Tíminn - 01.12.1961, Side 2

Tíminn - 01.12.1961, Side 2
TÍMINN, föstudaginn 1. desember 198 p - Hýja orgelið f Akureyrarklrkju var vfgt á sunnudaglnn var. Þetta er hlð glæsilegasta orgel. Jakob Tryggvason organlstl Akureyrarkirkju vígðl org- ' ' elið við messu á sunnudaginn. Ljósm. GPK. Verður stofnaður atómklúbbur? ■ w; Þeir slógust í þinginu NTB—París, 30. nóv. Slagsmál brutust út í franska þinginu, þegar fjárútlátin vegna Alsírmálsins voru til umræðu. Urðu hnippingar með mönnum svo ákafar, að forseti taldi ráðlegast að slíta fundi. Ræðumenn hægri flokkanna réðust á stjórnina vegna stefnu hennar í Alsír. Fulltrúi Korsíku vildi láta stofna dómstól fyrir glæpamenn. Dyraverðiinir gerðu það, sem þeir gátu til að stilla til friðar. Stjórnin vildi láta fjölga Aröbum í lögregluliðinu um 20.000 manns, en Alsírmálaráðherrann, Louis Joxe, sagði að lögregluliðið yrði áfram undir franskri stjórn. Sennilega verður fjölgað i lögregl- unni að umræðum loknum. NTB—New York, 30. nóv. Stjórnmálanefnd allsherjar- þingsins samþykkti í dag á- lyktunartillögu þess e{nis að fela aðalritara Sameinuðu þjóðanna að athuga möguleik- ana á því, hvort þau ríki, sem ekki vilja framleiða eða hafa yfir atómvopnum að ráða, vilji ekki stofna með sér eins konar klúbb. Tillagan var samþykkt með 57 atkvæðum gegn 12. Tvö áðildar ríkí greiddu ekki atkvæði. Flest NATO-ríkin greiddu atkvæði gegn tillögunni, en Noregur og Danmörk með henni. Það var Svíþjóð ásamt sjö öðrum ríkjum sem bar fram þessa tillögu. Engin atómvopn Bretland, Frakkland og Banda ríkin ásamt fjölmörgum öðrum vestrænum ríkjum voru á móti tillögunni, en Austur-Evrópuríkin greiddu henni atkvæði, svo og Kanada. , .„ •-. yamafc,, Wilson körfubolfar kommr á nýju, lágu verSi. Wilson íþrótlabúningar og íþróttaföskur. PÓSTSENDUM. í tillögunni er ætlazt til þess, að ríkin, sem gerist aðilar að hin um fyrirhugaða klúbb, lýsi því yfir, að þau muni ekki hefja framleiðslu slíkra vopna eða út- vega sér þau á annan hátt og þau muni heldur ekki veita öðr um ríkjum heimild til að flytja atómvopn yfir landsvæði, sem þau ráða yfir. í tillögunni er þess einnig far- ið á leit, að stórveldin vinni sam an í anda hennar án sérstakra skuldbindinga. — Fulltrúi Sovét- ríkjanna, Mendelevitsj, kvaðst geta greitt tillögunni atkvæði; hún væri verðug tilraun til að hindra atómstríð. Hann kvað ýmislegt benda til, að Vestur- Þjóðverjar hefðu nú í undirbún ingi aö framleiða atómvopn, þrátt fyrir gagnstæðar yfirlýsing ar Adenauers. Kjörgarði Laugavegi 57. Austurstræti 1. Gaitskell víxlar til NTB—London, 30. nóv. Foringi brezkra jafnaðar- manna, Hugh Gaitskell, gerði í dag þvSinoarmiklar breyting- ar á brezku „skuggastjórn- inni". George Brown, sem fram að þessu hefur séð um varnarmál, mun eftirleiðis annast innanríkis- rnálin. Harold Wilson, sem í tíu ár hefur unnið á fjármálasviðinu, hefur nú verið útnefndur aðaltals- maður flokksins um utanríkismál í neðri málstofunni. Verður hann eftirmaður- Denis Healey, en Pat- rick Lordon Walker tekur við her- málum. Hir.r nýi fjármálasérfræð- ingur er James Uham. Ekki opnaft .... (Framhald af 1. síðu). komu. Ólærður maður hefur smíð- að orgel og fiðlu, sem er á sýning- unni og fengið, af því viðurnefnið „spillemann11. Þar eru einnig til sýnis ýmsar gamlar uppfinningar', eins og hleypiklyfberinn, sem ætt- aður er úr Svarfaðardal. Hann hef ur þá kosti, að aðeins þurfi að kippa í spotta til að -ná sátu af klakknum. Þar er einnig svokölluð rakstrarkona, fundin upp af Sig- urði Ólafssyni á Hellulandi í Skaga firði, en hún er þannig útbúin, að sett er net eða grind á ljáinn, svo að grasið fellur í múga og ekki þarf að raka því saman. Merk uppfinning, tappafræsar- inn, er til sýnis, og hefur Kristján Sigurðsson á Akureyri fundið hann upp. Tappafræsari þessi hef ur verið notaður í Völundi þar' til fyrir 10 til 15 árum til að búa til tappa í tunnur. Kunnir listamenn eins og Rík- harður Jónsson myndskeri eiga einnig muni á sýningunni, og er þar meðal annars útskorinn spegil rammi eftir hann. Þarna er líka til sýnis heilt vei'k stæði, hattaværkstæði ísafoldar Jónsdóttur frá því 1930. Þar sjást tæki þau, sem notuð voru við hatta gerðina, myndir af nýjustu hatta- tízkunni og svo hattar frá þeim dögum. Gestabók Þjóðminjasafnsins er tli sýnis, en kápan á henni er hag- lega skorin út í tré af Jóhannesi Helgasyni. Nýútkomið ritverk um Þorstein á S'kipalóni, gefið út af Landssam bandi Iðnaðar'manna, er á sýning- unni. Sýningin verður opin alla daga kl. 14—22 til 11. desember. Sæsíminn (Framhald aí l síöu). milli Færeyja og íslands væri nú nálægt því að vera fulltengdur, þótt nokkuð vanti á. Þær mæling- ar, sem hafa verið gerðar á hon- um, hafa reynzt hagstæðar, og allt samkvæmt beztu áætlun. Skakkaföll skipsins •.- - - \ En eftir er að leggja strenginn milli Færeyja og Skotlands. Skip- ið, sem það átti að gera, varð að bíða af sér óveður, áður en það gæti lagt af stað, en þegar veður batnaði, kom í ljós að magnarar tveir höfðu eyðilagzt. Magnarar þessir eru með vissu millibili á sæstrengnum, og gegna því hlut- verki að halda hljóðstyrknum og forða trui'lunum á talrásunum. Á strengnum héðan til Færeyja eru 15 slíkir-magnarar, en verða 10 frá 'Færeyjum til Skotlands. Skipið, sem er amerískt og heitir McKay, er nú farið til Southamp- ton til þess að sækja nýja magnara, og einnig hélt Magnús, að eitthvað af kaplinum sjálfum hefði skemmzt. • Bókin um Tóa Út er komin nýstárleg drengja- bók, sem segir frá strák, sem lendir í landhelgisdeiluævintýrum á varðskipi. þegar landhelgisdeil- an stendur sem hæst. Bókin heitir ,,Tói strýkur með varðskipi" og er eftir Eystein unga. Með Tóa í aev- intýrunum tekur hvolpurinn Týri þátt. Sunnan sex (Framhald al 16 síðu) — Lékstu í skólaleikjum? — Nei, en ég fór til England: og tók próf í leiklist frá RADA London. Satt að segja langar mig til ag leika meira e*n ég geri. Ei orðinn leiður á að vera hermi- kráka. En ég má ekki vanþakka þetta hlutverk í Sunnan sex, mig hefur sko alltaf langað að leika sjarm-ör! Þetta er ástarhlutverk eins og þú getur skilið, ha'h?. Svo áræddum við að kveðja dyra hjá Aðalbjörgu og bánim upp erindið: nokkrar spurningar. Guðrún Step'hensen virð'ir fyrir sér þessa ófrelsuðu blaðasnápa og er sýnilega ekkert hrifin. — Spyrjið ekki alltaf að því sama? Sannast að segja eru þessi viðtöl ægilega pínleg. Leyfið mér fyrst ag vita hvað hann Kalli segir. — Hann Kalli sagðist vera ægi- lega skotimn í þér, sagði leikstjór- inn. — Hm, sagði Aðalbjörg. — Þið 'hafið ekkert bull eftir mér, ekki einu sinni í Tímann. Eigum yið ekki ag hafa þetta hátíðlegt. — Þú gerir mikla lukku í hlut- verkinu, segjum við. — Það er þá honum Flosa að þakka, svarar Aðalbjörg. Annars finnst mér gaman að leika hana Aðalbjörgu. Og þar að auki erum vig að byggja svo ekki veitir af aurunum. Húsið vferður tilbúið næsta sumar. — Já, þú ert gift leiktjalda- málaranum. — Hann heitir Hafsteinn Aust- mann, segir Flosi, — bezti leik- tjaldamálari í heimi. Blaðamaðurinn setur sig f hátíð legar stellingar: Hvernig er að vera gift listamanni? Og vera lista kona sjálf? — Þag er ágætt að vera gift mínum manni, svarar Aðalbjörg. — Hvernig finnst þér að leika ástarhlutverk? Ertu aldrei hrædd um að missa stjórn á tilfinningun um? — Auðvitað finnur maður vissa strauma hjá honum Kalla, svarar Guðrún. Og nú er hljómsveitin byrjuð að spila. Þrjú sjógörl þjóta úr klefa sínum, og upp stigann, það á a^ taka á móti viðskiptaráðherr- anum frá Skrúanda Úrúndí. Blaða maðurinn flýtir sér að stiganum og horfir á eftir þeim upp .... x. Fullyeldisfagnaður stíidenfa i kvöld Háskólastúdentar halda full- veldisfagnað sinn að Hótel Borg í kvöld, og hefst fagnaðurinn með borðhaldi kl. 19. Óseldir aðgöngu- miðar verða seldir frá kl 14 í dag að Hótel Borg (suðnrdyr). Margt verður til gamans á fagn- aðinum í kvöld. Formaður SHÍ, Hörður Sigurgestsson stud. oecon., setur hófið, en ræðu kvöldsins flytur dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur. Þá synguh Ómar Ragnarsson gamanvísur, og að lokum verður stiginn dans til kl. 2 eftir miðnætti. Hljómsveit Björns R. Einarssonar leikur fyrir dansinum. Einnig verður almenn- ur söngur meðan setið verður undir borðum. (t Stúdentum, sem enn hafa ekki orðið sér úti um aðgöngumiða, er bent á að gera það að Hótel Borg í dag. Aðalfundur F.U.F. í Kópavogi verSur haldinn sunnudaginn 3. des. 1961, að Fífuhvammsvegi 31, kl. 3 eftir hádegi. FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.