Tíminn - 26.11.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.11.1961, Blaðsíða 5
T f M I N N, sunnudaginn 26. nóvcmber 1961. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæm'dastjóri: Tómas Árnason. Rit. stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason Fulltrúi rit stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egill Bjárnason — Skrifstofur i Edduhúsinu — Símar- 18300—18305 Aug lýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f. — Áskriítargjald kr 55.00 á mán innanlands í lausasölu kr 3.00 eintakið ,,Víðsýni,, Einars UmræSur þær, sem fóru fram á Alþingi í fyrradag í tilefni af ,,fregn“ Þjóðvilians um herstöðvabeiðni Vestur- Þjóðverja hér á landi, voru um margt hinar sögulegustu og eftirtektarverðustu. Af hálfu ráðherranna var deilt hart á kommúpista fyrir það að hafa birt þessa frétt, sem þeir lýstu algerlega til- hæfulausa, á sama tíma og þeir Krustjoff og Kekkonen voru að ræðast við. Slíkt benti til, að fréttin væri runnin undan rifjum Rússa, jafnvel pöntuð af þeim til þess að gera Finnum óhægara fyrir. Af hálfu kommúnista var því haldið fram, að yfirlýs- ingar ráðherranna um utanríkismá! væri ekkert að marka, því að þeir hefðu svo oft gefið rangar yfirlýsingar um utanríkismál, sbr. fortíð þeirra í landhelgismálinu. Sannleikurinn er sá, að hér eiga báðir aðilar fortíð, sem ekki mælir með þeim. Fortíð kommúnista er sú, að þeir væru vel líklegir til þess að birta slíka „frétt“ eftir pöntun og myndu ekki hafa áhyggjur út af því, þótt Finnum kæmi það illa, ef þeir álitu, að Rússum kæmi það vel. Þótt hér kunni að vera um tilviljun að ræða, verður því ekki neitað, að hvort sem Þjóðviijinn hefur búið þessa frétt til eða haft einhvern flugufót 'fyrir henni, þá er birt- ing hennar valinn hinn óheppilegasti tími frá sjónarmiði Finna. Birting hennar á þessum tíma var óþverraverk. Hitt er annað mál, að hefði ríkisstjórnin og flokkar hennar ekki gefið yfirlýsingar í landhelgismálinu, er ým- ist reyndust rangar eða ekki var staðið við, myndi því betur trúað, sem hún lýsir yfir um utanríkismál nú. Með því að segja þetta er þó ekki verið að bera brigður á það, sem ríkisstjórnin hefur lýst yfir um tilhæfuleysi um- ræddrar fréttar Þjóðviljans, heldur verður að trúa því að óreyndu, að ríkisstjórnin segi satt og rétt frá í þetta sinn. Annars var það kannske athygli^verðast í þessum um- ræðum, að þótt þeir Bjarni Benediktsson :og Einar 01- geirsson bæru hvorn annan hinum þyngstu og verstu sökum, leyndi það sér ekki, að þar ræddust aldavinir við. Bjarni Benediktsson kallaði t. d. Einar „víðsýnan og margreyndan“ og lézt furðast yfir ummgelum „jafn merks þingmanns“ og Einar væri. Samkvæmt þessum ummæl- um Bjarna er það merki um víðsýni að hafa fylgt Moskvu- linunni jafn trúlega um ævina og Einar hefur gert! Hervarnimar og Mbl. Þótt Mbl. heimti auknar hervarnir á íslandi, svarar það fyrirspurn TÍMANS um það efni í gær á þann veg, að það geti ekki svarað því. hvort aukinna varna sé þörf eða ekki. Því síður hver aukningin ætti að vera. ef til kæmi Það sé erlendra herfræðinga að meta þetta. Mbl. vill m.ö. o. gefa erlendum herfræðingum sjálfdæmi í varnarmál- um landsins. 1 Ekkert þátttökuríkið í NATO hefur enn viljað fallast á þessa stefnu, heldur lagt áherzlu a að samkvæmt Nato- samningunum hafi hlutaðeigandi. ríki sjálft fullt sjálf- dæmi í þessum efnum í samræmi við það hafa t. d. Norð- menn hafnað stöðvum fyrir kjarnorkuvopn. Mbl. er hins vegar ekki fast í hendi sjálfræði íslend- inga 1 þessum efnum fremur en öðrum. J0SEPH G. HARSCH: Hefur Krustjoff enn sett af stað skriðu, sem hann ræöur ekki víð? A$ þessu sinni er hættan meiri heima fyrir en í leppríkjunum. Enn er margt ritað uni stjórnmálaástandið í Sovétríkj- unum eftir að flokksþingi kommúnista lauk. Fáir þeirra, sem bezt þekkja til, vilja enn fella endanlegan dóm um það, sem raunverulega hafi gerzt, eða hverjar muni verða afleið'- ingar þess. Þó telja margir. að þær geti orðið miklar, en erfið- ara sé að segja um, hverjar þær verða. Meðal þeirra, sem nýlega hafa ritað um þetta, er einn kunnasti blaðamaður Bandaríkjanna, Joseph C. Harsch, sem er nú fréttarit- stjóri fyrir „Christian Science Monitor“ í London. Grein hans fer hér á eftir: KREML-SÉRFRÆÐIUGAR á Vesturlöndum hafa látið í ljós ýmsar kenningar um nýjustu at burði í Moskvu, en „snjóbolta- kenningin" er einhver sú skemmtilegasta. Samkvæmt henni á Krústjoff að hafa ýtt af stað hreyfingu, daginn, sem 22. þing kommúnistaflokksins var sett. Þessi hreyfing á svo að hafa hlaðið miklu örar ut- an á sig en hann ætlaðist til, orðið honum ofviða og neytt hann að lokum til þess einstæða at 'Stalíns undan gleri og koma þeim úndir græna torfú. Þetta er að vísu aðeins kenn- ing, og fjarri fer því, að allir vestrænir sérfræðingar aðhyll- ist liana. Sumir álíta, að allt hafi þetta verið undirbúið og framkvæmt samkvæmt áætlun, og Krústjoff sé nú fastari í sessi í Kreml en hann hafi nokkru sinni verið. Kenning þessi er auðvitað umdeilanleg, eins og flestar aðrar kenningar, settar fram sem tilraunir til að skýra , furðulega atburði í Moskvu. Lokadómurinn bíður framtíð- arinnar. VESTRÆNIR MENN reyna eðlilega af fremsta megni að gera sér sem ljósasta grein fyr- ir þeim atburðum, sem gerast í Moskvu. Þeir þekkja af reynslunni, að þessir atburðir geta — og hafa oft — valdið áhrifamiklu bergmáli annars staðar í heiminúm. Snjóboltakenningin sýnist hafa sannast í afleiðingum 20. flokksþings kommúnistaflokks Sovétríkjanna, þegar Krústjoff réðist fyrst gegn kenningunni um óskeikulleika Stalíns. Af- leiðingin var uppreisn í Ung- verjalandi, sem við sjálft la að yrði endurtekin í Póllandi. Krústjoff hafði leyst úr læðingi blundandi öfl i kommúnista- ríkjunum, sem ekki varð við ráðið. Moskva hefur ekki enn til fullnustu endurheimt það vald, sem hún missti við afleið- ingar 20. flokksþingsins. Að þessu sinni fylgdi Krústjoff fram afleiðingum af fráhvarfi Stalíns og reyndi að binda endi á þær, hvort sem hann hefur gert það af ásettu ráði eða illri nauðsyn. En hann gætti þess vandlega, að reyna að tengja það auknum aga innan kerfis- aftur vald Moskvu, bæði með því að auka áhrif hersins í mið stjórninni og eins með því að ráðast á Albaníu og Sovét-Kína. Meo þessu er leppríkjunum alls ekki gefið undir fótinn mpð auknar tilraunir til sjálfstæðis, heldur einmitt hið gagnstæða. Stafi Krústjoff sjálfum aukin hætta af þessum aðgerðum, þá er það helzt heima fyrir, í inn- anríkismálunum. Hann leyfði stúdentunum við háskólann i Moskvu að taka frumkvæðið við flutning Stalíns. Það hefur ekki áður hent, síðan á tímum keis- aranna, að stjórnmálakrafa hafi þannig náð fram að ganga, eða virzt ná fra-m að ganga. , Stúdentarnir eru óánægðir með stjórnina. Þeir krefjast frelsis til að lesa rit frá ðrum löndum, frelsis til að heimsækja önnur lönd og nema þar. Þeir nafa ástæðu til að ætla, að þeim hafi tekizt að valda flutningi Stalíns. Þetta gæti komið þeirri flugu inn í kollinn á þeim, að þeir gætu, með svipuðum kröf- um, orðið þess megnugir að flytja sjálfa sig. HERINN hefur einnig áslæðu til að ætla, að hann hafi öðl- ast aukin stjórnmálaáhrif. Hon um voru heimilaðar þær kjarn órkutílraunir, sem hann hafði óskað eindregið eftir, samhliða aukinni þátttöku í stjórn flokks ins. Það lítur svo út, að hann eigi að nokkru að fá endurbætt þau áhrif, sem glötuðust við fráfall þeirra hershöfðin.gja, er létu líf sitt í hreinsunareldi Stalíns. Krústjoff hefur gert stúdenta og herinn að bandamönnum sín- um í baráttunni gegn stalínist- unum, og „óvinum flokksins". Um leið hefur hann veitt þeim aukin völd, með því að nota þá eða ganga í bandalag við 'þá. Með þessu hefur hann viður- kennt, að til séu innan Sov- étríkjanna önnur stjórnmálaöfl en ,,flokkurinn“ sjálfur. Það, sem áður var fullkomið einræði flokksins, er nú orðið að samtökum stjórnmálaafla. Að vísu lúta þessi stjórnmála- öfl vafalaust enn valdi flokks- ins, bæði sameiginlega og livert í sínu lagi. Samt sem áður skjóta þarna upp kollinum sum einkenni sérstæðra stjórnmála- afla. ALBANÍA hefur ekki enn ját- ast undir vald Moskvu. Það er haldið áfrám að leiða Lenin :em vitni gegn Krústjoff í bar- átt’inni um Stalín. Stjórnmála- lífið í Sovétríkjunum virðist háfa öðlast suma af eiginleik- um flokksbaráttunnar. þó að það beri ekki útlit hennar. Krústjoff er orðinn stjórnmála maður, sem notfærir sér áhuga ofí hagsmuni hópanna til þess að mynda meirihluta, sem tryggi vald hans. Allt verður þetta til þess að gera hinn kommúnistíska heim hreyfanlegri en áður í stjórn- málalegum efnum Það er ekki auðráðin gáta. hvort þetta á eftir að létta þvi fargi. sem nú hvílir á stjórnmálasamskiptum þjóða í milli. Það eina, sem gæti að svo stöddu talizt gefa slíkt í skyn, er samkomulagið hjá Sameinuðu þjóðunum um eftirmann Dags heitins Hamm- arskjölds. Einnig virðist held- ur draga úr spennunni í Berlin. ÞVÍ verður ekki neitað, að Krústjoff hefur reynt að efla Stríðsglaða menn vant- ar aldrei verkefni Til eru menn, sem finnst þeir vera fæddir stríðshetjur og fara helzt ekki úr herklæð- unum dag né nótt. Þeir eru einnig fundvísir á stríðsefni, því að' af þeim er nóg í mann- lífinu. Eitt þeirra mála, sem líklegt er til að verða stríðsefni mætra manna jafnt sem annarra, er ákvörðunin um að leggja niður Áburðarverzlun ríkisins til þess að fela hlutafélagi, sem fram- Ieiðir áburð, einkaverzlun með það af honum, sem flytja þarf inn í landið. Bændum landsins kcinur þessi ráðstöfun mest við. Þeir eiga mest á hættu hversu tii tekst. Þeir virðast hafa verið ánægðir með Áburðarverzlun ríkisins og talið, að-eftir ástæð- um væri vel fyrir þessum mál- um séð í hennar höndurn. Tlitt er vitað, að framsýnir Ieiðtog- ar bændastéttarinnar, eins og Sigurður búnaðarmálastjóri, töldu eðlilegast, þegar innflutn ingur áburðar hófst til lands- ins, að sá innflutningur, svo og dreifing áburðarins, væri í höndum samvinnufélaga bænd- anna. Gerðist um það mál mikil saga á sínum tíma. AuðVelt sýnist það hafa ver- ið, að Iosna við deilur og fjand- skap um þetta mál. Tvær leið- ir Iágu Ijóst fyrir. Önnur, að láta Áburðarsölu ríkisins halda' áfram, og með það ríkti ánægja meðal bænda. Hin var sú, ef rök hnigju að því að þetta fyr- irtæki væri óþarft, að gefa inn- flutninginn frjálsan. Það mundi heldur ekki hafa vakið neinn styrjaidarhug. Þeim mikla fjölda bænda um allt land, sem eru í kaupfélögum, var þá gef- inn kostur á að fela samtökum sínum innflutning þessa nauð- synlega töframeðals. Hinum, sem ekki trúa samvinnufélögun um til góðra hluta, gafst kostur á að snúa sér til einhverra ann arra, sem þeir treystu betur. Þessi ráðstöfun þurfti ekki að vera stríðsefni. Stríðsglaðir menn gátu fundið sér nægileg viðfangsefni önnur. Enn er tækifæri til þess að ieysa þetta mái með friði. AI- þingi situr að störfum. Eng- inn hlutur er auðveldari fyrir þingmenn en slíðra vopnin og gefa með lögum innflutninginn frjálsan. PHJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.