Tíminn - 03.12.1961, Blaðsíða 2
I
2
Nýjar bækur frá ísafold:
Tristansrímur
/ /
ogaðrarrímur
Eftir Sigurð Breiðfjörð' —
Sveinbjörn Beinteinsson annað-
ist útgáfuna.
Þetta er fyrsta bindið af
rímnasafni Sigurðar Breið-
fjörðs, eh ætlunin er að gefa
út é næstu 4—5 árum allar finn
anlegar rímur Sigurðar Breið-
fjörðs. Sveinbjörn Beinteinsson
mun skrifa athugasemdir og
skýringar með rímunum, en Jó-
hann Briem listmálari teiknar
myndir í hvert bindi.
Þetta er bók bókamanna og
annarra, sem áhuga hafa á brag
list.
Á það skal bent, að það voru
Tristansrlmur, sem urðu skot-
spónn Jónasar Hallgrímssonar.
Antigona
eftir -Sófókles
Jón Gíslason þýddi úr frum-
málinu og ritar inngang um þró
un ieiklistar.
Þrír snillingar eru taldir hafa
túlkað bezt anda þess tímabils
í sögu Forn-Grikkja, sem glæsi-
legast var, 5. öldina fyrir Krist,
en það voru: Fidias í myndlist,
Períkles í stjórnmálum og Sófó
kles í skáldskap. — Jón Gísla-
son skrifar langan inngang um
þróun leiklistar og bókinni
fylgja auk þess fjölmargar
myndir, sem flytja með sér
nokkurn andblæ hinnar fornu
menningar, sem snilldarverkið
..Antigona" er sprottið af.
Einbúinn
í Himalaja
eftir Paul Brunton.
Þorsteinn Halldórsson þýddi.
Einbiúnn í Himalaja er frá-
sögn af dvöl Pauls Brunton í
háfjöllum Himalaja, á tindi
jarðar, þar sem einveran og hið
stórkostlega umhverfi vekja
fjölda ógleymanlegra innblás-
inna hugsana.
Bókaverzlun ísafoldar.
1. DESEMBER
(Framhaid at l siðu).
um liádcgi, og hefur það verlð
venja í mörg ár. Er það sam-
komulag starfsfólksins og hef-
ur stjórn Sumargjafar látið það
átölulaust á sfnum heimilum.
Iðnaðarmenn og verkamenn
munu hins vegar flestir hafa
unnið í allan gærdag.
Það kemur sér mjög illa fyr
ir almcnning, hve allt er laust
f reipunum þennan dag. Hús-
mæður áttuðu sig ekki allar á
því, að mjólkurbúíðir lokuðu
um hádegi. Sumar komu í búð-
irnar klukkan rúmlega 12 og
fengu þá enga mjólk.
Bankar og allar opinberar
skrifstofur lokuðu um hádegi
og allt vlðskiptalíf var þar með
dautt. Ýmsar stofnanir eins og
til dæmis hárgreiðslustofur og
rakarastofur, höfðu ekki sam-
komulag um þnð sin á milli,
hvort oþið skyldi eða ekki.
var því ein og ein stofa opin.
Lækningastofur voru allar lok-
aðar.
Það er mjög bagalegt fyrir
almcnning, að ekki skuli auig-
lýst greiniíega hvaða fyrirtæki
láta vinna þennan dag, því að
það cr mcð öllu ógerlegt að
átta sig á því, hverjir vinna
eða ekki, þar sem engar fastar
reglur virðast gilda um það.
Engln áttar sig á því, að
rakarastofa á næsta götuhorni
er opin, þcgar rakarastofa í hús
inu á móti er lokuð, oig hvi
skyldu mjólkurbúðir vera opn
ar til 12 eins og á sunnudög-
um en ekki til tvö eins og á
Iaugardögum eða þá bara til
sex cins og aðra daga.
Þetta fyrirkomulgg er, sem
sagt til mikllla vandræða og
þyrfti að komast í fastar skorð
ur.
Hittir
Adoula
Tshombe, forseti Katanga,
er nú staddur { Brazzaville.
Ákveðið hefur verið, að þeir
hittist innan tíðar hann og
Cyrille Adoula, forsœtisráð-
herra miðstjórnarinnar í Leo-
poldville, og fer fundurinn
fram um borð í skipi á Kongó-
fljóti að því, er bezt er vítað.
KLUBBFUNDUR
Klúbbfundur Framsóknar-
manna verður haldinn næst-
komandi mánudagskvöld, 4. des
ember, klukkan 20,30. Klúbb-
urinn verður á venjulegum
stað. Merkileg mál verða til um-
ræðu, og nokkrir þingmenn
flokksins munu mæta. Mætum
vei og stundvíslega.
Nánari upplýsingar fást i
skrifstofu flokksins í Edduhús-
inu, símar 1 60 66 og 1 96 13.
*
Kynnum algera nýjung í húsgagnagerð á Islandi
VÍÐIR hf. auglýsir
Höfum fengið einkaleyfi á framleiðslu húsgagna samkvæmt einkaleyfi frá fyrirtækinu
PLASTMÖBLER A/S. í Noregi, en framleiðsluhættir þessa fyrirtækis hafa valdið
gjörbyltingu í húsgagnaiðnaðinum.
í 25 löndum, m. a. öllum Norðurlöndunum, eru þegar framleidd húsgögn samkvæmt
, einkaleyfi frá þessu norska fyrirtæki við sívaxandi vinsældir.
Einkum er athyglisvert fagurt, stílhreint form og hin auð-
velda meðferð þessara nýju húsgagna, auk þess að þau eru
mun ódýrari en önnur hliðstæð húsgögn, vegna hinna gjör-
breyttu framleiðsluhátta.
Undanfarið ha.fa dvalið hér á landi tveir Norðmenn á vegum Trésmiðjunnar Víðis h.f.,
til að kynna og leiðbeina um þessa nýju framleiðslu.
Frá og með laugardeginum 18. þ. mán. verða þessi húsgögn til sýnis i
HÚSGAGNAVERZLUN GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, Laugavegi 166.
TRÉSMIÐJAN VÍÐIR HF.
Laugavegi 166,
Símar: Verzlunin: 22229 — Skrifstofan: 22222 (6 línúr).
SKILAR YBUR
Félagsmálaskólinn:
Á ménudagskvölduð verður samelglnlegur fundur með þeim,
sem mæta á klúbbfundlnum. — Fundurlnn verður þvf ekki i Eddu-
húsinu elns og að undanförnu.
Framsóknarfélag Reykjavíkur
FRAMSÓKNARFÉLAG REYKJAVÍKUR heldur almennan fund
um sjávarútvegsmál I Framsóknarhúslnu mlðvlkudaginn 6 desember
klukkan 2,30. — Frummælandi: MARGEIR JÓNSSON, útgerðarmaður,
Keflavik. — Fjölmennið. — Stjórnln.
ÞVOTTI I
HEIMI
Framsóknarfélag Kiósarsýslu
heldur aðalfund r Félagsgarði í Kjós í dag, sunnudag kl.
4 síðdegis. Venjuleg aðalfundarstörf. — Jón Skaftason
alþm. mætir á fundinum. Stjórnin.
Framsóknarvist á Akranesi
Framsóknarfélag Akraness heldur skemmtisamkomu í kvöld í
félagsheimilinu Rein. Skemmtunin hefst klukkan 8,30. — Spiluö
vérður framsóknarvist og stiginn dans. — Öllum er heimill aðgang-
ur meðan húsrúm levfir.