Tíminn - 26.11.1961, Blaðsíða 6
6
T í MIN N, sunnudaginn 26. nffvember 1961.
bATTUP KIPKJUNNAR
Nýjatestameiitið segir frá því, sem heilagt er og göf-
ugt. Skáldið sagði:
„Allir miklir .menn oss
fólki, sem sá Krist, um-
gekkst hann sem vin og
kunningja í hversdagsleg-
um aðstæðum, talaði við
hann, sá hann matast,
heyrði hann flytja ræður
sínar og var viðstatt, þegar
hann gjörði máttarverk
sín.
Sumt, kannske flest
þetta fólk trúði á hann,
það er að segja eignaðist þá
sannfæringu, að í honum
byggi öllum fremur andi
kenna
mestu tign er unnt
að ná.“
En eins víst er hitt, að
enginn er svo aurr]tur né
smár, að andi Krists geti
ekki tekið sér bústað í hon
um:
„í hverju strái er himin-
gróður
í hverjum dropa regin-
sjór.“
Hefur þú séö Messías?
og máttur hins heilaga, al-
máttka og algóða, að hann
væri Guðs son, ljómi hans
dýrðar og ímynd hans veru,
guðsmyndin í mannlegu
holdi, frelsari og fyrirmynd
manna.
En svo var þarna líka
fólk, sem þekkti hann ekki,
sá ekki neitt nema venju-
legan mann eða því sem
næst, og trúði því ekki á
þann hátt, sem hér er lýst,
vissi ekki og vildi ekki við-
urkenna að hann væri sá
Messias, sem spámennirnir
höfðu gjört að framtíðar-
sýn og hugsjón þjóðar sinn
ar. Og í hópi þessa fólks
virðast nánustu ástvinir
hans hafa verið til að byrja
með að minnsta kosti, t.d.
bræður hans, systur, móðir
og nágrannarnir í Nazaret,
þar var vantrúin svo mikil
viðvíkjandi persónuleika
hans, að hann gat þar eng-
in kraftaverk gjört.
Þetta breyttist raunar
seinna, og fólkið hans nálg
aðist hann og trúði, að
hann væri Kristur, hinn
lifandi Guðs. En samt sést,
að það var ekki nóg, ekki
eina skilyrðið að vera
nærri, ef augun voru hald-
in og hjartað lokað fyrir
dásemdum hans.
Þó var persónuleiki hans
svo mikill og sterkur, að
þessir fylgjendur trúðu því,
að hann hlyti að koma aft
ur ábreifanlegur eins og
hann hafði birzt fyrst eftir
krossfestingu sína og upp-
risu. Þannig mundi hann
boða konungstign sína með
makt og miklu veldi.
En hafið þið veitt því at-
hygli, að hann er kominn
aftur, hann er mitt á með-
al vor. Hann er eins og
hann sagði, með lærisvein-
um sinum alla dagá. Auð-
vitað misjafnlega skynjan-
legur, en samt finnanleg-
ur, ef við erum opin and-
lega talað fyrir krafti hans
og kærleika. Hin dularfullu
orð 1 Jóhannesarguðspjalli:
„Á þeim degi munuð þér
komast að raun um, að ég
er í föður mínum, þér í mér
og ég i yður“, eru miklu al-
gengari trúarleg kraftbirt-
ing en flestir gera sér grein
fyrir. ívist guðsandans fyr
ir trú á Krist er sem betur
fer fyrirbrigði, sem við get-
um notið daglega annað-
hvort í sambandi við sjálfa
okkur eða aðra, ef við lok-
um ekki vitundinni fyrir
Sumir hafa lýst þeim á-
hrifum, sem þeir verða fyr
ir, þegar þeir skynja ná-
lægð Krists. Þeir sjá eða
finna nálægð einhvers, sepi
mest llkist ljósi eða komu
ástvinar og vitund þeirra
fyllist undursamlegri hrifn
ingu, blíðu og unaði. Stund
um finnst þeim, að þetta sé
ekki beinlínis hann sjálfur,
heldur einhverjir, sem eru
magnaðir anda hans, elsku
og dýrð. Annars eru slík at
vik með mörgu móti, en
alltaf vekja þau öryggi,
sælu og hjartafrið, og
stundum verða atburðir,
sem nefna mætti krafta-
verk í sambandi við þau t.
d. lækningar á sál og lík-
ama. Alltaf eru þau ein-
hvers konar vígsla, sem
um mætti segja:
„Þú verður aldrei samur
og áður
alla stund.“
Nú er nýútkomin bók um
þetta efnhÁkaflega merki-
leg bók, sem nefnist Hug-
lækningar og er eftir enn
merkilegri mann, sem heit
ir Ólafur Tryggvason Hann
á heima á Akureyri. Hann
er einn þeirra af samtíðar-
mönnum okkar, sem gæti
sannarlega svarað spurn-
ingunni játandi, þegar
spurt er: „Hefur þú séð
Messías?“ Eða er hann líkt
og fulltrúi þeirra, sem not-
ið hafa sælu og kraftar
Kriststrúarlnnar hér úti á
íslandl á miðri kjarnorku-
öld heimsstyrjalda og hat-
urs Þrátt fyrir allt er
Drottinn nálægt sínum
með anda og krafti kær-
leika og náðar.
Ég ætla að ljúka þessum
orðum með tilvitnun í
þessa bók:
„Og lífsvitund mín hélt
áfram að tala við himininn
og Guð, örstutta stund. Ég
hafði eygt daufan bjarma
af óskilgreinanlegri fegurð
bak við ljóð Jónasar, skynj
að yl af æðri vizku í sálm-
um Matthíasar, eignazt ó-
ljóst hugboð um fegri og
fullkomnari veröld að baki
djörfustu og göfugustu
verkum þeirra manna, er
létu lífið fyrir réttlætið
og sannleikann. — Hinn
bjarti, andlegi heimur varð
mér staðreynd. tilvera hans
varð mér veruleiki, varð
mér sannleikur"
Þetta veitir vissu um að
Kristur sé nærri. Þá gerast
himnesk undur.
Árelíus Níelsson.
MINNING:
Jóhannes Guðmnndsson
í gær var til moldar borinn að
Þykkvabæjarldausturskirkju í
Álftaveri Jóhannes Guðmundsson,
bóndi að Herjólfsstöðum. Hann
var fæddur 14. maí 1880 að Sönd-
um í Meðallandi, sonur hjónanna
Guðmundar Loftssonar og Guðrún
ar Magnúsdóttur, er þar bjuggu.
Eru þau af kunnum ættum þar
eystra, er ekki verður frekar rak-
ið hér.
Jóhannes ólst upp í foreldra-
húsum. Hann var snemma at-
gjörfismaður, tápmikill og ótrauð-
ur í baráttunni við erfið lífskjör.
Allt umhverfis æskuheimili hans
rann hin mikla móða, Kúðafljót,
sem hann komst í kast við strax
á æskuárum og varð lengi framan
af ævi að heyja harða baráttu
við, oft í tvísýnni glímu. Þeim
ski.ptum lauik með þvi, að hlaupið.
er fylgdi Kötlugosinu 1918 sópaði
í einni svipan miklu af bústofni
hans og munaði minnstu að það
grandaði konu, börnum og öðru
heimiiisfólki, er með naumindum
sluppu austur yfir vatnið milli
Sanda og Sandasels, en flaumur
inn steyptist fram farveginn um
leið og siðustu sporin voru stigin
upp á fljótsbakkann. Þegar þetta
gerðist var Jóhannes fjarri heim-
ili sínu vestan Mýrdalssands. Má
nærri geta um líðan hans, eftir að
hlaupig dundi yfir, þar sem vitað
var, að heimili hans var í mik-
illi hættu, ef svo færi, að hláupið
ryddist fram Kúðafljót, svo sem
raun varð á. Fóru allir hagar og
heimalönd í kaf í hlaupinu, flæddi
allt að bænum k'jallari
íbúðarhússins, Wb'''íitíu mátti
muna, að bærinn með öllu sópað-
ist burtu. '
Jóhannes bjó um skeið með
móður sinni, en 1911 kvæntist
hann eftirlifandi konu sinni,
Þuríði Pálsdóttir frá Hrífunesi í
Skaftártungu, mikilli þrek- og
dugnaðar konu. Þegar Kötluhlaup-
ið kom, höfðu þau hjóni.n eignazt
fimm börn. Með þennan hóp og
þrjú hjú, réðst Þuriður yfir all-
djúpan jökulvatnsál til að bjarga
þeim undan Kötluflóðinu, svo sem
fyrr greinir, og má þakka þreki
hennar og áræði, ag allt bjargað-
ist, þótt litlu munaði.
1919 yfirgaf Jóhannes jörðina
Sanda og fluttist að Herjólfsstöð-
um í Álftaveri, sem losnaði úr á-
búð. Átti hann þar heimili æ sið-
an. Þau hjónin Þuríður og Jó-
hannes eignuðust ails 11 börn. Eru
10 þeirra á lífi, allt myndarfólk.
Eitt stúlkubarn dó í bemsku.
Jóhannes var snemma á ævinni
framsækinn. Skapið var ríkt og
stefhufast. Hann tók mikinn þátt
í hvers konar félagsmálahreyfing-
um, er ruddu sér braut í Vestur-
Skaftafelissýslu um og upp úr síð-
ustu aldamótum, svo sem Good-
templarareglan, ungmennafélögin,
búnaðarfélögin og samvinnufélög-
in. — í öllum þessum félögum
var Jóhannes virkur þátttakandi.
Hann varð snemma baráttumaður
um framfaramál bænda, enda um
fjölda ára formaður búnaðarfélags
sveitarinnar. Hann sótti allra
manna bezt sambandsfundi búnað-
arsamtakanna á Suðurfandi og
lagði þar jafnan eitthvað til mála.
Þá var hann einn af stofnendum
Kaupfélags Skaftfellinga og Slátur
félags Suðurlands. — Deildarstjóri
í Siáturfélaginu var hann um
fjölda ára og bar hag þess mjög
fyrir brjósti. — Þá átti hann sæti
í skattanefnd í mörg ár. Var áhuga
maður um siysavarnamál og lagði
þeim öruggt lið.
Jóhannes var fróður og lang-
minnugur. Hann skrifaði upp
ýmsar minningar og atburði fyrri
ára. Einkum færði hann í letur
frásagnir af skipsströndum í
Meðallandi og sér í lagi sögur af
strandímannaflut'ningu.m. — Var
margt af því birt í blaðinu Suður-
land fyrir nokkrum árum. Jóhann
es var afburða góðuf og traustur
ferðamaður og var í mörgum
I strandfiutningum, ýmist sem farar
\ stjóri eða fylgdarmaður. — Voru
þeir flutningar oft vossamir og
' erfiðir og ekki hentir neinum dus
ulmennum, þar sem heyja þurfti
oft á tíðum baráttu við illfær vötn
og vetrarófærð. Þessir strand-
mannaflutningar urðu íþrótt dug-
mikilla ferðamanna í Meðallandi
og víðar í S'kaftafellssýslu, meðan
strönd voru þar sem tíðust. Er
á engan hallað, þótt sagt sé að
Jóhannes hafi verið einn hinna
allra fremstu í þeirri grein. —
Maður, sem óhætt var að treysta
og trúa fyrir ag hafa forsjá fyrir
þeim vandasömu flutningum, þar
sem sífellt þurfti að huga að mönn
um alls óvönum slíkum ferðalög-
um, svo og hestum og farangri. —
Er nú fátt orðið þeirra manna, er
fremstir stóðu í flutningum þess-
um, sem nú má kalla liðna tið.
Jóhannes bjó lengst af vig- lítil
efni Hann átti allgott bú, meðan
hann bjó á Söndum, eins og áður
greinir, hjó Kötlugosið veruleg
skörð í bústofn hans og veitti hon
um á ýmsan hátt þungar búsifj-
ar. Þá var heimilið stórt, börnin
mörg og ekki heiglum hent á
krepputímum að sjá slíkum hóp
farborða. Eftir að börnin komust
á legg. tók bú Jóhannesar á Herj-
ólfsstöðum verulega að færast í
aukana. Byggð voru ný hús og
gerðar margs konar umbætur,
einniig brotizt í nýjungar, sem þá
voru að ryðja sér til rúms. Um
það leyti er hann lét af búskap
fyrir nokkrum árum og lét búið
í hendur sonar síns, Gissurar,
mátti heita að það væri með betri
búum í Álftaveri og blómgast
nú meg ágætum.
Þó að Jóhannes hefði allstór-
brotna skaphöfn, var hann alltaf
alþýðunnar maður. Hann beygði
sig aldrei fyrir höfðingjum eða
rfikidæmi. en var hollur og traust-
ur liðsmaður þeirra, er minnimátt-
ar voru. Hann kunni góð skil á
mönnum og málefnum og flutti
skoðanir sínar hiklaust og einarð-
lega við hvem sem var að et.ja.
Eins og áður greinir, var Jó-
Framhalri á 15 síðu
GEFJUN - IDUNN AUGLÝSIR:
LÁGT VÖRUVERÐ — NÝ EFNI — NÝ SNIÐ
Dökk karlmannaföt kr. 2.091.00
Fermingarföt — 1.558.00
Terylenebuxur — 665.00
Stakir tweed-jakkar — 1.247.00
Poplinfrakkar — 1.086,00
Köfl. nylonfrakkar — 1.370.00
Tweedfrakkar — 1.495.00
FYLGIZT MEÐ VERÐLAGINU
Athugið verðið áður en bér e;erið kaun annars
staðar.
GEFJUN — IÐUNN
i