Tíminn - 01.12.1961, Qupperneq 12

Tíminn - 01.12.1961, Qupperneq 12
12 T í MIN N , föstudaginn 1. desember 1961 RITSTJORI HALLUR SlMONARSON Þórólfur or maður Á miðvikudaginn undirrit- aði Þórólfur Beck samning við skozka knattspyrnuliðið St. Mirren og er því kominn í rað- ir atvinnumanna í knatt- spyrnu, annar íslendingurinn, sem leggur út á þá braut. Samningur Þórólfs við St. Mirren er til tveggja ára, og að þeim tíma liðnum getur hann endurnýjað samninginn við félagið, en það hefur þó forgangsrétt til að halda hon- um áfram. Ef hann vill hins vegar ekki halda atvinnu- mennskunni áfram getur hann | komið heim, að þessum tveim-j ur árum liðnum. Fyrir að und- irrita samninginn fær Þórólf-j ur ákveðna upphæð, sem rennur óskipt til hans, en hann er einnig á föstu kaupi. St. Mirren borgar leikmönn- um sínum 24 sterlingspund á viku '— sem er fastakaupið — en einnig koma ýmsar auka- greiðslur til. Fjögur pund fær hver leikmaður, þegar liðið sigrar, og tvö pund fyrir jafn- tefli, og einnig er greitt fyrir aukaleiki. Þórólfur hringdi í gærmorg- un til systur sinnar, Guðrún- ar Beck, og sagði henni þessar fréttir -,g lét hann mjög vel af samningnum. Þórólfur sagði einnig, að hann myndi koma heim í frí fyrr en ætlað var, eða níunda desember n.k., og mun hann dvelja hér í fjóra daga. Niundi desember er laugardagur, en þann dag leik- ur St. Mirren í skozku bikar- keppninn? Eftir leikinn flýg- ur Þóróifur svo heim, en verð- ur að mæta aftur á æfingu um miðja næstu viku. - Gefcur fjví ekki íramar kikíS í íslenzka landsliðinu í knattspyrnu, nema gegn atvinnumannabjóðmn eða hann fái áhugamannaréttindi sin aftur. Móoirin ánægð Móðir Þórólfs, frú Rósbjörg Beck, var mjög ánægð, þegar hún fékk fréttirnar hjá dóttur sinni, og þó einkum og sér í lagi vegna þess, að Þórólfur er nú væntanlegur heim eftir nokkra daga. Það verður á- reiðanlega glatt á hjalla hjá þeim þessa daga að Lágholts- vegi sex t Vesturbænum. Þórólfur Beck er 21. árs, þegar hann nú leggur út á braut atvinnumennskunnar í knattspyrnu. Hann er fæddur 21. janúar 1940. Foreldrar hans voru hjónin Rósbjörg og Eiríkur Beck. stýrimaðilr. sem mörgum var að góðu kunnur sém stýrimaður hiá Eimskipa- félagi fslands. Eiríkur Beck lézt af slysförum fyrir rúmum 10 árum Hann var þá stýri- maður á Selfossi og slasaðist til ólífis, þegar skipið var statt í Leith, en hann féll nið- ur í lest skipsiris. Börn beirra hjóna eru tvö. Þórólfur og Guðrún Beck, sem er tvítug að aidri og vinnur í Apóteki Vesturbæiar. Þórólfur gekk ungur í Knattspyrnufélag Reykjavík- ur, KR, og keppti með því fé- lagi í öllum flokkum þess við ?óðan orðstír. Hann var ásamt Erni Steinsen fyrstur til að liúka guilprófi í afreksþraut- ÞÓRÓLFUR BECK — annar íslenzki atvinnumaðurinn I um Knattspyrnusambands ís- lands. Árið 1957 lék hann fyrst i meistaraflokki KR, og hefur verið fastur maður þar sjðan, og ávallt vakið mikla athvgli sém mjög skemmtileg- ur knattspyrnumaður, og síð- ustu ivö-þrjú árin hefur hann verið vinsælasti knattspyrnu- maður okkar og sett mestan svip á landsliðið. Árið 1959 iék hann sinn fyrsta landsleik í knattspyrnu. Það var gegn Dönum á Laugardalsvellinum í sambandi við undankeppni Ólympíuleikanna. Þórólfur var þá 19 ára, og er einn vngsti maður, sem leikið hefur í landsliðinu. Leikurinn fór fram 26. júní og var 23. lands- leikur ísiands í knattspyrnu. Síðan hefur Þórólfur tekið þát í ólium landsleikjum ís- lands, eða átta talsins. Lék hann mjög vel í mörgum þeirra, en einkum verður þó landsleikurinn við Hollend- inga í sumar minnisstæður. ís- land sigraði í þeim leik með fjórum mörkum gegn þremur og má segja, að Þórólfur hafi „átt“ öll mörk íslands. Hann skoraði eitt sjálfur og hinar frábæru sendingar hans áttu meginþátt í hinum þremur. Þegar skozka liðið St. Mirren kom hingað i sumar, fengu forráðamenn félagsins þegar augastað á Þórólfi, sem varð til þess, að hann fór til Skot- lands í haust og er nú orðinn atvinnumaður hjá félaginu. Hefur hann mjög sett svip á 'eik liðsins á Skotlandi síðustu vikurnar. Annar atvinnumaður okkar Þórólfur er annar íslending- urinn, sem gerist atvinnumað- ur 1 knattspyrnu. Albert Guð- mundsson var hinn fyrsti, en hann hóf einmitt knattspyrnu- feril sinn erlendis á Skotlandi, þar sem hann lék sem áhuga- maður, en það. varð til þess, að félög á meginlandinu fengu augastað á honum. Albert var fyrsti Norðurlandabúinn, sem gerðist atyinnumaður í knatt- spyrnu, og ruddi því brautina fyrir aðra leikmenn á Norður- löndum í þessa atvinnugrein, og hann var um langt árabil einn dáðasti knattspyrnumað- ur á meginlandi Evrópu. Og ef að líkum lætur, og engin óhöpp henda Þórólf, á hann einnig eftir að verða eftirsótt- ur leikmaður víða um heim, sem varpa mun ljóma á nafn íslands. Hins vegar er ekki því að neita, að íslenzk knattspyrna verður nú fátækari en áður, þegar Þorólfur hverfur í raðir atvinnumanna, og hans verður áreiðanlega saknað, þegar knattspyrnan hefst aftur næsta vor. Hann getur nú ekki lengur tekið þátt í landsleikj-. um okkar, nema þegar leikið er gegn erlendum atvinnu- mönnum, eins og t. d. í heims- meistarakeppni eða Evrópu- keppni landsliðanna. St. Mirr- en mun þá gefa honum levfi til slíkra leikja, ef þess verður óskað. En hins vegar þýðir ekki um það að fást, þó Þór- ólfur gerist atvinnumaður. Slíkt er vel skiljanlegt, þegar hugsað er um þá möguleika, sem góðum knattspyrnumanni stendur til boða í sviðsljósi er- lendra leíkvanga. Það eni eng- ar smáupphæðir, sem góður knattspvrnumaður getur unn- ið sér inn á nokkrum árum. Tíminn óskar Þórólfi til hamingju með sitt nýja starf, og vonar að honum farnist vel í því á ókomnum árum, og á reiðanlegt er, að margir munu taka undir þá ósk. — hsím. AÓTAWWAV/lW.'AVAYlW VyV.W.'.W/.V.W.WAVAWWJWAVAMWM ■AVAW.V.VAV.W.VAV.V.V.W.V.V.V.V.V. Dundee til Svíþjóöar Ssensku meistararnir í knatt- spyrnu, Elfsborg, voru nýlega á keppnisferðalagi í Skotlandi og léku þá m.a vig Dundee, skozka liðið. sem kom hingað sl. sumar, og nú er efst í skozku deildar- keppninni. Leikar fóru þannig, að Dutidee sigrað'i með átta mörkum gegn tveimur. Svíarnir tóku þessi úrslit nærri sér og töldu að þau myndu spilla áliti liðsins heima fyrir. Var það ráð tekið, að bjóða Dundee til Svíþjóðar næsta vor. og þá ætla leikmenn Elfsborg að reyna að standa sig betur Eftir nokikra leiki á Skotlandi hélt sænska liðið til Egyptalands og Líbanon. þar sem það mun leika 10 lei.ki næstu vikurnar Ferðin muTi taka mánaðartíma, og verða leikmennirnir komnir heim aftur aétt fyrir jól. Námskeið að Laugar- vatni í skólaíþróttum Á vegum íþróttakennaraskóla íslands, var efnt til námskeiðs í skólaíþróttuim fyrir íþróttakenn- ara .Námskeiðið fór fram í Gagn- fræðaskóla Austurbæjar og Barna skóla Austurbæjar í Reykjavík, dagana 28. ágúst til 8. september 1961. Kennarar námskeiðsins voru: 1. Ulla Berg frá Svíþjóð. Hún kenndi leikfimi stúlkna og lagði sérstaka áherzlu á að kenna létt stökk. 2. C. H Wyatt frá Bandaríkjun- um, sem hér dvaldi á vegum Upp- lýsingaþjónustu Bandaríkjanna og Körfuknattleikssambands íslands, kenndi karlmönnum körfuknatt- leik Einnig kenndi hann stúlkun- um lítilsháttar körfuknattleik, — Karl Guðinundsson var túlkur 3. Einar Ólafsson og Ingi Gunn arsson kenndu körfuknáttleik meðan C. H. Wyatt var ókominn til landsins. Stúlikunum kenndi Einar Ólafsson svo til allan nám- skeiðstímann. 4. Benedikt Jakobsson kenndi körlum stökk á áhöldum og dýnu. Einnig ræddi hann um þjálfun. 5. Hannes Ingibergsson kenndi n ðviar gera jafntefli Úrval úr sænsku knattspyrnu- liðunum Norrköping og Göteborg lék á sunnudaginn við úrvalslið Hong Kong, sem hafði yfir í hálf- leik, 2—1 Þetta er í fyrsta skipti, sem sænsku leikmennimir missa stig í Asíuför sinnL körlum leikfimi fyrir drengi á' barnaskólastigi. Hann hafði 10 drengi sér til aðstoðar. 6. Stefán Kristjánsson kenndi körlum leiki og rifjaði upp tíma seðla, sem Klas Thoresson, kenn- ari sænska íþróttakennaraskólans, j ketindi hér á námskeiði 1959. 7. Mínerva Jónsdóttir kenndi! samkvæmisdansa og þjóðdansa. i 8. Unnur Eyfells annaðist, vegna leikfimiæfinga og dansa, undirleik á píanó. 9. Sigríður Valgeirsdóttir sagði frá Alþjóðaþingi kveníþróttakenn- ara, sem hún sótti í Bandaríkjun- um á s.l. sumri. Kvikmyndasýning var eitt lcvöld ig og var þá sýnd læknisfræðileg j mynd af hryggnum. Sigríður Val-: geirsdóttir skýrði myndina. Kennsla stóð alls í 11 daga og fór fram daglega frá kl. 9,30 til 22. íþróttáfulltrúi hefur séð um fjöl ritun og dreifingu á námsefninu til íþróttakennara. Námskeiðið sóttu samtals 64 í- þróttakennarar. Þeir voru ekki all ir reglulegir þátttakendur. Sextíu íþróttakennarar og þar af 35 kven kennarar sóttu námskeiðig daglega | og því nær alla kennslutíma. 1 Knattspyrnu- menn flúðu Eftir leik Glasgow Rangers og austur-þýzka liðsins Vorvearts, sem háður var í Malmö í síðustu viku, komu tveir af leikmönnum þýzka liðsins til lögreglunnar og báðust hælis sem pólitískir flótta- menn. Nöfn leikmannanna voru ekki gefin upp. Rangers sigraði í leiknuim meg 4—1, en áhorfend- ur voru aðeins rúmlega þúsund. Rangers kemst því áfram í keppn- inni, en liðið vann einnig fyrri leikinn, þá með 2—1. SKIPAIJTGCRD RIKISINS Hekla austur um land í hringferð hinn 6. des. Vörumóttaka árdegis í dag og á mánudag til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norð- fjarðar, Seyðisfjarðar, Raufárhafn ar og Húsavíkur. Farseðlar seldir á þriðjudag. i

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.