Tíminn - 01.12.1961, Side 13

Tíminn - 01.12.1961, Side 13
T í MIN N , föstudaginn 1. desember 1961 13 og ve Framhald af 9 síðu . Síðan var tilkynnt, að mistök hefðu orðið í sambandi við manntalið, það yrði að fara fram að nýju. Siðan fór fram nýtt manntal. Enn dróst, að tölurnar væru birtar. En þegar tölumar voru loksins birtar sýndu þær, að mannfjöldinn í Sovétrikjunum var 15 milljónum lægri en hann átti að vera sam- kvæmt því, sem áður hafði verið gefið upp, 15 milljónir manns vantaði í Sovétríkjunum. Margir höfðu týnt lífinu í sam- bandi við baráttu Stalíns gegn fylgismönnum Trotskys. En miklu fleira kom til. Ráðstafanir, er nefndar voru samyrkjuhreyfing, voru nýlega afstaðnar. Samyrkju- hreyfingin var i því fólgin, að bændur voru sviptir eignum sín- um, þorp þeirra skírð upp, og köll- uð samyrkjubú og embættismaður hjá ríki og flokk settur yfir allt saman. Síðan sögðu embættismenn- irnir fyrir um það, hvernig bænd- urnir ættu að búa. Afleiðingin varð svo sem kunnugt er almenn hungursneyð. Þarna týndu milljón- ir manna lifinu. Þá var settur upp sægur af í'angabúðum í norður- og austurhéruðum hins víðlenda ríkis. Þangað var sópað saman milljón- um manna. Hefur veríð gizkað á 8 til 15 milljónir, þar með taldar milljónir bænda, sem sakaðir voru um mótþróa við yfirvöldin. Fólk þetta var látið vinna þarna að námugreftri og skógarhöggi undir eftirliti lögreglunnar. Þarna týndu enn milljónir manna lífinu, sökum þrælkunar, illrar meðferð- ar og hungurs. Um þetta má m.a. lesa í bók Kravtsjenkos: Ég kaus frelsið, sem út hefur komið á ís- Ienzku. Þá kem ég að því, sem mest hef- ur verið rætt um undanfarið, en það eru hinar miklu aftökur, sem Stalín lét framkvæma á forystu- mönnum Sovétríkjanna, einkum eftir 1935. Það, sem gerðist, virð- ist hafa verið þetta: Þegar Stalín náði völdum eftir dauða Lenins, þá afnam hann launajafnréttið, sem verið hafði Nú skyldi rísa upp ný embættismannastétt, sem væri launuð margfalt hærri laun- um heldur en allur almenningur bjó við. Sérstakar verzlanir voru settar upp fyrir þessa menn, sér- stakir matstaðir. Þeir höfðu sér sjúkrahús. Þeir bjuggu í sérstök- um hverfum, meira að segja börn þeirra gengu á sér-skóla. Næsta skref Stalíns var svo — ja, það er víst ekki hásgt að kalla það annað en — að útrýma bolsevíkaflokkn- um. Af meðlimum hans munu nú ekki lifa eftir margar tylftir. í staðinn kom hann sér upp embætt- ismannaflokki og stjórnaði með leynilögregiu eins og einræðis- herrar síðari tíma hafa gert. En þótt vald hans væri mikið, náði það aðeins til landamæranna. Þeirra varð þess vegna að gæta sérstaklega. Ströng ritskoðun var á. Enginn fékk að fara úr landi og enginn fékk að koma til Rússlands nema með sérstöku leyfi. Það var einkum ein tegund fólks, sem fékk að koma til Sovétríkjanna á þess- um tímaj og það voru þeir, sem vinsamlegan áhuga höfðu á sköp- un kommúnistisks þjóðfélags, fyrst og fremst hinir erlendu kommún- istar. Þegar hin fasistiska stjórn, sem réð í Póllandi fyrir stríðið, hóf að- gerðir gegn kommúnistaflokknum, flýði stjórn flokksins og mikið af virkum flokksmeðlimum til Rúss- lands. Það, sem Stalin lét þá gera, var einfaldlega að varpa þessum mönnum i fangelsi og síðan að taka þá af lífi. Það, sem bjargaði mönnum eins og Gomulka, sem nú ræður í Pollandi, var, að hann sat í fangelsi i Póllandi. Stalin náði ekki til hans. Á Spáni geisaði borgarastyrjöld. Að baki víglínanna voru erindrek- ar Stalins að verki. Þeir tóku af lífi þúsundir kommúnista, sem ekki voiu Stalin-sinnar, vinstrismn aða menn, stjórnleysingja og fleiri. Stalin notaði sponsku borgarastyrj öldina til þess að jafna reikninga við sósíalistana í V-Evrópu og kommúnistana, sem ekki voru fylgjandi honum, eða sem hann hélt a$ væru ekki fylgjandi sér, því að grunurinn einn nægði. Rússneska ieynilögreglan var alls- ráðandi að baki víglínu lýðveldis- hersins á Spáhi. Þorri hinna erlendu kommún- ista, sem fóru til Sovétríkjanna fyrir stríðió, báru þar beinin. Út- rýmingarherferð Stalíns. gegn kommúnistunum, innlendum sem erlendum, bar ótrúlegan árangur. Á tíu ára tímabilinu frá 1935 til 1945 týndi mikill hluti starfandi kommúnista Evrópu lífinu, þótt lágt hafi íarið. Margir þeirra voru teknir af lífi af vinum sínum og skoðanabræðrum. Þeir sömu sögðu fátt. Og hinir eiginlegu pólitísku andstæðingar þeirra söknuðu þeirra ekki. Lítils háttar hefur samt verið skrifað um þessi mál. En það hafa gert menn eins og rit- höfundarnir George Orwpll og Arthur Köstler. En nú mun ítalski kommúnistaflokkurinn vera farinn að fara fram á skýringar. í sögu Evrópu má áreiðanlega fara aftur til galdrabrennanna til þess að finna kafla, sem þolir samanburð við stjórnarfar Stalíns, til þess að finna sambærilegt grimmdaræði gegn saklausu og varnarlausu fólki, fyrst og fremst eigin borgur- um. Þær skoðanir hafa verið settar fram, að Stalín hafi í raun og veru aldrei verið sósíalisti eða kommún- isti, enda er það trúlegast. Hann virðist ekki hafa verið þannig gerður maður, að hann hafi nokkru sinni haft samúð með þeim, sem erfitt eiga og bágt, sem minni- máttar eru í þjóðfélaginu, og hans áhugi væri sérstaklega sá, að bæta mannlegt samfélag. Áhugi hans virðist hafa verið allur annar, strax frá upphafi. Mér þykir sú saga næsta trúleg, að hann hafi verið sendur inn í bolsévíkaflokk- inn af leynilögreglu keisarans, enda virðist grimmdarleg fram- koma hans við bolsévíkana helzt skýranleg með hatri, sem hafi grundvallazt á ótta hans við þá. En það er ekki öll sagan. Það er auðséð, að upphafið að þessari óhamingju Sovétþjóðanna er að finna hjá Lenin. Hann var aldrei neinn sósíalisti í vestrænum skiln; ing og því síður lýðræðissinni. í munni hans þýddi lýðræði ekki stjómarfyrirkomulag, heldur vopn- aða alþýðuhreyfingu, sem er það, sem lýðræði merkir í munni Karls Marx um 1848. Lenin var ekki lærisveinn hinna vestrænu lýð- ræðissinna, hann var miklu frekar lærisveinn manna eins og Necha- éffs, lússnesks byltingarmanns, sem frægur er fyrir ofstæki og einræðiskenningar sínar. Það var Lenin, sem leiddi þann asna í her- búðir þeirra, sem berjast fyrir málstað hinna undirokuðu, fyrir meira jöfnuði og réttlæti, að þeir geti notað lygina, ranglætið, ein- ræðið og kúgunina í sína þjónustu. Starfsemi grundvölluð á þessum boðskap hlýtur að fela í sér' sína eigin upplausn, sinn eigin ósigur. Það væri sjálfsagt barnaskapur að h’alda, að öllum óróa í Rúss- landi væri lokið með þessum nýj-| voru á yfirráðasvæð'i Þjóðverja. ustu atburðum. Sennilega er þetta Flestir voru stríðsfangar eða fyrr- aðeins upphafið að nýjum og stærri tíðindum. Ekkert er liklegra en að í Rússlandi eigi eftir að vera uppgjör á milli hinna kúguðu og kúgaranna, minnsta kosti eins stór- kostlegt og þau uppgjör, sem átt hafa sér stað annars staðar í heim- inum. Orð og athafnir Krústjoffs bera vott um hatur, hrylling og viðbjóð, sennilega hans eigin, en' fyrst og fremst annarra. Og það eru fyrst og fremst þessir „aðrir“, sem við getum vænzt tíðinda af, áður en líkur Menn hafa ekki gleymt því, að Krústjoff var einn helzti erindreki Stalins. i Mai'gir þeirra, sem fyllzt hafa andúð út af framkomu stjórnar- innar í Rússlandi á undanförnum árum og þeim hryðjuverkum, sem þar hafa verið unnin, sumpart fyr- ir opnum tjöldum, eru samt þeirr- ar skoðunar, að ríkisreksturinn sé verandi stríðsfangar, um tveir þriðju nefndarmanna voru Rússar. Hinir tilheyrðu öðrum þjóð'um Rússlands. En Úkrainumennirnir voru ekki með. Þeir vildu halda sinni eigin frelsishreyfingu alger- lega aðskilinni. Fulltrúar hverra voru þessir menn? Þeir voru fyrst og fremst fulltrúar sovéthermanna, sem nú börðust með Þjóðverjum. En talig er, ag alls hafi um ein milljón sovéthermanna barizt með Þjóð- verjum og þannig borið vopn gegn ríkisstjórn sinni. í þeirri tölu er ekki hinn mikli fjöldi verkafólks frá hinum hersetnu löndum, sem Þjóðverjar létu vinna að fram- leiðslunni í Þýzkalandi. Hitler var gallharður á móti því, að þessar þjóðir fengju að bera : hin þýzku vopn, en fékk ekki að til bóteTrt ríkisrekstúr'“ atvínnu-! fTert fYrir hershöfðingjum sínum. fyrirtækja sé það, sem koma skuli. Hann viSurkenndi ekki tilveru Þeir hafa verið þeirrar skoðunar,: hinna russnesku herdeilda smna að framfarirnar, sem hafa verið; auglýstar í Rússlandi, hafi ekki verig pýramídabyggingar kúgaðs lýðs, heldur vitni um yfirburði ríkisrekstursins yfir einkaframtak ið. Ég tel að þeim skjátlizt. Marg ir hafa enn fremur trúað því, að sósíalistískur heimur yrði frið'sam ari og samræmisfyllri heimur held ur en auðvaldsheimurinn. En ef við lítum á samkomulagið milli Rússa, Kínverja, Júgóslava og Al- bana, og gjarna mætti bæta Pól- verjum og Ungverjum við, þá sjá- um við, að þag samkomulag er sízt til fyrirmyndar, sízt neinn frið arboði. Af þessu virðist mér mega draga þá ályktun ,að hinn sósíalist íski heimur hefði nóg um ag berj- ast, þótt ágreiningsmál auðvalds- ríkjanna hyrfu. Á íslandi er nútímastjórnmála- barátta tiltölulega ný og við höf- um litla reynslu í því að fást við fyrirbrigði eins og einræðisstjórn- ir. Atburðir í Rússlandi hafa því fyrr en skömmu fyrir ósigurinn. Hanri leit á Slavana sem óæðri manntegund, er ættu að vera þræl ar í þriðja ríkinu. Hvaða hugmyndir gerðu þessir menn sér um stjórnmál? Fundurinn samþykkti ávarp eða stefnuskrá. Prag hafði verig valin vegna þess, að nefndarmenn neit- uðu að halda fundinn í þýzkri borg. Þeir segjast þiggja með þökk um hjálp Þýzkalands, að því til- skildu ,að hún skaði ekki heiður þeirra eða sjálfstæði lands þeirra. Þessi aðstoð sé eini raunhæfi möguleikinn í daig, eins og þeir komust að orði, til þess ag skipu- leggja vopnaða baráttu gegn klíku Stalins. Jafnrétti allra þjóða Sovét ríkjanna er boðað, réttur til sjálf- stæðis og eigin rikis. Þag er boð- að nýtt, frjálst alþýðustjórnskipu- lag, án bolsevíka og án arðræn- ingja. Alþýðan á að endurheimta það frelsi og þau réttindi, sem hún ávann sér meg byltingunni 1917. Bændum verði afhent land bergmálag hér á landi ,á fremur leiðinlegan hátt. Það ber ekki vott! f'^að nýju, alrnenn mannréttindj um stjórnmálaþroska, að hér skuli " " enn vera til allstór hópur manna sem all't fram á það síðasta hefur verið að gylla þetta stjórnarfar, og talig okkur trú um, að við ætt- um að taka þetta upp. Þetta stjórn arfar væri á einhvern hátt til bóta innleidd, ásamt atvinnufrelsi. Það er ráðizt á England og Bandaríkin, þar sem vald þeirra byggist á kúg un og arðráni. En það er varla annað og meira en hægt er ag bú- ast við, þar sem þetta gerist á yfir ráðasvæði Hitlers. Önnur ákvæði boða stofnun vel- fyrir þá, sem erfiðast eiga í þjóð- félaginu. En nú getur naumast ferðarrikis ,eins og vig mundum nokkur maður komizt hjá að sjá sannleikann í málinu og líta á at- burðina þar sem ljóta lexíu. Opinberun sumra hinna óheyri- legu hlufa, sem gerðust í stjórnar tíg Stalins, hlýtur að hafa mjög víðtæik áihrif á hugsunarhátt manna, innan Sovétríkjanna og ■ utan. Hvaða augum svo sem menn kunna að líta mismunandi fyrir- komulagsform atvinnulífsins, þá er eitt víst: ríkisreksturinn tryggir ekkert sæluástand eða þúsundára- ríki. En fyrst afhjúpanirnar eru svona örlagaríkar, hvað er hið mikla afl, sem knýr Krustjoff til þess að segja og gera það, sem hann gerir? Það vita bæði guð og menn, að hann var einn af fremstu samstarfsmönnuim Stalins og lofsöngvurunum, og að það er sennilega ein helzta ástæðan til þess, að hann er á lífi í dag, en tflestir félagar hans grafnir og gleymdir. Hvers vegna? Það er sjálfsagt fleira eri eitt, sem ber til. Ég ætla hér aðeins að draga fram eitt at- riði, sem lítið hefur verið rætt opinberlega hér á landi. Þetta er hollusta, eða öllu hel'dur hollustu skortur sovétborgaranna við stjórn sína í seinustu styrjöld og það, hvernig þetta viðhorf birt- ist á sviði hermála og stjórnmála. Hinn 14. nóvember 1944 var haldinn fundur í Prag í Tékkósló segja í dag, en ekki sósíalisma. Skoðun flestra virtist vera, að hann leiddi óhjákvæmilega til' Stalinisma. Þetta voru þá í stuttu máli skoð anir þeirra. Þegar þess er gætt, að þriðja ríkig hrundi hálfu ári seinna, verður að segja það, að nefndarmennimir sýndu niikið hugrekki meg boðskap sínum og samtökum. Enda hafa þeir nú, með ráðstöfunum Krustjoffs, unnið nokkurn sigur. Meðal nafnanna, sem birt voru með ávarpinu, voru 5 sovéthershöfðingjar, þar með aðalforirigi hreyfingarinnar, Vlass off, og 8 sovétprófessorar. Þag er sagt, að þeir hafi gert sér von um samvinnu við Vestur- veldin eftir hrun Þýzkalands. En það fór á annan veg. Vesturveldin sendu hópa af sovétborgurum nauð uga til Rússlands. Hinn 2. ágúst 1946 minntist Pravda f fyrsta skipti á Vlassoffhreyfinguna, í til- kynningu ttm, að Vlassoff herslhöfð ingi og 11 aðrir herforingjar hefðu verig hengdir fyrir landráð. En var málið þar með úr sög- unni? Nei, það var það ekki. — Fyrstu fjögur árin eftir styrjöld- ina flýðu 13—14000 sovétborgarar yfir á hernámssvæði Vesturveld anna í Þýzkalandi, þrjátíu árum eftir rússnesku byltinguna. Þetta kallaði Lenin á sínum túna að greiða atkvæði með fótunum. Ég hef farið mjög fljótt yfir vakíu. Þetta var stofnfundur sam- sögu. En Krustjoff kann hana án taka, sem nefndu sig Frelsisnefnd vafa lengri. Hann og fleiri leiðtog- þjóða Rússlands. f nefndinni voru ar Sovétríkjanna hafa áreiðanlega fyrst 50, síðar 80, fulltrúar frá spurt sig á liðnum árum kalda ýmsum samtökum sovétborgara, er; stríðsins og mótþróa og uppreisna í alþýðulýðveldunum svokölluðu: Hvað gerir hinn almenni sovét- bórgari, hvað gerir hermaðurinn í rauða hernum í næsta stríði? Hann veit, að draumur um frelsi frá andlegri og líkamlegri neyð lifir í brjósti þjóða Sovétríkjanna. Þetta er að mínu viti eitt af þeim sterku öflum, sem neyða Krustjoff og mennina, sem hann styðst við, til þess að gera fléira en þeim gott þykir. En svo fast sem þessi mál reka á eftir hjá Krustjoff, þá er fleira um að ræða. Hver óbrjálaður maður sér, að hinar vestrænu þjóðir Evrópu og Ameríku hafa tekið forystuna í lausn þeirra vandamála, sem mann kynið hefur við að glíma: 1) Þær vinna að því að skapa frið og samvinnu milli kynþátt- anna. 2) Þær hafa gefið nýlendunum frelsi og styðja þær nú til sjálf- stæðis og sjálfsbjargar. 3) Þær eru í fararbroddi efna- hagslegra framfara, þar sem vel- ferð borgarans er leiðarstjarncn. 4) Þær eru í fararbroddi fyrir vaxandi alþjóðahyggju. Samhjálp borgaranna er ekki lengur tak- mörkuð við Iandamærin. Hugsjón- ir velferðarríkisins eru orðnar afl í alþjóðasamskiptum. Um allan heim líta menn meir og meir á sig sem samborgara. í þessu máli hafa Bandaríkin gert mest. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er unnið að lausn fjölda viðfangsefna: sjúk- dóma, næringar, réttarfars, kjarn- orku, o.s.frv. Stór hluti mannkyns- 1 ins þjáist af næringarskorti. Helm- ingur allra barna kemur aldrei í neinn skóla. f þessum vandamálum flestum hafa Rússar lítið eða ekkert já- kvætt fram að leggja: Þeim hefur ekki tekizt að leysa sitt eigið mat- vælavandamál. Þar er fjöldi smá- þjóða, sem þráir frelsi. Þar ríkir ströng ritskoðun. Þar éru útvarps- truflanir stórrekstur eða hafa verið það til skamms tíma, því að það þarf að byrgja glugga þessa þjóða- fangelsis. Þar ríkir einræði, en mannkynið þráir frelsi. Þó má ekki láta þess ógetið, að v'erstu kúgunarráðstafanirnar hafa verið afnumdar upp á síðkastið. í stuttu máli: Rússar hafa glatað þeirri forystu, sem þeim tókst að ná til sín um skeið í sumum fram- faramálum mannkynsins. Þetta virðist vera ein ástæðan fyrir hin- um furðulegu hlutum, sem Krust- joff segir og gerir. En þeirri spurn ingu tel ég samt ekki fullsvarað, hvort hann sér rétti maðurinn til þess að leiða þjóðir Rússlands út úr eyðimörkinni, eins og t.d. kjarn orkusprengingarnar sýna. Mann- kynið er á móti þeim. Sá, sem vill vera leiðtogi mannkynsins, verður að beygja sig fyrir þeirri stað- reynd. Eftirmáli Þar sem ræðustúfur sá, er ég flutti r útvarpið s.l. mánulag, hef- ur vakið nokkra athygli og umtal, þykir mér rétt að birta hann. Ég hef þó fengið eftirþanka út af því, sem ég sagði urn Krustjoff. Ef til vill hef ég verið fljótfær. Efst í huga mínum var > þessi mynd frá Kreml: Þegar gera þarf óumflýjan legar mannabreytingar í stjórn þessa mikla ríkis, þá draga valda- mennirnir upp skammbyssurnarl Verður „Bería“ næst á undan? Verður hné „Malénkoffs" ögn stirðara næst? Það sér það hvert mannsbarn, að þetta er óhugnan- 'legt ástand, jafnt fyrir Rússa sem fyrir mannkyn allt. Það var þetta, sem ég hafði fyrst og fremst í huga, þótt ég tali um persónu Krustjoffs. Eftir á að hyggja gæti ég hugsað mér, að hann væri ef til vill rétti maðurinn til þess að koma í kring þeim gagngeru breyt ingum á stjórnarfari og þjóð'f élags- kerfi, sem gera þarf. Verk hans seinustu árin benda til þess, að hann hafi lært mikið í óvenjuleg- um skóla, hvort sem það nú dugir eða ekki. B.E. «S>

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.