Tíminn - 23.11.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.11.1961, Blaðsíða 8
T í MIN N, fimmtudaginn 23. nóvember 199*. Áhrif Nietzsches á ísl. bókmenntir Ungur rithöfundur í Reykja- vík hefur nýlega gefið út rit- gerðahefti um heimspeki Nietzsche. Þetta er Einar Krist jánsson Freyr, og koma at- huganir þessar um heimspeki Nietzsche út í Epíska ritinu. Hér er um óvenjulegt og at- hyglisvert efni að ræða, og átti blaðið af þessu tilefni samtal við Einar Frey, sem hefur iesið og kannað heim- speki Nietzsche árum saman. — Þú kallar ritgerðina „Heims- bókmenntirnar og Fredrich Nietzs- ehe, heimspekingur stríðs og dauða“. Hvaða rök liggja til þess? — Já, Nietzsche var ekki aðeins boðberi stríðs og höfundur naz- isma. Hann hafði einnig ákveðinn boðskáp að flytja um dauðann. Ákveðin t'egund af sjálfsmorðum er t.d. rakjn til hans. Má nefna sjálfsmorð Jack London, sem var um skeið heittrúa Nielzsche-dýrk- andi. Dauðdagi Hemingways er líka í fullu samræmi við skoðun Nietzsche. — Hvað hefui’ þú tíl marks um það? — í kaflanum „Frá frjálsum dauða“ eftir Nietzsche stendur þetta: „Margir deyja of seint, ein- staka of fljótt. Að deyja á réttum tíma er enn þá framandi lærdóm- ur. Deyið á réttum tíma. Svo kenn- ir Zarathústra". Vart er hægt að segja, að menn hér’ á landi hafi til- einkað sér þes'sa kenningu Nietzs che, en þeir eru að sjálfsögðu til, sem taka slíkt upp hjá sjálfum sér. — Er ritgerð þín ekki of stutt til að gera skil svona miklu efni? — Tæmandi bók um þetta mundi held ég aðeins deyfa áhug- ann. Aðferð mín er að reyna að varpa Ijqsi á framgang og tilhneig- ingar (tendens). Menn geta sjálfir fyllt í eyður. Mér hefur verið sagt það af skilgóðum mönnum, að þetta rit mitt hafi komið i'lla við ýmsa, sem fjalla um slík mál, en rugla saman hugtökunum heim- speki og trúspeki. — Hvernig stóð á því, að þú fórst að rannsaka heimspeki Nietz- sches? — ^ér fannst áhrif frá Nietz- sche óhugnanlega mikil í bók- menntum okkar og jafnvel í dag- legu lífi einstakra manna. — Koma margar íslenzkar bæk- ur til greina? — Já, bæði skáldverk og fræði- rit. En þetta er viðkvæmt mál, og ég mun ekki láta neitt frá mér fara nema fullkomlega rökstutt. Það, sém ég álít vera satt og rétt um menn og málefni, mun • ég standa við sjálfur og birta undir fullu nafni. Þegar menn álíta, að stundúm megi satt ekki kyrrt liggja, þá ber að skrifa fullt nafn undir greinina. — Hvenær byrjaðir þú á þessu? — Lítið eitt 1951. Leikritið mitt. Týndur höfundur, sem kom lit 1955, er skrifað undir stefnu, ^ sem niætti kalla Anti-Nietzsche- isma. Árið 1956 var endurskoðaða útgáfan á verkum hans, undjr stjórn prófessors Karls Schlechta, tilbúin og komin á markaðinn sem frægt er orðið. Eftir það fór ég t-ð lcvnná mér’ betur áhrif hans á enntirnar. vHtu segja okkur um ", u —. að systir Nietzs- bé': '".;;oga falsað rjt- í Epó’.'.a riiinu vilt þú heimsh 'J:~ — II .'20 þær fullyr ches hafi veri: hansl Nietzsche, sem er talinn andlegur faðir nazismans, hafði einnig áhrif á íslenzka rithöfunda, segir Einar Kristjánsson Freyr EINAR KRISTJÁNSSON FREYR draga úr þessari fullyrðingu. Álít- ur þú, að systir hans hafi verið saklaus? — Nei, sennilega er hún það ekki, en miðað við þær hejmildir', sem ég hef hér, finnst mér pró- fessor Sohlechta hafa gengið of langt í því, að þvo nazismann af Nietzsche. Það má t.d. sjá það cft- ir ýmsa minni háttar fræðimenn þýzka, að Der Wille zur Maeht (viljinn tjl valda) hafi fyrst kom- ið út 1901, en þetta er ekki rétt. — Hvað telur þú vera satt í því máli? — Nietzsche segir frá því sjálf- ur, að Wille zur Macht eigi að vera í fjórum bindum og hér á Landsbókasafninu er fyrsta bindi til í heildarsafni frá 1899. Það var ekki Elízabet systir hans, sem sá um þessa útgáfu, heldur f^(pðimað- ur að nafni Arthur Seidl. Hann skrifar eftirmála fyrir þessu verki og segir af hreinskilni frá hinum sorglega atburði um sjúkleika Nietzsches, að hann hafi ekki lok- ið við allt verkið, en það, sem hann hafi lokið við, muni vonandi verða gefið út 1901. Titilinn á for- síðu bókarinnar er svona: Der Wille zur Macht. I. Buch: Der Anti-Ohrist. Prófessor Sohlechta minnist ekki á eftirmála Seidls. Dr. Walter Kaufmann segir, að Nietzsche hafi lokið við fyrsta hlutann, en hætt svo við þetta verk, en prófessor Schlechta strik- ar yfir allar þessar heimildir og hefur bókina í sérflokki undir nafninu Anti-Christ. — Telur þú þetta Óheiðarlega fræðimennsku? — Ég álít, að þetta sé gert til þess að losna við titilinn Der Will.e zur Macht, en hann er svo nákom- inn Nazistaflokki Þýzkalands, að þessi tvö nöfn verða ekki aðskilin ef rétt er haldið á sögunni. — Hvaða nafn notar Schlechia fyrir Wille zur Macht? — Aus dem Nachlass der Acht- ziger'jahre (Úr óprentuðum rit- um). — En hver eru þessi óprentuðu rit? — Næstum allt, sem systir Ni- etzsehes er sökUð um að hafa gefsð út. — Þú heldur því fram í Epíska ritinu, að Gyðingahatur sé að finna í verkum hans, áður en hann skrif- aði Wille zur Macht? — Já, bæði í skáldskap hans og heimspeki. í Jenseit von Gud und Böse er mikið Gyðingahatur. — En Der Anti-Christ? — Eg get ekki hugsað mér meira stríðsæsinga-rit. Svo að segja strax í bókinni spyr hann, hvað sé gott og svarar: Viljinn til valda. Og hann spyr, hvað sé ham- ingja og svarar: Ekki friður, held- ur stríð. Annars var Nietzsche mik ill stílsnillingur og gott skáld og ber að halda því á loft. Kvæðið „Oh Mensch! Gieb Acht! Was spricht die tiefe Witternacht?" ber vott um mikla ljóðræna hæfileika. — Hefurðu samið leikrit ný- lega? — Nei, ekki snert á því í lengri tíma. — Hvað viltu segja um þetía mikla framboð á íslenzkum leik- ritum? — Ég er sannfærður um, að mörg þeirra eiga fyllilega skilið að ver’a sýnd. En leikhúsin hér eru of fá — þess vegna færist val leik- rita á of fáar hendur. Til þess að eðlileg þróun geti átt sér stað í íslenzkri leikritagerð, þarf að starfrækja fleiri leikhús. 4 til 5 leikhús hér í höfuðstaðnum mundu draga mikið úr ríkjandi klíkuskap, sem lamar svo mjög eðlilega þróun íslenzkrar leikrit- unar. Ef rétt er á þessum málum haldið, mundi ekki líða langur tími, þar til íslenzkir leikritahöf- undar færu að skáka þfim beztu á erlendum vettvangi og fleiri en færri. — Hefurðu rekizt á áhrif frá Nietzsche í nýjum, íslenzkum skáldskap? — Já, ekki aðeins áhrif, heldur bókstaflega stælingu. — Er ekki þörf að gagnrýna slíkt? — Jú, og þörf að vekja athygli skálda og xithöfunda á heimspeki Nietzsches, svo að þeir verði a.m. k. ekki óafvitandi undir áhrifum frá honum. Á hugmyndasviði (ideologi) komandi tíma verður ekki aðeins fjallað um frið og við- reisn, heldur líka reikningsskilin við stríðsöflin. — Eru slík verkefni ekki of stórbrotin fyrir skáld og rithöf- unda smáþjóðar eins og íslend- inga? — Nei, þvert á móti. Rithöfund ar hlutlausra þjóða ættu að geta fjallað um slík verkefni í skáld- ritum sínum af dýpri skilningi og meira innsæi en rithöfundar hinna leiðandi þjóða eins og Rússa og Bandaríkjamanna. Smáþjóðir eiga ekki að ala upp með sér van- máttarkennd gagnvart stórþjóðum. Rithöfundar smáþjóða eiga að geta •haft eins mikil áhrif á bókmennta- heiminn og rithöfundar stórþjóða — og ef rétt er á haldið, meiri áhrif. — Þú segir í Epíska ritinu, að Nietzsche hafi litið á Wagner sem læriföður? — Já, Nielzsche lærði mikið af Wagner. Sú fullyrðing er í sam- ræmi við nýjustu sagnfræðilegar rannsóknir. í bók Williams Shir- er, sem er alveg nýkomin til landsins og fjallar um svipað efni: „THE RISE AND FALL OF THE THIRD REICH“, segir Shirer: „Hitler hafði ekki rangt fyrir sér, þegar hann segir að til þess að geta skilið nazista, þurfi maður fyr’st að skilja Wagner.“ INGÓLFUR DAVÍÐSSON GRÓÐUR og GARÐAR Flestir þekkja enda er það algengt lynglendi og kjarri. ar vex það nær einvörðungu og eru ljósrauðar beitilyng- breiðurnar forkunnar fagrar — síðari hluta sumars. Beitilyngið er jafnaðarlega grænt allt árið, en visnar þó stundum talsvert á berangri í hörðum vetrum. Blómin verða Ij&sföl en haldast að nokkru allan veturinn. Beiti- lyng er góð hunangsjurt lendis sækja býflugur r ^ !* »1 '-Jr *' M 0 '' Litiö á lyng það og setja menn býkúpurnar út í lyngið, þegar líður á sum- ar. Lynghunang er gulbrúnt, seigt og mjö'g ilmríkt. Er því ar tilraunir með beitilyng sem oft blandað í annað hunang. — hestafóður riddaraliðsins, og í Færeyjum og viðar, þar sem fengu hestarnir 2—3 kg. hver býflugur vantar, fræva örsmá sem næturfóður. í Þýzkalandi skordýr, sem kögurvængjur hefur beitilyngmjöl verið gefið (Thrips) nefnast, beitilyngið. svínum, hestum og nautgripum, Kögurvængjur eru meindýr á ásamt rófum og kartöflum. — gróðurhúsablómum, sem þær Lyngið er gróft á suðlægu heið- sjúga til skemmda. Lyng-kögur- unum. Varð að yngja það upp vængjurnar eru ekki nema um með því að brenna lyngheið- 1 millimetri á lengd. Þær lifa arnar á nokkurr’a ára fresti, svo alla ævi inni í lyngblómunum. að búféð fengi nóg af ungu, Verpir favert kvendýr 4 eggjum mjúku lyngi. Með tímanum við grunn krónublaðanna. myndast „lyngskjöldur“ í jarð- Klekjast' eggin; lirfumar lifa í veginum og verður landið þá blóminu, og púpumar yfir vet- mjög ófrjótt. urinn. Á öðru suipri eru dýrin Hinar víðáttumiklu lyngheið- fullþroska og verpa í blómjn. ar á Jótlandi, N.-Þýzkalandi og Djúpt niðri í blómum beiti- víðar voru árangur rányrkju. lyngsins eru mjó göng og Skóglendi voru eydd, landið fór þröngir smáklefar. Þarna hafa í órækt, en beitilyngið breidd- kögurvængjurnar „þak yfir höf- ist út óðfluga. Nú er búið að uðið“ og búa eins og í bezta rækta mestan hluta heiðaflæm- húsi, öruggar fyrir vindi og anna og breyta í barrskógalönd regni. Og þær hafa nóg hunang og akra. Er jafnvel farið að að eta. Stundum skríða þær friða suma beitilyngsheiðablett- samt út, m.a. til að leita sér að ina, svo að menn geti séð, maka. Tolljr þá utan á þeim hvernig landið leit út um langt frjóduft, sem þær bera milli skeið, meðan stöðugt var beitt. blómanna. Þannig launa kögur- Nú þykir Jótum slíkur beitar- vængjurnar óafvitandi mat og búskapur ekki borga sig leng- húsaskjól með því að veita að- ur. stoð við æxlun blómanna. — Hér á fslandi er beitilyng Beitilyngið þykir gott til fjár- notað talsvert til beitar — og fjárbeitar, einkum vetur og mun svo lengi verða. Erlendis vor. Þaði er öðru nafni kallað var það notað til lyfja í gamla beitibuski, þ. e. beitirunni, sbr. daga. Sagt var, að særð bjarn- máltækið að hverfa eitthvað út dýr veltu sér í beitilyngi til að í buskann! Stærra og upprétt- stilla blóðrás. Blómgað beiti- ari runni verður það þó erlend- lyng þótti hafa sefandi og svæf- is, t. d. á Jótlandsheiðum. Þang andi áhrif — og .„blíður svefn að var ráðgert að flytja fslend- í beitilyngmó“. — Beitilyngið inga og mundu þeir þá hafa er að sá sér langt fram á vet- vaðið í hnéháu beitilyngi. Á ur. Bikarblöðin leggjast saman Jótlandsheiðum hefur beitilyng á haustin og mynda umsíag jð verið notað til beitar og fóð- eða hylki um fræin. Rifa er á urs frá ómunatíð. Kúm var gef- hylkinu og út um hana' spá- ið það á veturna, og mjólkuðu dreifast fræin, þegar vindurinn þær betur af ungu lyngi en af hristir lyngið. Vel er fyrir öllu hálmi. f Noregi hafa verið gerð- séð. — Já, og í Epíska ritinu drep ég aðeins á existenzialisma Sartre vegna þess, að hann, öðrum frem- ur, leggur áherzlu á, að sú stefna sé húmanisk. Hins vegar hefur það verið mikið rætt, hvort existenzial ismi Ifeideggers hafi falið í sér nazisma. Heimspekin og leikhússkáld- skapur eru grejnar af sama meiði og gegna mjög svipuðu hlutverki. Heimspekingarnir túlka mannlíf- ið og heiminn, hver á sinn hátt. Leikhússkáldskapur er dýpsta og breiðasta listform mannlegrar tján ingar, boðskapar, félagslegrar og sálrænnar innsýnar. í vissum skilnjngi er leikhús, sem verð- skuldar að heita því nafni, æðri stofnun en þinghús, háskóli eða hæstiréttur. Þess vegna ber for- ráðamönnum leikhúsa að setja merkið hátt. Þetta sama má segja um þá, sem sjá um útgáfur á heimspekiritum! Kaupanautw þjófs verður sjálfur að Hera skaðann Innbrot, sem framið var í veit- ingastofuna Flórída á Hverfisgötu fyrir miðjan þennan mánuð, hef- ur nú verið upplýst. Þar var stol- ið töluverðu rnagni af vindljngum og sælgæti. Sá seki hafði selt þýf- ið. Menn hafa áður verið minntir á, að gjalda varhug við þeim, sem ganga manna á milli og bjóða vindl inga og annað tóbak tjl sölu, jafn vel þótt varan sé merkt Tóbaks- einkasölu ríkisins. Lögreglan gerir slíkan varning upptækan, hvar sem hann finnst; ef hann reynist stol- inn, og skilar honurn til réttra eig enda. Kaupnautur þjófs verður sjálfur að bera skaðann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.