Tíminn - 03.12.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.12.1961, Blaðsíða 8
TÍMINN, sunnudaginn 3. desember 1961 Skartgripabúðin var við aðal- götuna miðja. Þar var hver búð- in við aðra, þó eins og ögn afsíð- is, því að hið mikla gistihús, er gnsegði yfir aðrar byggingar, náði lengra fram á gangstéttina en hin húsin. Næst gistihúsinu og 1 skugg- anum af hinum mikla gafli þess var verzlun, sem fröken Jensen rak. Hún verzlaði einungis með band og garn, smávaxin og hlé- dræg. Búðin var líka lítil og í- burðarlaus, rétt eíns og konan sjálf, og það var likt og fyrir- tækið og eigandinn vildu láta fara sem allra minnst fyrir sér. Næst var tóbaksverzlun, og hún var einnig að nokkru leyti í skugga gistihússsins. Samt hörf- aði skugginn þaðan, þegar sól var hátt á lofti. Gistihúsið leyfði náðarsamlegast, að ylríkir geisl ar sólarinnar féllu stund úr degi á hvíta framhlið tóbaksverzlun- arinnar. Þriðja verzlunin var brauðbúð, og loks var svo skart- gripaverzlunin í yzta húsinu. Handan við það var gömul og þröng þvergata, sem lá niður að höfninni. Þegar kom þar út á hornið, virtist yfirbragð húsarað arinnar orðið svipmeira. Hún hafði sigrazt á þessari hlé- drægni, sem einkenndi hana næst gistihúsinu. Yzta húsið kerrti sig framan í alla, umleik- ið glöðu sólskini, og gluggar verzlunarinnar á horninu sneru bæði í suður, út að aðalgötunni, og í vestur, út að hafnargöt- unni. Þar skein sólin frá þvi á morgnana og langt fram á dag, að hún hvarf bak við lágt hús- ið hinum megin hafnargötunn- ar, gegnt húsi gulísmiðsinss. Þetta var skartgripabúð, sem gat hreykt sér. Hvað var í hin- um búðunum, sem gladdi geisla sólarinnar viðlíka og gulldjásn- in? Þeir litlu geislar, sem kom- ust alla leið inn í búðina hjá fröken Jensen, drukknuðu þar í ullarbandi og sóffapúðum, og í | brauðbúðinni bræddu þeir að-1 eins sykurleðjuna á vínarbrauð- i inu, svo að hún rann út af því. j En í skartgripaverzluninni sindr j aði hver geisli á gljáfægðum silf j urbikurum og ljómandi skraut-i munum. Steinarnir í hringunum, sem lágu í flauelsöskjum í glugg unum, urðu að hundruðum sólna sem vörpuðu frá sér gliti. Já, -- geislunum, sem léku um glugga gullsmiðsins, var ekki kastað á glæ. Þar var þeim veitt viðtaka, og þar var þeim aftur varpað til annarra. Þar báru þeir vexti og vaxtavexti. Drengurinn stóð framan við gluggann, þar sem hringirnir glóðu í flauelsöskjunum. Hundrað sinnum hafði hann gengið fram hjá þessum glugga þegar hann fór að heiman í skól ann eða var á leið heim úr skól- anum. Auðvitað hafði hann allt- af vitað, að búð gullsmiðsins var þarna, þó að hann hefði aldrei gefið henni verulegan gaum. Hvað var líka í skartgripabúð, sem drengur hafði gaman af að horfa á? Nei — þá hafði hann stundum átt bágara með að ganga fram hjá glugga bókaverzlunarinnar, þar sem litríkar, útklipptar myndir voru til sýnis, eða leik- fangaverzluninni, þar sem raf- knúin járnbrautarlest brunaði hring eftir hring og nægði ekki minna en heill gluggi. Hún fór í gegnum jarðgöng úr pappa og fram hjá litlum stöðvarbygging- um. Það var skemmtilegra fyrir dreng að horfa á þetta en hégóm ann i fcúðargluggum gullsmiðs- ins. En í dag stó'1' drengurinn graf kyrr fyrir framan glugga skart- gripaverzlunarinnar Að þessu sinni flatti hann ekk’ ne.fið út já glugga bóksalans eöa leik-^ fangasalans og starði á varning þeirra með hálfopinn munninn. Nei — núna stóð hann skref frá glugga gullsmiðsins, því að þetta var ekki neitt, sem honur lék hugur á. Stundum leit hann til hliðar og þóttist vera að gefa gætur að tveimur gráspörvum, sem setzt höfðu að köku, sem viðskiptavinur í brauðbúðinni hafði misst á gangstéttina. En útundan sér gaf hann þó stöðugt gætur að því, hvernig sólargeisl arnir sindruðu á hringunum. Við og við leit hann gætilega í kring um sig, því að hann vildi huga að því, hvort einhver veitti hon- um athygli; En svo leit hann aft- ur á geisladýrðina í glugganum. Hann fann, hvernig hjartað barðist í brjósti hans og svit- inn hnappaðist á enni hans. Átti hann að hverfa frá? Hann hafði í marga daga sótt í sig veðrið, en hann hafði alltaf brostið kjark á síðasta augna- hring í glugganum. Konan fór aftur að bjástra í glugganum, gröm yfir þessum viðskiptavini. Og þegar hún horfði ekki lengur á, var eins og hringarnir fengu aftur líf og lit. Yzt ’í öskju lá hringur, sem honum hafði sýnzt glóa fagurlega úti í glugganum. Hann þekkti hann aftur. Þetta var grannur gullhringur með sindrandi steini — það gat vel verið demantur. Það stafaði af honum fínlegum geislum, þótt rokkið væri þarna við borðið. Drengurinn seildist eftir honum og tók hann upp með lotningu. í sömu andrá heyrði hann ó- vingjarnlega rödd konunnar: — Þú ert þó ekki að fitla við hringana? Þetta kohi svo flatt upp á drenginn, að hann missti hring- inn. Hann datt niður á glerplöt- una. og það glamraði í. Hita- bylgja fór um klnnar hans, og hann stokkroðnaði. Hélt hún, að buddunni. Smápeninga, sem af- gangs urðu, lét hann aftur í budduna. Konan tók peningana og lét þá niður í skúffu. Svo vafði hún Ijósrauðum pappír ut- an um hringinn og rétti drengn- um gripinn. Hann stakk bögglinum í vasa sinn og gekk til dyra. Bara að komast út, hugsaði hann, út héð- an úr þessari búð, frá skömm- inni og óvirðingunni. En bikar niðurlægingarinnar var ekki barmafullur. Þegar hann var í þann veginn að opna hurðina, svo að hann gæti smog ið út, hrópaði konan á ný: — Komdu hingað snöggvast! Drengurinn sneri sér að kon- unni, sem kom brunandi til hans. Áður en hann hafði áttað sig, var hún komin með hendurnar niður í buxnavasa hans og farin að leita á honum. Hún leitaði í hverjum vasanum af öðrum og síðast í blússuvösum hans. Loks KAI' OLSEN: HRINGURINN bliki. Hann þyrði það aldrei, ef hann gerði það ekki í dag, þeg- ar hann hafði staðið þarna svona lengi. Hann hafði hjart- slátt, þegar hann nálgaðist dyrn ar og tók rökum höndum um hurðarhúninn. Hann varð að ýta fast á hurð- arhúninn. Bak við glerhillur búðarborðs- ins stóð roskin kona. Hún var kuldaleg á svipinn, svartur kjóll náði alveg upp að höku, en hvít- ur kragi um hálsinn. Hún spurði hann önuglega, hvað hann vildi. Það lá við, að hann hvíslaði, þeg ar hann svaraði henni. Hann kvaðst vilja fá að sjá þessa hringa í glugganum. Hann þekkti ekki rödd sjálfs síns. Honum fannst hún koma úr mik illi fjarlægð, líkt og það væri ekki hann sjálfur, sem talaði. Konan leit undrandi á dreng- inn, og svo sneri hún sér við með tregðu og seildist eftir öskjum í glugganum. Þær lét hún á borð- ið fyrir framan drenginn. Það var eins og hringarnir misstu allt í einu alia dýrð sína, þegar þeir voru komnir á af- greiðsluborðið Þarna lágu þeir, kaldir og lifvana/ og fánýtir, fannst honum Hann starði agn- dofa á flauelsöskjurnar. og kon- an í búðinni vokað; yfir honum með tortryggni i svipnum Hann stóð svona lengi án þess að gefa gaum að neinu, gróf aðeins aug- un niður í flauelsbakkana. Loks dirfðist hann að spyrja, hvort ekki væru til aðrir hringar. Hann hafði séð svo faliegan hann ætlaði að stela hringnum? Hann deplaði augunum ótt og títt, og þau fylltust tárum, svo að hann sá konuna aðeins ó- greinilega. En hann skynjaði samt, að hún stóð þárna ógn- andi andspænis honum. — Þér haldið þó ekki . . . ég ætlaði bara .... stamaði dreng urinn og barðist við grátinn. — Eg ætlaði bara að kaupa hring handa mömmu og þessi var svo fallegur. Eg ætlaði bara að spyrja, hvað hann kostaði. Kann ske er hann ekki eins dýr og ég hélt. Konah brosti háðslega. — Hring á tvö hundruð krón- ur — það er líklega eitthvað, sem drengur kaupir handa mömmu sinni. Drengurinn litaðist um i ör- væntingu. Hann óskaði þess, að hann gæti hlaupið út úr búð- inni, burt frá þessu öllu En þá fyrst myndi þessi kvenmaður sannfærast um, að hann hefði komið inn þeirra erinda að stela. Með tárin i augunum benti hann á óverulegan og skrautlaus an hring í einni öskjunni — En hvað kostar þá þessi? — Tuttugu og fimm krónur, sagði konan. — Viltu fá hann, eða ætlarðu kannske ekki að kaupa neitt? Drengurinn kinkaði aðeins kolli og dró upp buddu sína. Það voru margir peningar í henni — eins og tveggja krónu peningar, — því að hann hafði tæmt spari baukinn sinn. Loks hatði hann talið tuttugu og fimru krónur úr stjakaði hún við honum og mælti: — Svona — nú geturðu farið. Eg held, að þú hafir ekki tekið neitt. Þegar drengurinn kom heim, beið maturinn hans í ofninum. Móðir hans hafði hvolft yfir hann diski, svo að hann kóln- aði síður. — Af hverju kemurðu svona seint heim? spurði hún. — Eg var bara að horfa í búð- arglugga, sagði hann lágum rómi. Hann laut yfir matinn og þorði ekki að líta upp, því að hann fann, hve hann stokkroðn- aði. Móðir hans mátti ekki vita um þá hneisu, sem honum hafði verið gerð. f huga hans komst ekkert að nema þessi eina hugsun: Hún hélt. að ég væri þjófur, — hún hélt, að ég væri þjófur Hann gleypti í sig matinn, þó að hann hefði i rauninni ekki matarlyst. Það var eins og bit- arnir vildu ekki ofan í hann En mamma hans mátti ekki verða neino vör. Hann gaut augunum til hennar. Hún var að brjóta saman föt, sem hún hafði þveg- ið, og hann fylgdist með hverri hreyfingu handa hennar. Allt í einu fundust honum fingur henn ar svo berir og umkomulausir. Þarna átti hringurinn frá hon- um að vera, og það átti að stafa frá honum geislum á þvottinn, sem hún handlék Hann hafði hlakkað óumræðilega mikið til þess að gleðja hana með hinni óvæntu gjöf. En nú myndi hún aldrei fá að sjá hringinn, sem hann hafði keypt. Aldrei myndi hringur skreyta hendur hennar. Hann vissi, að sjálf myndi hún ekki eyða peningum til slíkra kaupa, og engum í öllum heim inum myndi detta í hug að gefa henni hring — nema honum. Og nú hafði þessu öllu verið spillt, af því að kona í búð gullsmiðs- ins þjófkenndi hann saklausan. Loks var diskurinn hroðinn. Hann spurði lágum rómi: — Má ég leika mér svolitla stund úti í garðinum? Móðir hans var enn að sýsla við þvottinn. — Hlauptu þá út, sagði hún. — En gerðu þig ekki óhreinan. Drengurinn þakkaði fyrir mat inn og flýtti sér síðan út. Neðst í garðinum hafði hann grafið dálitla gryfju, og þar hafði hann rekið niður fjalir, sem stóðu dálítið upp fyrir gryfjubarmana. Síðan hafði hann breitt yfir þær gamla poka. Það var þakið. Dálitlar dyr voru á þessu jarðhúsi hans, og þegar, hann breiddi poka yf- ir þær, fannst honum hann vera kominn langt frá umheiminum. Stundum þóttist hann vera Róbinson á eyðieyju, langt úti í hafi. Stundum var þetta tjald landkönnuðar í ísauðnum Suð- ur-heimskautsins. Hann einn hjarði af flokki landkönnuða og krotaði nú síðustu línurnar í dag bókina. En þennan dag dvaldist hann ekki í draumheimum. Hin misk- unnarlausa ákæra vék ekki frá honum: Hún hélt, að ég væri þjófur, — hún hélt, að ég væri þjófur. Hann stakk hendinni í vasa sinn og dró upp böggulinn. Full- ur viðbjóðs rakti hann Ijósrauð- an pappírinn utan af hringnum. Hann var harla óálitlegur í rökkrinu niðri i gryfjunni — að eins mjór, snúinn gullvír með litlum rauðum steini í. Hann gat varla greint litinn. Hann virti gripinn fyrir sér litla stund. Það var eins og þessi hringur brenndi hann. Snögglega kastaði hann honum frá sér. Svo fór hann að grafa með báðum höndum niður í moldina. Hann krafsaði hraðar og hraðar og gróf dýpra og dýpra. Það var leir undir, og hann var svo þéttur, að hann vann ekki á honum með höndunum. Loks gafst hann upp. Þá tók hann hringinn og fleygði honum niður í holuna. Það komu viprur í andlitið á honum, og hann flýtti sér að róta lausu moldinni yfir hann. Honum virt- ist liggja mjög á. Það var eins og líf hans riði á því, að hann kæmi moldinni sem fljótast aft- ur niður í þessa holu. Að lokum traðkaði hann á moldinni og af- máði öll ummerki í gryfjunni. Að svo búnu litaðist hann um í gryfjunni. Þetta var hlægilegt afdrep, sem hann hafði gert sér úr skökkum og skældúm fjölum og rifnum pokum. Að hann skyldi nokkurn tíma hafa getað ímyndað sér, að þetta væri tjald landkönnuðar á suðurskautinu Eða neitt annað en moldar- gryfja. Það var í rauninni asna- legt að gera sér það í hugarlund Það var barnalegt. Hann skreið upp úr gryfjunni Síðan þreif hann pokana og svipti þeim burt Hann losaði líka fjalirnar og henti þeim í hrúgu Þegar hann hafði þetta starfað gekk hann hröðum skrefum að verkfæraskúrnum Þar tók hann sér skóflu og fór með hana að gryfjunni. En nú fór hann sér ekki óðslega. Hann tók með hægð hverja skóflu- fyllina aí annarri ur beðunum, þar sem kartöflurnar höfðu ver ið, og mokaði niður í giyfiuna. (Framhald á 15. síðuL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.