Tíminn - 26.11.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.11.1961, Blaðsíða 7
I / T í MIN N, suimudagiim 26. nóvember 1961. SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ Framkvæmdastjóm Sjálfstæðisflokksins auglýsir áróSurshætti flokksforustunnar. - Við- leitni íhaldsins til að stimpla umbótabaráttuna kommúnisma. - Áróður, sem er í þjónustu kommúnista. - Athyglisverð aðvörun Kennedys Bandaríkjaforseta. - Samspil öfgaflokk- anna. - ViII Sjálístæðisflokkurinn afnema allar hömlur á samskiptum við vamarliðið? Síðastliðinn fimmtudag gerð ist atvik á Alþingi, sem vert er að gefa nokkurt gaum. Þá var til umræðu frumvarp, sem all- margir Framsóknarmenn flytja þess efnis, áð íbúðarlán úr byggingarsjóði ríkisins megi nema allt að 200 þús. kr. í stað 100 þús. kr. Hér er um eðlilega og réttmæta breyt- ingu að ræða vegna stórauk- ins byggingarkostnaðar, eins og oft hefur verið rökstutt hér í blaðinu. Venjan er sú, að litlar um- ræður verða í deildum við 1. 'umræðu um slík mál sem þetta. Þeim er oftast vísað til nefndar eftir að flutnings- maður hefur lokið máli sínu. Hér varð hins vegar annað uppi á teningnum. Fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, á nú sæti á Al- þingi í fjarveru Gísla Jónsson- ar' Eftir að fyrsti flutnings- maður áðurnefnds frumvarps, Jón Skaftason, hafði lokið máli sínu, kvaddi Þorvaldur Garðar sér hljóðs. Hann hélt langa ræðu og var það tilefni ræðu hans, að í greinargerð umrædds frv. stendur, að merkasta sporið í þá átt að auka opinbert veðlánakerfi hafi verið stigið í tíð vinstri stjórnarnnar. Þettá taldi Þor- valdur ekki rétt og fór síðan um það mörgum orðum, að þetta væri glöggt dæmi um lommúnistadekur Framsókn- armanna. í umræðum þeim, sem á eft- ir urðu, sýndi Jón Skaftason greinilega fram á, að það fengi fullkomlega staðizt, sem í greinargerð frv. segði um hlut deild vinstri stjórnarinnar í þessum málum. Þorvaldur Garðar hélt þó fast við fyrri fullyrðingu sína og hamraði á því, að þessi ummæli greinar- geröarinnar bæri Ijósan vott um kommúnistadekur Fram- sókriarrnanna, þar sem félags- málaráðherrann í vinstri stjórninni hefði verið úr Al- þýðubandalaginu! Umbótabaráttan kölluð kommúnismi Það atvik, sem er rifjað upp hér að framan, þyrfti ekki að vekja neina sérstaka, athygli, ef hægt væri að leiða rök að því, að það stafaði af klaufa- legurn málflutningi og þekk- ingarleysi Þorvaldar. Slíku er hins vegar ekki til að dreifa. Það, sem framkvæmdastjóri Sjálfstæð sflokksins aðhefst hér, er aðeins lítill þáttur í mar’-vissu áróðursstarfi Sjálf- stæðisflokksins. Þetta i áróð- ursstarf er fólgið í því að Þórshöfn var meðal þeirra staða, þar sem miklar skemmdir urðu i ofviðrinu nyrðra í síðastl. viku. stimpla alla, sem stjórnar- flokkarnir álíta sér andstæða, áhangendur kommúnista og öll þau málefni, sem þéiin ær. ekki að skapi, kommúnisma. Það má nefna fjölmörg dæmi þessu til sönnunar. Þjóðholl barátta gegn und- anhaldi í landhelgismálinu er kölluð þjónusta við kommún- ista. Réttlát barátta fyrir bætt- um kjörum láglaunafólks og bænda er stimplað sem niður- rifsstarf kommúnista. Réttmætir kaupsamningar samvinnufélaganna og verka- lýðsfélaganna á síðastliðnu sumri eru kallaðir kommún- istískt samsæri. Barátta gegn óþörfum sam- skiptum landsmanna og varn arliðsins er kölluð þjónusta við Rússa. Andstaða gegn gengislækk- uninni síðari er talin komm- únismi; Þannig má rekja þetta enda laust áfram. Það er ekki nema í samræmi við þetta, þegar Þorvaldur Garðar kallar það kommúnistadekur, ef sagt er rétt frá störfum vinstri stjórn arinnar. Með þessum sífelldu komm únistabrígslum á að kveða niður umbótabaráttuna í land inu og draga athyglina frá því markvissa starfi ríkis- stjórnarinnar að skapa hér þjóðfélag hinna fáu ríku og mörgu fátæku. í þjónustu komm- únismans Ef slíkur áróður sem þessi ber nokkurn árangur, þá er hann ekki sízt t5l ávinnings fyrir kommúnista. Með þessu er alveg villt um fyrir mönnum um. hvað kommúnisminn raunverulega er. Þessi áróður gefur það vissulega ekki til kynna, að kommúnisminn sé það sem hann raunverulega er, aftur- haldssöm og vægðarlaus ein- ræðisstefna. Af þessum áróðri gætu menn helzt ályktað, að kommúnisminn væri þjóðleg umbótastefna, sem vildi vinna að bættum hag hrnna bág- stöddu og verja þjóðleg verð- mæti. Svo oft reyna stjórnar- blöðin að klína kommúnista- stimplinum á umbótamál og umbótamenn. Óhætt er að fullyrða, að slíkur málflutningur sem þessi er alveg óþekktur í næstu nágrannalöndum okk- ar, t. d. Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Stóra-Bretlandi. Þar láta blöðin í té hófsama, rétta fræðslu um kommún- ismann. Þar er kommúnism- inn líka fylgislaus Það er áreiðanlega fullyrð- ing, sem ekki er fjarri lagi, að Mbl. hefur verið kommún- ismanum á íslandi miklu betra áróðursgagn en sjálfur Þjóðviljinn. Það er hinn sk'pu legi áróður Mbl. að stimpla umbótamál og umbótabaráttu sem kommúriisma, er villt hef ur fjölmörgum rétta sýn á það, hvað kommúmsminn raunverulega er. Þetta er vissulega ein aðal skýringin á því, að kommúnistar eru svo margfallt öflugri hér en ann- ars staðar á Norðurlöndum. Þar hefur ekkert ú.tbreitt blað rek’.ð neitt svipaðan áróður í þessum efnum og Mbl. Aðvörun Kennedys t Það er víðar en hér á landi, sem afturhaldsöfl vinna á móti umbótamönnum og um- bótamálum með því að reyna að setja kommúnistastimpil á þessa aðila. Menn muna eft- ir iðju McCarthys hins ameríska í þessum efnum. Nú hefur á ný risið afturhalds- hreyfing í Bandaríkjunum, sem starfar á svipuðum grund velli, John Birch-félagsskap- urinn svonefndi. Þessi félags- skapur hefur náð furðu mik- illi útbreiðslu, einkum meðal kaupsýslumani^a. Það hefur styrkt hann mjög, að einn af helztu le'ðtogum republikana, Goldwater öldungad.þing- maður, hefur óbeint veitt hon um blessun, en Goldwater deilir mjög á Kennedy forseta fyrir vinstri stefnu og kallar hann m. a. vagnstjórann, sem aki alltaf á vinstra hjólinu. John Birch-félagsskapur- inn stimplar yfrleitt allt fé- lagslegt, umbótastarf, sem kommúnisma, meðal þeirra manna, sem hann hefur látið stimpla sem kommúnista, eru þei-r Hammarskjöld, fyrrv framkvæmdastjóra S. Þ„ og Warren, forseti hæ'staréttar Bandaríkjanna. Þessi félagsskapur er nú orðinn svo uppvöðslusamur í Bandaríkjunum, að Kennedy forseti hefur talið nauðsyn- legt að vara opinberlega við starfsháttum hans í ræðu, sem hann hélt um semustu helgi. Hann deildi þar hart á þá starfshætti að bera svika- brígsl og kommúnistabrígsl á ýmsa beztu leiðtoga Banda- ríkjanna fyrr og síðar og þar á meðal á nær alla demokrata. Slíkt væri aðeins vatn á myllu kommúnista, en veikti Banda ríkin. Forsetinn aðvaraði bví eindregið við slíkum áróðri í Bandaríkjunum. Það er sannarlega sízt minni ástæða til þess að vara við slíkum áróðri hér á landi. Efla hvorn annan Forkólfar Sjálfsætð'sflokks ins eru vissulega það nyggnir menn, að þeir vitá hvað þeir eru að gera, þegar þeir eru að stimpla umbótabaráttuna sem kommúnisma. Þeir vita, að þetta er kommúnistum hagkvæmt. Þeim er hins veg- ar meira í mun að lama um- bótabaráttuna og umbóta- mennina og takist það, telja þeir hitt gera minna til, þótt kommúnistár eflist eitthvað. Þeir treysta á, að niðurlögum þeirra geti þeir ráðið á eftir, ef unnt er að lama umbóta- baráttuna nægilega áður j Á sama hátt er kommúnist- um líka ljóst, að þeir eru að hjálpa íhaldinu, þegar þeir eru að reyna að koma aftur- haldsorði á umbótabaráttu og umbótamenn. Kommúnistar telja það tilvinnandl, því að þeir telja umbótaöflin sér j hættulegri en afturhaldsöflin, því að þau útrými þeim jarð- vegi, sem lcommúnisminn þrífst bezt í. Afturhaldsöflin skapa hins vegar lífvænlegan jarðveg fyrir kommúnismann. Þannig fylkja afturhalds- menn og kommúnistar raun- verulega liði gegn umbótaöfl- unum. Þeir fyrrnefndu meö kommúnistabrigslum og hinir síðarnefndu með afturhalds- brigslum, eins og menn geta bezt séð á Mbl. og Þjóðvilj- anum. Þann’g hafa öfgaöflin með sér samspil, þótt þau láti líta svo út, að þau séu höfuð- andstæðingar. Þar er hins veg ar skemmra á milli en mörg- úm virðist við fyrstu sýn. \ Er þetta stefna Sjálfstæðismanna? Á þeim árum, sem Fram- sólinarmenn og Sjálfstæðis- flokkurinn sátu í ríkisstjórn og Framsóknarmenn fóru með utanríkismárn. komst ný og fast skipan á framkvæmd varnarmálanna, sem miðaði að því að draga sem mest úr óþörfum samskiptum lands- manna og varnarliðsmanna. Þessi sk’pan gafst miög vel og hefur átt meginþátt í því, að hér hefur orðið árekstrar- minni sambúð en dæmi munu um annars staðar. Seinustu m;sserin hefur hins vegar mjög slaknað á öllu aðhaldi í þessum efnum og svall hermanna og ís- lenzkra kvenna aukizt mjög. Þrátt fyrir þá reynslu, talar Mbl. nú daglega um, að rétt sé að draga úr þeim hömlum, sem verið hafa í þessum efn- um og gera samsk'pti her- mannanna og kvenfólksins sem ftjálsust. " í tilefni af þessu er rétt gö spyrja: Túlkar Mbl. héf . stefnu Sjálfstæðisflokksins ' eða eru þetta aðeins frómar óskir blaðs, sem enn er jafn þjóðlegt í anda og þegar danskir kaupmenn þoldu ek'ki Þorstein Gíslason vlð blaðið?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.