Tíminn - 03.12.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.12.1961, Blaðsíða 14
n TÍMINN, suimudaginn 3. desembpr 1961 nálgaðist hásætishimininn, fleygði hann sér flötum til jarðar Og lá svo kyrr. Konan, sem á eftir honum gekk, stanzaði líka, og er hún leit á svörtu hrúguna á dýnunum, fór hrollur um Íiana. — Kona, dragið slæðuna til hliðar, skipaði Sinan. Hún hikaði, síðan leysti hún í skyndi slæðuna er huldi and lit hennar. Bræðumir störðu, nudduðu augun og störðu á hana á ný. Þarna stóð þá Rósamunda fyrir framan þá. Já, það var Rósamunda, þjökuð af veikindum, ótta og erfiðleikum ferðalagsins. Við að sjá hina drottningar legu fegurð hennar kom líf í hrúguna undir svörtu káp- unni, og munaðarleiftri brá fyrir í hinum illúðlegu augum hans. Masonda beit sig í7var- irnar, fölnaði upp og beið með óþreyju eftir að heyra hvað þessi kona vildi. — Rósamunda! hrópuðu bræðurnir báðir í einu. Hún heyrði það. Meðán þeir nálguðust hána horfði hún sem æðisgengin á þá á víxl, síðan rak hún upp veikt óp, og vafði síðan örmum sinum um háls þeirra, og mundi í gleði sinni hafa hnigið niður hefðu ekki bræðurnir haldið henni uppi. Þegar þeir lyftu henni upp, kom Godvin til hugar, að Mas onda hefði sagt Sínan, að þeir væru bræður hehnar. Og þeirri hugsun fylgdi svo sú hugsun, að ef svo væri, fengju þeir máske að vera einir með henni, því að annars mundi svartklæddi djöfullinn ...... — Hlustaðu á hvað ég segi, hvislaði hann á ensku. — Við erum ekki frændur þinir, held ur bræður, hálfbræður, og skiljum ekki arabisku. Hún heyrði það og Vulf, en varðmennirnir héldu aðeins að þau væru að bjóða hvort annað velkomið, þvi að Vulf byrjaði strax á frönsku: — Sæl systir, velkomin systir, og kyssti hana á ennið. Rósamunda opnaði' augun og rétti bræðrunum hendurn ar. Síðan heyrðist rödd Mas- ondu, er þýddi orð Sínans. — Kona, það lítur út fyrir að þér þekkið þessa riddara? — Já, meira en það, þeir eru bræður mínir, sem mér var stolið frá, meðan þeir voru svæfðir og faðir okkar drepirin. — Hvernig þá, kona? Þér segið að þér séuð systurdóttir Salhedíns? Eru þessir riddar- ar þá einnig systursynir hans? — Nei, svaraði Rósamunda. Þeir eru synir föður mins með annarri konu. Svarið virtist fullnægja Sínan, er horfði stöðugt á hina fölu en fögru Rósa- mundu, og spurði ekki frekar. Meðan hann sat þannig heyrð ist hávaði við endann á pall- inum og bræðurnir, er litu við, sáu að riddari reyndi að ryðja sér braut meðal varð- mannanna er stóðu við dyra- tjöldin og vörðu innganginn með spjótum sínum. Godvin kom þá til hugar, að hann hafði séð riddara þennan snúa snögglega við og ganga niður þrepin, rétt áð- ur en Rósamunda tók slæð- una frá andlitinu. Sínan leit upp við hávaðann, og gaf merki. Síðan spruttu tveir ráðgjafarnir upp og hlupu fram að tjöldunum, og töluðu við riddarann, sneru við með hann, þótt seint gengi eins og honúm væri það nauð ugt. Hettan var nú fallin af höfði hans og bræðurnir störðu á hann þar sem hann kom, þvi að þeim virtist þeir þekkja þesar breiðu herðar, þessi kringlóttu svörtu augu, þessar þykku varir og svip- þunga andlitið. — Lozelle. Það er Lozelle! sagði Godvin. — Já, svaraði Rósamunda. Það er Lozelle, hinn marg- faldi svikari, sem fyrst sveik mig í hendur hermanna Salhe díns, og síðan, er ég vildi ekki þýðast ást hans, í hendur Sin a,ns fursta. Þegar Vulf heyrði þetta, hljóp hann upp blótandi, og þegar Lozelle nálgaðist, gaf hann honum hnefahögg í aod litið. Verðirnir skildu þá sam- stundis að, og Sínan spurði gegnum Masondu: — Hvernig vogið þér að slá þennan Frakka 1 návist minni? — Vegna þess, herra, svar- aði Vulf, að hann er þorp- ari, sem leitt hefur mikið illt yfir mig og ættfólk mitt. Eg skora á hann að mæta mér í einvigi. — Eg sömuleiðis, sagði God vin. — Eg er tilbúinn, svaraði Lozelle, sem hafði reiðst mjög við höggið. — Mannhundur, hvers vegna reynduð þér að flýja, er þér sáuð okkur? spurði Vulf. Masonda rétti upp höndina og talaði til Lozelle fyrir Sín- ans hönd. — Eg þakka yður þann greiða, sem þér hafið gert mér. Sendiboði yðar, Frakki, sem ég þekkti frá fornu fari, kom til mín. Eins og þér stunguð upp á, sendi ég einn af Fedejum mínum ásamt her mönnum hans, til þess að drepa menn Salhedíns og taka systurdóttur hans til fanga, og það virðist hafa ver ið framkvæmt. Vér gerðum þann samning, að hún skyldi síðan fengin yður í hendur. Þeir Godvin og Vulf bitu á jaxl og hvesstu augun á Loz elle. — En þessir riddarar segja að þér hafið stolið henni, ættingja þeirra, frá þeim. Annar þeirra hefur þegar slegið yður og skorað á yður til einvígis. Eg samþykki með ánægju slíkan bardaga. Eg hef lengi þráð að sjá tvo franska riddara reyna sig eft ir þeirra eigin reglum og venj um. Eg vil útkljá misklíðina, og þér skuluð fá bezta hest- inn, sem til er í ríki mínu, en hann ríður sínum eigin, en skilmálarnir eru þessir: Ein- vígisvöllurinn skal vera brúin milli ytri og innri borgarhlið- j anna, og bardaginn, sem vera skal um lif og dauða að tefla, skal eiga sér stað að nætur- lagi, er tungl er í fyllingu, en j það verður að þrem dögum | liðnum. Eigið þér sigri að , hrósa, þá tölumst við frekar við, viðvíkjandi konu þeirri, sem þér viljið fá. — Herra, herra, svaraði Loz elle. — Hver getur beitt vopn um á þessum hræðilega stað í tunglskini? Haldið þér þann ig loforð yðar við mig? — Eg bæði get og vil, hróp aði Vulf. — Eg skal berjast við yður í hliðum helvítis, jafnvel þótt um sál mína væri að ræða. — Haldið yðar eigin loforð, mælti Sínan. — Þegar þér haf ið sýnt það1 á þessum riddara, að sakir þær, sem hann hefur á yður borið, séu óréttmætar, þá skulum við tala um samn inga okkar. Farið með hann til ytri hallarinnar og sjáið um, að hann vanti ekkert. Færið honum stóra, brúna hestinn minn, svo að hann geti hleypt á sprett yfir brúna fram og aftur, eða hvar helzt hann vill innan borgarinnar. En gætið þess vandlega, að hann nái ekki að tala við þessa konu, sem hann hefur komið með svikum í mínar hendur, eða við þesa riddara, fjandmenn hans, leyfið hon- um ekki heldur að koma i ná~ Sunnudagurlnn 3. desember 8.30 Létt morgunlög. — 9,00 Frétt- ir. — 9.10 Veðurfr. 9.20 Morgunhugleiðing um músík: „Áhrif tónlistar á sögu og I siði“ eftir Cyril Scott; VII. (Árni Kristjánsson). 9.35 Morguntónleikar: a) Orgelkonsert nr. 5 í g-moll eftir Thomas Arne (Albert de Klerk og kammerhljómsveitin I Amsterdam leika; Anthon van der Horst stj.). b) Sónata fyrir tvær fiðlur, ví- ólu da gamba og sembal (Gulina sónatan) eftir Purcell (Isolde Menges, William Prim- rose, Ambrose Gauntlett og John Ticehurst leika). c) Pavane og Chaconne eftir Purcell (Hátíðarhljómsveitin í Luzern leikur; Rudolf Baum- gartner stjórnar). d) Enskir og ítalskir madrigal- ar. e) „Góði hirðirinn", svíta eft- ir Hándel (Konunglega fílhar- moníusveitin í Lundúnum; Beecham stjórnar). 11,00 Messa í Hallgrímskirkju (Prest ur: Séra Jakob Jónsson. Org- anleikari: Páll Halldórsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.15 Úr sögu stjörnufræðinnar; I. erindi: Náttúruspeki og stjörnufræði frá Pýþagórasi til Brúnós (Þorsteinn Guðjónss.). 14,00 Miðdegistónleikar: Síðari hluti óperunnar „Aida“ eftir Verdi. Þorsteinn Hannesson flytur skýringar. 15.30 Kaffitíminn: a) Magnús Pétursson og fé- lagar hans leika. b) Renato Bery og hljómsveit hans leika létt lög. 16.15 ,Á bókamarkaðinum (Vilhj. Þ. Gíslason útvarpsstjóri). 17.30 Barnatími (Anna Snorrádöttir) a) Hvað veiztu um Chopin?: Svör frá prófi. b) Ævirttýraskáldið frá Óðins véum; sjötta kynning: Ævar R. Kvaran les úr ævintýrum Andersens. c) „Ljúfa álfadrottning", nýtt framhaldsleikrit með söngvum eftir Ólöfu Árnadótttir; I. þáttur. — Léikstjóri: Klemenz Jónsson. Söngstjóri: Sigurður Markússon. d) Lesið úr þremur nýjum barnabókum Isl. höfunda. 19,00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir og íþróttaspjall. 20,00 Tónleikar: Pólski þjóðlaga- flokkurinn „Slask“ syngur og leikur. 20.10 Hugleiðing: Heimkoma (Egg- ert Stefánsson söngvarí). 20,25 Léttir kvöldtónleikar: a) Leonard Pennario leikur á tvö píanó. b) Capitol hljómsveitin leikur vinsæl óperulög. 20,55 Hratt flýgUr stund: Jónas Jónasson efnir til kabaretts i útvarpssal. Hljómsveitarstjóri: Magnús Pétursson. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,05 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 4. desember: 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. 13.15 Búnaðarþáttur: Magnús Mar- teinsson vélfræðingur talar um diéselvélar landbúnaðar- ins. 13.30 „Við vinnuna": Tónleikar. 15,00 Siðdegisútvarp. 17,05 „í dúr og moll“: Sigild tónlist fyrir ungt fólk (Reynir Áxels- son). 18,00 Rökkursögur: Hugrún skáld- kona talar við börnin. 18,20 Veöurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18,50 Tilkynnlngar. 19.30 Fréttir. 20,00 Hannes Hafstein: Aldarminn- ing. Dr. Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra og Bernharð Stefánsson fyrrum alþm. flytja erindi. Lesið úr ræðum Hann- esar Hafsteins og minningum Matthíasar Ólafssonar, Jóns Stefánssonar og Þorsteins Gíslasonar um hann, svo og nýrri ævisögu hans eftir Kristján Albertsson. Sungin lög við kvæði eftlr Hannes Hafstein. — Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri undir- býr dagskrána. Auk hans lesa leikararnir Valur Gísiason og Gestur Páisson. 21.30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn“ eftir Kristmann Guð- mundsson (Höfundur les). 22,00 Fréttir og veöurfregnir. 22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guðmundsson). 23,00 Dagskrárlok. H. RIDER HAGGARD BRÆÐURNIR SAGA FjRÁ KROSSFERÐATÍMUNUM 44 ^TRÍKUR VÍÐFÖRLl Úlfurinn og Fálkinn 113 — Það er ófreskjan, veinaði Bryndís, — með andlit Eiríks víð- förla. Eiríkur hafði dulbúið sig með nokkrum sauðargærum, og það hafði meiri áhrif en hann hafði þorað að gera sér vonir um. — Bústaðalénsmenn, sagði rödd varúlfsins, — ég skipaði svo fyrir, að prinsinn yrði færður mér lif- andi. Látið hann lausan og farið ykkar leið, ef ykkur er annt um líf ykkar. Bústaðalénsmennirnir iétu ekki segja sér þetta tvisvar, og er þeir flýðu, freistaðist Bryn- dís til þ?ss að flýja með þeim. — Vertu kyrr, skipaði ófreskjan, — ég ætla að tala við þig. En Bryn- dis horfði aðeins á Eirík-hræðslu- iega, svo kastaði hún sér í kastala- síkið og hvarf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.