum — og andstæðingum. Þannig er Seved Apelqvist. Seved Apelqvist a skritstotu sinni. Sænski samvmnuírygginga- O 0 Það væri' freistandi, 'cn verður ag bíða annars tíma, að drepa á fjölþættan og Iærdómsxíkan annál FOLKSAM þau 15 ár, sem Apel- qvist hefur staðið þar vig stjórn- völ. Margendurteknar iðgjálda- lækkanir í öllum greinum trygg- inga — stundum svo róttækar, að allt hefur ætlað um koll að keyra — tíðar breytingar og nýmæli á tryggingasviðinu, margmilljóna beinar endurgreiðslur o.fl. til hags bóta tryggingatökunum, , sem gagnkvæmar tryggingastofnanir leitast við að komast sem lengst í; allt þetta, sem þó er svo mikil- vægt, segir engan veginn tæmandi um heillaríka og athyglisverða starfsemi FOLKSAM. Ekki síður hafa vakið athygli víða um heim tengsl tryggingastofnunarin-nar og samvinna að framfara- og líknar- mólum við fjölmörg hagsmuna- og menningarsamtök almennings. — FOLKiSAM hefur í slíkri sam- stöð'u, sem það sjálft hefur átt frumkvæði að, margsinnis gengið til atlögu gegn ýmsum meinvætt- um mannsins, svo sem krabba- meini, lömunarveLki o.fl. — meðal annars með ríflegum fjárstyrkj- um til vísindastarfsemi — auk þess að létta hvers konar farlama og veikluðu fólki lífsbaráttuna — einkum til sjálfsbjargar. Er það til nokkurs marks um viðlhorf FOLKSAM til vandamála samtíð- arinnar, að á 50 ára afmæli þess 1958, gekkst fyrirtækið fyrir svo- kölluðu „heilsuári“ í samvinnu við mörg fjöldasamtök, og í áfram haldi af því sérstöku „heilsuráði“' .þessara. aðila; sem starfað hefur æ síð'an. Nöfnin sjálf endurspegla tilganginn. Það er vissulega rétt, sem Peter Söiland, helzti forystumaður norskrar samvinnuhreyfingar, sagði nýlega á fundi norrænna samvinnutryggingamanna, að FOLKSAM mætti vegna starfs- hátta sinna öllu frekar teljast ein mikil velferðarstofnun heldur en tryggingaf-élag i venjulegustu merki-ngu orðsins. Það er sá blær, sem Seved Apelqvist hefur í stjórnartíð sinni leitt yfir starf- semina. Hann hefur vakig athygli um viða veröld, enda er Apelqvist fyrir löngu áhrifamaður í stjórn alþjóðasamtaka samvinnumanna, bæði almennum, en þó sérstaklega á sviði trygginganna. Þetta átti tryggingamannssonurinn frá Sparreholm eftir að upplifa — og þó svo miklu, miklu meira! Mér er ljóst, að allt það, sem gerzt hefur á merkum og marg- þættum starfsferli FOLKSAM, hefði ebki getað átt sér stað nema fyrir giftudrjúgt samstarf margra — innan fyrirtæikis og utan. En Seved Apelqvist hefur í öllu þessu verið hinn mikli foringi, sem tengt hefur saman „að einu verki anda, kraft og hjartalag," ekkl einasta stöðulega séð, heldur mi'klu fremur í mætti persónu- legra yfirburða. Hann er í senn virðulegúr og vingjarnlegur í framgöngu, snjall og áihrifaríkur ræðumaður, og ritfærni hans hef- ur verig þekkt í áratugi. Fáum er sem honum gefið að leiða hin flóknustu umræðuefni fram fyrir almenning á einfaldan og auðskil in hátt, ósjaldan með lifandi fyndni að ívafi. Ég sé, að þessi orð mín eru orðin fleiri en ég gerði ráð fyrir. En það leitar svo margt á, þegar slíks afreksmanns sem Seved Apelqvists er minnzt. Mér er þó ekki fært að láta alveg staðar numið, þótt fjölmörgu umtals- verðu þurfi óhjákvæmilega að sleppa. Við, íslenzkir samvinnumenn, höfum ekki sv-o fátt að þakka fyrirtæki þess manns, sem hér hef ur verig gerður að umtalsefni, allt frá því Bengt Frankel aðstoð- aði Erlend Einarsson við fyrir- komulagsuppbyggingu Samvinnu- trygginga 1946, og Apelqvist sjálf ur á fyrsta framkvæmdastjóraári sínu undirritaði ásamt Vilhjálmi Þór fyrsta endurtryggingasamning Samvinnutrygginga daginn fyrir 45 ára afmæli sitt haustið 1946. Sá samningur var talinn okkur mjög hag'kvæmur og flýta raunar talsvert fyrir vexti Samvinnutrygg inga fyrstu árin. Sjálfum er mér persónulega hæði ljúft og skylt að vitna um alla þá góðViId og fyrirgreiðslu, sem ég hef í ríkum mæli notið í tveim námsferðum með 12 ára milli.bili til fyrirtækis hans. f bæði skiptin hef ég notið dýr- mætra kynna við hann sjálfan og helztu samstarfsmenn hans, auk víðtækari fyrirmæla hans, sem biðu mín eins og góðúr andi hvar sem var. í þessu m.a. hefur mér fundizt birtast ótvírætt góðhugur hans til samvinnutryggingastarfs- ins hér heima. *Og ég man það allt frá vorinu 1948, að Apelqvist lét þess getið á fundi, þar sem við vorum saman, að þeir FOLKSAM menn fylgdu af áhuga st.arf- semi Samvinnutrygginga og litu raunar á þæf sem vel séðan skjól stæffing og kæran. Ég enda þessi orð mín með þeirri hamingjuósk, að eigin þjóð afmælisbarnsirts og margir aðrir um víða veröld megi njóta sem lengst frábærra hæfileika og mann kosta þessa sérstæða manns. Ég veit, að allir, sem til þekkja, myndu vilja taka meg mér undir þesisi orð skáldsins um leið og hönd Seved Apelqvists væri þrýst innilega: „Ef við marga ættum líika þér, hve yrð'i heimur miklu hlýrri og betri.“ Baldvin Þ. Kristjánsson. FOLKSAM húsið í Stokkhóimi. j m\iiiniií: yggingamenn á héraósfundi að Gislaved í Srr.áiöndum vorlð 1948. Sitjandi fyrir miðju Seved Apel. qvist og greinarhöfundur. í sömu röð 4. f. v. Arvld Cederqvist, núverandi framkvæmdastjóri söludeildar FOLK- SAM, 2. Tolke Odmork þáverandi skrifstofustjóri. Héraðsumboðsmaðurinn, Hans Lydén, stendur að baki greln- i arhöfundi. Bengt Frankel situr lengst t.h.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.