Tíminn - 03.12.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.12.1961, Blaðsíða 12
12 i TIM I N N , sunnudaginn 3. desember 1961 RITSTJORI: FRIÐRIK. OLAFSSON Svipmyndir frá Bled P i Í ■ i|i ^ w * w g * ^ Jafntefli? Skákin Tal—dr. Trifunov. Bled 1961 (10. umfertS). í þessari stöðu bauð Tal jafn- tefli og dr. Trifunovic þáði á þeim forsendum, að hvítur nær þrá- skák eftir 1. He3—Bxa2 2. Hh3— h6 3. Hxh6—gxh6 4. Dg4t — Kh7 5. Df5 -(- o. s. frv. Um þessar mundir stóð barátta þeirra Tal og Fischer um efsta sætið sem hæst, og Fischer, sem bar þarna að, um það leyti, sem skákinni var að ljúka, virtist ekkert ánægður með þessi málalok. Hann fylgdist um stund með rannsókn teflenda á stöðunni og skyndilega breiddist vandlætingarglott yfir andlit hans. „Chicken" sagði hann við dr. Tri- funovic, sérðu ekki, að þú átt vinn- ingsleik eftir 3. Hxh6.“ Og með einu handbragði sannaði hann þessa staðhæfingu sína. Ég ætla ekki að sýna leikinn hér, en láta ykkur það eftir, lesendur góðir, að finna hann. Lausnin birtist í næsta þætti. Krókur á móti bragði $!'ákin Mafanovic—FriS rik Bled (6. umfertS). Síðasti leikur. hvits var 1. Hxd5 og svartur, sem var í talsverðu tímahraki, þóttist nú geta gert hviti meinlegan grikk. Hann greip biskup sinn og lék með mik- illi sannfæringu. 1 — Bc3. En hvítur var við öllu búinn og lét nú kné fylgja kviði Hverju lék hann? Lausn birtist í næsta þætti. Að endingu kemur svo stutt og skemmtileg skák’fyrir þá, sem þeg- ar hafa fundið lausnir á dæmun- um að framan: H.: Keres Sv. Donner Caro-Kann 1. c4—c6 2. d4—d5 3. exd5—cxd5 4. c4. (Þetta afbrigði.Panof-árásin, nýtur mestra vinsælda um þessar mundir). 4. —Rf6 5. Rc3 — e6 6. Rf3—Be7 7. cxd5—Rxd5 8. Bd3—o-o 9. o-o— Rc6 10. Hel—Bd7? 11. Rxd5— cxd5 12. Re5. (Uppskiptin auka kóngssóknarmöguleika hvíts). 12. — Rxe5. 13. Hxe5 — Bd6 (Svartur álítur sig fá mótvægi með peðsfórninni, en sú von hans bregzt með öllu). 14. Hxd5 — Dc7. 15. Hh5 — g6 16. Hh4 — f5. (Reynir að notfæra sér slæma aðstöðu hróksins). 17. Db3i' —Kh8 18. Bh6 — Hf6 19. Bg5 — Hf8 20. Bh6 — Hf6 21. Bc4. (Hótar nú 22. Hxh7t á- samt 23. Dh3t). 21. — f4 22. Bg5—Hf8 23. Bf7t — gefið. — Svartur tapar minnst skiptamun. Fr. Ól. ALDARMINNING Framhald ai 5 síðu ingu í Isafjarðarsýslu. Hófst þá þegar mikil og afdrifarík þátttaka Hannesar i landsmálum, enda átök hör'ð um sjálfstæðismálin á þingi um þær mundir. Árið 1900 sam- þykkti þingið að óska eftir endur- skoðun stjórnarskrár, þar sem aðal breyting yrði sú, að íslandsmál væru fengin í hendur íslenzkum ráðherra, sem þó sæti í Höfn. Heimastjórnaiflokkurinn vildi ekki una þessu og ákvað að senda sérstakan fulltrúa til Hafnar, til þess að túlka sjónarmið flokksins fyrir konungi og ríkisráðinu, eink- um reyna að fá því framgengt, að fslandsráðherra sæti í Reykjavík. Hannes varð fyrir valinu og kom ár sinni vel fyrir borð, svo að breyt ingar þær, sem danska þingið gerði á stjórnarskrá íslands, urðu nokkru meiri og betri en þing fslendinga hafði beðið um. Þessar'breytingar , tóku gildi í ársbyrjun 1904, og kvaddi konung- ur þá Hannes Hafstein til þess að flytja ráðherraembættið heim til Reykjavikur og gerast fyrsti, ís- lenzki ráðherrann í höfuðborg landsins. Það er augljóst, að vali Hannes- ar í embættið hefur verið allvel tekið og þótt eðlilegt, sakir dugn- aðar hans og mannkosta, svo og vinsamlegra sambanda, er hann naut við konung og ríkisráð Dana. Það er og ljóst, að Hannes hefur gengið til þessara starfa með mikl- um hug og djörfum vonum um að geta sameinað sundurleita stjórn- málakrafta til átaka og komið á skjótum umbótum í fjármálum og framförum í atvinnulífi lands og sjávar. svo og í menningarmálum. Hann vindur bráðan bug að þvíy að ryðja símanum braut til lands- ins, og af því urðu fyrstu stórátök | in, bændafundurinn frægi og hörð mótmæli á ýmsa lund. En Hannes stóð sem klettur, og þótt ýmsum; fyndist hann óbilgjarn nokkuð og! ráðríkur, fannst jafnan, að honum var hagur, sæmd og velferð þjóð-[ arinnar allrar í huga. Þótt Hannes! þætti oft ærið þungfær og drag-l bítur á stundum í sjálfstæðismál- unum, efaðist enginn um ættjarð- arhug hans og vilja til að vinna þjóð sinni vel. Hann dáði og Jón Sigurðsson og starf hans mjög. Hörðust og sögulegust urðu stjórnmálaátökin þó 1908, þegar| „uppkastið" var á dagskrá, og Skúli Thoroddsen skarst úr leik nefndarmanna, og heimtaði, að fyrsta grein nýrrar stjórnarskrár hæfist á orðunum „ísland er frjálst og fullvalda ríki“, og eng- um nema þeim. Hannes var og hafði verið um : hríð foringi Heimastjórnarflokks- ins og studdi uppkastið fast. Hann ferðaðist um þvert og endi'langt landið sumarið 1908 og taJaði máli sínu af þeim glæsileik og vitsmun- um, sem oftast hafði fært honum sigra heim. En þetta var of þung- ur steinn. og Hannes og flokkur hans biðu einn hinn eftirminni- legasta ósigur í íslenzkri stjórn- málasögu. Hann vék _ frá völdum og var^ bankastjóri Tslandsbanka um hríð, en við næstu kosningar vann Hannes og flokkur hans kosn ingasigur, sem skilaði honum á ný upp í ráðherrastól 1912. Á þvi valdaskeiði kom Hannes fram ýmsum málum við dönsku stjórn- ina, m.a því að á íslandi skyldi vera sérstakur, löggildur bjóðfáni Hannes lét aftur af ráðherradómi 1914 og tók við bankastjórastarf- inu að nýju og því gegndi hann til dauðadags. Heilsu hans fór mjög hnignandi og hann fékk slag 1917, náði aldrei heilsu eftir það og lézt í Reykjavík 13. des 1922, nýorðinn sextugur ag aldri. Konu sína hafði Hannes misst 1913. tek- ið sér það mjög nærri og varð eft- ir það nokkuð dapurlyndur og þunggeðja, eins og fram kemur í hinum síðustu ljóðum hans. Hér hefur j stuttum dráttum verið rakin starfssaga Hannesar Hafsteins — stjórnmálamannsins. Hann var fæddur foringi, mikil- hæfur, djarfur, gáfaður og gjörvu- legur í sjón og máli Hlutskipti hans með þjóðinni varð mikig eins og efni stóðu til, en starfsdagur- inn ekki langur. Þó er stjórnmálamaðurinn og ráðherrann Hannes Hafstein ekki efstur í huga íslenzku þjóðarinn- ar, þegar nafn hans er nefnt fjór- um áratugum eftir lát hans, og hef ur líklega aldrei verið, heldur skáldið — þjóðskáldið. Með skáld- skap sínum vann hann hug og hjarta þjóðar sinnar, og i krafti hans mun hann einnig lifa með henni, þótt aldir renni Hér verð- ur ekki rætt um skáldskap Hann- esar, enda þarf engra skýringa vig honum og um hann fjallað af þeim sem gerr kunna skil á. Fyrsta ljóðabóV Hannesar Haf-I stein kom út 1893 og nefndist Ýmis ljóðmæli. en áður höfðu kvæði hans birzt á dreif. einkum þó í Verðanda Stærri Ijóðabók hans kom út 1916, og er það höfuð- útgáfa á Ijóðum hans. Af þeirri bók hafa síðan komið ýmsar út- gáfur, úrvalsljóð o.fl. Hannes ritaði ekki mikið í ó-1 bundnu máli, þegar stjórnmála- greinum er sleppt Hann reit þó athyglisvert æviágrip um Jónas Hallgrimsson og bjó undi.r prent- un kvæði og kviðlinga Bólu- Hjálmars Hannes Hafstein var þróttmikið og hugdjarft skáld, tignaði fórn- fúsa hetjulund, og það var lífs- draumur hans að lifa í þeim anda og mi.ðla þjóg sinni af þeim auði. Hughrif hans voru mikil og brut- ust fram sem stríð elfur í ljóð- um hans. Kvæði hans voru Skeyti beint íil hjartnanna, og-sú leið var greið. Mer. n dáðu þetta unga, hug- ci’arfa. karlmannlega og glæsilega sk.íltl Menn sungu ljóð hans heit- um huga á mannfundurn og gleði- stundum og gera enn í dag. Beztu kvæði hans hafa lítt fölskvazt í vitund þjóðarinnar. Um aldamótin var hánn ímynd þess sóknarhuga, sem fann á sér okið, en neytti afls til að brjóta þag af sér, og þá djörfung kvað hann í íslenzku þjóðina „Þótt þjaki böl með þungum ’ hramm þrátt fyrir allt þú skalt, þú skalt sarnt fram.“ Það var karlmannlegasta her- hvötin, sem þjóðinni var sungin á beim árum. Kvæðið um hafísinn er eitthvert vinsælasta kvæði Hanesar, og það kvæði hafa ungir og gamlir -kunn að tiil skamms tíma. Það er ekkert snilklarverk að máli eða formi, en það hitti í sál hvers einasta manns tundur og breyttist í loga. Þag fer heldur ekki á milli máli, að það hefur logað í brjósti Hann esar sjálfs, og fyrir þann loga verð ur það síungt og töfrandi lista- verk. Þar leiðir Hannes fram þann mann, sem hann dáir mest, og þann. sem hann hefur vafalaust kosið helzt ag líkjast, enda leiðir hann þá mannhugsjón úr veidi haf íssins inn á brautir hversdagslífs- ins og bendir þjóð sinni á hann: Öllum hafís verri er hjartans ís, er heltekur skyldunnar þor. Ef hann grípur þióð, þá er glötunin vis, þá gagnar ei sól né vor. En sá heiti blær, sem til hjartans nær frá hetianna fórnarstól, bræðir andans ís. Þaðan aftur rís fyrir ókomna tíma sól. Hannes Hafstein hefur vafalaust stundum þótzt finna, að nokkuð á reyndi á „skyldunnar þor“, þegar gamlar venjur og kjarideysi lagð- ist gegn framfarahuga hans. Og hjartans ís vildi Hannes bræða með karlmannlegum hita og stór- hug Vafasamt er, ag öðrum skáld- um íslenzkum hafi tekizt það bet- ur. Það er dómur aldarinnar, að Hannes Hafstein hafi í lífi sínu oft ast siglt djarft. lifað hátt og mik inn, unnað lífsnaulnum og vitað. að hann keypti þær dýru verði. Langlífið virðist ekki hafa verið honum daelegt mark í breytni Hann orðaði þetta lífsvi.ðhorf sitt i fleygri smástöku um lífig og dauðann: Að drepa sjálfan sig er synd gegn lífsins herra, Að lifa siálfan sig er sjöfalt verra. Það verður varla sagt, að Hann- es Hafstein hafi „lifað sjálfan sig“ enda taldi hann það ill ör- lög. Æska hans var mikil og af- rekadrjúg. síðan tók vig harður og umsvifaþungur starfsdagur. en að honum liðnum var dauðinn við dyrnar Ef til vi!l hefur það verið vig hæfi, því að Hannesi hefði líklega ekki farið það betur en öðrum „að lifa sjálfan sig“ Það er ekki ólíklegt, að bjart- ara sé yfir nafni Hannesar Haf- stein á aldarafmælinu af þeim sök um. — ak. Nýtízku húsgögn FjöibrevH úrval. Póstspnrlnm AXEL EYJÓLFSSON Íkiphoifi 7 Simi 10117 Þórhallur Daníelsson Framhald af 9. síðu. ekki fæti fyrir áform þeirra. Þetta var mjög drengileg og heillavænleg' ákvörðun og forð aði þessari fámennu sýslu frá eins konar verzlunarstyrjöld og þeim kostnaði, er leitt hefði af því, að bera uppi tvær verzlan- ir í stað einnar, er fullnægt gat héraðinu. Það mun ekki hafa hent Þór- hall, að iðrast þessarar ákvörð unar sinnar. Hann mun ætíð hafa óskað, að félaginu vegnaði vel og jafnan borið hag þess fyr ir brjósti og breytingin mun hafa orðið honum því meir að skapi, sem lengra leið og hann sá og fann, að félagsstarfið náði að þroskast og reyndist þess megn ugt að takast á hendur mikils- verð og margs konar verkefni meö hag héraðsins að takmarki. Á skrifstofu framkvæmdastj. Kaupfél. Austur-Skaftfellinga er fest upp mynd að Þórhalli Dan íelssyni. Á hún að vera þar til minningar um þann mikla þátt er hann átti í því ag félagið hóf starf sitt á þann hátt, er varð, og fyrir þau afskipti, er hann hafði af því. Þórhallur var oft á ferðalagi, bæði innan sýslu og utan. Hann fór óftsinnis að vetrarlagi frá Hornafirði til Reykjavíkur land- leiðina á hestum— þá voru hvorki bifreiðar né flugvélar til taks, hvenær sem óskaö var, eins og nú er orðið. Menn urðu að treysta á „þarfasta þjóninn“,; hestinn, eða þá að fara á „tveim ur jafnfljótum“ Skipakomur voru nær engar til Hornafjarð ar, sem treysta mátti. Verzlun- in krafðist fyrirhyggju og und- irbúnings, ef verða átti við ósk- um manna og þörfum. Verzlun- arstjórinn eða eigandinn varö að, hafa fullan hug á því að vöru þurrð yrði ekki eða sem sjaldn ast á þessum afskekkta stað. Hann varð því ætíð að halda vöku sinni, og vera viðbúinn að inna af hendi hverja þá þjón- ustu, er fyrirtækið eða viðskipta mennirnir kölluðu eftir, jafnvel þótt viö hina mestu erfiðleika væri að etja. Um þetta allt var Þórhallur mikill áhugamaður og meistari, sem lengi verður minnzt. Hin siðustu árin átti Þórhall- ur við nokkurn heilsubrest að búa og varð þá að láta undan síga um áreynslu og störf. En enn var hann á ferð og flugi, bæði til barna sinna og ýmissa vina og kunningja Sú síðasta slíkra ferða var í sumar, þegar hann, mikið veikur, flaug til Hornafjarðar, sinna gömlu stöðva þegar fram fór vígsla brúarinnar á Hornafjarðarfljót um, til þess að taka þar þátt í fögnuði Austur-Skaftfellinga, vina sinna og kunningja, yfir hinni miklu samgöngubót, er þeir þá höfðu fengið. Hann kom glaður og allhress heim aftur úr þeirri ferð. Nú hefur Þórhallur lagt upp i hina síðustu ferð, þá, sem all- ir eiga fyrir höndum og er hon- um óskað fararheilla. Við, sem þekktum hann, þökk um honum störfin, blessum minningu hans og vottum bömu.m hans og vandamönnum fyllstu samúð. Jón ívarsson. \uglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.